Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 9

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ VlSIS 9 SnÁ&AUA EFTIR ÞÓRI Hi iUiiSSO\ Halldór Kjartan, útgerðarmaður, átti laglegt hús i útjaðri bæj- arins. — Konan dó frá honum — og síðan voru mörg ár liðin. En þó bjuggu gömul hjón í kjallara hússirjs; — það var bjartur og góður kjallari —, lítt eða ekki grafinn niður. — Húsið var úr timbri, ein hæð og ris. — Halldór Kjartan hélt áfram að búa í öllu húsi sinu, nema þessum tveim kjallaraherbergjum; gamla konan ræsti íbúðina og eftir að hún og maður hennar dóu, tók dóttur-dóttir þeirra við íbúðinni, — ung kona og ræsti ibúð Hall- dórs. ‘Hann borðaði í matsöluhúsi en dvaldi mestan hluta dags í skrifstofu sinni, niðri í bæ. — Þannig liðu tugir úra og Halldór Kjartan varð aldraður mað- ur — um sextugt. Ungu hjónin í kjallaranum áttu einn dreng, lítinn fallegan snáða, sem nú var nýbyrjaður þriðja árið. — Halldór Kjartan hafði aldrei eignast barn og börn höfðu ekki dvalið á heimili hans. í stóra garðinum, sem var kring um húsið uxu fögur blóm og stór tré. í þennan garð höfðu aldrei fyrr kom- ið börn, Halldór og gömlu hjónin höfðu varið þennan fagra reit nauðlega fyrir öllum átroðningi og þá sérstaklega barna. Það var þvi fyrst í stað, með sárum kvíða, að Halldór varð þess var, að barn var komið i húsið. — Unga konan vissi vel, hversu annt lionum var um garðinn og litli drengurinn var stranglega geymd- ur í kjallaranum. — Það gat verið, að Halldóri leiddist stundum lífið, fyndist það autt og snautt, en lengi tókst honum að kæfa þær tilfinningar með vinnu og athöfnum. Hann þótti ekki harðvítugur í viðskipt- um, en stefnufastur og réttsýnn. Honum græddist fé og hlaut, auðvitað, nokkurt ámæli fyrir það, enda þótt hann greiddi þunga skatta, lögum samkvæmt og enginn gæti með réttu ámælt hon- um fyrir neitt óheiðarlegt. Á þessum þrjátíu árum, frá þvi kona hans dó, hafði ahnenningsálitið tekið þeirri breytingu — smátt og smátt, að það sem áður var talið borgaraleg dyggð, að vinna og nýta ávöxt iðju sinnar og gáfna, var nú talinn löstur og kúg- un við almenning. Halldór rejmdi að breyta starfsemi sinni eftir kröfum tímans og almennings, en hvernig sem hann fór að því, gat hann aldrei komizt hjá því, að þegar liann gerði upp rekstur sinn um áramót, þá hafði hann grætt. — Aðrir stóðu í samningum og þrefi við fólkið, hann borgaði, það sem krafizt var, aðrir þoldu það ekki og urðu gjaldþrota, liann græddi. Honum fannst hann ekki vera sérlega sparsamur, sjálfum, og enginn brá honum um það, að hann væri nirfill. Hann gaf til samskota likt og aðrir með svipuð efni, hann gekk prýðilega klæddur. Þegar menn litu heim til hans átti hann ætið glas af víni og góðan vindil, og bókasafn hans var fagurt og mikið. — 1 frístundum sinum dundaði hann við æltfræðirannsóknir og vissi meira en flestir í þeim efnum. Hann brá sér venjulega til útlanda einu sinni á ári og ferðaðist þá með togara sínum til og frá Englandi, honum leið þar betur, með sjómönnum sinum, en á farþegaskipunum innan mn ókunn- ugt fólk.----- Svo kom litli maðurinn i húsið. Halldór Kjartan varð hans fyrst var á þann hátt, að hann sá að Hólmfríður — en svo hét unga konan i kjallaranum, — liafði látið barnavagninn út i dyrnar á kjallaranum — ekki út fyrir hurðina, heldur yzt i ganginn, þar sem sólin jxk skein, stundar- korn, inn fyrir. Halldór gekk fyrst framhjá, staldraði svo við og snéri aftur. Hann horfði stundarkorn á þetta litla, búsna, fallega • barnsandlit, — þetta rólega sofandi barn. Svo gekk hann inn fyrir. Konan varð hans vör, og kom fram fyrir, lúlítið undrandi. Það var falleg, ung kona í hvítum sloppi. Það var ekki venjulegt að Halldór kæmi þar inn fyrir, sízt mn þetta leyti dags, um hádegið — eða rétt eftir.það. — Hólmfríður min, sagði hann. — Látið þér vagninn út í garðinn þar sem sólin getur skinið á hann — gerið þér það bæði nú og eftirleiðis þegar sólskin er. Það er holl- ara fyrir drenginn. — En haldið þér ekki að það verði ónæðí að því, sagði konan, — hann þegir ekki alltaf litli snáðinn. — Þá hefði eg ekki sagt það, svaraði maðurinn. — Eg vil að þér gerið það. — Svo gekk hann leiðar sinnar og konan lét drenginn út i sólskinið hjá blómunum. Það sumar var Halldór Kjartan mikið oftar lieima i garði sín- um, en áður hafði verið. Hann var að vakka þar um og staðnæmd- ist oft við vagninn, þar sem drengurinn lá. Stundum stóð hann þar lengi og gerði gælur við drenginn, þegar sá litli var vakandi. — Stundum sat hann á stóli rétt hjá vagninum og las í bók þegar di-engurinn svaf, hin háu reynitré skyggðu á götuna. Þeir voru þar út af fyrir sig i næði*— hinn aldraði maður og barnið. Smátt og smátt lók hann ástfóstri við drenginn og svo fór brátt, að Hall- dór varð eirðarlaus þá dagana, sem rigning var og liann sá ekki vin sinn. En hamingjan var honum hliðholl. Síðla sumars fór snáðinn að vappa og mikill fögnuður fyllti sál Halldórs Kjartans, þegar hann , í fyrsta sinni sá drenginn koma skríðandi út úr dyrunum. Það var einn fagran sólskinsmorgun seint í ágúst, á sunnudegi. Halldór tók barnið upp á handlegginn og gekk með hann út í garðinn. — Konan opnaði gluggann. — Nei! sagði hún brosandi. — Nú ræni eg honum frá yður — sagði Halldór og leit um öxl. — Svo hurfu þeir inn á milli trjánna og blómanna. — Svo leið veturinn og annað sumar kom. — Sá vetur vár liinn stytzti og bjartasti sem Halldór Kjartan hafði lifað um tugi ára. Það var þó lílill gróði um það nýár, þetta var kreppuár, sögðu menn, eitt hið versta, sem yfir hafði dunið. — Og um vorið vissi Halldór það, að hann hafði tapað talsverðu fé á rekstri sínum, — í fyrsta sinni á ævinni. Verkföll og róstur dundu yfir, aflaleysi og verðfall á fiski bættist við. -r- Halldór lét sér fátt um finnast. Hann liafði fundið nýtt verðmæti, sem var lionum meira virði en gróði á rekstri útgerðarinnar, — í sannleika sagt var hann orð- inn þreyttur á gróða og reikningum og Iét bróður sinn annast þennan taprekstur þá um vorið. Hann fór ekki utan þennan vet- ur. — En hann rannsakaði, af mestu samvizkusemi, ættartölur litla vinar síns í kjallaranum, allar hans ættir, allt til landnáms- manna og lengur. Og hann kornst að því, að ættir þeirra komu saman, að visu ekki fyrr en í áltunda lið — og hann reyndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.