Vísir - 24.12.1940, Side 29
VÍSÍR
29
Ásgarðsdal
Þorsteinn Konráðsson er fæddur 1873 'í Múla í Kirkjuhvammshreppi
í Húnavatnssýslu. Hann hefir dvalið mestallan aldur sinn þar nyrðra,
lengst af sem bóndi á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. — Hann lauk prófi
við Flensborgarskóla árið 1892 og lagði fyrir sig kenslu næstu ár á
eftir. — Þorsteinn hefír skrifað fjölda greina í ‘blöð og tímarit, mest
megnis um þjóðleg fræði, en auk þess hefir hann ritað á þriðja þús-
und blaðsíða þjóðlegra fræða, sem geymd eru í handritum á Lands-
bókasafninu.
Ferð í
sumarið
1940.
pOhJStQÍV^. jC&VOiáj&SjOVl.
Vatnsnesið.
ITT af þeim mörgu býl-
um, sem falliS hafa í auðn
í Húnaþingi, er Ásgarður.
Fornbýli þetta er inni í botn-
inum á Þorgrímsstaðadal í
Vatnsnesfjalli, austan árinnar,
þar sem dalurinn slciftist. Heit-
ir austari dalurinn Ásgarðsdal-
ur, en sá vestari Ambáttardal-
ur. Heimildir um fornbýli þetta
eru mjög takmarkaðar, en um
það hafa skapast nokkrar þjóð-
sagnir, en mér vitanlega engar
verið prentaðar, og sennilega
liafa þær átt mikinn þátt í því
að það hefir ekki gleymst, því
engum efa er það bundið, að
fleiri aldir muni vera síðan það
fór í auðn.
Á síðastliðnu sumri tók eg
mér ferð á liendur, til þess að
sjá Ásgarð og umhverfi hans,
og ennfremur þau eyðibýli, er
fyndust og menn þektu þar í
dölunum. Hafði eg fyrir mörg-
um árum bugsað mér að athuga
þessar rústaleifar, og marka
niður það, sem eg fyndi, en að-
stæður liöfðu hamlað, að ferð-
in komst ekki á fyr en i sumar.
Frá Hvammstanga fór eg
nieð bil norður Vatnsnesið að
Illugastöðum. Taldi bílstjórinn
þá vegalengd 27 kilómetra.
Vatnsnesið vestanvert er
einkar sumarfögur sveit, og ein
af þeim sveitum í Húnaþingi,
er mesta fjölbreytni hefir.
Skiptist þar á fyrir augað hæð
og fegurð fjallsins og víðfeðmi
Húnaflóa. — Þetta með fleiru
hefir átt sinn þátt í því, að
skapa þrólt og skapfestu þeirra
kynslóða, er þar hafa lifað aft-
ur í aldir, og þar af leiðandi
nú lraldið betur hinni fornu,
þjóðlegu sveitamenningu, en
flestar aðrar sveitir héraðsins.
Um skiptapa d Vatnsnesi
28> júní 1865.
TWT ARGT rifjaðist upp í hug-
anum út nesið, en sér-
staklega festist hugurinn við
sjóslysið mikla 28. júni 1865,
er skipi hvolfdi vestur á flóan-
um með 12 manns, og 9 manns
— 5 karlmenn og 4 konuf, -—
druknuðu, þar á rneðal bið
hugljúfa alþýðuskáld Sigurður
Bjarnason — höfundur Hjálm-
arskviðu.
Mér var í barnsminni, er Ei-
ríkur á Bergsstöðum sagði
móður minni— sem var frænd-
kona hans — frá atburðinum.
Eg sé hann enn í anda, mikil-
úðlegan og þróttmikinn, með
silfurhvítt hár og skegg. Voru
þá mörg ár liðin frá því þessi
atburður varð og Eiríkur orðinn
gamall. Var hann einn af 3, er
komst lifs af, 'og gekk óstudd-
ur eftir björgunina frá skipi,
eftir að hafa verið 8—10
klukkustundir á kili. Kona
hans var ein af þeim, sem fór-
ust, og horfði hann á hana
fljóta á ullarpoka frá skipinu
á hvolfi, og hverfa í djúp hafs-
ins.
Frá sjóslysi þessu þekki eg
aðeins tvær prentaðar heimild-
ir. Sú eldri er í Norðanfara frá
16. júlí 1866, 13. tölubl., en sú
síðari er prenluð framan við
Hjálmarskviðu, er Snæbjörn
Jónsson gaf út 1934. Þriðja
heimildin er i Þjóðólfi 2. nóv.
1865. Þekki hana ekki. Af því
að Norðanfaragreinin mun nú
vera i fárra höndum, og éftir
því sem eg best man, stemmir
í öllum atriðum við frásögu
Eiriks, Iæt eg hana fylgja orð-
rétla — af slysinu:
„Skiptapi þessi varð um nótt-
ina hinn 28. júní, litlu eftir
miðnætti. Skipið var lítill átt-
æringur frá Tllugastöðum á
Vansnesi og á 12 manns, frá
næstu bæjum við Illugastaði.
Ætluðu þeir verslunarferð til
Borðeyrar. Skipið sigldi með
öllum seglum hægan landsynd,-
ing vestur með Heggstaðanes-
tánni, og mjög nærri landi. Eru
þar víða hamrar allháir á nes-
oddanum við sjóinn. Laust þá
alt í einu kastbil eða svipvindi
í seglið, og fleygði skipinu á
liliðina í sömú svipan. Suma
mcnnina bar strax frá skipinu,
en sumir komust á kjöl, en gátu
ekki haldið sér þar lengi, þar
sem öldurnar gengu yfir skip-
ið, nema aðeins þrir menn. Rak
skipið með þá um nóttina norð-
ur á f jörðinn, og var um morg-
uninn komið gegnt bænum
Skarði. Heyrði fólk þaðan, sem
var við stekk, eitthvert hljóð
vestur á firðinum, og vissi ei
hvað var, en sagði strax bónd-
anum, Jóni Brynjólfssyni frá,
Hann e,r maður greindur og
athugasamur; grunaði því
strax hvað vera myndi, og gat
loksins séð eitthvað til skipsins.
Brá hann þá strax við og fékk
með sér bóndann frá Almenn-
ingi, Jónatan Samsonsson; til
fleiri manna varð ei náð svo
bráðlega. Lögðu þeir svo fram
tveir einir á bát, í allsnörpum
aflandsvindi. En af þvi þeir eru
báðir fullhugar og bestu sjólið-
ar, tókst þekn með guðshjálp
að bjarga .mönnunum af kjöln-
um og na aftur landi með þá
slysalaust. Var þá komið um
bádegi. Voru þeir þrír, sem á
kjölnum voru, mjög þrekaðir
og meiddir og sjókaldir, en
hafa þó allir náð sér aftur.
Menn þessir eru: Giftur maður
frá Katadal Jóhann Jóhannes-
arson, unglingsmaður frá 111-
ugastöðum Hannes Magnússon,
og roskinn bóndi frá Bergs-
stöðum, Eirikur Árnason, val-
inkununr maður og mikill
kjarkmaður; hann hefir eitt
sinn áður fyrir mörgum árum
orðið skipreka við Húnaós, og
komst þá einn af.......“
Jónatan Samsonsson þekti ég
í æsku,^og heyrði hann segja
frá björguninni. Bar það í öll-
um atriðum saman við frásögn
Eiríks.
.Tónatan var talinn atkvæða
sjómaður og aflasæll. Hann
laldi sitl mesla lán, ‘ að hafa
orðið til að bjarga hinum að-
þrengdu skipreika mönnum.
.Tónatan dó fjörgamall á
Sveðjustöðum i Miðfirði nokk-
uru fyrir s.l. aldamót. Hann
var faðir Stefáns fyrrum hónda
þar og Ástu konu Diametusar
Davíðssonar frá Hvamms-
tanga. Kona Jónatans var Guð-
rún Stefánsdóttir frá Ánastöð-
um.
Á lllugastöðum.
ARGIR munu kannast við
Illugastaði á Vatnsnesi,
bæ Nathans Ketilssonar, en þó
hugsa eg að fleiri myndi þekkja
þá, ef saga Nathans yrði end-
ursamin af fræðimanni. Kæmi
inér eigi á óvænt, að af því
sköpuðust árekstrar í frá-
sögu. Ýmislegt er enílþá sjáan-
legt á Illugastöðum, er minn-
ir á Natan, þar á meðal rúst-
ir af fjárrétt hans og smiðju
í Smiðjuskeri. Stendur af
smiðjuveggjunum enn um VlA
álnir á hæð, hlaðið úr grjóti.
Nokkrir telja, að Natan hafi
komið að Illugastöðum 1827, en
Natanssaga, — .eftir manntals-
bók Tjarnarkirkju — telur
hann innkominn í manntal
1825.
Síðan, nærfelt 115 ár, 'liefir
búið þar sama ættin, og liika
eg ekki við að fullyrða, að 111-
ugastaðir eru eitt af best setnu
böfuðbólum i Húnaþingi, og
búnaður þar héraðinu til sóma.
Við jarðamatið 1932 eru 111-
ugastaðir metnir 26.500 krón-
ur.
Á Ásgarði.
Ð morgni 15. júlí, í unaðs-
blíðu veðri, lagði eg af
stað ríðandi upp á Ásgarðsdal.
Lánaði Guðmundur bóndi á
Illugastöðum mér hest og ann-
að, er með þurfti. Eg var öllu
ókunnugur, og fór því tengda-
faðir hans með mér, fornvin-
ur minn, Gunnlaugur Skúla-
son, fyrrum bóndi á Geitafelli.
Er hann 77 ára,'en vel ern og
snar i hreyfingum sem ungur
væri. Hann er maður þraut-
kunnugur; hefir alið allan ald-
ur sinn á Vatnsnesi. Var Gunn-
laugur formaður á nesinu til
fjölda ára, og oft háð harða
8