Vísir - 24.12.1940, Page 12

Vísir - 24.12.1940, Page 12
12 vísir Suðurslavneskir jólasiðir YILJI maður kynna sér forna siðu og háttu, sem enn eru einhversstaðar við lýði, verður maður að fara út af al- faraleið og inn til afdala og afskektra liéraða, þar sem straumar tisku og dægurmenn- ingar hafa ekki flætt yfir. Best er að fara til þeirra landa og landshluta, þar sem fólk er trú- að, þvi að trúarbrögðin eru venjulega fastheldin við alls- konar venjur og hátiðasiði, og þar getur maður sumstaðar lif- að jól í ár og næstu ár, eins og forfeður manns héldu þau fyrir áratugum og öldum. Og nú skulum við fara suð- ur til slavnesku landanna, og lialda þar heilög jól í ríki SIó- ig tvö heimili hefðu sameinast í eitt, tvær fjölskyldur i eina. Þegar Alda og Már höfðu ráð- ið framtíðarmálum sinum til lykta, sagði móðir hennar með viðkvæmu brosi: „Þaer urðu örlagríkar, jólarósirnar þínar, Alda mín.“ — — — Það var eitt sinn rétt fyrir jólin, að kirkjuklukk- um var hringt til brúðkaups. Brúðarljósin stöfuðu breiðum geislum út á hláhvíta fann- breiðuna. Fyrir framan altar- ið stóðu ung og falleg hrúð- hjón. Már verzlunarfulltrúi og AJda i blómahúðinni, sem all- ir bæjarbúar höfðu mætur á. Nú voru'þau að leggja út á hjónabandsbrautina. En þau lögðu ekki út í neina óvissu, margra ára samvistir, órofa Irygð frá fyrstu. kynnum liafði sannfært þau um, að þau ættu að ganga þessa braut saman. Öllum, sem voru viðstaddir þessa hjónavígslu, varð stund- in ógleymanleg, hamingjusvip- ur brúðhjónanna — og þó kannske alveg sérátaklega jöla- svipurinnr, sem hvíldir yfir þessari brúðkaupshátíð. — Kirkjan var skreytt með jóla- rósum. vaka og Serba. Þeir eru ekki rómversk-kaþólskrar trúar, eins og Króatarnir, sem búa á sömu slóðum, heldur játa þeir grísk kaþólska trú, en þau trú- arbrögð eru fastheldnust og ihaldssömust við gamlar venj- ur, allra kristinna lcirkjudeilda sem til eru. Það er efalaust trúarbrögð- unum að þakka eða kenna, hvað slavneskar þjóðir halda fast við aldagamlar venjur. Þær segja, að heldur vilji þær að þorpið sitt glatist, heldur en að siðirnir í þorpinu glatist. Þessar þjóðir segja líka, að sið- irnir séu lög, sem ekki megi hrjóta. Einna ihaldssamastir og fastheldnastir við fornar venj- ur eru Serbar. Þrjár veigamestu og slærstu hátíðir Serha eru jólin, pásk- arnir og „slava“-hátíðin, en hún er haldin verndardýrlingi fjölskyldunnar til heiðurs. Páskahátíðin fer fram með svipuðum hætti og páskahátíð- ir annara kristinna þjóða, en inn i jólahátiðina er aftur á móti fléttað ýmsum æfagöml- um, frumstæðum siðum, sem eiga rætur sínar að rekja alla leið aftur til frumkristni, eða jafnvel aftur til heiðni. Við ná- kvæma rannsókn, hefir komið í Ijós, að sumar venjurnar standa í nánu samhandi við venjur elstu indó-evrópiskra þjóða, sem sögur fara af. Á undan sjálfri jólahátíðinni hefsttfjörutíu daga fasta. Á að- fangadag föstunnar, sem hefst 14. nóvember, er efnt til veislu, sem fjölskyldan tekur öll þátt i með gleði og glaumi. Víða um landið er þessi veisla líka hald- in á Marteinsmessu (11. nóv- emher), þvi vikan næsta á eft- ■ir er merkisvika í hjátrú þjóð- arínnar. Þá daga má maður helsl ekki fara út fyrir húsdyr, hnífar og skæri er vandlega falið og engum leyft að taka sér þau verkfæri í hönd. Kon- ur mega ekki kemha né. spinna ull, og þær mega heldur elcki vefa. Þær eru margar, þessar reglur, og í ýmsum til- gangi gerðar. í borgunum er næst ‘síðasti sunnudagur fyrir jól kallaðar feðradagur; sá síðasti aflur á móti kallaður mæðradagur. Þá eru feður og mæður laumulega hundin við slóla og þau verða að kaupa sig laus með eplum, hnetum eða einhverju góðu munngæti. En þessi siður er aðeins til í borgunum, hann þekkist ekki til sveita. Hinn 21. desemher, stysli dagur ársins, er dagur Ignats hins helga, og þá fer fram einskonar undirbúningshátíð undir jólin. Strax árla morg- uns fer húsfreyjan út í aldin- garðinn og hrýtur grein af ein- hverju plómutrénu. Hún fer með greinina inn i húsið og segir: „Góðan dag, og gleði- lega Ignatshátíð!“ Fólkið svar- ar á sama hátt og þakkar jafn- framt. Að þessu loknu gengur hún að eldstónni, kveikir eld og hiður bæn: „Guð blessi- heimilið, gefi heimilisfólkinu góða lieilsu og fjölgi hörnun- um, kiðlingunum,' lömbunum og kjúklingunum, hann gefi okkur ennfremur smjör og hunang, gnægð silfurs og ^ gullna dúkata!“ Þá hefur hún trjágreinina til lofts, teygir úr sér eins og hún getur og segir: „Megi kornið á ökrunum, maís- inn og' öll uppskera verða svona hátt.“ Svo stingur hún kvistinum i keðjuna, sem lilóð- arketillinn hangir í. Fyrsti maðurinn, sem kemur í heim- sókn þenna morgun, kemur einnig með plómuviðargrein og endurtekur með sörnu orð- um og húsmóðirin hænirnar, er liún las. Yfirleitt fer enginn manneskja svo í lieimsókn þennan morgun, að hún hafi ekki plómuviðargrein meðferð- is og haldi sig í öllu við þá siðu, sem við greinina eru tengdir. Fyrsti gesturinn, sem kemur í heimsókn til einhverr- ar fjölskyldu er kallaðun „po- Iazajnik“, og við hann er dekr- að á alla lund. Honum er boð- ið hesta sætið í húsinu og fyr- ir hann eru bornir gómsætir á- vextir og annað sælgæti. Árla morguns á aðfangadag jóla fer húsbóndinn út í skóg að svipast um eflir „badnjak“, þ. e. jólatré. Oftast velur hann 'sér unga eik, ekki mjög granna, en þó ekki gildari en svo, að hann geti höggvið hana i fyrsta Iiöggi. Höggið verður að koma að sunnanverðu frá, og sömu- leiðis verður a<5 gæta þess vandlega, að (réð falli ekki á annað tré, því það myndi leiða ógæfu yfir heimilið. Þegar bú- ið er að fella tréð, tekur bónd- inn það á öxl sér og fer með það heim. Á leiðinni tekur hann strá með sér i poka. Slavneskuv hringdans.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.