Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 32

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 32
32 JÖLABLAÍ) VfSÍS GLEÐILEGRAJÓLA óska ég öllum mínum viðskiptavinum, nær og fjær, og góðs og farsæls nýárs, með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Guðjón Jónsson, Hverfisgötu 50. GLEÐILEG JÓL! fíókabúð Mdls og menningar. I _________________________ GLEÐILEGJÓL! ísliúsið Herðubreið. GLEÐJLEG JÓL! Kassagerð Reykjavíkur. GLEÐILEGJÓL! Verzlun B. II. Bjarnason. fram í sveit síðari hluta dags, þó svo snemma að við yrðum komnir heim fyrir messu, Eg lagði á hestana í hesthúsinu, — sem var skammt frá bústað læknis, — um þrjúleytið, eins og ráðgert liafði verið, og fór síðan að grennslast um ástæð- ur hans. En liann var þá kóf- sveittur að draga tennur úr tvitugri hlómarós — en bið- stofan full. Eg fór þá til frú- arinnar, frænku minnar, en hún gat ekkert við mig talað, liún liafði nóg að gera líka, að brasa jólaljæa'ið og sitthvað annáð. Ilún var kafrjóð, með upp-I)rettar ermar og gaffal mikinn i annari hendinni, sem hún ógnaði mér með um leið og hún hað mig að hafa mig á brott úr eldhúsinu. Það hljóp í mig einhver ein- stæðings-mæðukennd sem snöggvast. Eg ráfaði i reiðileysi um stofurnar og enginn vildi við núg tala, ekki einu sinni hún Badda, eldhússtúlkan og mín ágæta vinkona^ sem liafði haft verkaskifti við liúsfreyj- una og var að ganga frá jóla- trénu, í innstu stofunni. Frúin vildi sjá um matreiðsluna sjálf að þessu sinni. Og krakkarnir, beztu vinirnir mínir, — þau voru úti á vatni á skautum. Eg stundi við, ákaflega raunamæddur, og tautaði: „Hvernig skyldu nú þessi bless- uð jól verða?“ Lítil alvara var þó að baki þessu raunakvaki, fyrst í stað, þvi að mér voru minnisstæð jól, sem eg liafði þraukað úti í viðri veröld, fjárri ástvinum mínum, i fátækt og einstæðingsskap. Hér átti eg von á notalegum jólum, að minnsta kosti, hjá góðum vinum. Og þó----------- Eg fleygði mér í hægindastól í einni stofunni og fór að hugsa, en það var lúxus, sem eg hafði einmitt gert mér far .um að neita mér um þennan vetur. En nú gerðust þær áleitnar, hugsanirnar, sem eg var við- kvæmastur fyrir. — — Lítill fallegur drengur, sem eflaust spurði eftir honum pabba sín- um oftar en einu sinni i dag — og í kvöld-------elsku stúfur- inn.------Gömul hjón,--------- — þau voru eflaust að tala um gamla „drenginn“ sinn í dag --------og í kvöld------------ á jólunum áttu þau jafnan erf- iðast með að sætta sig við, að hafa ekki drenginn „heima“. En margt jólakvöldið liafa þau nú selið „ein að arni hlýjum heima“ og hugsað til drengsins sem „fór til að sækja sigur- kranz í sólheima lislanna bjarmalands“,---------- en hann hafði verið fátæklegur kranz- inn, sem hann kom með heim. ---------Eg vissi, að i kvöld myndu þau raula að minnsta kosti niðurlagið af kvæði Guð- mundar Guðmu)ndssonar, er hann orkti fyrir þeirra munn 1914: „0, vak þú Guð yfir veg- um lians, vertu leiðtogi og fað- ir hans, elskaða dtengsins okk- ar, — hjartfólgna, listglaða ljúflingsins okkar“.------— Hvað er þetta — var hann far- inn að rigna.-------Eg spratt á fætur og þurrkaði mér í franv an með vasaldútnum, því að nú heyrði eg fótatak Bjarna lækn- is. Hann hratt upp hurðinni. „Við erum að verða of sein- ir. Það var simað til mín rétt í þessu framan að. Karlanginn er víst alveg að verða uppgef- inn á þessari vondu veröld — og engin furða. En eg ætla áð vona, að hann sé ekki svo dónalegur að kveðja mig ekki. En við verðum að liafa lirað- ann á. Hafðu til hestana á með- an eg bregð mér i reiðbux- urnar“. —----- Við riðum ísa, fram vatnið og síðan spölkorn upp eftir ánni sem, í það rennur. Og við riðum greitt, enda voru klár- arnir framfúsir. Það var lítið talað á leiðinni Eg vissi að Bjarni var áhyggjufullur út af gamla manninum sem hann ætlaði að lita til. Það var ill- kynjuð lungnabólga, sem þjáði hann, og Bjarni liafði skroppið til hans daglega undanfarna daga. Og þó að hann talaði oft hressilega til sjúklinga, sem ef til vill voru langt leiddir, þá var slíkt tal allt annað en það sem hann hugsaði, því að natnari og umhyggjusamari lækni get eg vart liugsað mér. Enda elskuðu hann og dáðu allir sjúklingar lians, og þá einkum þeir, sem mest höfðu átt á liættu, undir lians hendi. Það var sýnilegt, þegar við komum á áfangastaðinn, að læknis hafði verið beðið með óþreyju. Húsfreyjan var hnýp- in mjög, því að það var faðir hennar, sem veikur var. „Bara að þú komir ekki of seint, læknir!“ „Gat ekki kornið fyrri, góða mín. Allir með niðurgang i Horninu, —og þegar þið liringd- uð, rak eg þá út sem eftir voru í biðstofunni, og sagði þeim öllum í einum hóp, að eta það sem úti frýs — og jólamatinn eins og þeir gætu í sig látið. Og við höfum í’iðið í sprettm- um. — Hvernig líður gamla manninum?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.