Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 10

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÖ vísís iftlwiiv.ltfl að kenna drengnum að kalla sig frænda þegar í stað, er nokkur tiltök voru til þess að koma þeim litla til að segja nokkurt orð. ----o---- Að ýmsu ieyti var þetta eitthvert liið versta sumar, sem „dunið hafði yfir“, sögðu margir menn. — Þó var veðrið sæmilega gott, meðalsumar — hvað það snerti. — En það var kreppa. ísland var komið svo nálægt umheiminum, að hver kotungur talaði nú um kreppu, „fall“ krónunnar, gjaldeyrisskort o. s. frv. eins og þetta væri fyrirbrigði, sem hann hefði þekkt frá hlautu harnsheini, eitthvert ógurlegt, óviðráðanlegt böl. En menn athuguðu það fæst- ir, að frá ómunatíð hafa kreppur hvergi á byggðu bóli verið tið- ari en á íslandi. Svo tíðar liafa j>ær verið, að heilir mannsaldrai' liafa liðið án þess að skipti skúrum, — það hefir verið ein sam- anhangandi kreppa óstjórnar, einokunar og kúgunar. —- En nú vor.u menn hér allt í einu orðnir svo menntaðir, að þeir fundu lil j>ess, að þeir höfðu haft góða stjórn um stund — en að léleg stjórn hafði svo tekið við völdum — og fært landslýðnum kreppu, meðal annars. Það sem athvgli manna beindist aðallega að, var ekki það, hvernig ástandið vrði lagað, heldur hitt, hverjum þetta væri að kenna. Fátæklingarnir, sem höfðu rumskast, og j>óttust með réttu lika vera ménn, sögðu, að jætta væru afleiðingar kúgunar og auðsöfnunar fárra manna. Efnuðu menniniir sögðu að það væri heimtufrekju verkalýðsins að kenna, að framleiðslan gæti ekki þrifizt. — Fjármálamenn og stjórnmálamenn skrifuðu og ræddu um kreppuna, vitnuðu í erlenda spekinga og komu með sínar til- lögur. Sá samvizkusamasti af þeim játaði hreinskilnislega frammi fyrir alj>jóð, að hann botnaði álíka mikið í kreppuástandinu og i vindinum — sem blési úr þessari áttinni í morgun en hinni í kvöld. Með þessum einföldu orðum hafði j>essi góði maður borið sannleikanum vitni, ekki einungis fyrir sína hönd heldur allra hinna lika, •— Sannleikurinn var sá, að enginn botnaði neitt i þessu, enda þótt hér væri aðeins gamla sagan að endurtaka sig: Menn höfðu étið feitu kýrnar i góðærinu eins og j>eir höfðu svo oft gert áður. ----o—— Þá var það, einn hlíðviðrisdag, síðla sumars, að Halldór Kjart- an var úli í garði sínum, ásamt vini sínurn, snáðanum úr kjall- aranum. Þeir voru þar að leika sér og mátti ekki á milli sjá, hver skemnrti sér belur. Sólin skein á ]>á og ]>að var logn á þeim, þótt norðankaldi væri á bersvæði. Skjólið var svo gott á milli trjánna, opið fyrir suðvestan sól, en lokað móti norðri. — ■ Þetta sumar hafði Ilalldór lítið verið við störf í skrifstofu sinni, liann fann að hann var þreyttur og hafði auk þess enga löngun til athafna. Útgerð og umstang var fjarri huga hans, enda hafði læknir ráðlagt honum að hvila sig að mestu og sleppa áliyggjum. Honum ]>ótti gaman að þvi, að geta gtúskað í bókum sínum og allmikill tími fór lil þess á hverjum degi að njóta samvista við litla vininn, sem hann liafði eignast. Eftir lugi ára fann hann nú Ioks til ánægju, — hinnar sönnu, rólegu gleði, sem einungis getur sprottið og blómgast hjá þeim, sem elska. Ilinn aldraði maður hafði tekið ástfóstri við þetta fallega, skemmtilega barn. Þa'ð var honum ómetanleg sóluhjálp og hann gerði sér það ljóst. — At- vinnurekstur hans og viðskipti, vinna og ferðalög höfðu áður verið hans andlegi matur og drykkur, — daglegt brauð sálarinn- ar — og þótt liann hefði aldrei verið neinn harðjaxl í viðskiptum, þá var það þó jafnan takmarkið, að gi'æða á öðrum. — En nú hafði hamingjan sent honum þennan dreng. Hann gat kennl drengnum að tala, kennt honum að skoða blómin, litfögur og Ijómandi í sumardýrðinni, kennt honum að grípa bolta. Sýnl lionum myndir í bókum og hvernig golan lék með lauf trjánna. Hinn liyggni maður hrúgaði ekki leikföngum í vin sinn. Hann gaf honum fá en góð leikföng; með því varð fögnuður barnsins alltaf jafn, er eitthvað nýtt kom, með hæfilega löngu millibili. Þannig hafði Halklór Kjarlan eignast gersamlega óeigingjarna og unaðslega tíma —- hvíldarríkt líf eftir mikil störf, líf, sem ]>ó var miklu fyllra en fortíðin hafði verið, allt frá þvi að konan hans dó frá honum á unga aldri. — Þá var það, þennan fagra dag, að Páll Kjartan, bróðir Ilalldórs kom til hans á mjög óvenjulegum tíma. Páll var og hafði lengi verið hægri hönd bróður síns og þetta vor og sumar hafði hin þunga byrði og erfiði atvinnureksturs ]>eirra bræðra hvílt nær þvi eingöngu á honum. Páll var fimmtán árum vngri en Halldór og því maður á bezta aldri. — Nei. — Komdu sæll Páll, sagði Halldór glaðlega. — Gaman að þú máttir vera að því að líta til mín í góða veðrinu. — Hann tók drenginn úr rólu, þar sem hann hafði verið að leika sér við liann og gekk brosandi á móti bróður sínum. — En lieyi'ðu Páll, hvað ósköp ert þú alvarlegur. Er nokkuð að heima hjá þér? — Þakka þér fyrir, allir eru frískir heima. — Hamingjunni sé lof, sagði Halldór. Komdu hérna, bróðir, og seztu niður á þennan bekk. Þeir bræður gengu að grasbekk og settust þar niður. Halldór liélt á drengnum, sem horfði stórum augum á Pál. — Já, sagði Páll, þegar í stað er þeir voru seztir niður. — Þú hefir kannske frétt það síldin er enn fallin! — Alikksi, Alikksi — sagði drengurinn og togaði í jakkakraga Halldórs, en horfði á Pál. Halldór hló við. — Hann kallar mig Alikksi, það á vist að vera Halldór. — Þykir þér þetta ekki vera fallegur strákur? Hann er vist eitthvað að spyrja mig um þig. — Ilann er fragndi okkar. Páll hleypti brúnum lítið eitt. -— Eg var að segja þér------- — Já — já, alveg rétt, þú varst að segja að síldin væri fallin ennþá. Við eigum talsvert mikla síld, þótt illa hafi gengið. Hvað ætlarðu að gera? — Það var einmitt þessvegna að eg kom. Eg hringdi til þin, en auðvitað svaraðirðu ekki. — Alikksi, sagði sá lilli og benti með litlum, feitum fingri á Pál. — Manni, manni! Hann leit hróðugur á Halldór. Hann hafði komizt að þeirri mikilvægu niðurstöðu að þessi alvarlegi maður væi’i „manni“. — Alveg í-étt vinur — sagði Halldór — og heitir Páll. — Áll — „manni“ heitir Áll! — Skynsamur strákur, sagði Halldór. Hvað heldurðu að hann sé gamall? — Heyrðu' Halldór, sagði Páll. — Eg kom til þess að segja þér, að síldin er ennþá fallin. í dag getum við fengið fyrir hana 52 krónur. 1 fyrradag voiu það 68. \Tið eigum, eins og þú kannske veizt iim, tólf þúsund tunnur. Við þolum illa þetta tap. — Þetta er nokkuð alvarlegt, sagði Halldór, tók klút upp úr vasa sínuin og' þurrkaði dálitla vætu, sem komin var á efi'i vör drengsins. Það varð þögn, örlitla stund. Páll hafði lagt annan fótinn yfir hnéð og dinglaði fætinum, óþolinmóður. — Þú ert órólegur, Páll, sagði Halldór og leit bróður sinn. — Þetta verður mikið tap, geri eg ráð fyrir. — Tap! sagði Páll — ]>ú veizt sjálfur að það verður meii'a en tuttugu krónur á timnu — ef við seljurn í dag. Og eg vil selja i dag. Hann sló knýttum hægri handar linefa niður i lófann á vinstri liendinni, svo að small í. — — Alikksi, hrópaði snáðinn og klappaði saman lófunum. — Delja í dag! Halldór hló. — Þú hlærð! sagði Páll og stóð á faétur. Þú getur hlegið, þegar þú fréttir að mestur hluti af eignum þínum — og mínum — er tapaður og liitt í veði eða meira. Og svo hlærð þú! Hvert tapið eftir annað í meira en ár! — Hvern þremilinn villu að eg geri, sagði Halldór Kjartan, en var nú alvarlegur. Eg held að vinuri minn hérna, snáðinn litli hafi á í’étlu að standa, — við seljum í dag. — Og nú varð hann fullkomlega alvarlegur aftur, og stóð á fætur. — Á öðrum handleggnum liélt liann á drengnum, en liina hendina lagði hann á öxlina á bróður sinum. — Eg veit að þelta er alvarlegur skellur fyrir þig Páll. En það er ekki þér um að kenna. Eg álít, að þú hafir ekkert glappaskot gerl í sumar, frekai’ en áður að þú hafir séð um þetta allt ná- kvæmlega eins og eg hefði gerl - ef að eg hefði verið frískur. Eg hefi enga trú á því að sildin hækki aftur — seldu ef þú getur. Þú lítur svo inn til mín í kvöld. Vertu sæll Páll! — Dæll Áll, sagði snáðinn. Páll leit á hann, áhyggjusvipurinn Iivarf snöggvast af góðlegu andliti hans, liann klappaði á vanga drengsins. Svo hraðaði hann sér burtu. En Halldór Kjartan settist afftur niður á bekkinn. Sólin skein, mild og hlý á þá félága, geguum laufið. — Já við seljum í dagsagði hann óg bi’osti. — Delja í dag, Áll delja í dag, sagði snáðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.