Vísir - 24.12.1940, Side 45

Vísir - 24.12.1940, Side 45
VÍSIR 45 standa þrjú minni ilát. Yatnið í balanum nægir til þess að fylla minsta ílátiö fjórum sinnum, það stærsta tvisvar með fjóra lítra i afgang og það i miðjunni þrisvar sinnum, með tvo Iítra í afgang. Hvað tekur hvert ilát mikið ? 7. Ef mismunur tveggja talna er tvöfaldaður verður út- koman 6, en einn sjötti af summu þein'a er 3%. Hverjar eru tölurnar? 8. SkipaskUrður einn er 100 km. á lengd. Það er 2 km. meira en 8 sinnum lengd jarðganga nokkurra. Hvað eru þau löng? 9. Við kosningar nokkrar voru alls greidd 12.420 gild at- kvæði. Sá frambjóðandi er tap- aði, hafði fengið 210 atkv. færri en sigurvegarinn. Hversu mörg atkvæði voru greidd hvorum? 10. Nú er rétt að láta þig bitna dálítið, lesari góður, sér- staldega ef þú hefir verið svo lengi að ráða hinar gáturnar, að það er komið fram yfir mið- nætti og eldurinn að kulna ímið- stöðinni eða ofninum. Talctu nú vel eftir: Hver þessara ferhyrninga □ □ □ □ □ táknar spil, og snúa bökin upp. Þau eru ásarnir og spaðadrotn- ingin. Drotningin er eklci næst lauf- ásnum eða hjartaásnum. Hvorki laufásinn né hjarta- ásinn eru næstir spaðaásnum. Tígulásinn er ekki vinstra megin við hjartaásinn. I hvaða röð liggja spilin, talið frá vinstri, og hvar er spaða- drotningin? 11. Ef lagðir eru saman þriðj- ungur, fjórðungur og fimtung- ur tölu einnar, verður útkoman 94. Hver er talan? 12. Hvernig skrifar þú 10.000, með því að nota sömu töluna sex sinnum? 13. Tveir drengir fóru í ferða- lag á hjólum og fór hvor i sína áttina. Annar hjólaði með 16 km. hgaða á klst, en hinn með 20 km. hraða. Hvað leið langur tími þangað til 216 km. voru á milli þeirra? 14. Faðir sagði við son sinn, að hann (faðirinn) væri þrem sinnum eldri en Iiann. Þá svar- aði stráksi: „Já, en þegar eg er orðinn helmingi eldri en eg er nú, þá verður þú aðeins helm- ingi eldri en eg.“ Hvað voru J'eðgarnir gamlir? 15. Þá er best að þyngja það dálítið aftur: 7 — 2 — 16 — 9 — 17—5 — 20 Með því að leggja sapian ýmsar af tölunum, sem birtar eru hér að að ofan, er hægt að 7 Vðlundapliiisid I hinu ramgerða völundarhúsi með öllum krákustígunum situr ung og fögur prinsessa sem fangi. Hún hefir enga möguleika á að komast út nema einhver komi henni til hjálpar. En það eru fáir, sem voga sér inn í þessi myrku og liræðilegu göng, og þeir fáu, sem þora að fara inn í völundarhúsið, villast þar inni og rata ekki út aftur. Loks kemur ungur og glæsilegur riddari, sem hefir einsett sér að bjarga prinsessunni frá þessari hræðilegu fangavist. — En hvaða leið verður liann að fara til að komast alla leið? — Reyndu að komast þangað sjálfur, og ef þú kemst það ekki, verður þér sýnd leiðin i næsta Sunnudagsblaði. fá ýmsar útkomUr. T. d. er 9 og 17 samtals 33. 16 og 17 eru líka. 33. Hvað er hægt að fá út- komuna 27 á margan hátt? 30? 36? 39? 42? 16. í borg einni eru grámál- uðu húsin 10 sinnum fleiri en brúnu húsin. Ef 7 gráu húsanna væri máluð brún, myndu gráu húsin aðeins vera þrisvar sinn- um fleiri en þau brúnU. Hversu mörg hús af hvorum lit eru í borginni? 17. Sendimaður einn hefir gengið 8 ldst. með 5% kni. hraða, þegar annar er sendur á eftir honum og fer hann með 7% km. hraða á klst. Hvað líð- ur langur tími þangað til hann nær þeim, sem fyrr fór? 18. Fjörutíu og fjórir ung- lingar fóru í bópferð upp i sveit. Piltarnir voru 16 færri en tvö- faldur fjöldi stúlknanna. Hvað voru stúlkurnar margar? Svörin birtast í næsta Sunnu- dagsblaði. Skák Tefld í Amsterdam 1933. Aljechins-vörn. Hvítt: R. Spielmann. Q Svart: Landau. 1. e4, Rf6; 2. Rc3, 3. e5, Rfd7; 4. e6, fxe; 5. d4, Rf6; 6. Rf3, c5; 7. dxc, Rc6; 8. Rb5, Rd7; 9. 0-0, Dd7; 10. Hel, h6; 11. RxR, bxR; 12. Re5, g5; 13. Dd3, Hg8 (Retra var 0-0-0 og láta skiftamuninn) 14. b4, Bg7; 15. Dg6+, Kd8; 16. Df7 (nú hótar hvítur RxB og síðan Hxe6. Svartur reynir nú að bjarga sér úr klípunni með ófullnægjandi mót-„combin- ation“) Be8; 17. Dxe6, Hf8; 18. b5, Re4; (Siðasta von svarts, en bvítur er viðbúinn) 19. HxR! dxH 20. Bf4! (árangurinn af 19/Ieik hvíts, svartur er nú varnarlaus gegn Hadl og gæti því gefíð) BxR; 21. BxB, Dd7; 22. Hdl, cxb; 23. HxD+ (c6 virðist sterlcara) BxD; 24. Dxh6, Hg8; 25. c6, Be8; 26. Rxb5, gefið. — Sögukunnátta Þeir, sem hafa gaman af mannkynssögunni geta spreytt sig iá að svara þessum spurning- um, sem hér fara á eftir. Allir atburðirnir, sem um er að ræða, voru mjög afdrifarikir i sög- unni. Á eftir hverri spurningu eru tvö svör, sem velja á um. Fyi'ir hvert rétt svar fást tvö stig. Þrjátiu stig tákna sæmilega kunnáttu, 40 góða og 50 eða meira er ágætur árangur. 1. Hver stjórnaði hinum sig- ursæla her Makedoniumanna við Issus í Litlu-Asíu, þegar þeir sigruðu Persa Undir stjórn Dar- iusar 3? (A) Alexander mikli. (B) Filippus af Makedóníu. 2. Árið 1812 sigraði Banda- ríkjamaðurinn O. H. ITenry Breta í sjóorustu á stöðuvatni og eyddi flota þeirra. Á hvaða stöðuvatni var orustan háð? (A) Erie-vatni. (B) Champlain-vafni. 3. Á livaða fljóti eyðilagði Nelson franska flotann og hindraði á þann hátt ínnrásína í Egiptaland? (A) Á Efrat-Tigris. (B) Á Nílarfljóti. 4. I hvaða styi'jöld tók Je- anne d’Arc að sér stjórn franska hersins og sigraði Breta? * (A) Sjö ára stríðinu. (B) Hundrað ára stríðinu. 5. Þegar Miltiades sigraði Persa færði hlaupari íbúum Aþenuborgar tíðindin. Hvar var orustan háð? (A) Við Salamis. (B) Við Maratlion. 6. Þegar Clive hafði sigrað í orustunni við Plassey voru Bret- ar eiginlega einráðir þar í Iandi. I hvaða landi er Plassey? (A) Gyðingalandi. (B) Indlandi. 7. I Heimsstyrjöldinni reyndu Bretar að brjótast norður Hellu- sund til þess að ná höfuðborg eins fjandmanns sins. Hvaða höfuðborg var það? (A) Konstantinopel. (B) Belgrad. 8. ITvern sigraði Julius Cæsar við Farsalus í borgara- styrjöldinni? ^ (A) Catilinu. (B) Pompeius. 9. Hvaða Russakeisari sigr- aði Svía undir stjórn Karls tólfta við Paltava? (A) Pétur mikh. (B) Alexander 2. 12

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.