Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 36

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 36
36 JÓLABLAÐ VÍSIS GLEÐILEGJÓL! Verzlunin Vik. Verzlunin Fram. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS sendir viðskiptavinum síuum um allt land BEZTU JÓLAÓSKIR. enda — hann flaug. Og ótil- kvaddur hægði hann á sér rétt áður en við komum að landi og fór síðan á hrunandi tölti spöl- inn lieim að hestliúsdyrum. Fjósamaður læknis var þar fyrir og hað eg hann að gera vel til Jarps og gefa honurn góða jólatuggu. Klappaði eg svo klárnum og skrafaði eitthvað við hann, en hann leit á mig, og aftur var glettnisbrosið i hægra augnakróknum, eins og vildi hann segja: „Hvernig lík- aði þér þetta, karl minn?“ „Þú ert prýðis-strákur, Jarp- ur minn!“ svaraði eg, klappaði honum aftur og fór svo heim i læknishús. En hann horfði á eftir mér og hristi höfuðið. Það var eins og liann væri ekki al- veg viss um, að eg væri prýðis- maður! Eitthvað hafði hann við mig að athuga. Eg var svo fannbarinn, að eg varð að fara bakdyramegin. Frænka mín heyrði strax til mín og kom fram, kafrjóð í kinnum en glöð í bragði. „Mikið þykir mér vænt um að þið skuluð vera komnir, frændi. Hann er víst að gera versta veður. En hvar er Bjarni?“ bætti hún við og bros- ið hvarf. „Hann sendi mig heim til þess að vera skemmtilegur. En gamli maðurinn framfrá er svo léleg- ur, að Bjarni gat ekki farið frá lionum strax. Hann kemur eins fljótt og hann getur.“ „Þú, — skemmtilegur, — iss!“ sagði hún glettnilega, — og svo brá raunaskýi yfir and- litið. „Svona er það alltaf! Það er ekkert gaman að vera læknis. lcona------Og þó — —.“ Hún hristi di-ungann af sér. „Ef hann getur bjai’gað llfi gamla mannsins í kvöld eða nótt, þá er það meira virði en þó að við ættum notalegt jólakvöld sam- an öll. En hann fær vont heim, — veðrið er altaf að versna.“ „Þú veizt það, frænka, að Bjarna er óhætt, og Brúnka spjarar sig.“ „Já, —og það er bót að eg veit það. En flýttu þér nú úr snjógallanum, hún Badda hirðir liann fyrir þig — og svo verður þú að fara að gera eitthvert gagn, — og vera skemmíileg- ur.‘‘ „Já, til þess er eg nú kominn heirn. Og Bjarni bað mig að hjálpa ykkur til að éta jóla- matinn!“ „Við hinkrum nú við með það um stund, ef Bjarni skyldi koma fljótlega. En það eru krakkarnir og jólatréð. — — En — þá man eg það, — jóla- bögglarnir þeirra eru lokaðir inni í apóteki og Bjarni er með lyklana. Allt er það eins!“ „Hægan, kelli mín. Eg hefi lyklavöldin, og það er eg, sem afgreiði jólabögglana, eg, sem liefi tekið að mér að vera hús- bóndi á heimilinu um stund.“ „Ja, hérna! Eg held bara að þú ætlir að verða skemmtilegur, Ted. Náðu þá í bögglana og kveiktu síðan á tréinu. Við skulum liafa þetta dagskrárat- riði á undan matnum.“ „Eg þarf þó að skreppa heim og raka mig fyrst og hafa fata- skipti.“ „Þú þarft ekkert að raka þig né hafa fataskipti. Það er orðið svo framorðið og krakkarnir eru alveg að ærast af óþolinmæði. Farðu upp í svefnherbergið okk- ar og snurfusaðu þig þar, ef þú þykist þurfa þess, — og það í logandi hvellinum.“ Eg hlýddi, þó að raunar væri eg nú húsbóndinn í svipinn, og kom niður í eldhús til frænku minnar að vörmu spori. „Fyrst eru bögglarnir,“ sagði Ásta. Og eg tók upp lykilinn og opn- aði lyfjakompuna. En innan- gengt var úr eldhúsinu i hana. Allt stóð lieima, sem Bjarni hafði sagt. Bögglarnir á sín- um stað og bokkan á borðinu. Eg fékk mér einn. Það glúkk- aði í flöskustútnum, þegar eg renndi í glasið. „Hvern þremilinn ertu nú að gera,“ kallaði frænka til mín úr eldhúsinu, þegar hún heyrði þessa heimskunnu músik. „Eg er að fá mér einn, — eftlr recepti frá Bjarna,“ svar- aði eg og hvolfdi í mig sjússin- um. „Bara einn, fi’ændi minn,“ sagði Ásta þýðlega. „Já, bara einn, — og einn undir svefninn. Það er formúl- an“, svaraði eg. „Jæja, — þú hressist máske. En vertu nú snar í snúningum.“ Eg tók bögglana i fang mér og fór með þá krókaleiðir inn í innslu stofuna, lil þess að rek- ast ekki á litla frændfólkið mitt. Raðaði eg bögglunum á lítið borð hjá jólatréinu og kveikti síðan á því. Á meðan heyrði eg að Mummi litli var að nöldra við mömmu sína, hálfkjökr- andi: „Hvar er hann pabbd? hvers vegna kemur hann ekki,“ Og tviburarnir, Hulda og Sigga, söngluðu í sifellu: „Eru ekki Jólin komin? — hvar er liann jjabbi, — og jólatréð, — fáum við ekki bráðurn að sjá jóla- tréð?“ Þegar allt var tilbúið frá minni hálfu, hljóp eg fram til frænku. Héimilisfólkið var allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.