Vísir - 24.12.1941, Side 10

Vísir - 24.12.1941, Side 10
r 10 JÓLABLAÐ VlSIS Skreyting á Hákonarhöll að innan. Munthe tók verkið að sér. Hann Ijaldaði liöllina innan með sínum stílvissu litfögru málverkum og sagði fyrir um allt fyrir- komulag. Hann skildi glögt hvers golneski stíllinn krafðist, i ♦ línum og litum og var jafnvígur á oliuliti og hið samsetta litaða gler, tréskurð, járnsmíði, vefnað og allskonar skraut, sem verða mætti höllinni til prýðis. Honum tókst að búa til salarkynni sem allir hljóta að dást að, sem þau sjá. Nú er höllin ekki leng- ur dauð og köld, því andi liinna fornu tíma lifir þar inni — í verkum listamannsins. Fyrirmyndirnar tók hann hvar sem hann fann þær, í gömlum byggingum, á söfnum, en einkum þó frá Hákonarsögu Sturlu Þórðarsonar. Hið ríka, skapandi ímjnd- unarafl málarans blés nýju lifi i hinar gömlu sagnir. Meðfram langveggjum hallarinnar eru 12 myndir sem segja frá brúðkaupsferð Kristínar Hákonardóttur suður á Spán. Fer málarinn þar eftir frásögn Hákonarsögu, byrjar á því er sendimenn Spánarkonungs ganga fyrir Hákon konung, er hann situr i hásæti með beztu menn ríkisins sér við hlið. . önnur og þriðja mynd sýna hvar verið er að ganga frá heimanmundi Krist- ínar og flytja til sldpanna, en þar var gull og brennt silfur, livít og grá vara og aðrar gersemar, svo miklar að enginn vissi þess dæmi að svipað hefði verið flutt fyrr með nokkurri konungs- dóttur frá Noregi. Fjórða myndin sýnir hvar Hákon kveður dóttur sína við skipshlið, fimmta og sjötta segja frá sjóferðinni, — en 12. og síðasta myndin greinir frá brúðkaupinu, sem var haldið með allri þeirri viðhöfn, er Spánn liafði að bjóða. í gluggum hallarinnar eru myndir úr lituðu gleri af Ólafi lielga, Magnúsi berfætta og Sigurði Jórsalafara og á veggjum allskonar skraut, útskorið tré og slegið járn. Við annan gaflinn er 'hásæti konungs og drottningar, en við hinn er upphækkaður pallur fyrir hljómlistamenn, forkunnar fagur. En að segja frá einstökum atriðum yj ði hér of langt mál. En bæði fyrir aldurs sakir og vegna stærðar sinnar; og vegna verka Gerhard Munthes er Hákonarhöll eitt hið merkilegasta hús Norðurlanda og þar ætti hver íslendingur sem um Bergen fer, að koma. Þar mæta liðnir tímar líðandi stund og því er þar gott að vera. ................ ¥ið eld ogr §traum Þeir bera ei rósir, sem blysunum skarta, en brennda fingur og blæðandi hjarta, því hamingju sinni og helgasta draum þeir hentu á bál eða hrynjandi straum. I gránuðum feyskjununt gnestur og logar. I gljúfrinu straumurinn gnýr og sogar. Þar frelsisvonunum fagnar sá, sem framar vorið ei fær að sjá. Og vörpum á eldana Visnuðum greinum og fornum draumum og fornum meinum, því eldinum veitist aldrei nóg og aldrei friður og aldrei ró. Og horfum á bálið og hlustum á strauminn, þá aftur finnum við æskudrauminn. Hvar endurminnst er, fæst aldrei ró. Og eldi og sjó veitist aídrei nóg. p V v V V *•* "•••*••••* *•••££•••••* *••••••••••••* ^•••••••••••^ **??•••?••* ttftf

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.