Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 15

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 15
JÓLABLAÖ VlSIS 15 Héðinn: tfir Vatnajökul þveran. Ferðasaga frá Reykjavík til Kvískerja. í sumar fóru fjórir ungir Reykvikingar á skíðum yfir þveran Vatnajökul austanverðan. Fengu þeir sig reidda frá Möðrudal á Fjöllum upp að Vatnajökli. Þaðan héldu þeir beinustu stefnu á Esjufjöll, norðanvert við Breiðamerkurjökul. Voru þeir 3% sólarhring á jökli. — Fararstjóri þeirra félaga var Skarphéðinn Jóhannsson, höfundur eftirfarandi greinar, og eru teikningarnar einnig gerðar af honum. Aðrir leiðang- ursmejin voru Ásgrímur Kári Guðjónsson, Friðþjófur Hraundal og Þórarinn Sigurgeirsson. — Er hér um óvenjulegt ferðalag að ræða og er gott til þess að vita, að hin yngri kynslóð skuli hafa kjark og manndóm í sér til að leggja í slíka för. Þoka og rigning — rigning og þoka, — og ,,hristingur“, honum má ekki gleyma. Þetta er nú það helzta, sem eg man eftir úr ferð okkar félaga með hraðferðinni norður til Akur- eyrar. Eg viðurkenni það, að þetta er eiginlega það minnsta, sem eg kemst af með að muna, því það veit sá sem allt veit, að eg var ófullur eins og endra- nær. Að visu rámar mig eitt- hvað í það, að einn af félögum minum, sem er hreinræktaður Norðlendingur, hafi reynt að fræða mig um ýmislegt, sem fyrir augu har á leiðinni og héruð þau, sem við fórum um. Hann minntist á ýmsa merkis- staði, sagði mér frá öllum, mestu mönnum þjóðarinnar, sem eru upprunnir frá þessum slóðum, talaði um ■skagfirsku hrossin og liagyrðingana, sem hvergi eiga sinn líka o. s. frv. Já, liann dásamaði vist Norðurland og allt sem nbrðlenzkt er, sá heið- ursmaður. Og mikill ágætis ÞaÖ var Tóti, sem ætlaCi $ö gera viö pottinn. áheyrandi hlýt eg að hafa ver- ið, — jam og jæja hefir sjálf- sagt verið það helzta, sem eg lagði til málanna og allur fróð- leikur lians hefir hriszt inní mig — og útúr mér aftur, því eg sat í aftasta sæti í stórum, áætl- unarbíl. Það var mikil mildi fyrir þennan norðlenzka vin minn, að eg skyldi hafa verið svona utangátta' á leiðinni, mót- mælalaust hefði hann aldrei fengið að reka áróður fyrir Norðlendinga, það veit trúa mín. Með hógværð, sem Sunn- lendingum er í blóð borin, liefði eg sagt lionum, frá hrossunum austan úr Flóa, sem að dómi ólyginna eru þau einu, sem ein- hver töggur er í, einhver munur á þeim og skagfirzku merun- um, mundi eg hafa bætt Nið. Nú, hvað viðvíkur skáldunum þeirra fyrir norðan, þá voru þau dágóð, en þó ekkert á borð við Þórð gamla frá Hrauni, Gvend litla með gleraugun, Jón karlinn Jónsson úr Flóanum og Jóhannes Kr. Við tjölduðum á Akureyri, fyrir sunnan Gróðrarstöð, okk- ur kom það svo sem til hugar að tjalda á Ráðhúslorginu, en gamall rnaður, sem, eg átti tal við um málið, ætlaði alveg að sleppa sér þegar hann heyi'ði minnst á það. Annars eru Ak- ureyringar mesta sómafólk, hjálpsamir og viðfeldnir, það mega þeir eiga. Einhver hafði sagt mér að við skyldum ekki álpast inn á veitingahús tötra- lega til fara, bæjarbúum væri elckert um slíka náunga gefið. Okkur þótti því það vissara að senda þann, sem var glæfraleg- astur útlits inn á Gildaskálann og sjá hvernig honum reiddi af. Það er skemmst frá að segja, að mönnum þar inni leizt allvel á sendimanninn og fengum við þar hinar hjartanlegustu við- tökur, steiktan lax að borða með kartöflum og hræddu útá. En glaðværir eru Akureyr- ingar ekki. Þeir eru eitthvað raunamæddir á svipinn, þung- lyndislegur blær yfir þeinx. Uppdi'áttur af leiö og áfönguill V'atnajökulsfaranna gera hann jafngóðan aftur. En svo var það um morgunn, sem við fórum frá Akureyri áleiðis til Möðrudals, að potlurinn varð fyrir skrambans miklu óhappi. Bíllinn, sem hann var í, fór úl af veginum og valt nokkrar veltur. Potturinn var óþekkjan- legur á eftir. — Þar skall hurð nærri hælum. Við félagar höfð- um látið allan okkar farangur i veltubílinn, en sjálfir farið í annan, vegna þess að það reynd- ust aðeins þrjú sæti laus, cn við voruin fimm, sem vildum vera saman. Nokkrir farþeg- anna skárust af glerbrotum og fengu ýmsan annan áverka. Páll Jónsson, einn af okkar beztu myndatökumönnum, við- beinsbrotnaði og marðist að auki. Páll og Ásgeir Jónsson, sem einnig' hlaut áverka, ætl- uðu að ferðast um Mývatnsör- æfin, en urðu eftir á sjúkraliús- inu á Húsavík. Þrjár stúlliur, sem ætluðu að verða okkur samferða inn að Hvannalind- um, lenntu líka í Jiessu slysi og neyddust til þess að hætta við förina. — Og potturinn minn blessaður, lagðist nær saman, og er það fyrirsjáanlégt hverjar afle’ðingar það hefir fyrir mig! Að Möðrudal komum við síðdegis þriðjudaginn 14. júli. Þar býr Jón Aðalsteinn Stef- ónsson, merkis bóíidi og hrausþ Þetta er auðvitað okkur sunn- anmönnum að kenna, þessum bannsetta flökkulýð, sem hóp- ast þangað á sumrum, rápa þar um götur og torg, dásama allt hreinlætið og bæjarbrag- inn. Og þó sunnanmenn séu ekki hávaðasamari en gerist og gengur, þá eru þeir all fyrir- ferðarmiklir og breiða úr sér. Það er þetta, sem þeim þarna fyrir norðan líkar ekki og hefir þær afleiðingar í för með sér, að þeir setja upp svip sorgar og óyndis, en það er vizt aðeins á sumrum, sem þeir eru þann- ig á að líta. Einn var sá lilutur í farangri okkar, sem mér var sérlega annt um, vildi helzt meðhöndla hann sjálfur, samskonar hlutur var ófáanlegur til kaups. Þó var þetta ekki ástæðan fyrir umhyggju minni fyrir pottin- um (þetta var aluminium. pott- ur), — heldur var ástæðan sú, að eg hafði fengíð hann að láni hjá stúlku. Og hvernig sem á þvi stendui', þóttist eg sann- færður um það, að álit stúlk- unnar á mér mundi stiga eða falla eftir meðferð þeu-ri, sem potturinn fengi. Eg sá það strax eftir að eg hafði fengið pottinn, hvernig þessu mundi reiða af. Tóti hughreysti mig og sagði, að potturinn gæti aldrei farið svo illa að ekki væri hægt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.