Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 32

Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 32
32 VlSIR GLEÐILEG JÓL! Eyjabúð. GLEÐILEG JÓL! Elding Trading Company. GLEÐILEG JÓL! Trolle & Kot/ie h.f. »11111 GLEÐILEG JÓL! iiiii §> mt Efnalaugin Kemilco h.f. ininiiiiiiiniiánmiiiiiimnmniiiiiimmmiinH.iin i mTTi getið til að farið hafi í auðn i Svartadauða. v Á Ásgarði, hermir í sögunni, að hafi verið allmiklar bygg- ingar, og er í sambandi við það þess getið, að þar hefðu verið 18 hurðir á járnum. Enn fremur hermir sama þjóðsögn frá eftirfarandi at- burði: Á jólum hafi 18 eða 19 manns lagt á fjallið til að hlýða tiðum á Ásgarði. Hvaðan fólk- ið kom eru tvennar sagnir, önnur sögnin telur fólkið hafa verið austan úr Vesturhópi, en hin vestan af Vatnsnesi.* Fólk- ið hefði átt að leggja snemma af stað um morguninn í góðu veðri og tunglskinsbirtu. Þeg- ar upp á fjallið kom, breyttist veðurlag, gekk að með dimm- viðrishríð og frosthörku, með ofsa veðri. Sögnin hermir, að fólk þeta hafi átt að komast yfir á fjallsbrúnina hinumeg- in, og hrapað ofan af svoköll- uðum Bana, og lálið alt líf sitt. Þegár upp birti, átti leit að vera hafin, en ekkert fanst fyr en um vorið, að snjóa leysti, að likin fundust undir Bana, og áttu öll að hafa verið jarð- sungin að Ásgarði. Eftir þenn- an atburð þótti óhreint og villu gjarnt á dalnum, og enn frem- ur, að oft hefðu átt að heyrast klukknahringingar, en jafnan hefðu þar heyrst annað af tvennu undan vondum veðr- um eða manndauða. — Þessi saga er rituð upp eftir frásögn húsfreyju Sigurlaugar Guðmundsdóttur á Guðrúnar- stöðum nokkru eftir síðustu aldamót. 2. Þjóðsögn hermir, að langt aftur í árum hafi sest að á Ásgarðsdal 2 spellvirkjar — útilegumenn — og hefðu átt að hafast þar við part úr sumri. Lifðu þeir á fé manna. Hurfu þeir undir haustið, en bæli þeirra átti að hafa fund- ist inni á dalnum, grafið inn í barð og hlaðið grjóti að fram- an. Ekki hefði átt að finnast neitt eftir þá, er gæfi til kynna hverjir þeir hefðu verið. Eng- inn hefði vitað hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru, og spurðist aldrei til þeirra síðan. 3. Þjóðsögnin hermir, að eitt sinn hafi unglingsmaður setið yfir ám á fjallinu. Þoka var og blítt veður. Var hann að huga að ánum. Alt i einu átti hann að hafa gengið fram *) Telur Björn Friðríksson, að þannig hafi verið sagt frá þessu á Vatnsnesi, að fólkið legði á fjallið frá Sauðadalsá. Björn hefir lengi verið á Vatnsnesi og búið i Þor- grímsstaðadal, skamt norður af Ás- garði. á unga stúlku, er sat á steini. Virtist honum stúlkan fögur. Átti liann að hafa yrt á stúlk- una, en hún gegndi engu, en lagði af stað yfir fjallið. Fór hann á eftir, og sá jafnan til liennar, uns hún hvarf í þok- una, en í því lirapaði hann fram af fjallsbrúninni. Átti pilturinn að hafa fund- ,ist daginn eftir lifandi, en fót- og handleggsbrotinn. Sögnin hermir, að hann lifði til elli við örkuml, og þess utan rask- aður á geðsmunum. Hafði þráð stúlkuna, er birtist honum í þokunni, er kostaði hann lemstur á fót- og handlegg. Þessar tvær seinni sagnir reit ég skömmu eftir 1892, efl- ir frásögn Jóns Hanssonar, Natanssonar, Ketilssonar. Var hann fróður og minnugur, og að sögn líkur afa sínum hvað gáfnafar og drengskap snerti. Niðurlagsorð. 'p'RÁ æskuárum hefir mér fundist, að sögnin um kirkjuna á Ásgarði myndi styðjast við sannindi, þó að erfitt muni verða að grafa upp sannanirnar, þar sem aldirn- ar — að nokkuru leyti — hafa fent yfir sporin. Skoðun mín styðst aðallega við það, að fljótt eftir kristni- tökuna árið 1000 fjölgaði kirkjunum mjög. Eru sagnir að finna um það viða i forn- ritunum. Sumstaðar voru að- eins hálfkirkjur, og ekki nærri alstaðar grafreitir. Heimildir telja, að Tjörn á Vatnsnesi væiri orðið henefisíu)n nokk- uru fyrir 1300, og má vel vera að fyrir þann tíma, og jafnvel fram yfir, hafi verið kirkja á Ásgarði. Sennilega er það kraftur þjóðsagnarinnar, sem verkar þannig á ímyndunarafl mitt, að nú, er nær dregur jól- unum, og ég er að grípa í að rita upp -þessar minningar frá sumrinu, að mér .finst að ég sjái í gegnum móðu aldanna hina einmanalegu kirkju á Ás- garði, í allri sinni fátækt og nekt — en — umvafða örmum húnversku fjallanna. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.