Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 30

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 30
30 JÓLABLAÐ VÍSIS THEODÓR ÁRNASON: Eg gæti líka sagl: úti á hala veral<Jar. Hvorugt er nákvæmt, — en það m-unar eklci nema svo sem hænufeti. Það er ekki nema tveggja mínútna flug fyr- ir fullvaxinn máf utan úr hafs- auðninni og inn í notalegt „Hornið“. En þetta getur raun- ar valdið misskilningi, því að þótt oft sé notalegt i Horninu, þá er það ekki alltaf og sízt á veturna. Því að fjörðurinn er með opinn munninn á móti Norðra og gleypir við gjóstin- um og guslinu úr honum þeg- ar hann er reiður. og raunar þarf ekki annað til en að Norðri hnerri, þá ætlar allt af göflunum að ganga í Horninu og við sandana. Þó er alllaf bezt skjólið í Horninu Á sumr- in er þarna gott að vera. Þarna er oft sólskin og logn dög- unum. saman. Sveitin einkenni- lega fögur og friðsæl. Þar er stórt og mikið stöðuvatn, sem fyllir upp á milli fjallarótanna á háðar hendur, en bæir á stangli í hlíðunum og iðgræn- ir túnblettir. Vegir eru lagðir fram hliðarnar, s'inn livoru megin vatnsins, og eru til að sjá í sólskini eins og gul silki- bönd, sem lögð bafi verið til skrauts á fjallahlíðarnar. En þær þarfnast eklci aðfengins skrauts, því að þær eru fagrar, fyrir. Mér var yndi að þvi, að ganga á góðviðrisdögum fram veginn á liægri hönd, eða vestan vatnsins, spölkorn, eða þangað, sem hann liggur hæst í lilíð- inni, snúa við og nema þar staðar, og horfast í augu við hafið mikla, auðnina óendan- tegu og ægilegu. En þegar fjörðurinn hafði næði fyrir Norðra og var spegilsléttur og liafið iíka, þá var kyrrðin, sem þarna hvíldi yfir öllu ein- kennilegri en eg liefi nokkurs- staðar orðið var annarstaðar —• það er að segja, verandi sjálf- ur á þurru landi. Þessi kyrrð virtist vera mögnuð einhverju óskiljanlegu kyngi, sem fyllti liugann hátíðlegum friði. Það var betra en nokkurt lælcnis- Jyf, ef eilllivað amaði að mér, að labba upp á hæðina hjá Garði og ,',horfa í hafsaugað“. En slundum kom það fyrir, þegar gott var skyggni, að eg grillti blábroddinn á „hala ver- aldar“ — og þá fór um mig hrollur. Þetta var Grímsey, og sést hún ekki nema í hylling- um. En Jiún er þarna eins og ofurlítið æxli á veraldar-hal- anum. Mér fannst þetta vera eitthvað hliðstætt þvi, ef eg ætli visa von á heimsendi á morgun. Og þá vildi eg breyta hugmyndinni og sagði við sjálf- an mig, að Grímsey væri bara Hj ( ÓLAFSF J ÖRÐUR. Valnið næst, þá eiðið og ósinn — þar er brú yfir — en „Hornið“, eða kauptúnið tíl hægri — og loks fjörðurinn, og — „hafsaugað“. Horft út í hafsauga. augasteinninn í hafsauganu. — Margvísleg er sú endemis vit- leysa, sem manni getur dottið í hug. En annars er þetta Ólafsfjörð- ur. Eg var þar fjóra vetur og tvö sumur og undi mér vel, eftir þvi sem ástæður voru til, en jjó lakast fyrsta veturinn. Áttu þó hvorki fólkið né fjörðurinn sök á því, að mér leið þá stund- um hálf illa, heldur sjálfur eg, Norðri og Ægisdætur. Þennan vetur hafði eg á leigu stofu í húsahjalli einum, sem stendur svo að segja frammi á malar- kambi og eru aðeins örfá skref frá húsinu niður á sandinn, þar sem liinar stórskornu og ít- urvöxnu dætur Ægis djöfluð- ust flestar nætur, jafnvel þó að Norðri virtist ekkert á þær gusta, — með ferlegum pilsa- gangi, ærslum og skvaklri. Vegna þess, að eg var slíkum ólátum óvanur og þá líka vegna }>ess, að eg þjáðist talsvert af taugaveiklun þennan vetur, héldu þessar dömur fyrir mér vöku marga nóttina. Og alveg keyrði svo um þvert bak ólætin og óhemjugangurinn, er Norðri ygldi sig, og hafði hann sig þá venjulega á skammri stundu upp i ofsa bræði, — grenjaði, hóstaði og froðufelldi og hrakti upp á sandana stærstu skess- urnar af Ægisdætrunum. Og þá var hvorki raulað eða gnauðað, þá var orgað svo, að sogin nistu hug og hjarta hugdeigs mannsins í húsinu á kambinum. Að öðru leyti leið mér vel. Eg „liélt til“ að mestu leyti hjá héraðslækninum, hafði nóg að gera á daginn við kennslu, og kvöldin voru skemmtileg, þvi að þá hafði eg venjulega æf- ingar með söngflokkum, sem, eg kom þarna upp, — blönd- uðum kór, sem stofnaður var um haustið og litlum, karlakór, sem til starfa tók í desember- byrjun. Hjá þorpsbúum naut eg mikillar alúðar og gestrisni, og að þvi leyti hefir mér hvergi liðið betur en i Ólafsfirði, að þar fann eg að mér leggja sam- úðarstrauma og velvildar svo að segja frá hverjum manni. Fólkið er að eðlisfari einkar viðfeldið. Það er harðvítugt dugnaðar fólk, — en aldrei liefi eg kynnst svo jafn-glað- lyndu fólki á einum stað, sem Ólafsfirðingum. Það eru eins dæmi ef hjá þeim ber á önug- lyndi eða æðrum, þó að á móti blási. T. d. þegar þeir misstu flesta stóru bátana sina í fár- viðri á Hvítasunnudags-morg- un 1937, — þá var ekki verið að æðrast eða kjökra, heldur bitið á jaxlinn og spýtt í lófana — og strax farið að útvega sér nýja báta og gera við þá sem eilthvað var af nýtilegt, eftir hamaganginn. Eg eirði lítið í stofunni minni á daginn ulan kennslustunda, en liélt mig mest heima hjá lækni. Stofan var þó ekki óvist- leg, en þar var aldrei vel hlýtt, svo að eg kveinkaði mér við að taka þangað nemendur, nema þá, sem öllu voru vanir. Ástæð- an til þess, að illa var kynnt í liúsinu var sú, að húsráðendur voru vestur á Siglufirði, — hræður tveir, en faðir þeirra, gamall gráskeggur, gætti húss- ins, bjó þar og átti að kynda miðstöðina í hófi, svo að húsið skemmdist ekki. En hann kynti heldur ekki nema í hófi, því að hann sat sjálfur dag hvern hjá miðstöðinni og hnýtti öngla í lauma eða tauma á lóða- strengi og kærði sig kollótlan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.