Vísir - 24.12.1940, Qupperneq 7
VlSIR
7
Það var eins ogjiann gæti „formað“ livað sem liann vildi með
hamrinum einum. Þegar eg sá liann slá járn, fanst mér allaf,
að þótt eg yrði alla mína æfi að þessu sama, myndi eg aldrei
geta náð leikni hans. Og hann var ekki síður hagur á tré og
kopar og skar úl mót sin sjálfur. Á seytjánda aldurári komst
eg fyrir tilstilli Páls Gíslasonar kaupmanns frá Kaupangi, til
P»eykja*Víkur og jafnframt undir handarjaðarinn á Stefáni Ei-
líkssyni tréskurðarmeistara.
Eg flutti með mér til Reykjavíkur þá smiðisgripi úr grjóti,
sem' eg átti óselda þegar eg fluttist hingað. Þessa steingripi
keypti frú Jónassen, kona landlæknis, af mér fyrir heilar hundr-
að krónur, og sendi þetta drasl mitt ásamt ýmsu öðru islensku
dóti á sýningu, sem halda átti í Kaupmannahöfn þetta vor.
Seinna frétli eg, að þýskur maður, sem kvæntur var systur
dr. Helga Péturss, hefði séð smíðisgripi mína hjá frú Jónassen,
keypt af henni eina fálkamynd og gefið liana á eitthvert sal'n
suður í Dresden. Sömuleiðis kyntist eg málaranema á Akademí-
inu í Khöfn, er Rosenberg hét, og hann tjáði mér, að foreldrai
sinir ættu mynd, smiðaða úr grjóti, eftir íslenskan dreng, af
krakka ríðandi á hesti. Þegar eg kom þangað heim, til að skoða
þetta listaverk eftir landa minn, sá eg að gripinn liafði eg sjálf-
ur smíðað. — Þetta er það eina, sem og heí'i frétt um afdrif
æskuverka minna ytra.
Hjá Stefáni Eiríkssyni var eg í þrjú ár. Stefán var einn af
ágætustu mönnum, sem eg liefi kynst, og eg hygg að þá sömu
sögu liafi allir þeir að segja, sem Stefáni kyntust. Stefán var,
svo sem kunnugt er, snillingur liinn mesti í sinni grein og einn-
ig vandvirkur og áhugasamur kennari. Sveinsprófinu lauk eg
með spegli, sem nú er geymdur á Þjóðminjasafninu. Það er
fyrsta prófsmíði í myndskurði hér á landi.
Að loknu námi lijá Stefáni Eirikssyni, langaði mig út i lieim-
inn, langaði til að skoða mig um og læra meira. Eg ákvað að
sigla til Hafnar, og Stefán benti mér að fara til C. R. Hansen’s,
forstjóra fyrir stærstu útskurðarstofunni í Khöfn, og það gerði eg.
Eg tók mér fariGneð „Ceres“, fullur eftirvæntingar að sjá
hina nýju veröld. I aðra röndina kveið eg þó liinu nýja ög
óþekta, sem biði mín í framandi landi og meðal framandi þjóðar.
Á námsárum mínum í Reykjavík vann eg í hjáverkum min-
um mjög mikið úr tálgusteini, sem bræður mínir sendu mér
jafnharðan. Á þann hátt var eg búinn að spara saman 300 krón-
ur, sem var minn einasti farareyrir til frekara náms erlendis.
Fyrsta veturinn minn í Khöfn var eg við útskurðar- og teikni-
nám hjá C. R. Hansen, en sumarið næsta eftir byrjaði eg að
Spænir,
Bónorð (pennateikning).
móta hjá Einari Jónssyni myndhöggvara, er þá var orðinn
þektur listamaður, og var um þær niundir búsettur i Ivliöfn.
Minnist eg margra yndislegra og ógleymanlegra stunda í sam-
vistum mínum við liann.
Annars vann eg næstu sumur fyrir mér við útskurð, og reyndi
eg þá að safna til vetrarins, því það var eina handbæra féð,
sem eg hafði til umráða, fyrir utan 300 króna styrk, sem Bjarni
frá Vogi gat útvegað mér síðasta árið mitt ytra.
Eftir nokkurt undirhúningsnám hjá Einari Jónssyni og á Tek-
nisk Selskabsskole, komst eg á listaháskólann. Auk þessa vann
eg, er frá leið, á myndskurðarstofu hjá sænskum manni. En
þegar eg var búinn að vera þar í eitt ár, dó liann og þá réði
ekkjan hans mig fvrir verkstjóra á vinnustofunni. Þetta var
mér fjárliagsleg hjálp, því að á þann hátt fékk eg hærra kaup
en sveinarnir. En svo var einnig annað í þessu sambandi, sem
jók á tekjur mínar. Þessi sænski útskurðarmaður liafði haft
það fyrir aukastarf, að teikna skraut á leikbúninga við kon-
unglega leikhúsið i Kaupmannahöfn, og þegar hann lést, tókst
eg þetta starf á hendur. Og þelta gaf ekki einvörðungu all-
drjúgan skilding í aðra hönd, heldur og veilti mér ókeypis að-
gang að öllum aðalæfingum leikhússins, en það var mér mjög
mikils virði, því eg hefi alla mína æfi verið mjög lineigður fyr-
ir leiklist og söng.
Á Hafnarárum mínum var eg af ýmsum mjög hvattur lil að
leggja fyrir mig söng; hugðu margir það skjólari leið til fjár
og frægðar. Má vel vera, að svo liefði verið í bili.
Svo var mál með vexti, 'að eg söng þá i Akademí-kórnum,
en þar var Albcrt Höeherg, konunglegur óperusöngvari og einn
af frægustu söngmönnum Dana, sólóisti. Þegar liann var vant
við látinn og mætti ekki á æfingum, féll það í minn hlut að
syngja baryton-sólórnar. En hæði Höeherg og eins Cornelius,
sem einnig var fraegur danskur söngvari og tenórsólóisti i sama
kór, lögðu ákveðið að mér áð læra söng. Sem hetur fór lagði
eg þó ekki út á þá braut, hæði vegna þess, að eg var þá ývo
langt kominn á mýndlistarbrautinni, o§ Iiins vegar hæði dýrt
og erfitt að venda kvæði sínu í kross og'snúa öllu æfistarfi sínu
við. Og núna — þegar eg sé við hvaða skilvrði og hvers kon-
• ar viðtökur sögvararnir okkar fá hér heima þá sé eg ekki
eftir því, þó eg hafi ekki lagt ú't á þá hálu braut.
Þegar eg kom til Hafnar árið 1908 logaði alt í úlfúð og kriti
á milli íslendinga og Dana út af sjálfstæðismálunum. Knud
Berlin var þá okkar svarnasti andstæðingur og æsti Dani upp
i úlfúð og andúð gegn okkur. Undir eins og eg kom á mynd-
skurðarstofuna til C. B. IJansen’s, fann eg kuldann, sem and-
aði til mín sem. íslendings. En eg var ungur, viðkvæmur, stolt-
ur fyrir hönd landa minna og tók upp þykkjuna fyrir þá. Eg
*yar þess vegna stundum helst til fljótur að skifta skapi, ef