Vísir - 24.12.1941, Qupperneq 23

Vísir - 24.12.1941, Qupperneq 23
JÓLABLAÐ VÍSIS 23 (i!iiiiiiiig;ir>ít'lirt Eftir Rafael Sabatini T^\ e Charette riddari, er var fyrir liinum konunglega og kaþólska her, sem barðist í Retz-héraði, kallaði foringja sina á ráðstefnu. Herforingjarnir sex — allir aðalsmeiin, að undanteknum borgaranum Le Moélle, sem hafði aflað sér metorða sinna með kænsku sinni og liugrekki — komu saman í húsi þvi, sem Charette hafði gert að. aðal- bækistöð sinni i Legé, óvíggirtri borg, sem liann hélt með ónógu liði. Þeir voru í viðkunnanleg- um sal, hvítmáluðum, sem náði þvert í gegnum liúsið. Glugg- arnir öðrum megin sneru að götunni, en úr hinum sást yfir engin niður að ánni Loque fná hæðinni, sem borgin stóð á. Á þessum engjum voru tjald- búðir fimm eða sex þúsund Chouan-manna. Milli fjögur og fimm þúsund aðrir — en þá var allur mannafli Cliarettes talinn — voru að vinnu á ökrunum, eins og var venja Chouan-búa milli bardaga, en liægt vár að kalla þá saman Jægar í stað með klukknahr ingingu. Herforingjaráðið var kvatt saman til að ræða um töku liins rammgera vígis La Roche Guyon, en þar sat Kléber, lýð- veldishersliöfðingi, og liafði á- lika margt lið og Cliarette. Lýð- veldissinnar voru óhultir að baki hinna sterku víggirðinga og biðu liðsaukans, sem var á Ieiðinni til þeirra frá París. Jafnframt höfðu þeir lykilað- stöðu gagnvart Bocage-héraði, en það var mjög skógi vaxið, með lágum hæðum þar sem litlar ár runnu um mjóa dali, er lágu sitt á livað. Var héraðið hið bezta hæli fyrir uppreislar- her, sem þyrfti að hörfa þang- að ' og þekkti hvern krók og kima. Nú varð að liála til skarar skríða, því að jafnskjótt og . Kléber fengi liðveizluna gat hann hætl sér út úr vigi sínu og þá yrði.ekki vært í Legé. Það var því með mildum feginleik, sem Gharetté las bréfið frá Stofflet, v þar sem hann lofaði finnn þúsund manna liðsauka, gei’ði jafnfi-amt uppástungu um bardagaaðferð og lét Ianda- bréf fylgja, þar sein liann skýrði nánar hugmyndir sínar. Þótt. ráðagex-ðin væri flókin i smáatriðum,.var hún þó ofur- einföld í heild. IJina fimnx þús- uncl nxenn Stofflets átli að nota í nælurárás á La Roche Guyon að vestanverðu, sem átti að vera svo liörð, að hún hlekkti Kléber, lil að beita öllu liði sínu gegn henni. Jafnskjótt og lýðveldisherinn væri önnum kafinn við að hrinda þessu á- hlaupi, ált allur her Chareltes að leggja til atlögu að austan. Rödd Charettes skal af lirifn- ingu, ,*Eg þarf elcki að taka það fram, herrar mínir, liversu xxiik- ilvæg La Roche Guyon er fvrir oklcur, því að þar getum við varizt lxer, sem er þrefallt stærri eix okkar. Það ætti að létta af yður þeinx láhyggjum, sem sækja að yður vegna hinna veikxx varna hér í Legé.“ En enginn lét í ljós sömu hrifni og liann. Mennirnir höfðu verið þungbúnir á svip, er þeir komxx til fundarins. Þeir skoð- uðu landabréfið og lilýddu á bréfið þxxngbúnir á svip og nú sátu þeir þungbúnir og gutxx augunxmx hver til annars flótta- lega. Charette leit á þá og hnyklaði brúnirnar yfir björtum, gnáxuxx augunum. „Nú, lierrar nxínir?“ tók hann loks aftur til máls. „Eg bíð eftir að lieyra álit vðar.“ Enn vai-ð löng þögn. Þá ræskti de Meric greifi sig, til Jxess að hafa ox-ð fyrir foringj- unum. Hann var eini maðurinn í hópixum, sem lxægt var að telja í-oskiixix. „Ráðagerðin er allgóð og gæti heppnazt, sérstaklega ef Kléber uggir ekki að sér, vegna þess að hann lieldur að aðstaða sín sé óvinnandi, og ef fát kemur á hamx við liina óvæntu iái*ás.“ „Það er svo liklegt að þetta heppnist, að við getunx trevsl þvi.“ „Að því lilskildu, að árásin komi á óvænt.“ „Auðvitað. Það er gert ráð fyrir því.“ Cliarette var orðinn óþolinmður. „Menn Stofflets fax-a unx Bocage í litlxun flokk- um, svo að þeim vei-ði ekki veitt eftirtekt. Síðan sáfnast þeirsam- an á takmörkum héraðsins. Við liörfum þegar í stað inn í Mon- taigu i Bocage og látum þá halda að við séum á undanhaldi. Svo tökunx við okkur upp að nætui-lagi, höldum öllu leyndu um ákvörðunarstað okkar og tökum liina ákveðnu stöðu, sömuleiðis á héraðamörkununx, reiðubúnir til að leggja til úr- slita-atlögunnar.“ „Okkur er það ljóst,“ svaraði de Meric. „Það er bara þetta, að við verðum að treysta þvi, að þetta komi óvinunum á ó- vænt, til þess að áhlaupið megi lánast. Án þess yrðum við bx-ytj- aðir niður.“ „En liversvegna ættunx við ekki að geta koxnið þeinx á ó- vart ?“ „Já!“ svaraði greifinn. „Hversvegna?“ Nú tók til nxáls Desnaurois, liinn ungi formaður herfor- ingjai-áðsins. „Lex-fist oss að minna yður á, hershöfðingi, að við Macliecoul og aftur við Pal- luau voru bardagarnir vel und- irbúnir. Sigur á báðunx stöðunx var undir því kominn, að við kæmuxn fjandnxönnunum að ó- vörum, en báðir fóru illa, vegna þess að fjandmemiirnir voru viðbúnir.“ „Viðbúnir ?" - Chai-ette setti upp stór augu. „Þér getið vart átt við, að þeir hafi verið að- varaðir.“ * „Það,“ svaraði de Méric, „er einmitt það, sem við eigum við.“ „Getgátur.“ „N^fnið það því nafni, senx yður þóknast. En þetta hefir átt sér stað tvisvar. Og tvisvar er nógu oft.“ 1 Chai-ette stökk á fælur. Hami var á þrítugasta ári, grannur og vasklegur meðalmaður og bar sig vel. Hann var i þröngunx jakka, girður breiðu hvítu belti nxeð gylltum röndunx og á bi-jóst lians var saumað hið brennandi lijarta, sem var merki Cliouan- nxanna. Hár hans var ljóst og bundið í hnút. Hvasslcgt andlit hans var fölt og alvarlegt. „Herrar nxinir, eg lield að eg skilji yður ekki. Þér hljótið að lxafa eittlxvað í huga. Hvers- vegna sýnið þér ekki hrein- skilni?“ „Það num reynast haldbezt," rumdi í Le Moélle, boi-gara. Hann ræskti sig og talaði hisp- ui-slaust. „Það er skoðun okkar, að kvenfólk eigi ekki að fylgj- ast með hernunx.“ Charette leit á liann og lxann þagnaði, en hershöfðinginn Stéphanie gekk aftur- fyrir stólinn, sern hann sat á, og lagði handlegg- ina unx háls honum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.