Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 52

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 52
52 JÓLABLAÐ VISIS ....- —*-- við að fara að sjá Öræfajökul, Máfabyggðir, Esjufjöll og Suð- ursveitarfjöllin, en til þess þarf skyggni auðvitað að vera gott. Kl. 10 um kvöldíð tjölduðum við. Þá höfðum við gengið 15— 18 km. SV gola var og skyggni ágætt. Skiðastafina notuðum við til }>ess að hæla niður stög'- in og hlóðum varnargarð kring- um tjaldið, ekki var að vita nema veðrið hreyltist og þá viss- ara að húa vel i haginn. Síðar um kvöldið og nóttina hvessti litið eitt, annars hélzt sama góða veðrið. Við sváfum vel um nóttina og lengi frameftir. Leiðinlegt var að sjá hvernig hinir hlýju sunn- anvindar, sem gengu yfir jökul- inn, voru búnir að fara með varnargarðinn okkar. Hann var sundurtærður og víða fallinn. — Það geysar ekki óvejður á Vatnajökli núna. Hvað veðrið getur verið fagurt. Gaman væri að vera kominn upp á Kverk- fjöll, þessi höfðinglegu, fallegu f jöll, sem gnæfa hátt yfir hjarn- breiður Brúarjökuls og Dyngju- jökuls, tveggja mestu skriðjökla landsins. Við heimsækjum þau væntanlega næsta sumar. Og þá held eg að Snæfell þurfi að fá heimsókn við tækifæri, á þeim slóðum er vist ekki gestkvæmt. Það tók tima að koma sér af stað, eins og vant er, þó vorum við komnir á skíðin um hádegi. Nú voru bakpokarnir lítið eitt léttari, við skildum eftir mat, það var fyrirsjáanlegt,-að veðrið yrði gott }>ennan daginn. í dag ætluðum við langan áfanga, ekki að tjalda fyr en við Esjufjöll, þá töldum við okkur lausa við aðaljökulinn, sem nú lá fram- undan og til heggja handa, svo langt sem augað eygði. Sólbráð var um daginn og færi því þungt. Þegar heitast var sáum við græn-hláa bletti hér og þar; reyndust það vera krapatjarnir, sem láu í smádældum. Þessar tjarnir töfðu okkur þó ekkert og megum við þakka það skíðun- um, og þegar við nálguðumst háhunguna hurfu þær með öllu. Breyttist þá færið jafnframt til hins hetra. Um kl. 7 um kvöldið sáum við á skallann á Öræfa- jökli, þar sem hann gægðist upp vfir hábunguna. Um svipað leyti sást þurs einn mikill bera við himin, austan við Öræfa- jökul; þar voru Esjufjöll, og samtímis komu í ljós eggjar Suðursveitarfjalla, sem er mikill fjallaklasi. Máfahyggðir gátum við ekki greint fyr en síðar um kvöldið. Stefnunni höfðum við haldið réttri. En þó við grilltum í Flóanum — aS sumarlagi. í Esjufjöll, var huigt til þeirra ennþá. Sólin hafði tíma til þess að setjast bak við Bárðarbungu og rísa upp aftur austanvert við Kverkfjöll, áður en þangað var komið. Færið stirðnaði um kvöldið og varð þá ágætt. — Kl. 4 um morguninn vorum við komnir suður undir Esjufjöll. Þar var tjaldað. Langur spölur lá að baki, svo við áttum sann- arlega skilið að hvíla okkur vel, enda var það gert. Við sváfum fram á miðjan dag (sunnudag), þrátt fyrir steikjandi hita, sem var í tjald- inu, því úti var glampandi sól- skin. Nú voruin við komnir í annað umhverfi. Að haki okkur lá lijarnhreiða Vatnajökuls, hin mikia eyðimörk, þar sean hvergi var hægt að rekast á auð- an hlett. Hér er allt liulið jökli, eins og áður, en miklu stórfeng- legra, meira hrífandi, tilbreyt- ingaríkara. í austri, ekki mjög langt frá, eru Suðursveitarfjöll- in, mikill fjallabálkur, tindóttur og snæviþakinn víða, umgirtur jökli. Sjálfur Öræfajökull blas- ir við í SV, höfðinglegur álit- um og trónandi yfir öllu, eins og hann hefir löngum gert. Og enn er lialdið af stað. Klukkan er 8 að_ kveldi. Við ætl- um að nota skugga næturinnar lil lireyfings. Smá sprungubelti er á vegi okkar; við fikrum okkur yfir það á skiðunum. Síð- an er haldið áfram austan i Esjufjöllum. Nú opnast útsýn yfir Breiðamerkurjökul á liaf úl. Af Esjufjöllum sést ágætlega yf- ír Breiðamerkurjökul, sem steypist þar fram sinn hvoru <Sm eru nokkrlr mögu- leikar á aö útvega járn- og trésmfðavélar frá Amerfku. Talið þvf við okkur sem fyrst, ef yður vanhagar um slfkar vólar, eða snúið yður beint til umboðsmanna okkar: Messrs. J.V. Cremonin & Co. i 21 Siate Street, New York, sem elnnlg geta útvegað flestar aðrar vörur f Banda- ríkjunum._______________ Sérgrein: SÍMNEFNI: „FERRUM‘ SI’MI 5296 P.O. BOX: 681 Allskonar vélar og verkfæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.