Vísir - 24.12.1940, Page 11

Vísir - 24.12.1940, Page 11
VÍSIR 11 upp eftir honum. „Það var þá líka rétti staðurinn.“ Hún leit fram og þekti, að þar var komin telpan, sem hún Jiafði selt græn blöð ^rla dags. „Jæja, eru nú blómin kom- -in á markaðinn, ekki stóð á því. Systir þín hefir þá lagt út í að keppa við mig.“ Gyða litla blóðroðnaði, þeg- ar hún sá Rannveigu og stam- aði up*p: „Eg vissi ekki, að þér byggjuð hérna, eg ætlaði bara í eitthvert ókunnugt liús. Mér var sagt, að fara þang'að, sem enginn þekti mig.“ „Er þetta svona mikið leynd- armál? Þú gerir mig forvitna. Nei, ekki fara, væna mín. Mig langar til að sjá blómin þín.“ Hún rakti umbúðirnar utan af blómunum og lýfti þeim upp. „Allra fallegustu jólarósir. Hefir systir þín oft búið til blóm ?“ „Aldrei áður; þetta er fyrsta tilraunin.“ „Þetta er mjög laglega gerl af viðvaningi. Ertu búin að selja margar jólarósir, litla stúlka?“ „Enga, þetta er fyrsti staður- inn, sem eg kem á,“ svaraði Gyða litla. Hún var ennþá feimin og vandræðaleg yfir þeirri einkennilegu tilviljun, að bún skyldi hafa len' heim til frú Rannveigar. „Þá má eg til að kaupa af þér. Borgaðu henni, Már. Kauptu allar rósirnar bennar, svo að hún þurfi ekki að hrekj- ast víðar í kvöld.“ Svo fór Rannveig að yfir- heyra telpuna, eins og fólki er oft gjarnt til að gera. „Hvar áttu heima? Hvað heitir liann pabbi þinn? Og hvað gerir hann ?“ „Hann er dáinn. Hann drukknaði þegar Örninn fórst.“ Rannveig hrá svip. \ „Þegar Örninn fórst! Lof mér að sjá þig betur.“ Frúin tók undir liöku telp- unnar og sneri andliti hennar að ljósinu. „Ertu dóttir hans Ásgeirs, sem var vélstjóri á Erninum? Eg sá strax, að það var eitthvað kunnuglegt við þennan svip. Eg skal segja þér það, væna' mín, að pabbi þinn kom oft á þetia heimili. Þeir voru miklir mát- ar, maðurinn minn sálugi og hann. Sömu óveðursnóitina og þú mistir hann pabba þinn, mistu drengirnir mínir pabba sinn. Eftir það fór eg að selja blóm, til þess að geta séð heim- ili mínu farborða. Sestu hú liérna hjá mér inni í stofu*, væna mín, mig langar til að fá fregnir af högum ekkju og harna Ásgeirs heitins.“ Frú Rannveig spurði fjölda spurninga, og af einlægnisvör- um harnsins varð hún margs áskynja um liarða og hlifðar- lausa baráttu einstæðings ekkju, sem fyrr brýtur klakann svo blæðir úr hnúunum, en leitar hjájpar fyrir sjálfa sig og hörn sín. Rannveigu varð tíðlitið á jólarósirnar, er lágu á hvítum pappír, fagurrauðar og gráeri- ar. Skyndihugsun varð að á- setningi. „Segðu mömmu þinni, að eg ætli að koma til hennar, og muni hafa með mér verkefni handa systur þinni.“ -------— Hún kom næsta dag og hafði með sér efni í jóla- poka, jólakörfur og blóm, sett- ist á rúmstokkinn hjá Öldu og kjörum hvor annarar. Það svalaði samúðarþorsta þeirra og styrkti þær að eiga tal saman. „Þarna eigið þér ljómandi efnilegan dreng á aldur við Óttar minn.“ „Já, liann er efnilegur og svo einstaklega áliugasamur í skól- anum.“ „Þeir ættu að vera félagar, drengirnir okkar, og fj'lgjast að í skólann,“ sagði Rannveig. -— -— — Alda og systkini, liennar mundu engan kærari gest en Rannveigu. í hvert sinn sem hún skaut höfði upp fyr- ir loftskörina, hlaðin bögglum, kváðu við fagnaðarlæti. Börn- in voru farin að þekkja fóta- takið hennar í stiganum og flýttu sér að ljúka upp. Hún flutti jólin inn á þetta fátæk- lega heimili með öllu glitrandi skrautinu, sem hún kendi börn- ÞaS var eitt sinn rétt fyrir jólin, aS kirkjuklukkum var hringt til brúSkaups. kendi henni aðferðirnar við að búa þetta til. Hún tafði drjtga stund, þótt annríkistími væri, og ræddi urn alvarleg mál við móður Öldu, hinn sára missi þeirra, þegar Örninn fórst, og haráttu þeirra siðan. Þær voru býsna líkar í lund og lífsskoðunum, þessar kon- ur og fljótar til skilnings á unum að búa til. Hún tók þau öll i vinnu, jafnvel litla hnokk- ann, jafnaldra Óttars. Handa honum gat hún einnig fundið verkefni. og bláu augun hans tindruðu af áhuga og gleði. Hún greiddi börnunum vinnu- laun í vörum og beinliörðum peningum og livíslaðist á við þau, því að til hennar komu þau með öll sín jólaleyndar- mál. Aldrei höfðu jólin komið svona snemma inn á þetta lieimili, og aldrei liafði Rann- veig liaft slíkt yndi af jóla- undirbúningnum, sem að þessu sinni. Ný gleði söng í huga liennar og tendraði nýjar von- ir. Hún vissi það nú, að í fram- tíðinni átti {hún góða aðstoð vísa við verslunina. Alda liafði til þéss alla kosti, að verða lienni að liði. Ánægjulegt yrði samstarfið við þessa hugþekku stúlku. --------Á jólunum bauð liún þessum nýju vinum sínum heim. Börnin liorfðu undrandí á fallegu húsmunina liennar og fínu gólfábreiðurnar. Þau voru feimin f}'rst í stað, en það hráði fljótt af þeim, því að Rannveig var sú sama, hvort Iieldur hún sat hjá þeim í fátæklega súðarherberginu, þeirra, eða hér í sínum glæsi- legu stofum. Það var búið um Öldu í legu- hekk. Már sat hjá lienni, þau skoðuðu myndir, én kannske horfðu þau þö fult svo mikið hvort á annað. Óttar og jafn- aldri lians léku sér að járn- braut og bílum, höfðu hátt, en voru góðir vinir. Sy’sturnar, Gyða og Anna, gerðu sér mikla skemtun að leikföngum Óttars, þær áttu ekki slíku úrvali að venjast. „Hvernig litist þér á að flytja hingað og taka að þér alla um- sjón með þessu heimili?“ spurði Rannveig. Þær sátu á eintali, konurnar. „Þú veist, hvað mikið fylgir mér, og þólt tilboð þitt sé álit- legt og ánægjulegt að vinna hjá þér, ,þá get eg' þó ekki fengið af mér að tvístra börnunum." „Til þess ætlast eg ekki, öðru nær. Eg liqfi einmitt hugsað um það, að við tækjum hönd- um saman og gengjum hvor annarar börnum í móðurstað. Alda er nú þegar komin í vinnu til min. Drenginn þinn er eg fús til að taka í fóstur, til þess að Óttar og liann geti verið fé- lagar. Þá eru það telpurnar, sem mætti telja að fylgdu þér inn í þitt nýja starf og út af þeim rís enginn ágreiningur. Þær eru velkomnar á mitt heimili.“ „Eg get varla trúað því, Rannveig, að þér sé alvara, að börnunum og mér falli svona óendanlega mikil hamingja i skaut.“ —■ ----„Það voru jólarós- irnar hennar Öldu, sem leiddu okkur saman,“ sagði Rannveig, þegar um það var rætt, hvern-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.