Vísir - 24.12.1940, Qupperneq 53
VlSIR
53
i
Útgáfustjórn Vísis
JAKOB MÖLLER BJÖRN ÓLAFSSON
< formaður.
1940
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON
1911 í blaðinu á þessa leið, en
þá hafði það verið gefið út í
eitt ár, og er þar rætt um út-
gáfuna á árinu:
„Þótt hann fari ei stórt af stað
strax mun aukast géngið“
var spáð fyrir honum, og þó að
sú spá virtist þá nokkuð glæfra-
leg, þá hefir hún rætst. Or 1000
eintökum komst hann brátt
upp í 1500 og nokkrum sinnum
hefir orðið a'ð endurprenta
hann og hafa upplagið 2000.
Mest öll salan er liér i bænum,
11—13 hundruð. Dálitið er
hann farinn að komast i versl-
unarstaðina umhverfis landið
og lítið eiit út um sveitirnar.
Svo fer hann ögn út i álfuna
og til Vesturheims, og jafnvel
til Höfðanýlendu i Suðurálfu.“
Þessi reyndist árangurinn
eftir árið, og mun hlaðið liafa
talist mjög úthreitt, ef dæma
má eftir ýmsum aðsendum
greinum, þar sem Vísi eru tjáð-
ar þakkir fyrir þá lijálp, sem
hann veitti þegar frá uppliafi
ýmsum mannúðarmálum.
Vinnuskilyrði.
Af þessu virðist mega álykta,
að salan hafi þegar í upphafi
gengið greiðlega, — eða a. m.
k. eins greiðlega og unt var að
anna í prentsmiðjunni, en þá
voru vinnuskilyrði öll erfið og
þættu lítt til fyrirmyndar nú.
Alt blaðið var handsett, þ. e.
a. s. hver einstakur stafur tek-
inn upp úr setjai'ahorðinu
og þeim raðað upp í orð
og setningar, uns allar siður
voru að fullu gerðar, en setj-
ararnir voru bandfljótir og
kunnu það starf, sem þeir tóku
að sér að vinna. Þektust ekki
setjaravélar hér á landi fyr en
árið 1914, að prentsmiðjan Rún
keypti eina slíka vél. Seinlegt
verk var einnig að leggja letrið
af og raða því í liólf eftir stöf-
um.
En ei var sopið kálið, þótt
í ausuna væri komið, og mátti
segja, að hið erfiðasta væri eft-
ir, er húið var að koma saman
síðunum. Þá fór blaðið í prent-
vélina, sem var allmikið bákn,
með heljarmiklu hjóli með
handfangi á, enda var vélinni
snúið af mannlegum mætti ein-
um saman. Voru til þessa verks
valdir hinir sterkustu menn og
stóðu þeir þarna tímunum
saman fáklæddir, en rennandi
i svita og blásandi af mæði, og
sneru og sneru þangað til blað-
ið var að fullu prentað. Myndu
kaupendur Vísis nú, væntan-
lega verða óánægðir yfir dreif-
ingu hlaðsins, ef ekld væri völ
á öðrum „hraðpressum“ en
slíkum, en að þvi mun verða
vikið síðar, enda eru það
„sjmdir" fortiðarinnar, sem nú
skulu ræddar, en ekki nútiðar-
innar, sem síst er á bætandi.
Einar Gunnarsson vann að
útgáfu Vísis í litlu herbergi
uppi á lofti í gamla húsinu
hans Árna rakara, Kirkjutorgi
6, og þar hafði hann einnig af-
greiðsluna ]iar til hún fluttist i
Báruhúð. Vann hann að ])essu
öllu einn i fyrstu, en fékk síð-
an aðstoð konu sinnar, Mar-
grétar Líndal, við afgreiðsluna,
og annaðist hún hana lengi
framan af, bæði þarna og síð-
ar i húsi Thomsens við Lækj-
artorg, þar sem nú er Hótel
Hekla, gamla Vöruhusinu, sem
hrann, og að Hótel ísland. og
mun að þvi vikið á öðrum slað.
Stjórnmálin.
Það var aðeins á einu sviði,
sem Einar Gvmnarsson reyndist
ekki trúr hinni upphaflegu
stefnu sinni. Ætlunin var að
Vísir yrði ópólitískur, en hann
varð það ekki nema til jóla ár-
ið 1910 eða í 6 fyrstu blöðun-
um. Blaðið, sem út kom 14.
febrúar, mætti þó telja með, en
þá kom Alþingi saman, og þá
var úti friðurinn þegar þeir
„fóru að hltssa“. Sjaldan hafa
meiri átök orðið á Alþingi.
Björn Jónsson var þá ráðherra,
en strax í þingbyrjun reis nokk
ur hluti flokks hans upp gegn
honum og var borið fram van-
traust honum á hendur. Bene-
dikt Sveinsson alþm. hafði
framsögu fyrir hönd hins óá-
nægða flokksbrots, og ræða
hans í því máli er fyrsta póli-
tíska ádeilan, sem í Visi birtist.
Bætti það ekki úr skák, að út-
dráttur úr svarræðu Björns
.Tónssonar var birtur síðar, en
ákveðin afstaða tekiri gegn
honum. Hygg eg, að upp frá
þessu hafi aldrei mátt telja
Vísi ópólitískan, og liann á
sennilega — og raunar vonandi
— aldrei eftir að verða það.
Fréttastarfsemi.
Einar Gunnarsson lagði strax
i upphafi megináherslu á það,
að afla blaði. sínu góðra frétta
erlendra og innlendra. Nokkuð
framan af voru fréttir þessari
þó samtíningur úr erlendum
blöðum, og koma sumar þeirra
mönnum nú á dögum einkenni-
lega fyrir sjónir. Til gamans
skal birt hér ein smáglefsa, er
nefndist „Holur í Ioftinu“, og
var svoliljóðandi: „Ekki þyk-
ir neitt merkilegt, að sjá lofl-
bólur i rennandi vatni, svo sem
þar sem hringiða er eða vatn
rennur á ósléttu, en það er
fyrst i ár, að menn eru farnir
að lxalda því fram, að samskon-
ar eigi sér stað í loftinu. Það
séu holur i loftinu. Er það eink-
um enskur flugmaður, sem vill
staðhæfa þetta, og álítur að
livirfilvindar stafi af þessu, svo
og mörg flugvélaslys, því þegar
flugvél kemur i loftlaust rúm,
vantar liana efni til að halda
sér uppi og hlýtur að steypast
niður.--------Telur liann það
ekki geta komið af öðru en
holum í loftinu.“ Þessar „loft-
holur“, sem hér munu vera
nefndar J fyrsta • sinni í ís-
lensku blaði, lægðir o. fl. slík
hugtök voru lengi vel illa séð
hjá rosknu kynslóðinni, enda
sagði ein kerlingin nú fyrir 4
árum: „Gáfaður maður var
hann faðir minn, en aldrei tal-
aði hann um lægðir.“ Þetta ,er
eitt dæmi þess,'að nýjungarnar
eru ekki ávalt vel séðar, þótt
sannar séu og af því fá blöð-
in stundum að finna smjör-
þefinn.
Er stundir liðu fram, aflaði
Einar Gunnarsson fréttasam-
banda erlendis, og voru skeyta-
sendingar mjög auknar eftir að
heimsstyrjöldin hófst og sam-
kepni frá öðrum dagblöðum,
sem þá koniu einnig til skjal-
anna. Má fullyrða, að Vísir hafi
fyllilega haldið velli fyrir þeim
i þessu efni, án þess að á nokk-
urn sé hallað.
Innlendu fréttasamböndin
voru frá upphafi i ágætu lagi
og sýnir það út af fyrir sig
mikinn dugnað, að skipuleggja
þá starfsemi svo vel sem raun
varð á, og halda henni við lýði.
Myndir birtust altaf annað
veifið í Vísi, og oft var hann
litprentaður, en þó í fyrsta
skifti, er liáskóli íslands var
stofnaður, 17. júní 1911, á 100
ára afmæli Jóns Sigurðssonar.
14