Vísir - 24.12.1940, Qupperneq 6

Vísir - 24.12.1940, Qupperneq 6
6 VlSIR fííkarður Jónsson er einn af þektustu listamönnum okkar íslendinga, og tvímælalaust frægastur allra þeirra, sem lagt hafa fyrir sig myndskurðarlist. — fííkarður er fæddur að Tungu í Fáskrúðsfirði 20. sept. 1888, en lil H ára aldurs ólst hann upp á Strýtu í Hálsþinghá við Hamarsfjörð. Foreldrar hans voru Jón kórarinsson frá Núpi á Beru- fjarðarströnd og Ólöf Finnsdóttir frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Að öðru leyti vísast til frá- sagnar Ríkarðs sjálfs, er hér fer á eftir, og tíðindamaður Vísis hefir skiifað upp eftir honum. ÆSKUAR LISTAMANNSFERILL minn hófst eiginlega í gilfarvegi einum, sem Tobbagjóta heitir, á æskustöðvum mínum í HamarsfirÖi austur, skamt inn frá Djúpavogi. Þar fann eg í fjallkambi einum brúnan tálgustein, og byrjaöi strax að reyna að forma úr honum ýmsa smíðisgripi. Mun eg þá bafa verið á áttunda eða níunda ári, er eg hóf tálgusmiðar mínar. Seinna fundum við bræður aðra tálgusteinsnámu, rauða að lit, í svonefndum Huldrahömrum í Hálsfjalli, sem er næsti fjall- garður sunnan Búlandstinds. Ekki var hættulaust að ná þessu orjóti, allra síst í liálku og isingu á vetrum. Náman var í mjórri rák, en hengiflug bæði fyrir ofan og neðan. Aðstaðan var því afskaplega tæp, við að sprengja grjótið, og stundum ekki ann- að ráð, en þrengja sér liggjandi inn undir bergið og meitla upp fyrir sig, og var það öfundarlaust starf. Einnig mátti maður hafa allan varann á, að missa ekki verkfærin og hina dýrmætu steina niður fyrir hamrana, því að þá voru verkfærin töpuð i urðinni en tálgusteinninn í mjöl og mask. Eg var altaf hálfragur í klettum í samanburði við bræður mína, sem voru hver öðrum fífldjarfari í klettum. En ef um góða tálgusteinsnybbu var að ræða, skreið eg oft svo langt eftir Stephan G. Stephansson (höggmynd). JlíluLhbs JjónsjonoA. rákinni, að illfært var til baka, og var furðuleg mildi og næsta óskiljanlegt, að aldrei skyldi slys af hljótast. Grjótið úr þess- ari námu urðum við að bera á bakinu. .Þriðju tálgusteinsnámuna, græna að lit, fundum við langt inni á Búlandsdal. Þar var grjótið lang-lieillegast og stærst og aðstaðan þar best. Þaðan fluttum við steininn á liestum. Egj gerði mikið að þvi, að búa til taflmenn úr grjótinu. Smið- aði eg þá í tveim litum, rauða og brúna — eða þá græna. Eg myndaði mér með þessu ofurlitla atvinnugrein, því að fyrir 32 útskorna taflmenn fékk eg kr. 3.50. Mér fanst þetta mikið fé og þóttist vera ríkur. Seinna — þegar eg var löngu hættur að smíða taflmenn úr grjóti, — komst eg yfir eina slíka æsku-. smiði mína. Eg keypti bana fyrir tíu krónur — og fanst það gjafverð. Við bræðurnir bjuggum einnig til málningu úr grjóti þessu. Við gerðum það á þann bátt, að við nudduðum það við blá- grýtis hellur í valni, þurkuðum mylsnuna í sólskini og hrærð- um svo út í fernisolíu. Þessi uppgötvun kom sér sérstaklega vel . fyrir Finn bróður minn, ])ví að með þessu málaði hann alt, sem ^málað varð, og sem hann gat náð til. Þannig hófst listasaga okkar bræðra í jörðinni — í fjöllun- um sunnan við Búlandstind. Fjórtán árá að aldri fluttist eg til Reyðarfjarðar. Þar gerð- ist eg vinnupillur lijá Nielsi móðurbróður mínum á Hafra- Jnesi, og var hjá lionum um tveggja ára skeið. A sumrin sat eg yfir kvíaám og smalabi. Eg undi þeim starfa vel, því bræður minir sendu mér grjót heiman að og úr því smíðaði eg i yfir- setunni. Ef grjótið þraut, mótaði eg úr moldarleir eða teikn- aði myndir í leirflögin. Á Hafranesi var tvíbýli og mannmargt mjög, að öllum jafn- aði um 40 manns í heimili. Enda var heimilislífið margbreyti- legt o| skemtilegt, því að búið var af mikilli rausn bæði lil lands og sjávar. Gaman var ])á á engjum, þegar vel viðraði og allur fjöldinn sló og rakaði l)ver í kapp við annan, mest undir Iiinni röggsamlegu og ákveðnu stjórn Guðmundar beitins Ein- arssonar, tengdaföður Níelsar. Þá var einnig ógleymanlega skemtilegt á vetrarkvöldvökum, þegar allurTjöldinn var sestur að tóvinnu, undir hinum tilþrifamikla og skörulega sagnalestri Guðmundar gamla og annara, sem þar skiftust á um að lesa. Á Hafranesi fékst eg talsvert við járnsmíði, þegar ekki var annað að gera, m. a. járnaði eg hákarlavaði. Ekki vil eg hæla því smíði, en það mun þó hafa verið fremur óvenjulegt af dreng á mínum aldi’i. Eg lxafði mestu yndi af járnsmíðinni og erfði þá gáfu af föður minum að „forma“ og meitla. Faðir minn var meðal allra mestu hagleiksmanna, og eg hefi aldrei séð pokkurn mann slá járn af jafn mikilli leikni og föður minn. > * » *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.