Vísir - 24.12.1941, Qupperneq 31

Vísir - 24.12.1941, Qupperneq 31
JÓLABLAÐ VÍSÍS 31 andi áhorfenda, gaf eg mér fyrst tóm til að líta um öxl. Kýjrin hafði nú rutt sér nokkuu stærra svæði og gerði atlögur að mann- grúanum. Þegar fólkið lagði á flótta, sá' eg brúðuna skoppa á eftir kúnni, því að hún var bundin við annað hornið á henni með snæri. Eg hafði sloppið alvég ó- meiddur, ef ekki eru taldar nokkrar smáskrámur og fór nú á eftir hópnum, þvi að eg vildi sjá allt, er fram færi. Slóst eg i för með náunga einum, sem var hinn vingjarnlegasti og kunni dálítið í ensku. Enginn veit livenær þessi há- tíðahöld fóru fyrst fram, né af hvaða ástæðum. Því er þó haldið fram, að þau hafi átt upptök sín í heiðni, áður en Baskar snérust til kristinnar trúar. Eitl er þó alveg vist í þessu sam- bandi, og það er, að margir hinna baskisku dansa — til dæmis hinn svonefnda „vin- glasa“-dans -— eru næstum al- veg eins og þeir, sem Forn- Egiplar dönsuðu til heiðurs gyðjunni Osiris. Allan tímann, sem fiesta stendur yfir — átta ógleyman- lega daga og nætur — liggja öll viðskipti í Bayonne niðri. Aðeins fótgangandi fólk má vera á ferli á götunum og ef einhverjum ó- kunnugum ökumanni yrði það á, að reyna að aka um götur borgarinnar, mundi fólkið setj- ast eða Ieggjast umhverfis bíl- inn, þangað til lögreglan tæki hann í sína vörzlu og setti öku- manninn í fangelsi! Allar verzlanir voru lokaðar, að undantöldum niatvöru- og vínverzlunum og hundruðum kaffihúsa. Einn dagiftn voru þó leyfð sérstök viðskipti — það var leyft að selja gamla muni i skrautlegum sölubúðum, sem reistar höfðu verið á gangstétt- unum. Sveitakonurnar eru góð- ir viðskiptamenn þessara húða og þær eru furðulega slyngar i að þefa uppi þá muni, sem verð- mætastir eru. Það er aðeins leyfilegt að selja eina vöru aðra — „con- fetti“. Mannfjöldinn kaupir þessi pappírssnifsi hlátt áfram í smálestatali, og stráir þeim yfir hár þeirra, sem næstir eru og reynir að troða upp í þá. Maður veður brátt upp í ökla í „con- fetti“. Þegar kveldaði var hringt til kveldbænar og er síðustu óm- arnir voru að deyja, var eg allt í einu umkringdur af hópi ungra manna og kvenna, sem föðmuðu mig og kysstu! Hóp- ar unglinga höfðu tekið höndum saman og myndað „kossa- keðjur“, sem hlupu um göturnar með ópum og óhljóðum. Eg var eitt af mörgum „fórn- lömbum“ og varð nauðugur viljugur að leyfa hverjum ein- asta i keðjunni að reka mér rembingskoss á báðar kinnarn- ar! Hver bæjarhluti í Bayonne liefir sínar „lcossakeðjur“ — eg held að Baslcar hafi mesta yndi af að kyssa — og fyrirliði hverrar þeirra er jafnan valinn stærsti og sterkasti pilturinn. Ef mannþröngin vill ekki vikja fyrir keðjunni, er það verk hans, að setja höfuðið undir sig og ryðja brautina! Kossakeðjurnar sækjast mjög eftir tengdamæðrum, sem eru þekktar fyrir að vera tengda- börnum sínum erfiðar — en það er ekki sótzt eftir þeim til að kyssa þær. Eg sá hvernig ein, sem var sérstaklega óvinsæl, var tekin, kreist og krainin. Þegar hún ætlaði að andmæla þessu með blóti og ragni, var munnurinri á henni troðinn fullur af „confettf1, svo að hún gat ekki komið upp nokkuru hljóði! Þegar þessir flokkar eru á ferli er blátt áfi’am hættulegt að vera úti öðru vísi en brosandi, Piltarnir og stúlkurnar virðast vera óþreytándi. Enda þótt þau fari að jafnaði ekki í háttinn fyrri en kl. 4 á morgnana, byrja þau af sama kappi næsla kveld,. eins og ekkert hafi i skorizt. Bæði piltar og stúlkur eru klædd í litfagrar skyrtur og liálsklúta, sem eru bundnir á sama hátt og hjá kúrekum i Bandaríkjunum og bæði kyn eru í bláum eða rauðum buxum, sem falla fast að líkamanum. Á fótunum hafa þau espadrilles (skó) með flétt- uðum sólum. En það eru fleiri fagurlega klæddir en þeir, sem eru í kossa- keðjunum, því að Txistularis og Casarots (karlmenn, sem dansa baskiska þjóðdansa) eru ekki síður skrautklæddir. Þeir hring- snúast á torgunum og Iivar sem nægt rúm er, slá um leið á bjöllubumbur og stökkva hátt í loft. Þeir dansa eftir undirleik „hljómsveitar“, sem í er har- mon ikuleikari, trumbuslagari og flautuleikari. Þessir dansar- ar eiga það sameiginlegt með „kossakeðjunum“ að þeir virð- ast gjörsamlega óþreytandi, en hljómsveitin þgirra verður að hvíla sig við og við og tekur þá önnur við á meðan. Margir hinna glæsilegu búri- inga, sem Txistularis klæðast (Casarot-dansararnir eru í drifhvítum fötum, með marglit- ar húfur, skó og mittislinda) ganga í erfðir mann fram af GLEÐILEG JÓL! Trolle & Rothe h.f. GLEÐILE G JÓL! Elding Trading Compang. GLEÐILEG JÓL! Litla blómabnðin. GLEÐILEG JÓL! O G FARSÆLT NÝÁR! Vigfús Guðbrandsson & Co. GLEÐILEG JÓL! ' Jón Loftsson. - Vikurfélagið. Sælgætis- og efnagerðin Freyja h.f
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.