Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 26

Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 26
J ÓLABLAÐ VÍSIS GLEÐILE G JÓL! Á. Einarsson & Funk. Nora Magazin. GLEÐILEG JÓL! VERZLUNIN VÍSIR, Laugaveg 1. — Fjölnisveg 2. GLEÐILEG JÓL! Verzlunin MANCHESTER. sagði Stéphanie. „Úr því að við verðum að fara, ætti þó að minnsta kosti að láta okkur vita, hvert við eigum að fara.“ En hann var svo þögull og al- varlegur, að' hún spurði ekki meira að sinni. En litlu síðar fór Marie-Anne út. Þá gekk Stéphanie aftur fyrir stólinn hans, lagði hendurnar um háls honum og vanga sinn að kinn hans. „Franyois,“ sagði hún lágt, „viltu ekki segja mér ráðagerðir ykkar?“ Blíðuatlot hennar rugluðu hann dálítið i ríminu og liann hefði vafalaust sagt henni allt af Iétta, ef þetta hefði ekki gerzt á ráðstefnunni áður. Þess í stað spurði hann: „Hversvegna er þér svo mikið áhugamál að vita það?“ „Ahugamál? Er það ekki of- ur eðlilegt? Ætti eg að elska þig, án þess að fylgjast af áhuga með hverju skrefi, er þú tekur? Segðu mér það nú.“ ÞessUm rökum var ekki hægt að svara. Spurningin var eðli- leg og það var óverðugt að efast um lieiðarlegan tilgang hennar. Um leið og hann snéri höfðinu til að kyssa hana, var það aðeins loforð það, sem liann hafði gef- ið á ráðstefnunni, sem varnaði þess, að hann vrði við hón hennar. „Elskan min, eg hefi unnið eið að þvi, að segja engum fiá fyrirætlunum okkar.“ „Auðvitað. En það á ekki við gagnvart mér, Francois. Þú veizt, að eg mundi aldrei segja eitt orð um þær — jafnvel ekki Marie-Anne, ef ]ui bannaðir mér þaðj „Barnið ' mitt, óskaðu þess ekki oftar við mig, því að eg á svo bágt með að neita þér.“ Hann reis úr sæli sínu og tók hana i faðm sér. „Spurðu ekki meira, Stéphanie. Eg verð að fara. Eg hefi þúsund verk að vinna í Legé í kvöld. Það er ó- víst að eg komi aftur fvrri en í fyrramálið.“ jþað fór þó svo, að hann kom aftur miklu fyrr, því að hann hafði verið fljótari að Ijúka störfum sínum en hann hafði gert náð fyrir. Um miðnætti, er hann var á leið til dyranna og gekk fram- hjá gluggum. ráðstefnusalarins, varð hann var við daufa ljós- glætu, sem lagði út um rifu milli gluggatjaldanna. Hanri nam staðar og gægðist inn um rifuna. Það var Ijósið frá einu kerti, sem varpaði daufri birtu á her- bergið. Það yar kona, sem hélt á kertinu, og hún var i náttkjól og með flaksandi hár. Er hann horfði á hana gekk hún frá skrifborðinu, sem var aflæst, og að borðinu, sem þeir lröfðu set- ið við á ráðstefnunni. Er hún snéri sér við sá hann hver þarna var — frú de Villestreux. Hann tók andlcöf og kalt vatn rann honum milli skinns og hörunds af liryllingi, er liann gerði sér ljóst réttmæti ásakan- anna, sem hann hafði varið hana svo drengilega fyrir. Svo fyllt- ist hann liryggð og gremju, og var kominn á fremsta lilunn með að brjóta rúðuna. En litmn bældi þá löngun niður og hélt áfram að fylgjast með því, sem hún gerði, án þess að láta á sér bæra. Hann sá hana opna skúffu, en er liún reyndist tóm, opnaði liún aðra og tók þar upp fullt fangið af skjölum. Hún hrúgaði þeim á borðið og fór að skoða þau hvert af öðru við bjarm- ann af kertinu. Hún hagaði starfi sínu skipulega og var ekk- ert að flýta sér, þvi að hún treysti því auðsjáanlega, að Charette mundi ekki koma aft- ur fyrri en i dögun. f fulla hálfa klukkustund stóð hann úti á strætinu og fylgdist með ' öllu því, sem inni gerðist, gegnum rifuna, sem til allrar hamingju var milli gluggatjaldanna. Loksins vafði hún skjölunum aftur saman og lét þau á sinn stað. Hann gat meira að segja séð á andliti hennar, að hún hafði orðið fyrir vonbrigðum. Augnablik liélt hún kertinu hátt á lofti og virti salinn fyrir sér. Hann gat séð, að liún átti bágt með að skilja, hvernig leit hennar hefði getað reynzt ár- angurslaus. Síðan gekk liún hægt og hikandi til dyra, geklc út úr salnum og þar varð myrkt . Samskonar myrkur hafði sezt að í sálu mannsins, sem stóð úti fyrir glugganum. Maður í hans stöðu varð að gera ráð fyrir, að reynt vrði að svíkja hann. En að vera svikinn — undir yfirskyni ástar — af þeirri konu, sein hann tignaði, ætlaði næstum því að ríða lionum að fullu. Charelte var hálfutan við sig, er hann yfirgaf loks gluggann og gekk hægt til dyranna. Hann hélt á lyklinum í hendinni, en nam svo staðar, því að hann vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Hann hafðí yfir orðin, sem hann ællaði að ávita hana með og leitaði í beiskju sinni að þeim smánarorðum, sem bezt hæfðu gjæp hennar. Hann var enn að velta því fyr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.