Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 3
JÓLABLAÐ VÍSIS 8 ,ú> Barn! Þetta er hann sem hinir skyggnu spáðu um sem hjörtun sundurkramin þ.ráðu og báðu um Vor líkn í vorum þrautum vor lind á brunasöndum vort ljós á vorum brautum. Við þjónum honum hvar sem er og fer hann. Ó, hvað vér skulum bera hann oss á höndum. Til lians, til lians mun harmabarnið flýja og hann mun skapa veröld fagra og nýja og eyða hungri og nauðum og létta líf og dauða hjá lifendum og dauðum. Þá mun hinn ríki láta Ijós silt skína og leggja auðlegð sína í hönd hins snauða. Hans ævi skal ei verða sorgarsaga um sálarstríð og þrautir alla daga og hann skal enginn svikja með hrekkvíslegum kossi Jjví hann skal lifa og rikja. Við fótskör lians skal heimur kné sín beygja. Ó, hann skal aldrei, aldrei deyja á krossi. Hér stönzum við. Ó, hversu fagur heimur á himni og jörð sem birtist okkur tveimur. Hve öllum sem að þrá hann var yndislegt að vaka og eiga að fá að sjá hann, — já, þeim sem biða i þolinmæði og trúa — og þá er nú að snúa við til baka. I þínum eyrum þúsund raddir hljóma, í þínum augurn stjörnur himins ljóma, í þínu góða hjarta er enginn skuggi af efa um undrið dýrðarbjarta: Hver sál mun ganga sæl á drottins brautum og sínum skuldunautum fyrirgefa. En eitt skal muna, nú er heim við höldum við hósíanna söng í þungum öldum svo glöðum huga megir þú ganga án allra saka að gamalt dómsorð segir: Vei, hverjum þeim sem herrans lögmál brýtur! Vei, hverjum þeim sem lítur við til baka. Ef lilýðir þú ei hinu gamla boði að hjarta þínu stefnir mikill voði: Þá greinir sál þín niðinn er gnýr sem Hafið rauða í gegnum söngvakliðinn. Þú hlýtur þyngstu refsing allra alda, þíns afbrots munt þú gjalda í Jífi og dauða. Þá hverfa, hverfa hin gullnu himingæði og göldrótt skyggni slær þín' augu bæði, og að þér óhljóð berast og óp í næturblænum og undur bölvæn gerast: þú sérð við skara skímu og leyfar 1 jósa hvar litlir englar frjósa í hel í snænum. Þú sérð með hrolli í húmsins litabrigðum þann heim er rændi, myrti og sveik í tryggðum þú heyrir sönginn dofna og hverfa eyrum þínum þú heyrir björgin klofna. Og liann sem allir hæddu svikakossi, hann hangir einn á krossi í dauðá* sínum. Hans ríki í rúst! Hans starf til einskis unnið hans unga heita blóð í sandinn runnið hans góðverk út i bláinn hans guð frá honum vikinn hans gleði um eilífð dáin, lians konungsævi öll ein harmasaga um endalausa daga svikinn, svikinn. Og sál þín hrópar: Hví var glaðst og sungið og hví var loftið ilmi blóma þrungið og brosað til hins pínda og hafinn galsaglaumur á gröf hins þyrnikrýnda? Þér finnst þú sjúkur fara í myrkri, villtur þér finnst það allt sem trylltur óráðsdraumur. Nei, lít þú ei um öxl að þessu sinni. Þín æska kynni að glatast sálu þinni. Hlýð ráðleggingum mínum svo refsinornir gramar ei reiðist augum þinum. Þann ólán slær er áþján vanans neitar. Sá einn er sæll er leltar einskis framar. Hinn héíga dóm með hnýsni má ei skoða. Gakk hraðar barn! Því sál þín er í voða. Víst get ég um það borið þó gleymt sé margt og liðið — við greikkum ennþá sporið. — Hér mátt þú gleyma mínum furðufregnum nú fórum við í gegnum klukknahliðið. Hæ! litli vinur, gaman er að galdri og góð er hlýðni manni á þínum aldri, sem næsta fátt má sýna. Þó er ég kvíða sleginn og óttast hnýsni þína sem verður eflaust illa í skefjum haldið. — Nú ertu að skoða spjaldið hinumegin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.