Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 54

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 54
54 J ÓLABLAÐ VlSIS Fyrir börnin Sojýxm uun Jöna., s&m Vjahjb hikux. Hátt uppi í Miðölpunum svissnesku, er byggður dalur, dalbotniiln liggur álíka hátt yfir sjávarmál og toppurinn á Öræfajökli. Þessi dalur lieitir Lötsclidal- ur, og það er sagt að íbúarnir í honum hafi til forna verið í meira lagi heimskir. Heiðarleg undantekning var þó hann Toni smali, enda þótt hann hefði naumast verið talinn gáfaður, ef liann hefði átt heima í ein- liverju öðru byggðarlagi. Innst inni í dalbotninum sat Toni yfir ánum sumar eftir sumar, og liann gætti þeirra uppi undir jökli, sem heitir I.angijökull, nákvæmlega eins og Langijök- ull sem er upp af Borgarfirði. En þeir jöklar eiga ekkert sam- eiginlegt nema nafnið. I>ó að þetta væri svona hátt fyrir ofan sjó og svona nálægt jöldi, varð geypi liiti i dalnum um miðjan daginn, og þá var Toni vanur að halla sér aftur á bak ein- hversstaðar í grösugri brekku og fá sér blund. Þannig var það líka einn góð- an veðurdag, að hann liafði hallað sér út af í skugga trjá- bols nokkurs, sofnað vært og hrotið svo undir tók i fjöllun- um. En hann hafði sofið helzt til lengi, því þegar hann loksins opnaði augun aftur, sá liann hvergi nokkursstaðar kindurn- ar sínar. Honum brá heldur i brún og þaut eins og elding á fætur. Hann litaðist um allt í kring, en það kom fyrir ekki, ærnar voru allar horfnar. Hann liljóp upp með leirlilaðri jökul- ánni, alla leið þangað, sem áin braust gegnum íshelli und- an jöklinum. Þegar liann fann enga kindina þar, hljóp hann til baka og kallaði i sifellu „gibba-gibb“, en engin kindin jarmaði á móti honum. Þær voru allar týndar, og leit hans, svo áköf sem hún var, bar engan árangur. Hann þeyttist lafmóð- ur upp snarbrattar brekkuniar og komst loksins upp að stöðu- vatni, sem liggur þar milli hárra fjalla. Toni ákvað að kasta mestu mæðinni og dýfa höfðinu rétt sem snöggvast niður i vatn- ið til að kæla sig ofurlitið. Hann lagðist á grúfu á vatnshakkann, teygði úr öllum skönkum og horfði niður i vatnsflötinn. Og livað haldið þið að Toni liafi ekki séð? Hann sá allar ærnar sinar sprelllifandi niðri á vatns- botninum. Þar hlupu þær fram og aftur eins og þær höfðu gert í haganum, og hann sá að þær voru á beit, en livað þær bitu, það gat hann ekki greint. „Þær bafa náttúrlega orðið þýrstar i J>essum feikna hita,“ Imgsaði Toni með sjálfum sér, „og á meðan að eg, letinginn, lá og svaf, liafa þær hlaupið burt frá mér og niður í vatnið. Ilvernig á eg að komast úr þess- ari klípu? Ilvað get eg gert? Það er líklega bezt að eg hlaupi niður i þorpið og sæki hjálp til að bjarga ánum, ef þær verða þá ekki allar drukknaðar." Og það gerði Toni. Hann bljóp allt hv-að fætur toguðu niður hlíðarnar í áttina til þorpsins. Ærnar Iiinsvegar héldu áfram aðbíta uppi áfjalls- brúninni, jafn rólegar og nokk- urar kindur geta verið, en að hinu fengu þær ekki að gert, að þær spegluðust í tærum vatns- fletinum. Það varð fótur og fit uppi í þorpinu þegar Toni kom hlaup- andi og sagði tiðindin. Allir tóku til fótanna, hver sem bet- ur gat, i áttina til fjalls, en Toni þó fyrstur. Þegar að vatninu kom, urðu þorpsbúai' meir en lítið hissa að sjá kindurnar með tölu niðri á vatnsbotninum og vera þar á beit. Þeir höfðu tek- ið með sér langan kaðal og nú bundu þeir annan enda lians um Tona og gáfu honum svo eftir út í vatnið, svo hann gæti rckið ærnar upp úr því. Þegar Toni kom í ískalt vatn- ið, hljóðaði hann í angist sinni: „Dragið mig upp aftur! Dragið mig upp!“ En þeir sem uppi á bakkanum stóðu, misskildu Tona og hrópuðu til hans með mikilli eftirvæntingu: „Sérðu hrútinn, Toni? Sérðu forystu- ána?“ og svo héldu þeir bara á- fram að gefa kaðalinn eftir svo Toni sökk æ dýpra og dýpra. Við spriklið og ólætin i honum festist hann loks á klettanibbu niðri í vatninu. Toni reyndi að halda sér föst- um við nibbuna, svo hann sykki ekki dýpra, en þegar hann var kominn að þvi að drukkna, dróu þeir sem á bakkanum stóðu hann upp. En þess skal getið i þessu sambandi, að á vatnsbotninum lá undur falleg höll, sem sigið bafði niður einhverntíma í fyrndinni þegar miklir jarð- skjálftar voru. Myndaðist þá dæld þessi í landið, er síðan fylltist með stöðuvatni. í höll þessari voru ógrynni auðæfa og þegar Toni var kom- inn upp á vatnsbakkann og bú- inn að hrista sig og vinda, fór hann ofan í vasa sína, dró það- an dýrindis skartgripi, sýndi þorpsbúum þá og sagði: „Bara ef þið hefðuð lofað mér að fara dýpra niður í vatnið, þá hefði eg getað fundið ennþá meira. En kindurnar lét eg eiga sig, því eg mat skartgripina meira. Þarna niðri er urmull af bikurum, festum, spennum, diskum og öðrum munum úr skíra gulli!“ Þegar þorpsbúar beyrðu þetta urðu þeir óðir og upp- vægir að fara niður á vatns- botninn til að ná sér i gersemar. En þá tók oddvitinn til orða á þessa leið: „Hægan piltar! Hreppsstjór- inn er staddur meðal okkar og hann hefir forréttindi á að fara niður í vatnið.“ Hreppsstjórinn bjóst til far- ar, hann spýtti í lófana, greip báðum höndum um kaðalinn og batt honum auk þess utan um s*ig. Hann tæmdi vasana svo hann hefði meira rúm i þeim fyrir dýrgripina og lét gefa sér reipið niður í vatnið. Toni bjálpaði sjálfur manna bezt til að koma hreppstjóranum sem allra dýpst niður. Hreppstjóx-- inn var líka alltaf hreppstjóri og hann átti heimtingu á að fara sem allra dýpst niður. En þegar hreppstjórinn gaf ekkert tákn frá sér meir, þótt- ust j>eir sem á bakkanum stóðu, sjá fram á, að hann ætlaði sér að sópa sem allra mestum auð- pefum í sinn eigin vasa, og það geðjaðist þeim engan veginn. „Við skulum draga óþokkann upp, annars tekur hann allt frá okkur,“ sögðu þeir gramir i skapi og byrjuðu að draga reip- ið af mikilli ákefð. „Sá hefir svei mér hlaðið á sig! Sjáið þið bara hvað hann er digur orðinn!“ sögðu þeir þegar þeir dróu hreppstjórann upp. Allt í einu sáu þeir að bann var dauður. Hann bafði ekkert fundið á vatns- botninum, en hinsvegar bafði hann misst lífið. Frá honum heyrðist hvorki hósti né stuna framar. Þá reiddust þorpsbúar og réðust iá Tona. Hann einn átti sök á þessu slysi. Þeir báru sam- an ráð sin hvað gera skyldi, og ákváðu að drekkja lionum. Þó ekki þarna í vatninu, því hann hafði sýnt það, að liann drukkn- aði ekki í því frekar en kind- urnar, sem voru þar á beit — beldur skyldi honum drekkt i Rónar-fljóti. Var ákveðið að honum skyldi fleygt í fljótið þar sem straumköstin voru mest og ógurlegust. Bundu þeir nú saman fæt- urna á Tona, stungu lionum siðan niður í poka og báru hann á bakinu niður i dalinn. En þeg- ar þeir komu niður að Rónu var þorpsbúum að mestu runn- inn reiðin og þeir höfðu ekki al- mennilega kjark í sér að fleygja Tona svona umsvifalaust út í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.