Vísir - 24.12.1940, Side 34

Vísir - 24.12.1940, Side 34
34 VÍSIR Óskum viðsldptavinum okkar GLEÐILEGRAJÓLA 0 G GÓÐS NÝÁRS! 1 yjERÐANBI mf VElOAfiFÆRAVEBSlUN & r4 GLEÐILEG JÓL ! Mjólkurfélag Reykjavikur. Óskum öllum okkar viðskiftavinum GLEÐILEGRA JÓLA 0 G NÝÁRS. Þvottahúsið Drífa. GLEÐILEG JÓL og farsælt nýtt ár! Vigfús Guðbrandsson & Co. GLEÐILEGRA JÓLA óska eg öllum mínum viðskiftavinum, nær og fjær, og góðs og farsæls nýárs, með þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. tíuðjón Jónsson, Hverfisgötu 50. að rata yfir eftir vindi, og þá mundi sýnt verða, hvort Þor- steinn reyndist fær til ferðar yfir fjallið. En hóndi kveðst honum enga menn ljá; fjallið sé ófært, og mennirnir myndu ekki einu sinni ná að fjallinu í slíku veðri. Við þetta rennur Stefáni í skap og heldur þegar af slað og Þorsteinn með honum. Ná þeir til fjallsins eftir vindstöðu. Á fjallinu fara þeir fyrst eftir Mínudal, sem áður er nefndur. Snýs^ nú áttin til austurs og fylgir feikna fannkoma. Snjór verður þegar í dalnum í hné og mitt læri jafnfallinn. Þegar inn í dalbotninn kemur, eiga þeir að fara upp þrjá hratta hjalla; þar liafði áður verið hjarn, en nú er ofan á því mikil lausafönn. Þegar þeir eru komnir upp neðsta lijallann, eru skaflarnir orðnir svo miklir, að þeir taka manni nærri i hendur, og verður Stefán að róta frá sér, til þess að komast hið minsta áfram. En er þeir eru i þann veginn að komast upp á miðhjall- ann, springur skaflinn alt i einu og her þá félaga i einni svip- an niður á neðsta hjallann. Bylurinn er svo myrkur, að ekki sér handa skil. Samt reyna þeir á nýjan leik að komast upp og nú fara þeir í slóðina eftir snjóflóðið, sem bar þá niður. Hingað til hafði Stefán gengið á undan og troðið braut fyr- ir Þorstein. Við efsta hjallann tekur hann að kenna þreytu og telur ekki svo góða færð eftir, að tjóa muni að eyða hér öllum kröftum sinum. Segir nú Stefán við Þorstein, að hann skuli reyna að fara á undan upp efsta hjallann, en Þorsteinn kveðst þá þegar vera uppgefinn og ófær til að halda lengur áfram ferðinni. Þykir nú Stefáni þunglega horfa, en segir samt, að þá verði þeir að láta þar fyrirberast og drepast, ef ann- að sé ekki fyrir hendi. Við nánari athugun sér hann þá, að þar muni þeir trauðlar lifa heila nótt báðir. Áttin er nú orðin norðaustan með miklu frosti. Áfram kemur ekki til mála að halda — Þorsteinn nærri uppgefinn — eftir eru upp á fjallið þungar brekkur með feikna sköflum, og fjallið sjálft hættulegt yfirferðar. Þeir ráða því af að snúa við aftur niður í dalinn. Nú er ekki til neins að flýta sér umfram það, sem getan leyfir, því að vonlaust er með öllu að ná til bæja um nóttina. Hið besta er að halda áfram, til þess að lialda á sér hita, þar til birtir og þeir geta fundið bæi. Um miðnætti koma þeir í mynni Mínudals. Tekst Stefáni þar að finna stóran klett, sem liann veit af fyrir miðju dals- mynninu. Við klettinn er hlé fyrir veðri og dettur þeim í liug að lenda við steininn um nóttina. Tekur Stefán nú upp liálfu flal- kökuna og skiptir henni með sér og Þorsteini. Brátt finna þeir, að frost er nú orðið meira en svo, að þeir muni þola að halda kyrru fyrir við klettinn, það sem eftir er nætur. Halda þeir nú enn af stað. Tekur Stefán stefnu, að þvi er hann álítur, niður á sléttur nokkrar, sem áttu að vera fyrir dalsmynninu, utan Hjaltastaða. Myrkt er nú sem áður af nótt og byl, og sést þvi ekki fram- undan. En ekki hefir Stefán lengi farið fyrir þeim félögum, er lionum finst sem sorta mikinn beri fyrir, enn meiri en nokkru sinni áður. Nemur hann þegar staðar og karinar fyr- ir sér með langri fjallastöng, er liann hafði. Finnur hann þá, að þeir standa á barmi gljúfurs, og er þar hengiflug fyrir. Einu skrefi framar heið þeirra voveiflegur dauðdagi, sem skygni Stefáns og meðfædd varfærni barg þeim l'rá á síðustu stundu. Þykist Stefán vita, að hér'séu Bjallandsárgljúfur, og að þeir muni hafa komið að bugðu á gljúfrinu upp í brekkurnar fyr- ir dalsmynninu. Kallar nú Stefán til Þorsteins og biður hann staðar nema, ef hann vilji lífi halda. Beygja þeir nú frá gljúfrinu og fara að öllu sem varlegast. Kannar Stefán sífelt fyrir sér með stönginni. Komast þeir niður að ánni nokkru neðar, þar sem brekkur eða skriður taka við af gljúfrunum. Áin. er full af krapi og snjó. Stefán ræður til yfirferðar, en i því að hann er að koníast yfír, hleypur hann ofan í, dett- ur á hliðina, þannig, að upp úr stendur önnur hendin og ann- ar fóturinn. Er hann nú nauðulega staddur, þar sem liann liggur í viðj- um krapans og má sig lítt hræra. En þá kemur þorsteinn félaga sínum til hjálpar og fær

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.