Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 11

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 11
JÓLABLAÐ VÍSÍS il Sætaskipun fyrr á tímum ( Ur sagnaþáttum KRISTLEIFS ÞORSTEINSSONAR (ræðimanns á Stóra-Kroppi Ein meðal þeirra mörgu breytinga, sem orðið hafa ú siðustu timum, má telja uppgjöf á þeirri sætaskipunarvenju, sem hér tíðkaðist allt frá því í fornöld og fram undir lok 19. aldar. Með þessari sætaskipun, bæði í kirkjum og veizlum, var hverjum ein- staklingi gefið til kynna, hvaða inælikvarði væri lagður á liann af þeim, sem liöfðu það verk á hendi, að skipa gestum i sæti. Það liggur því í augum uppi, að þetta var mat, sem ýmist gladdi eða hryggði viðkvæmar sálir, eftir því, hvort þær töldu sætið samboðið virðingu sinni eða ekki. 1 veizlum var það í höndum hins svo kallaða frammistöðumanns, að vega og meta gildi manna og skipa þeim í sæti; en í kirkjum höfðu px-estar mestu að ráða i þeim efnum. Fram yfir 1870 var engin timburkirkja hér í Borgarfirði. All- ar hinar gömlu torfkirkjur voru með líkri gerð: Kór, afmark- aður með skilrúmi og föstum bekkjum allt í kring, en í fram- kirkjunni voru þverbekkir eins og enn tíðkast. Kórinn var ætl- aður bændum einum, og álti þar hver bóndi sitt ákveðna sæti. Mestu virðingamenn sóknarinnar sátu silt við hvort altarishorn og gekk svo virðingin niður á við, eftir því, sem framar kom í kórinn og allt að kórstöfum, en svo nefndust stuðlar þeir, sem voru við inngang úr framkirkju í kói inn. 'Vel þótti það sæma for- söngvara, að sitja við kórstaf. Var þar virðingarsæti. Gert var ráð fyrir þvi, að fleiri kirkjugestir gæti orðið en það, að þeir rúmuðust í hin föslu sæli í kórnum; yoru því lausabekkir þar til vara, sinn lil hvorrar liliðar. Ungir, en fullvaxnir, bændasynir, gátu fengið sæti í kór, einkum ef þeir voru sönghæfir, en væru föstu bekkirnir fullskipaðir bændum, ]>á voru lausabekkirnir ætlaðir þeim. Ekki þótti það sæma, að maður og kona sætu saman i kirkju og eins þó að um lijón væri að ræða. Öll sæti norðan megin i kirkjunni voru einungis ætluð kvenþjóðinni, og þrjá innstu bekki að sunnanverðu skipuðu konur. En áðrir bekkir sunnan megin voru ætlaðir vinnumönnum og drengjum. Loft var yfir nokkrum hluta framkirkjunnar með lausum bekkj- um. Þar var öllum heimill aðgangur að sætum, án allrar niður- röðunar. Völdust oft þangað gáskafullir menn og léttúðugir — ásamt unglingum. Var og stundum ekki trútt um, að þar bólaði á glettum og alvöruleysi, en slikt mæltist ætíð illa fyrii*. Þessi fastbundna sætaskipun í kirkjum hefir víst verið algild regla hér á landi um margar aldir. Sanna það slcýrslur úr kirkju- sóknum, þar sem fólk er talið með nöfnum og gerð grein fyrir því, hvar hver og einn mátti sitja í kirkjunni. Yngsta skýrsla um þá hluti mun vera úr Sauðlauksdal, frá 1848. önnur enn itarlegri er og til frá Garði i Kelduhverfi. Hafa sóknarprestar eflaust verið alveg einráðir um þetta mat á manngildi sóknarharna sinna, sem byggðist víst að mestu á ytri ástæðum. Næstar liúsfreyjum, eða aftur af þeim, máltu betri bænda- dætur sitja, þá frómar vinnukonur og fátækra-bænda-dætur, en í krókbekkjum, fremst í kirkju, átti fólk það að sitja, sem að dómi prestsins átti enga verðleika skilið. Yfirleitt mun fóllc hafa tekið þessu með þögn og þolinmæði, og þó mest vegna þess, að ]>á var eins og heilög skylda að hlýða boðum presta i einu og öllu. Nokkuð mun það liafa verið misjafnt, hvað prestar fylgdu stranglega þessari sælaskipan, en bezt gátu þeir neytt sin i þessum sökum, ]>egar kirkjur voru endurbyggðar. Hinn nafnkunni prestur, séra Þorsteinn Helgason, sem var í Reykholti frá 1833 til 1839, lét reisa þar kirkju, sem hæði var slór og sterklega byggð. Bar hún þá mjög af öðrum kirkjum i Borgarfirði. Hún var með hliðarveggjum úr torfi, en gaflar og þak úr timbri, tjörubikuðu. Yfir sáluhliði var lítil livelfing úr timbri fyrir kirkjuklukkurnar, og nefndist það klukknaport. Kirkja þessi stóð í fimmtiu ár, eða til ársins 1886, en þá var sú kirkja reist, sem hér stendur nú. Var liún vígð ári siðar af Guð- mundi Helgasyni, sem þá var þar prestur. Aður en séra Þorsteinn Helgson vigði kirkju þn, sem hann Kristleifur Þorsteinsson lét reisa, úthlutaði hann sætum lianda öllum bændum og hús- freyjum í sókninni. Ritaði liann nöfuin fyrir ofan bekkina. Eftir tik visan meðhjálpara fann svo liver sitt úthlutaða sæti, sem liann svo liélt upp frá þvi, meðan liann lifði i sókninni. Með tið og tima breyttist ]>etta nokkuð, en alla þá tið, sem kirkjan stóð, eimdi eftir af ]>essari sætaskipan. Norðan megin í frainkirkju máttu karlmenn aldrei setjast og í kór vogaði sér enginn óboðinn að ganga, nema sóknarbændur. Lengi tíðkaðist það hér um Borgarfjörð, að fólk riði i stór- liópum í utansóknarkirkjur, einkum um hásumai'ið. Mesl bar á utansóknarfólki í Reykholti, bæði af þvi, að þar voru oft góðir og nafnkenndir prestar og kirkjan vel í sveit sett. Gat utan- sveitarfólk stundum orðið svo margt, að kirkjan rúmaði ekki nema nokkurn hluta þess. Kom þá í hlut meðhjálpara, að svip- ast um meðal ulansveitarfólksins og vita hvort þar væri ekki að finna meiriháttar menn, sem bæri sá heiður, að vera leiddir í kór. Ein eða tvær heldri konur i sókninni áttu líka að sjá um utansóknarkonur og velja þeim sæti, er samboðin væri virðingu þeirra. Gekk þetta ekki þraulalaust, þegar á kirkjugólfi stóð mað- ur við mann, og i gegnum alla þá þröng varð að troðast að hinum samboðnu sætum. Minnist eg þess, að eg sá tvær konur í Reykholtskirkju, aðra úr Flókadal, en hina úr Reyklioltsdal, olnboga sig i gegnum mannþröngina með virðinga-gesti sína, og þá orðnar sjallausar og sveittar af erfiðinu. Ekki var ætíð auðsótt fyrir unga menn, að fá sæti i kór, þótt þeir væri fulltiða og nokkuð að manni, einkum ef þeir voru þurfamanna synir; en ]x» kastaði fyrst tólfunum, ef þeir voru synir hrossakjötsæta. Á þeim árum þólti það ganga glæpi næst, að éta hrossakjöt, og var þeim og jafnvel niðjum þeirra lítil viðreisnarvon í augum fjöldans. Kusu því flestir heldur, af tvennu illu, að líða hungur, en gera sig seka i óhæfúnni. Þó voru menn til, sem brutu þessi boðorð. Meðal þeirra var bóndi einn á Búr- felli í Hálsasveit, sem Svemn hét, Yigfússon. Hann var refaskytta og gæða karl, en til þess að forðast sveit, eins og það var orðað, bjargaði hann sér og sínum með þvi að nevta hrossakjöts, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.