Vísir - 24.12.1940, Síða 41

Vísir - 24.12.1940, Síða 41
VÍSIR 41 - ÆSKUÁR Frh. af bls. 8. ur og yndislegri aö öllu mun vera vandhittur á jöröu hér. Þrent er það, sem mér finst aðallega aö hafi hjálpað mér að brjótast áfram gersamlega hjálparlaust gegnum alt þetta nám: 1. Brennandi námsfýsn, 2. óbilandi sjálfstraust, 3. mik- ið vinnuþrek. Öll þau ár, sem eg var erlendis, kvaldist eg mikið af heim- þrá, sérstaklega á vorin; fanst mér hún þá oft lítt bærileg. Eg þráði fjöll og firði, fossa og gil, hjalla og liamrahelti, og ekki síst liina óútmálanlegu töfra, sem vorhiminn ber i fangi. sér á hinum norðlægari hreiddargráðum. En fótur minn var fastur, sökum féleysis. Á þeim árum sótti hún fast á huga minn, hin snildarlega visa Gríms Thomsens: I átthagana andinn leitar, þótt ei sé loðið þar til beitar, og forsælu þar finnur hjartað, þó fátækt sé um skógarhögg. Sá er bestur sálargróður, sem að vex í skauti móður, en rótarslitinn visnar vftir, þó vökvist lilýrri morgundögg. Þá og.æ siðan hefi eg skilið hinar ægilegu sálarkvalir, sem það fólk hefir mátt líða, sem vélað var héðan af landi hurt vestur á hinar amerísku flatneskjur, kviksett þar i örbirgð, án þessn að eiga nokkurn tíma afturkvæmt. Röm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. Eftir fimm ára fjarveru sté eg loks á skipsfjöl vorið 1913, heint til Djúpavogar, með brennandi tilhlökkun. Þorsteinn Er- lingsson sagði mér frá því eitt sinn, hvernig honum var inn- anbrjósts, er hann' sá íslands jökla rísa úr sæ, eftir margra ára dvöl erlendis. „Eg var nú ekki meiri maður þá en það,“ sagði Þorsteinn, „að eg grét eins og barn, og eg var svo heimsk- ur, að eg skammaðist mín fyrir það og fór fram fyrir sigl- una, þar sem eg hélt að enginn sæi mig.“ Ekki grét eg, þeg- ar eg sá bóla á Búlandstindi og Strandarfjöllum, en að mér setti einhvern undarlegan viðkvæman og kvíðablandinn hroll í stað væntanlegrar gleði. Við sigldum inn Berufjörð á sólbjörtu júníkvöldi, með Bú- landstind, hinn tigulega fjallajöfur, beint fyrir stafni, en Iiálsa- þinghá með öllum sínum ldettaborgum, töngum, skerjum, eyj- um, víkum og vogum, baðaði sig i sólgyltri lognmóðu, sem 'hálf huldi landið, þó þannig, að allir klettar og mishæðir og jafnvel bæirnir, risu upp úr móðunni, og fanst mér eg aldrei slíka fegurð séð hafa, nema í mínu tíðu draumum til æsku- stöðvanna. Eg fór ekki í land á Djúpavogi, heldur fékk eg mann til að skjóta mér beint af skipsfjöl upp í svonefnda Gleðivik, til að stytta mér leið heim til móður minnar og systkina (faðir minn dó skömmu eftir að eg sigldi), sem mig langaði til að ná á fótum. En þá var það, sem undrið skeði. Varla hafði eg fyr stigið á islenska mold, en að mér setti ofsalegt grátkast, lcastaði eg mér niður á jörðina og grét nokkra stund með sárum ekka. Eg vissi það eklci fyr en þá, að feg- instár gætu verið svo skyld hinum sárasta harmi. Þetta jafn- aði sig þó hrátt og liljóp eg sem fætur toguðu inn með Háls- um og náði háttum heima. Enn þá get eg heyrt fyrir eyrum mér, hvenær sem eg vií, fuglakvakið og niðinn í litla fossin- um upp af bænum, um morguninn þegar eg valcnaði. Um sumarið var eg svo mest i Reykjavik og mótaði myndir af frú Þóru Melsteð, Lárusi H. Bjarnasyni og Steingrími Thor- steinson. Mátti það ekki seinna vera, þvi hann dó þetta sama haust, ef eg man rétt. Sigldi eg svo aftur til Kaupmannahafnar vorið 1914, kvænt- ist eg úti í Kaupmannahöfn Maríu Ólafsdóttur frá Dallandi i Húsavik austur, og fluttum við þá þegar til Reykjavíkur, full af eldlegum áhuga til að auka hróður og menningu okk- ar kæra fósturlands. Þegar við lögðum af stað frá Kaupmannahöfn var alt með kyrrum kjörum í Evrópu. En þe,gar við stigum á land i Reykja- vík, fréttum við strax, að Þjóðverjar hefðu brotist með her gegnum Belgíu. Þá var hafin heimsstyrjöldin mikla. GLEÐILEG JÓL! Lúðvík Guðmundsson, Raftækjcwerslun. GLEÐILEG JÓL! Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. GLEÐILEG JÓL! IpECfÓSBðRIÍtK5* I ( GLEÐILEG JÓLl GLEÐILEG JÓL! Verslunin Báldnr. RAFLAMP AGERÐIN, Suðurgötu 3. 11 I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.