Vísir - 24.12.1941, Page 32
32
JÓLABLAÐ VÍSIS
GLEÐILEGJÓL!
‘jjÉGGFÓSRflRINX’t
GLEÐILEGRA JÓLA
OG NÝÁRS
óskar öllum viðskiptamnum siríum
NÝJA EFNALAUGIN.
HEILDVERZLUNIN LANDSTJARNAN
sendir viðskiptavinum sínum innilegustu
jóla- og nýársóskir, með þakklæti fyrir
árið, sem er að líða.
GLEÐILEG JÓL!
Skóverzlunin
HECTOR
GLEÐILEG JÓL!
vuumdi
manni og eru svo dýrmætir, að
þeir fiást ekki keyptir hvað sem i
hoði er. Búningar þeirra, sem
fastheldnastir eru við forna
siðu, eru alsettir litlum gull-
bjöllum og steinum, sem eru
allmikils virði. Eftir hverja
fiesta eru þessir dýrindisklæðn-
aðir hreinsaðir, gert við það,
sem hefir bilað og síðan geymd-
ir vandlega til næsta árs.
Eins og alla Baska, þyrstir
Bayonnebúa mjög bæði i vín og
hljómlist, og meðan fiesta
stendur yfir, gæta þeir þess, að
livorugt skorti. Um hljómlistina
sjá fimmtán hljómsveitir, sem
leika til skiptis á torgunum eða
ganga um göturnar innan um
mannfjöldann.
Hver liljómsveit hefir sina
stuðningsmenn, sem reyna að
stöðva leik keppinautanna með
því að fylla liljóðfærin með
„confetti“! Jafnframt sjá þessir
stuðningsmenn um að hljóð-
færaleikarana skorti ekki vín,
og bera þeir það í sérkennilega
löngum skinndunkum á bak-
inu.
Þegar klukkan sló siðasta
höggið á miðnætti, skalf borg-
in og nötraði undan öðrum
sprengingum, sem vörtiðu
mannfjöldann við þvi, að nú
kæmi Torreos del Fuegös —
naut eldsins!
IJver einasta hræða forðaði
sér í skjól og fólkið datt um
livert annað í ákafa sínum í að
bjarga sér undan ófreskjunum,
sem nú var hleypt á göturnar.
Margar konur voru skelfdar i
raun og veru, og héldu fyrir
andlitin, en fleslir mannanna
þóttust aðeins vera hræddir.
Allt í einu sá eg hið fyrsta
þessara ægilegu villidýra koma
fyrir götuhorn. Eldur gaus úr
augum þess, eyrum og nösum.
Dýrið liktist mest gerfihesti og
var búið til úr húð og liaus af
nauti, og var liausinn fylltur
með flugeldum. Fjórir lögreglu-
þjónar héldu á ófreskjunni og
voru þeir i asliest-klæðum og
liettum til þess að verja sig fyrir
eldinum,
Neistarnir flugu i allar áttir
og hnoðrar, sem loguðu með
rauðum, hvitum og grænum
loga, þeyttust upp í loftið úr
blysum, sem flest voru á bakið
á nautshúðinni
Fjögur Torreos del Fuegos
voru þarna í eiriu og þegar eg
reyndi að kontast undan einu,
stóð eg andspænis öðru. Allir
reyndu að forða sér bak við ein-
hvern annan og fólkið datt eins
og hráviði um hvert annað.
Sumir flugeldarnir gáfu frá sér
mikið sót, svo að eg varð bráð-
lega kolsvartur i framan.
Mennirnh’, sem báru flugelda-
nautin urðu að komast til aðal-
torgsins fyrir vissan tíma, skilja
byrðar sínar eftir á sérstökum
stökkum, setn voru á upphækk-
uðum palli og forða sér svo í
snatri. Ef komið var of seint á
áfangastað, gat það haft meira
en lítil óþægindi i för með sér,
því að stærstu og kröftugustu
flugeldarnir eru þannig útbúnir,
að þeir springa ekki fyrri en
eftir vissan tíma, og ef töf varð
gátu þeir sprungið meðan menn-
irnir héldu ennþá á þeim.
En þetta var einmitt það, sem
mannf jöldinn vonaði að yrði og
gárungarnir reyndu því með öllu
liugsanlegu móti að tefja för
urðarmannanna og^tungu jafn-
vel spýtum milli fóta þeirra i
þeim tilgangi að fella þá. En
þessir piltar fóru oft flatt á því
— brenndu á sér fingurna í fleiri
en einum skilningi — og þegar
þeir ráku upp sársaukaskræki
réðu áhorfendur sér ekki fyrir
kæti
En þótt Baskar sé yfirleitt
meinleysisfólk, eru þeir samt
bráðir og ofsafengnir og þegar
þeir reiðast kemur griinmd
þeirra i ljós.
Leikurinn með flugeldanaut-
in er afar meinlaus, þegar hann
er liorinn saman við aðal-
skemmtiatriði hátíðarinnar i
Bayonne -— hardaga milli
trylltra villinauta og matadores
frá Spáni
Þessi nautaöt eru þó ekki eins
og þau, sem háð eru á Spáni,
heldur eru þau mildu mannúð-
legri. Hestarnir, sem picadores
(þ. e. mennirnir, sem egna
nautið) ríða, eru sterkir og vel
aldir og, til að vernda þá fyrir
liornum nautanna, er þriggja
þumlunga þykk leðurbrynja
spennt undir kvið þeirra. Er
það því sjaldgæft að liestar
meiðist eða særist í nautaötun-
um.
Frörisku nautin, sem notuð
eru í Bayonne, eru alveg jafn
snör og liðug og spænsku naut-
in, en þau eru stærri, þyngri og
grimmari. Jörðin titrar, er þau
stökkva eftir sandbornu nauta-
atssvæðinu, og þau láta aldrei
bugast. Jafnvel hinir þaulvönu
matadores verða að liafa sig
alla við — minnsta óvarfærni
eða óhepni getur orðið rauð-
og-gull-klædda manninum að
hana.
Næstum allir nautabanarnir
eru auðvitað frá Spáni, þvi að
meðan borgarstyrjöldin stóð
yfir leituðu þeir flestir hælis í
S.-Frakklandi.
Mikil skrúðganga, sem þarf
næstum allan daginn til að kom-
ast til nautaatssvæðisins, boðar
*
/