Vísir - 24.12.1940, Side 63

Vísir - 24.12.1940, Side 63
VÍSÍR 63 AXEL IHORSTEOSOM: n l\XT SAIHSTARFSMAMMA Það æxlaðist svo til nokkuru eftir heimkomu míria frá Yest- urheimi 1923, að eg fór að slarfa við Vísi, og var að vísu aðeins um íhlaupavinnu að ræða lengi framan af. Eg mint- ist á það í smágrein, sem eg skrifaði um Baldur heitinn Sveinsson blaðamann látinn, að liann hefði sýnl mér mikla vin- semd þegar við fyrstn kynni okkar, eftir 'heimkomu mína, en liann hringdi þá til mín og birti dálítið Viðtal um dvöl mína vestan liafs. Baldur hafði þá verið blaðamaður við Vísi um nokkur ár og stundaði það starf, þar til bann lagðist bana- leguna síðla árs 1931, en hann lést í ársbyrjun 1932 eftir þunga legu. — Kynni okkar Baldurs leiddu til þess, að hann bað mig um grein í blaðið endrum og eins. Brátt fór eg að vinna með honum dag og dag, stundum dögum, saman. Jakob Möller var þá enn ritstjóri ^ísis, en liin daglegu störf blaðsins hvíldu að mestu á Baldri heitnum. Annar slíkur aðstoðarmaður sem eg, var Magnús Björnsson náttúru- fræðingur, og vorum við ýmist annarhvor eða báðir Baldri til aðstoðar, og bélst það eftir að Páll Steingrimsson tók við rit- stjórn blaðsins. Störf min við blaðið jukust smátt og smátt og eg var farinn að vinna við það að staðaldri, er eg tók við starfi Baldurs heitins við fr^fall bans. Það er þvi, alllanguriími, sem eg hefi starfað við Vísi og margs að minnast frá þessum tíma, er lilið er um öxl, á 30 ára afmæli blaðsins. En tök eru eigi að þessu sinni að skrífa ítarlega nm, margt, sem gaman væri að dveljast við. Þykir mér þó hlýða, á tímamótum þessum í MAGNÚS BJÖRNSSON sögu blaðsins, að minnast að nokkru samverkamanna minna á þessu tímabili, Baldurs heitins Sveinssonar og Páls Steingríms- sonar, sem lét af ritstjórn blaðs- ins vegna beilsubrests, er núver- andi ritstjóri, Kristján Guð- laugsson lögfræðingur, tók við. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hver ágætismaður Baldur heitinn Sveinsson var. Mannkostir lians voru svo mikl- ir, að öllum var vel til hans og virtu liann, og er eg ekki í nokk- urum, efa um, að með persónu- legri framkomu sinni jók Bald- iir mjög vinsældir Visis. Hann álti mæta vini í öllum stéttum, sem skrifuðu í blaðið fyrir hans orð við ýms tækifæri. Sjálfur var Baldur þannig, að öllum, sem einhver erindi áttu við rit- stjórnina, þótt gott við liann að tala, enda riæddi hann við hvern mann af lipurð og hlýleik og' leysti vandræði þeirra, er liann mátti. Alt það, sem frá hendi Baldurs kom, var vandað að efni og húgsun. Hann gat verið afkastamaður við ritstörf, en var heldur farinn að hægja á sér liin síðustu misseri, og hygg eg að valdið liafi þreyta, eftir margra ára erilsamt starf, og vera má, að sjúkdómur sá, er varð banamein lians, liafi þá verið farinn að búa um sig. All- ar greinir Baldurs voru vandað- ar að málfari. Það lenti á stund- um,NÍ hans hlut, að þýða neðan- málssögur — og er leitt til þess að hugsa, að hæfileikamaður sem Baldur skyldi þurfa að eyða tíma sínum til slíks starfs — en eigi kaslaði hann til þessa höndunum, heldur vandaði málið sem endranær. 1 fyrsta lagi fanst honum óhæfa, að láta nokkuð frá sér fara, sem ekki var á vönduðu máli, í öðru lagi var honum ljóst, að til þess að bæta málsmekk almennings 'þurfti að vanda málið, hvort sem um slikt efni var að ræða eða önnur. Mér er í minni sag- an „Grimumaðurinn", sem Baldur þýddi og kom neðan- máls i Vísi. Það var snildarlega gerð þýðing. Það var sami snild- arbragurinn á blaðagremum Baldurs sem, öðru. Hér er dálit- ill kafli, tekinn af handahófi, PÁLL STEINGRÍMSSON' úr grein, sem nefnist „Ferðalög fuglanna“: „Þegar nætur eru mjög dimfriar, skýjað loft, svo að ekki má greina bafsbrún frá himni, móða í lofti og lítill úði, þá skína vitaljós hvað skærast. Þegar fuglar koma inn í hina skæru ljósbirtu, en lenda siðan skyndilega í svartamyrkri, þeg- ar skyggir fyrir vitaljósin, þá truflast bin skörpu skynfæri þeirra, svo að þeir dragasl að ljósinu. Hópur kemur eftir hóp og safnast að vitónum og kom- ast þeir ekki burtu. Þegar skygni er gott um nætur, má sjá við vitaljósin, að helst vill hver leg- und fugla fljúga sér í hóp. En öðru máli er að gegna, þegar mörgum tegundum, stórum og smáum, ægir saman við vitann, og allir fljúga í einni bendu hringinn í kring um þá. Sum- ir þeirra verða þá svo ruglaðir af birtunni, að þeir fljúga að lokum beint á vitaglerin og láta lífið. Stundum getur einnig margra daga þoka valdið því, að ólikar fuglategundir safnast saman að degi til, og einkenni- legast af öllu er þá að sjá, þeg- ar smáfuglar njóta stöku sinn- um þess fararbeina, að mega sitja á baki sér stærri og sterk- ari ferðafélaga.“ Vinnuskilyrði blaðamann- anna við Visi á þessum tima voru erfið að þvi leyti, að rit- stjórnin hafði ekki til umráða nema herbergiskytru, sem var við hliðina á setjarasalnum, en op var á veggnum, til þess að rétti inn handrit og taka við próförkum, og skiftast á munn- legum orðsendingum við prent- arana, eftir því sem á stóð og' andinn inn blés. Afgreiðsla Vís- is var þá niðri í bæ, og kom auglýsingastjórinn upp eftir um BALDUR SVEINSSON

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.