Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 48

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 48
48 JÓLABLAÐ VÍSÍS Lý§i§§amlag: íslenzkra botnvörpunga Símar 3616, 3428. Símn.: Lýsissamlag. REYKJAVÍK. Stærsta og fullkomnasta kaldhrelnsunarstfið á íslandi Lýsissamlagið selur lyfsöium, kaupmönnum og kaupfélögum fyrsta fl. kaldhreinsað með- alaiýsi, sem er framleitt við hin allra beztu skilyrði. * ' ' Íiemiíbfátaijmiítttt (ÉÍihw \ WmW «fú.ú (500 Mtgk\*»ík Stofnsett 1921. rm Jólin verða allir að vera hreinir og vel til fara. Send- ið okkur því fatnað yðar til kemiskrar hreins- unar, þá eruð þér viss um að fá vandaða vinnu. Hrein og vel pressuð föt auka ánægju yðar og vellíðan.- Sendum um land allt gegn póstkröfu. Sækjum. Sími: Í3Ö0. Sendum. gamla manns, er þráði frið og kyrrð lífsins. Hún var ennþá ung og blóðheit — þráði lifandi líf —unga og þróttmikla ást. ■t’au áttu því fátt sameiginlegt. Og nú, þegar liún virtist njóta allsnægta lífsins, var hún ennþá fátækari en hún hafði nokkuru sinni verið. ----Hún þráði ást — sem var þeim báðum glötuð. Hún var ekki lengur sama konan og hann hafði unnað, og hann sjálfur var eflaust heldur ekki hinn sami maður og hún liafði unnað. Þó mundu þau bæði bera í hjarta sinu til dauðadags sorgblandinn trega og þrá til hvors annars — til þess, sem þeim var glatað. ★ U RAFN sat einn í borðstof- ■ * unni, þegar hurðin var opnuð hægt og hljóðlega, og í dyrunum birtist litla dóttir hennar Sigrúnar — „litli jóla- engillinn“, eins og farþegarnir kölluðu hana stundum, þegar þeir klöppuðu á kollinn á henni. Hún var í mjallhvítum kjól nieð litlum, gylltum stjörnum, dökkum lakkskóm, með blátt band bundið um ljósgult hárið, og liélt í fanginu á stórum „bangsa“. — Mannna er þá ekki hér? sagði hún. — Nei, hún er ekki hér, sagði Hrafn. — Jæja, sagði telpan og æll- aði þegar að fara. — Nei, heyrðu, ætlarðu að fara undir ems? Ætlarðu ekki að tala við mig ofurlitið? sagði Ilrafn bliðlega. — Ej- eg ekki fín ? sagði telp- an allt í einu, hrifin og gagntek- in af sjálfri sér. — Jú, þú ert afar fín — í hvítum kjól, sagði Hrafn. — Og með stjörnum! sagði telpan. — Já, með mörgum fallegum stjörnum, sagði Hrafn. — Hún mamma min gaf mér kjólinn í jólagjöf, sagði telpan ánægjulega. — Er ekki gaman að það eru jól? sagði Hrafn. — Jú-ú, en það væri meira gaman að vera heima, sagði telpan. — Já, en bráðum ertu lika komin lieim, sagði Hrafn. — Sjáðu, þetta er „bangsi“, sagði telpan og rétti hann fram til að sýna hann. — Hann pabbi minn gaf mér hann í jólagjöf. — Eg er líka búin að skíra hann, sagði telpan. — Nei, er það satt! — Hvað heitir liann? sagði Hrafn. — Eg vil ekki segja það, sagði telpan. — Heldurðu nú ekki, að þú segir mér það — eg skal engum segja frá þvi, sagði Hrafn. — N-e-i. — Jú, annars, eg skal bara segja þér það. — Hann heitir Gamli-Jóji. — Gamli-Jón, endurtók Hrafn brosandi. — Er það ekki skrítið, sagði litla telpan hlægjandi. — Jú, það var skrítið, sagði Hrafn. — Eg þekkti liann Gamla- Jón. einu sinni. Hann Gamli-Jón var góður, en nú er hann kom- inn til guðs, segir hún mamma, og af því læt eg liann „bangsa“ minn heita Gamla-Jón, sagði telpan. — Það var fallega gert, sagði Hrafn. — Jæja, nú verð eg að fara að gá að henni mömmu, annars verður hún kannske hrædd um mig, sagði telpan. Þegar telpan var i þann veg- inn að fara, kom það upp í liuga Hrafns, að liann langaði til að gleðja barnið eitthvað. Sumir fcrþegarnir höfðu fundið eitt- hvað hjá sér til að gefa því i jólagjöf. En hvað átti liann að finna? Hann átti ekkert til. Ef til vill dytti hann samt ofan á eitthvað, ef hann leitaði nógu vel. Og þegar litla telpan ætlaði að fara, sagði hann: — Heyrðu, á eg að trúa þér fyrir nokkuru skritnu. Jóla- sveinninn villtist inn í káetuna mína í gærkveldi, þegar hann ætlaði inn til þín, og skildi j>ar eftir litinn jólapakka til þín — frá einhverjum ókunnugum manni. — Ó, ó, hvað það var gaman! Eg ætla að sækja hann strax, sagði litla telpan himinlifandi. Hrafn stóð upp, tók í höndina á lelpunni og leiddi hana. Ilún valhoppaði í öðru hvoru spori af ánægju og tilhlökkun. Þegar þau komu inn í káetuna hans, tók Hrafn upp stóra ferða- tösku og lagði hana upp á borð- ið. Telpan fylgdist með öllu af mikilli eftirtekt. En hvernig sem á því stóð, varð Hrafn að róta öllu til i fei’ðatöskunni og þreifa á hverjum hlut, sem þar var, eins og hann liefði slein- gleymt þvi hvar hann hefði lát- ið jólapakkann hennar. Loksins, eftir langa mæðu, þegar telpan var næstum því búin að missa alla þolinmæði og orðin vonlaus um, að Hrafn fyndi jólapakkann liennar, dró liann upp ofurlit- inn pakka, sem var ekki stærri en eldspýtustokkur. Augu telp- unnar urðu skær af fögiiuði og eftirvæntingu. — Eigum við að opna pakk- ann til þess að vita hvað er í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.