Vísir - 24.12.1940, Side 13

Vísir - 24.12.1940, Side 13
VÍSIR 13 Svartfjallabúi. En á meðan bóndi er úti í skógi að leila eftir jólatrénu, keppist kvenfólkið við að baka jólabrauðið heima. Eru það kökur af allskonar gerðum og stærðum. Aðalkakan er „af- mæliskaka Drottins vors Jesú Krists“. Áður en kvöldar er bver einn og einasti stóll bor- inn út úr húsinu, og sömuleið- is allir hnífar og gafflar, sem ekki eru blátt áfram nauðsyn- legir við jólaborðhaldið, Á kvöldborðið á aðfangadag er barinn fiskur, baunir, súr- kál og loks sæt kaka fylt með hnetum. Máltíðinni er að öllu leyti hagað eins og gert er yf- irleitt við föstumáltiðir, án kjöts, án feiti og án eggja. Þegar kvöldar kemur alt heimilisfólkið saman í stofu. Á stórum opnum arni brenn- ur eldur. Þá leggur húsbónd- inn út til að sækja jólatréð, en áður verður liann að láta á sig glófa, því það má ekki snerta jólatréð með berum höndum. Á meðan bíður búsmóðirin við dyrnar og heldur á sigti, fyltu með maís- og hveitikjörnum. Um leið og húsbóndinn knýr á hurðina, eru dyrnar opnað- ar; hann býðijr gott kvöld og óskar gleðilegra jóla, en hús- freyjan hristir kjarnana úr sigtinu yfir jólalréð og segir um léið við bónda sinn: „Guð blessi þig, og við þökkum þér.“ Þá lætur húsbóndinn neðri og gildari enda trésins i eld arinsins. Jafnframt eru lesnar bænir og allskonar siðir um hönd hafðir, sem eru mismun- ''andi eftir landshlutum og bygðalögum. Sumstaðar er tréð sagað niður í þrjá búta, eða þá i eins marga búta og karl- mennirnir eru margir á lieim- ilinu og bútunum svo hlaðið i kross á eldinn. Öðru hvoru er stráð hveiti- eða maiskjörn- um yfir logandi bútana á arn- inum, og sömuleiðis helt yfir þá rauðvíni. Ekki má yfirgefa tréð né ganga til hvílu fyr en það er að fullu brunnið. Ann- e ars er þessi siður að deyja út hjá Króötum og Slóvökum, en meðal Serba og Búlgara er bann enn við lýði. Við jugóslavisku hirðina er það venja, að heil hersveit leggur inn i skóg til að sækja jólalréð. En konungur stendur á hallartröppunum og stráir að gömlum sið hveitikjörnum yfir tréð, en að því loknu er það borið inn i liöllina og brent á stórum arni inni i ein- um salnum. Meðal Suður-Slava er það æfagamall siður, að dreifa úr strái eða heyi á aðfangadags- kvöld. Þegar búið ‘er að bera jólatréð á eldinn, sækir hús- bóndinn strásekk sinn, er hann bar beim af akrinum, dreifir úr honum yfir arininn og les bænir. Það sem liann á eftir í poka sínum dreifir hann um herbergin, gangana og stéttina fyrir framan húsið. Sumstaðar ganga börnin i hringi — það elsta á undan og kvaka og gagga eins og hænsni. Þetta er gert til þess að kalla fram sál- ir dáinna ættingja, sem álitið er að komi i allskonar ósýni- legur dýralíkum á fornar slóð- ir þetta kvöld. Þegar jólatréð er tekið að loga og búið er að dreifa strá- inu, tekur húsbóndinn sér reykelsiskerið í hönd, kveikir á stóra, vígða kertinu á glóð- inni, setur það undir dýrlings- myndina, en á pieðan safnast heimilisfólkið í hálfhring um- hverfis myndina, hneigir sig með lotningu og gerir fyrir sér krossmark. Húsbóndinn sveifl- ar reykelsiskerinu í kring um sig og biður bænir. Þessi guðs- þjónusta varir all-lengi, a, m. k. hálfa klukkustund eða leng- ur. — Að guðsþjónustunni lokinni matast fólkið. Þar eð borð og stólar hefir verið flutt úr hús- inu, er borðdúlcurinn breidd- ur á gólfið — ofan á stráið, og í kring urn dúkinn sest svo íólkið. Fyrst kemur liúsfreyj- an inn með sigti fult af linet- um. Hún réttir það að bónda sínum og hann tekur úr því fjórar hnetur, sem liann kast- ar sitt til hvorrar áttar. Þær hnetur má ekki taka upp, en hinum hnetunum í sigtinu er skift á milli fóllcsins. Á að- fangadagskvöld er mikið borð- að af hnetum, en á jóladaginn gerist enginn svo djarfur að snerta á þeim, hvað þá að leggja þær sér til munns. Á kvöldverðarborðið er kakan borin — stóra jólakakan, sem helguð er Kristi. Á jóladaginn er risið árla úr rekkju, eða strax með birtingu. Þenna dag er það venja að húsbóndinn fari sjálfur fyrst á fætur og kveiki upp eld. En áður fer. hann út i aldingai'ð- inn, brýtur grein af plómutré og viðhefir sömu aðferð og sömu siði og á Ignatsdaginn. Fyrsti maðurinn, sem kemur i heimsókn þenna dag er stráð- ur hveitikjörnum frá hvirfli til ilja um leið og hann kemur inn, en að svo búnu eru kök- ur og annað góðgæti borið á borð fyrir hann af mikilli rausn. Hann gengur að eldin- um, skarar i hann og les bless- unarorð yfir fjölskyldunni og heimilinu. Um leið og gneistar i eldinum segir hann: „Eins og gneistarnir eru margir, svo mörg verði börnin, lömbin, Forn en fög- ur höll viS fjallavatn í Júgoslaviu. Slavnesk stúlka. kiðlingarnir o. s. frv.“ Yfirleitt viðhefir hann liina sömu siði og gert hefir verið á Ignats- deginum. Áður en liann fer á brott aftur, er honum veitt kaffi eða brennivín og að lok- um leystur út með' gjöfum, sokkum, vettlingum eða ein- hverju þessháttar. Aðalmállíðina — rifjasteik af ungu svíni, lætur húsbónd- inn sjálfur á eldinn, og i sama augnabliki kveða við fagnað- arskot, sem skotið er í tilefni af atburðinum. Eins og á aðfangadagslcvöld fer borðhaldið" á jóladaginn fram á gólfinu. Yígða lcertið, jólakakan og eitt glas fult af rauðvíni er látið á miðjan dúk- inn. Húsbóndinn kveikir á kertinu, gerir fyrir sér kross- mark og gengur þrjá hringi umhverfis matinn og fólkið á gólfinu með reykelsisskálina í höndunum. Hann vígir jóla- brauðið, gefur öllum sopa úr vinglasinu og les borðbæn, er endar með þessum ‘orðum: „Drottinn er meðal okkar, amen!“ Þá loks er tekið til matar síns. Þegar borðhaldið er búið, er slökt á kertinu, bg. það er gert með þvi, að dýfa því niður í vínglas. Á sjálfan jóladaginn er mest- megnis dvaflið heima, og fólk fer sem allra minnst út. I þess stað situr fólkið saman, segir hvort öðru sögur, syngur eða hefir sér eitthvað annað til dægrastyttingar. En á annan í jólum heimsækir fólk livert annað og unga fólkið dansar. Þegar fólk hittist þessa daga, ávarpar það livert annað með þessum orðum: „Kristur er fæddur!“ Sá ávarpaði svarar: „Sannarlega. Hann er fædd- ur!“ Á þriðja í jólum er stráinu sópað saman og borið i varp- kassa hænsnanna. Húsið er sópað mjög vandlega, og borð, stólar og bekkir borið inn í það aftur sem tákn þess, að jólahátiðin sé um garð gengin. 4 0

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.