Vísir - 24.12.1940, Síða 68

Vísir - 24.12.1940, Síða 68
68 VlSIR kostur. Til gamans skal þess getið að svo dyggilega reka kaupendurnir á eftir blaðinu, að í þau skifti, sem rafmagnsbil- anir hafa orðið og blaðinu þvi seinkað, hefir stöðugt verið hringt á alla síma blaðsins (5 línur) frá því að klukkan var orðin fimm og alt fram til kl. 8, og hefir megnið af starfs- mannaliðinu verið önnum kaf- ið allan þennan tíma við að gefa skýringar á þessu fyrir- brigði. Svona á það líka að vera ef út af ber, en þó ber þess að gæta að starfsmannaliði blaðs- ins er yfirleitt ekki um að kenna ef blaðinu seinkar, — lieldur eru þar óviðráðanleg at- vik að verki. Ef vel ætti að vera ætti Vísir' að vera koininn á hvert heimili i bænum kl. 3Yo daglega. Þetta er unt að framkvæma, en senni- lega ekki fyr en stríðinu lýkur. Ritstjórnin hefir á þessu fullan skilning og mun gera alt, sem í hennar valdi stendur til þess að svo megi verða, og lausnin finst máske fyr en varir. Þá liefir verið gefið stutt yfir- lit um rekstur dagblaðsins Vísis í þau 30 ár, sem blaðið hefir slarfað. Verður ekki við þetta efni skilið svo, að þeim mönn- um verði ekki þakkað sérstak- lega , sem mest og best liafa unnið að því að koma rekstri Vísis á heilbrigðan og öruggan grundvöll. Ber þar fyrst og fremst að þakka Pétri Þ. J. Gunnarssyni stórkaupmanni, sem skipulagði bókhald blaðs- ins alt á áruniun 1915—1917, kom afgreiðslu blaðsins í fyrir- myndarhorf og trygði þannig f járhagslega afkoniu þess. Hefir hann haft mikil og margvísleg afskifti af rekstri blaðsins síðan, og átl ríkan þátt í ýmsum breyt- ingum, sem gerðar hafa verið til bóta. Allir ritstjórar blaðsins, sem nefndir hafa verið hér að fram- an, Iiafa átt sinn þátt í því að skapa vinsældir þess út á við og á þeim vinsældum lifir blaðið í dag og glatar þeim vonandi aldrei. Frá því er eg kom að blaðinu, hefir verið við margskyns erf- iðlcika að stríða, og ávalt liafa risið ný vandamál, er önnur hafa verið að fullu leyst. Ber þar til innanlandsástandið i ýmsum myndum,, og þó ekki sist styrjöld sú, er nú geysar í heiminum. En í starfi mínu hef- ir það verið mér ómetanlegur stuðningur, að vera aðnjótandi sayistarfs þeirra Björns Ólafs- sonar stórkaupmanns og Jalcobs Möllers fjármálaráðherra. Hef- ir samvinna okkar í stjórn hlaðsins verið þannig, að aldrei hefir borið skugga á, en þó liafa allar ákvarðanir, sem nokkra verulega þýðingu liafa haft, verið teknar af okkur þremur. Árni alþm. Jónsson frá Múla hefir nú hátt á annað ár ritað að staðaldri pólitískar forystu- Árni Jónsson frá Múla greinar blaðsins, og getur Visir þakkað honum þær vinsældir, er blaðið nýtur nú á því sviði, og stöðugt fara vaxandi. Er ó- hætt að fullyrða, að Árni er tvi- mælalaust færasti blaðamaður, sem nú starfar að þessum mál- um hér á landi, enda var það Vísi mikið happ, að verða að- njótandi starfskrafta lians. Þá vil eg einnig þalcka prent- smiðj us tj óra Félagspren tsmiðj - unnar, Hafliða Helgasyni, fyrir prúðmensku hans og lipurð í öllum viðskiftum, og verkstjóra í setjarasal, Þorvaldi Þorkels- syni, dugnað hans og fyrir- hyggju við daglegan rekstur bláðsins. En ekki hefir það auk- ið sist á ánægju mína í því starfi, sem eg hefi nú gegnt senn i þrjú ár, bve vel samstarf mitt og starfsmanna blaðsins, bæði hjá blaðinu sjálfu og prentsmiðjunni, hefir gengið, og verður mér minning þess á- valt til óblandinnar ánægju. Það, sem einkent hefir samstarf þetta öllu öðru frekar, er sam- eiginlegur áhugi fyrir vexti og viðgangi blaðsins, sanieiginleg vonbrigði, ef á hefir bjátað, og einlægur ásetningur að vinna. fyrir heill blaðsins og hag i hví- vetna á komandi tímum. Það var ætlun blaðstjórnar Vísis, að þeir Jakob Möller og Páll Steingrímsson fyrverandi ritstjórar Vísis skrifuðu um rit- stjórnarár sín við blaðið. En þvi miður gátu þeir ekki sint þessu, fjármálairáðherrann sök- um annríkis við störf sín, en Páll vegna lasleika. Ilinsvegar hefir Páll Steingrímsson lofað að láta Sunnudagsblaðinu í té greinar um þetta efni síðar, og vonar blaðið að geta birt lesend- unum það áður en langt um líður.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.