Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 16

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 16
-lö Ká'ri æfir sig á fiöluna hans Jóns í Möðrudal. leika karl, sem oft hefir kom- ist í hann krappann á ferðum sínum um óbyggðirnar. Þessa kvöldstund, sem við dvöldum iijá Jóni i Möðrudal, var þar gleðskapur mikill. Jón liefir gott lag á að koma lifi í tusk- urnar, er músikalskur mjög, leikur bæði á orgel og fiðlu. Tveir okkar manna gátu einnig tekið lag á „rokkinn", þeir Friðþjófur og Kári, og voru ýmist leiknir rælar, sálmalög eða almennar Symfóníur, en allir sungum við fagurlega, með ölluin okkar margbreytilegu hljóðum, allt frá dýpsta bassa, til liæsta fáanlega tenórs. Jón stjórnaði söngnum, var pottur- inn og pannan i allri glaðværð- inni. Vel leizt honum á okkar söngmennt, fór svo sem nær um það, að við værum í söng- tímum hjá Páli eins og hann sjálfur. Jón sagði, að það væri ástæðulaust að kviða þvi, að við kæmumst ekki yfir Vatna- jökul, músikalskir menn gætu yfirleitt allan fjandann. Miðvikudaginn 15. júlí, um miðjan dag, lögðum við upp fi'á Möðrudal Lneð 11 hesta og Jón bónda sem fylgdannann, og nú hófst hin eiginlega reisa. Veðr- ið var ekkert sérlega uppörf- andi, rigning og hálfgerður kalsi, en þannig hafði veðrið verið frá því við lögðum af stað frá Reykjavík þ. 11. júlí að morgni. Það • sem af. var sumri, hafði verið heldur vot- viðrasamt og kalt í'jtu’ norð- an og austan og nokkrum dög- um áður en við komum. að Möðrudal, hafði snjóað þar. Veðrið og veðurútlitið var nú eitt af þvi, sem átti ekki að bafa áhrif á okkar ferðalag, J ÓLABLAÐ VlSIS ekki svona í upphafi þess. Við höfðum ákveðna áætlun að fara eftir. Ilún var sú, að komast sem fljótast að Kvei-kfjöllum, sem eru í norðurjaðri Vatna- jökuls, og fara þar yfir jökul- inn á skíðurn. Ef nú veðrið yrði okkur ekki hliðholt inn við jökul, höfðum við aðra áætlun að fara eftir, en hún var miklu siðri að okkur fannst, enda ráðagerð um einskonar undan- hald: Að biða 3—4 daga undir jöklinum eftir færi á hann, og ef ekki gæfi, þá að fara austur með Brúarjökli, eða yfir sporð- inn á honum til þess að losna við árnar, að Snæfelli, og síðan niður á Hérað. Efalaust var þetta dásamleg leið að fara, þó hún kæmizt aldrei i hálfkvisti við hina, að áliti okkar. — Og nú brokka hestarnir suður melana, endurnærðir af grasinu i Fagradal. Það er ein- hver niunur á ferðalaginu núna og í gær, þó gekk það heldur stirðlega, við komumst ekki lengra en í Arnardal, 30 km. frá Möðrudal, þar létum við fyrirberast í nótt. Þó var ekki um mikinn svefn að ræða, við urðúm að vaka yfir hestunum; það var einhver órói í þeim, þrátt fyrir hina góðu haga sein ej-u í Arnardal. \reði-ið hefir verið mjög leiðinlegt, stöðug rigning þar til nú. Veðurbreyt- ing er í aðsigi, það er farið að rofa til, þokan mjakast hærra og hærra upp fjallshlíðarnar og sólin gægist öðru hvoru niður á milli skýjanna. Það er líka kominn annar blær yfir leið- angursmenn. Hróp, köll og hlátrar glymja i eyrum, menn syngja og segja ýms skemmti- legheit. Kiddi riður Ormi litla og teymir brúnskjóttu merina. Núna virðist hún upp mcð sér, af því að fá að bera skiðin, en því var nú ekki að heilsa í gær, þá kom þeim hölvanlega sam- an, Kidda og henni. Merin lagð- isl lika niður fyrirvaralaust, og satt að segja var ekki laust við að Kiddi talaði til hennar, held- ur svona kröftuglega. — Kári ríður laus og liðugur meðfrain lestinni og syngur íslenzka há- fjalla-aríu óviðjafnanlega, svo jafnvel hestarnir sperra eyrun og hlusta á dásemdina. Og Jón leikur á alls oddi, nú líkar hon- um við „bannsettar drógirnar“ og okkur, en á það hefir skort upp á síðkastið. Við komum að Kverká um miðnættið og förum yfir hana skammt þar frá, sem hún fellur í Kreppu. Upphaflega var það ætlun okkar að koma við i Hvannalindum og fara síðan suður með Kverkfjallaranan- um, til Kverkfjalla og þaðan yfir Vatnajökul. í þess stað fór- um við styztu leið inn að Brú- arjökli, með þvi að fara suður Kverkárnesið. Frá því veðrið tók að batna, hefir fjallasýnin birtzt okkur smátt og smátt og er nú orðin dásamlega fögur. Það er skennntileg tilviljun, að vera komin alla leið hingað, fast að Vatnajökli, þegar eg lít þau í fyrsta sinni: Snæfell, Kvei’kfjöll, Kverkfjallaranann og Herðubreið, og það á því svæði, sem svo margur ferða- Iangurimi hefir hreppt bæði stór veður og ill, — erum við svo heppnir að öræfin birtast okkur í allri sinni þögulu, hríf- andi dýrð. Þetta kvöld og kom- andi nótt verður mér lengi minnisstæð. í Kverkárnesi, sem afmark- ast af Kreppu og Kverká og svo Brúarjökli að sunnan, eru reitingshagar á smásvæði upp undir jökli. Ólafur Jónsson og Edifarð Ijósmyndari á Akur- eyri, sem voru hér á fcrð í fvrra, fundu hreindýrshorn, og för efti,r hreindýr sáum við, annars halda þau sig austar með jöklinum. Það er vist sjald- gæft að kindur leiti hingað Þó varð á vegi okkar lamb- rolla, — Jón reið skötuhjúin uppi, með aðstoð Kára, rúði liana, deif siðan hennar synd- uga haus i Kverká og bað hanna að hypja sig sem fljótast yfir og lil byggða, — niður á Hérað, því þaðan var hún, — og taka lambið með sér. Við erum konyiir að Brúar- jökli. Héðan er aðeins IV2—2 tíma gangur upp að jökulrönd. Klukkan er 4 að morgni. Nú ætlum við að fá okkur smá lúr, fram að hádegi, þvi svefn- vana erum við og líklega betra að hafa bæði augun vel opin þegai* við leggjum. upp i næsta áfanga, yfir Vatnajökul. Jón bóndi og Kristinn Hallgríms- son eru nú að undirbúa ferð sína til byggða, þeir vilja ekki dvelja lengur en nauðsyn kref- ur, hestunum líkar ekki beitin, þetta hefir verið erfið ferð fyrir þá, þeir hafa.þörf fyrir eitthvað saðsamara. Þegar Jón er í þann veginn að leggja af stað, til þess að ná í hestana, hleypur einliver fítonsandi í garminn hana Skjónu, og tekur hún að brokka norður sanda, lieldur svona hnarreist. Ekki "virtist það liafa mikil álirif á hana, þó að Jón kallaði til hennar og bæði ' liana að vera nú ekki að þess- ari vitleysu, og mátti hún þó vita, að betra var að hafa Jón með sér en móti. Skjóna var hólpin, nú var hún laus og lið: ug og hún rataði svo sem til byggða, og það vissu víst hinir hestarnir líka, því þeir tóku að ella liana — allir með tölu. Nú var það ekkert meinleysislegt híaup. Við vorum sem þrumu lostnir, — liver þrémillinn gekk eiginlega að truntunum? Hér ldaut fjandinn sjálfur að vera að verki, — ef ekki liann, þá Húsa- vikur-Jón. Jón bóndi tók til fót- auna og við á eftir; Jælta var ekkert gamanspaug. Miklir klaufar gátum við verið, að hefta ekki hestana meðan við hituðum hafraseyðið handa þeim Jóni og Kristni, við fáum víst að súpa seyðið af þvi. Það var víst ekki um annað að ræða, en að reyna að komast fyrir hrossin, hlaupa eins og maður hafði þol til. Einn hestanna drógst aftur úr, hafði hann reipi bundið um hálsinn; hann var tyegastur þeirra a’lra Við rej ndi m að króa i ann af, en það tókst ekki, hann s’app og Framh, á bls. 51.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.