Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 12

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 12
13 jólablað vísis hann fékk þá fyrir lítíð verð. Einn af sonum Sveins hét Jón, fæddur árið 1880. Þegar hann var á þrítugsaldri var hann vinnu- maður hjá Jóni bónda í Deildartungu. Þótti hann knár maður, sjómaður góður, en ærið hreifur. Söngmaður var hann sæmi- iegur og á marga lund allvel gefinn. Hann taldi sig nú orðinn mann með mönnum og vildi láta á sér bera, Iræði í kirliju og annarsstaðar. Eitt sinn keypti liann sér sálmabók, sem liann liafði með sér til kirkju, og fór að syngja einn í framkirkjunni. Þótti þetta allhjáleitt, að einn maður syngi þar, og varð liann J>á stundum lika hjáróma. Fór svo að lokum, að lionum var-ð þar ekld lengur vært fyrir skopi gárunga. Leitai’ liann þá á náðir sóknarprestsins, séra Eggerts Guðmundssonar, og biður hann að lofa sér að sitja í kór og syngja. Prestur gefur honum Ivost á þessu með því skilyrði, að hann færi sér nýtt borð úr góðurn viði. Kvaðst prestur geta látið smáða úi* þvi lausabeklí, sem Jón liefði svo aðgang að í kórnum. Þessum erindislokum undi Jón hið liezta. Hann keypti borðið og ennfremur slátraði hann vænum sauð, sem hann átti, og reykti af honum fallið. Lagði iiann svo af stað einn góðan veðurdag með borðið og sauðar- krofið til prests, en krofið gaf liann presti fyrir smiðið á bekkn- um. Upp frá þessu átti liann svo víst sæti í kór. Þessi saga er ein af mörgum, er sanna það, að smælingjum var ekki lileypt skiJmálalaust að kórsætum fyrr á tímum. Þótt ýmsir liafi elcki látið sér vel lynda sætaskipan presta, þá hefir það þó komizt nokkuð upp í vana og fólk sætt sig við það, þegar til lengdar lét. Skyld þessu var röðun barna við fermingu. Varð liún mörg- um foreldrum inilcið tilfinningamál. Flestir prestar munu liafa liugsað sér gáfnafar og námfýsi barna sem aðalinælikvarða, en þó haltrað nokkuð frá því, eftir því, liverjir stóðu að börnunum. Væru foreldrar þeirra stórbrotnir og vel megandi, komust prestar stundum í slæma klipu í Jiessum efnum. Skal liér aðeins nefnl eitt dæmi af ótal mörgum: Árið 1876 átti séra Þórður Þórðarson, prestur í Reykholti, að ferma mörg börn. Meðal Jieirra var Egg- ert sonur séra Benedikts í Vatnsfirði. Hann var þá á Signýar- stöðum i Hálsasveit, lijá móður sinni, Agnesi Þorsteinsdóttur, sem J>ar bjó. Eggert var heldur lítill bóknámsmaður á þeim árum, en J>ó sæmilega grejndur. Á Kópareykjum bjó þá fátækasti maður sóknarinnar, Steingrímur Grímsson. Hann var lilaðinn börnum, og átti elzti sonur hans, Jón að nafni, að fermast J>á Hann var strax óvenju fágaður í allri hegðun og fluggáfaður. Nú var úr vöndu að ráða fyrir prest. Eggert átti vjtanlega, sakir ættgöfgis, að standa fyrir innan bóndasoninn snauða, sem bar J>ó langt af að gáfum og lærdómi. En prestur sá sér leik á borði tíl að bjarga J>essu máli við. Á Kollslæk í Stóra-Ássókn var dreng- ur, sem átti að fermast, en var mdðlungs greindur. Ilugkvæmdist nú prestí það snjallræði, að ferma Eggert og þenna pilt í Stóra- Ási. Þar var Eggert sjálfkjörmn að standa innar. Eg skal geta ]>ess, máli mjnu tíl skýringar, að báðir þessii- piltar, Jón og Eggert, urðu J>jóðkunnir menn. Eggert varð stórbóudi i Laugar- dælum, en Jón prestur í GaulverjaJiæ. Sonur hans er Stein- grímur, rafmagnsstjóri í Reykjavík. Einna ósanngjörnust var sú aðferð, sem stöku prestar höfðu, að raða börnum við fermingu eingöngu eftir efnum og ástæðum foreldra þeirra eða húsbænda. Hlaut þá stórbóndasonurinn hið innsta sæti, J>ó að liann væri óheflaður aulabárður, en J>urfa- mannssonurinn, ef liann var niðursetningur hjá snauðasta bónd- anum, var sjálfsagður að dæmast í hið yzta sætí, hversu vel, sem hann var gefinn. Með J>essari aðferð voru börn minnt svo rauna- lega á J>á lítilsvirðingu, sem fátækt, er þau áttu enga sök á, bakaði J>eim í almenningsálitinu. Þó að sætaskipan í kirkjum kæmi oft við hjartað í viðkvæmu og virðingargjörnu fólki, þá voru þó brúðkaupsveizlur enn hættu- legri. Þar livíldi öll ábyrgðin á frammistöðumanninum. Veizlu- salir voru þá á sveitabæjum torfskemmur, tjaldaðar innan með söðuláklæðum veizlukvenna. Skemmur J>essar voru oft langar, en mjóar og dimmar. Inn í þær var troðið öllum æðri gestum. Væri boðsfólk fleira en skemman tók, var tjaldað fram af henni með hærum eða vaðmálum. Þar var skipað hinum óæðri gestum. — Enginn vandi var fyrir frammistöðumann og byrja á sæta- skipun. Um }>að var lil algild regla. Fyrir svo kölluðu háborði, sem var fyrir þverum gafli, sátu br'úðhjónin, brúðgumi við bægri hlið brúður, en prestur yjð þá vinstri. Út frá brúðguma sat nánasta skyldulið ungu hjónanna, en næst presti kona hans. 0r því varð frammistöðumaðúr að vega og meta verðleika boðs- manna og reyna að sjá svo til, að hver og einn mættí vel við una. En þótt hann væri skýrleiksmaður og allur af vilja gerður, heppnaðist Jietta ekki ætíð sem bezt. Vandfarnast var við aldrað fólk, sem að eigin dómi taldi sig standa nokkuð ofarlega i stíga mannfélagsins, annaðhvort sakir einhverra lista, ættgöfgi eða efna. Hlutust oft margvislegar raunir meðal veizlugesta fyrir mistök frammistöðumanns. Flestir báru J>ó harin sinn í hljóði, en hitt var líka til, að menn gerðu háværar athugasemdir og liótuðu að ríða óðara brott, væri ekki bætt úr misfellunum. Fyrir nálægt sjötíu árum var Vigfús, bóndi á Stóru-Drageyri, að brúðkaupsveizlu í Skorradal. Hann var maður aðsópsmikill, en bjó við frekar þröngan kost. Kona hans var dóttir Halldórs Pálssonar, hins fróða, á Ásbjarnarstöðum. Að líkindum hefir Vigfús talið henni það mjög til gildis. Þegar liann kom inn i veizluhúsið, var búið að setja hana til sætis, en fyrir innan hana sátu tvær hefðarkonur. Þessu reiddist Vigfús og bauð frammistöðumanni að velja um tvo kosti, annað livort, að hann færi konuna innar eða hann riði samstundis heim með hana. Og til }>ess að ekkert hlytist illt af, var konan færð um set, sam- kvæmt kröfu bóndans. — Sama hugsunarháttar gætti hjá ein- um reykdælskum bónda, þótt minna yrði að. Ilann var söng- maður ágætur, greindur í góðu lagi, en virðingagjarn í mesta máta. Taldi hann sig og konu sina eiga rétt til liinna beztu sæta. Eitt sinn í veizlu leit hann inn í gestasalinn, þegar framtnistöðu- maður var byrjaður að raða boðsfólki. Skuggsýnt var í skemm- unni og }>ví ekki gott að greina þá, sem komnir voru í sæti. Kallar liann J>á inn í veizlusalinu og segir: — „Ertu J>arna, Margrét mín?“ — en svo hét kona lians. „Er búið að setja J>ig til sætis? Ertu innarlega? Ertu ánægð?“ Bóndi fékk játandi svör frá konu sinni við öllum spurningunum og fann af þeim, að allt var að hans geðþótla. I bernsku minni höfðu prestar víðast hvar bæði tögl og hagldir í öllum efnum í sínum sóknum, og J>ótt stöku bændur væri að bjóða }>eim byrgin, liafði J>að oftast htið að segja. Voru J>ví prestur og prestskona ætið sjálfsögð að skipa liinn æðsta sess. Á J>eim árum var ekki hér um að ræða neina kaupmenn, lækna eða kennara nær en í Reykjavik, og skyggði J>ví ekkert á presta hér upp um sveitir. Næstir prestum og konum þeirra slóðu lirepp- stjórar og konur Jieirra, en J>ó auðvitað miklu neðar. Ef fleiri en ein hreppstjórakona voru að einu boði, gátu frammistöðumenn orðið í vanda staddir, ef ekki átti verr að fara, því einhver þeirra varð að sitja yzt. En ekki var nóg að vita að Jwer ættu hreppstjóra á svipuðu i'eki, til þess að fiuna gildi þeirra, heldur varð líka að kunna skil á ætt þeirra sjálfra og uppruna, því mat á ættgöfgi Jiurfti líka að taka með í reikninginn. Þær eru ótaldar, konurnar, sem hlutu angur eitt i stað ánægju í sambandi við hin svokölluðu hefðarsæti — allt frá fornöld og fram til síðustu tima. Mesta litilsvirðing fyrir veizlugestí var að vera settir á bekkjarenda. Reyndu því frammistöðumenn að haga svo til, að búandi fólki væri ekki misboðið með því að velja J>ví J>ar sæti. Bekkjarendi J>ótti hæfa smælingjum, sem ekki voru famir að vænta eftir virðingarsætum. 1 flestum stór- veizlum voru svokallaðar boðflennur, ein eða fleiri. Þær voru ætíð sjálfkjörnar í hin yztu sæti. Boðflennur voru J>eir nefndir, sem óboðnir komu, livort sem það voru konur eða karlar. í ungdæmi mínu 'var eg i nokkrum brúðkaupsveizlum, sem haldnar voru í skemmum eða tjaldbúðum. Var eg þá sjónar- vottur að þeirri sætaskipan, sem Iýst liefur verið hér að framan, og frammistöðumenn hnitmáðuðu eftir mannvirðingu. I veizlum gátu þeir að nolckru byggt mat sitt á því, hvernig þeim, sem voru úr sömu sókn, var raðað í kirkjusætin, en oft urðu þeir að taka tíl sinna ráða, þegar utansóknarfólk var einnig viðstatt. Flestir -gamlir veizlu- og ldrkjusiðir héldust hér fram yfir 1880 eins og þeir höfðu veiið ræktir um langan aldur. En úr þvi fara fleiri og fleiri gamlar venjur að J>oka fyrir nýjum tíma. Bæja- hús fara þá að verða stærri og rúmbetri, skemmur að leggjast niður og fjölmennar brúðkaupsveizlur verða sjaldgæfari með hverju ári sem Ieið. Torfkirkjur eru þá jafnaðar við jörðu, og á rústum þeirra rísa tímburkirkjur með nýju sniði. Kórinn, þar sem bændur höfðu haft einkarétt, hver á sinu sæti, var nú elcki lengur til, og allir orðnir jafn réttháir innan veggja kirkjunnar. Gamalt og fastheldið fólk, einkum konur, sem skipað hafði þar virðingarsæti í fleiri tugi ára, sat nú hnípið fram við dyr #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.