Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 14

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 14
14 JÓLABLAÐ VlSIS Almenna skólamenntun lét hann mæta afgangi vegna tón- listarnámsins, þangað til hann var á 18. ári, en þá tók hann að læra latínu og grísku. Faðir hans var hámenntaður ágætis- læknir, sem unni tónlistinni mjög og fórnaði henni fjöl- mörgum frístundum, enda þótt efni hans væru af skornum skammti. í fjölskyldu Kreislers voru Theodor Biilroth, vinur JohannesBrahms.og aðrir fræg- ir læknar mjög í heiðri hafðir. Fritz Kreisler einsetti sér því að verða skurðlæknir og bjó sig undir það starf. En þegar til kom, gat hann ekki varizt svima i líffærasalnum og upp- skurðarstofunni. Hneigðist þá hugur hans að hermennsku, og náði hann liðsforingjatign. Nokkru fyrir og í síðustu heims- styrjöid gegndi hann starfi sem liðsforingi í herþjónustu. En Kreisler lagði þó aldrei fiðluna alveg á hilluna. Hann hugðist geta skipt sér i þrennt. Á morgnana ætlaði hann að rækja Iæknisskyldur sínar, semja orustuáætlun eða taka þátt í heræfingum á dag- inn og spila á hljómleikum á kvöldin. Áður langt um leið, sá hann þó fram á, að þessi þrí- skipting mundi verða ófram- kvæmanleg, og varð fiðlan þá hlutskarpari en læknishnífur- inn og byssan. Af þessu má glöggt sjá, hve fjölhæfur gáfnamaður Kreisler er. Honum hafa beinlinis verið allir vegir færir, enda hefir hon- um undantekningarlítið heppn- azt allt, sem hann hefir tekið sér fyrir. Og skömmu eftir síð- uslu heimsstyrjöld er lagt fast að honum að gerast austurrisk- ur sendiherra í Washington, enda var Wilson forseti þess mjög hvetjandi, þvi að hann mat þennan siðfágaða Austur- ríkismann mjög mikils, bæði sem mann og listamann. Er það til marks um álit það, er hann naut i hópi stjórnmálamanna. En Kreisler hafnaði þessu virðu- lega tilboði, sem í reynd hefði aftrað honum frá að gegna list- köllun sinni. Þekktur stjórnar- erindreki furðaði sig á þessari ákvörðun hans og hélt þvi fram, að það væri mikill ávinningur fyrir mann, sem ferðaðist jafn- mikið og hann, að bera á sér sendiherrabréf. Kreisler sacð- ist alltaf hafa ferðazt eftir ApoIIovegabréfi Iistar sinnar, og það væri Iíka framvegis nógu gott fyrir sig. Miklir listamenn lifa f sjálfu sér ekki eins eftirsóknarverðu lífi og menn állta, sízt þeir, er ^töðugt eru á hljómleikaferð- um. Lif þeira er kyrrlátt og starfsbundið, skemmtanir geta þeir sjaldan veitt sér, af því að tíminn er naumur, og í sam- kvæmum eru þeir sjaldséðir gestir, þar eð þeir eru fram- andi á óþekktum stöðum. En sú staðreynd, að flestir listamenn eru samt yfirleitt hamingju- samir, skýrist við þá játningu, að listin bætir þeim. upp margs- konar afneitun, sem þeir verða að leggja sér á herðar. En mun- urinn á viðhorfi listarhanns 19. aldar og 20. aldar til lifsins er djúptækur. Tónlistarmaður eins og Franz Sehubert gat unað því að vera heimiliskennari hjá auðmanni, sem Iét hann matast með þjón- ustufólkinu; — hann gat unað þvi að búa í súðarherbergis- kytru og neyta máltíða sinna á litilli veitingakrá, þar sem hann hripaði niður hin fegurstu stef í lög sín aftan á blettóttan matar- seðil. Listin galt honum laun sín i öðru en klingjandi silfur- peningum. Schubert hefir ekki þjáðst af fátækt. Gáfur hans skópu honum hamingju. Fátækur listamaður nú á dög- um er elcki að sama skapi ham- ingjusamur. Vorir tímar hafa lagt nýtt mat: á alla hluti. Áður fyrr, þegar listir og vísindi skip- uðu það öndvegissæti, sem tækni og vélamenning skipa nú, var fyrst spurt um hæfileika, siðan um viðurkenningu. Nú er fyrsta spurningin sú, hvort tiltekinn maður sé viðurkennd- ur og ríkur. Síðan er máske leitað eftir gáfum og hæfileik- um. Digrir aurasjóðir eru metnir meira en listrænt gildi. Þetta endurmat knýr lista- manninn til að flytja úr súðar- íbúðinni og reisa sér eigið hús, kaupa bifreið og stofna skuldir og bankalán, eins og annað tígið fólk. Að öðrum kosti er hann ekki gjaldgengur. Fritz Kreisler hugsar mjög mikið um menningar- og þjóð- félagsmál, enda hefir hann ver- ið nefndur heimspekingurinn með fiðluna. Skoðanir hans á jazz og útvarpi eru býsna ný- stárlegar. Hann heldur þvi fram, að jazzinn sé hefnd frumskóg- arins yfir siðmenningunni, enda þótt hann hafi gefið Ravel, Stravinsky og Prokofief nýjar hljóðfallshugmyndir. En innst inni virðist hann taka undir með Else Trepiele, konunglegri óperusöngkonu i Kaupmanna- höfn, að jazzinn sé ekkl tónlist, heldur — — — potthlemma- skarkalj. Rachmaninow og Paderewski eru annálaðir fyrir óbeit sina á útvarpi, enda hafa þeir aldrei fengizt til að beita þar kröftum sínum, Sama máli gegnir um Kreisler. Hann hefir aldrei stað- ið fyrir framan hljóðnemann, enda þótt sérstaklega hinar amerísku útvarpsstöðvar hafi reynt að lokka hann með gifur- lega háum þóknunum. Og ef hann er spurður að þvi, hvers- vegna hann spili aldrei í útvarp, svarar hann, að það sé vinur og velgjörðastofnun mannkynsins, en erkióvinur listamannsins og listarinnar. Fyrr voru til lönd, þar sem hundruð duglegra ein- leikara og einsöngvara og þús- undir menntaðra hljómsveitar- manna höfðu fasta vinnu á hverju kvöldi. Nú nægir, að einn einasti tónlistarmaður spili fyrir allt landið. Þeir, sem ómaka sig til að hlusta á hljóm- leika, verða að kaupa sér að- göngumiða, ganga máske til hljómleikahússins í hellirign- ingu, færa ýmsar fórnir til þess að njóta tónanna og sitja hreyf- ingarlausir þar til efnisskráin er á enda. Hinsvegar kemur það fyrir í samkvæmi, að gestirnir opna útvarpið, stokka spil, segja pass og tala • saman meðan Toscanini stjprnar einni af sym- fónium Beetliovens. Það er því skiljanlegt, að til séu listamenn, sem ekki kæra sig um, að þeir séu skrúfaðir til eins og krani með heitu og köldu vatni. Af 40—50 Stradivarius-fiðl- um, sem til munu vera í heim- inum, á Kreisler eina. Þar að auki hefir hann höndlað aðra meistarafiðlu, smiðaða af ítalska snillingnum Guarnerius. Það var enskur sjóliðsmaður, sem rændi henni úr portúgalskri höll í Napoleonsstríðunum. Sjóliðinn flutti hana síðan með sér til Englands, þar sem liún ‘gekk kaupum og sölum manna á milli í rúm_ 100 ár, þangað til Kreisler kevpti hana fyrir 200,000 krónur. Blaðamenn hafa því í gamni stundum sagt, að Kreisler spilaði á stolna fiðlu. „Á námsárum mínum í París mætti eg oft gömlum, gráhærð- um manni í tötralegum frakka, sem gekk eins og í leiðslu eftir götunni. Hann leit helzt út eins og endurvakinn spámaður úr biblíunni, sem klæðst hefir ný- tízku fötum. Dag nokkurn spurði eg húsráðanda minn, hver þessi undarlegi maður væri og fékk mér til mikillar undr- unar það svar, að þetta væri frægasti maðurinn í öllu borg- arhverfinu, skáldið Mallarmé, sem hlotið hafði heimsfrægð fyrir verk sitt „L’aprés-midi d’un faune“. (eftirmiðdagur skógarpúkans, en franska tón- skéldið Debussy hefir samið samnefnt tónverk). I þá daga var gáfumaðurinn ekki metinn eftir tölustöfum né snillingur- inn eftir tölum. Enginn lagði eyrun að því, hve miklar tekjur Wagner, Brahms eða Rubin* stein hefðu. Þeir voru knésettir yfirburðamenn og meistarar, sem hrifu heiminn með tón- smíðum sínum. Og það eitt var nóg.“ Og um sjálfan sig segir fiðluleikarinn: „Ef hlýða þykir, að eg tali um sjálfan mig, þá get eg fullyrt það, að eg mundi spila á fiðlu mína, þó að enginn maður í öllum heiminum. vildi borga mér fyrir það. Mér er fiðluspilið Iífsnauðsyn.“ Þessar fáu línur hafa átt að sýna fiðluleikarann Fritz Kreisler eins og h'ann er, drengi- lega og tilgerðarlausa hæversku hans og viðleitni hans til að samlaga sig efnishyggjublöndn- um hugsunarhætti nútímans. Hugsjónir hans eru mótaðar af höfðingjastjóm 19. aldarinnar, andrúmslofti keisarahirðarinn- ar í Austurríki. Upplausnarandi yfirborðsmennskunnar hefir aldrei náð að rýra manngildi lians, né heldur hefir ósönn mikilmennska náð tökum á honum, þrátt fyrir tilbeiðslu margra milljóna nianna. Æfi Kreislers gefur miklum lista- manni með vandaða skapgerð fagran vitnisburð. Hún sýnir Ijóslega, hvernig sterkur maður getur skapað sin eigin forlög með sivakandi rýni einstak- lingsþroskans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.