Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 39

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 39
JÓLABLAÐ VÍSIS 39 ana, alveg frá því að þeir ruddust fyrst inn í Mansjúríu og þangað til þeir fóru að nálg- ast lieimili hennar ískyggilega mikið, en það var í lítilli borg á suðurströndinni. Hún vissi, að það var skylda hennar gagn- vart heimilisfólki sínu, að flytja það upp í land, þar sem það væri óhult fyrir innnásar- hernum. Það var þegar hún var að undirbúa flótta fjölskyldu sinnar og hjúa, að eitt mesta leyndarmálið varð til í huga hennar. í ringulreiðinni, hræðsl- unni og hávaðanum — meðan þjónustufólk og burðarkarlar mösuðu hver við annan — flaug henni i hug, hversu frið- sælt og kyrrt húsið mundi verða, er allir væri farnir og það yrði mannlaust. „Eg hefi aldi-ei fengið, að njóta friðar,“ hugsaði hún. „Eg hefi aldrei kynnzt þögninni." Því iríeira sem hún hugsaði um þessa kyrrð og ró, því meira langaði liana til að kynnast þeim. Loksins fór hún að hugsa um það, livort hún gæti það ekki með einhverju móti. Heim- ili hennar var orðið mjög stórt, er liér var komiö sögu. Synir hennar fjórir voru kvænt- ir og bjuggu með konum sínum og börnum á heimili hennar. Tvær dætra hennar voru fluttar til manna sinna, en sú yngsta bjó ennþá lieima. Það var þessi yngsta dóttir, sem var raun- verulega eina áhyggjuefni hennar, og það því fremur, að hún var hin fallegasta af þeim. Það var vegna liennar, að ma- dama Cliien kallaði á fund sinn hina goml u þernu sína kveldið áðuí en ætlunin var að leggja af stað. „Li Ma,“ tók liún til máls. „Eg verð að fela þér sérstaldega mikilvægt verkefni.“ „Eg mun gera eins og lagt verður fyrir mig,“ svai'aði gamla konan. „Það er ekki mikið né erfitt verk — þú átt að vera alltaf við liiið þriðju húsfreyju þinnar, yngstu dóttur mirinar, og ekki láta hana fara úr augsýn þinni,“ sagði madama Chien. „Það mundi eg gera, þótt mér væri ekki sagt að gera það,“ svaraði Li Ma, „því að eg er alltaf í návist þinni, húsmóðir min, og á þessari ferð mun eg Mta hana verða nærri þér.“ Madama Chien hrosti. Með þessu var hún búin að losa sig við það, sem oíli henni mestum áhyggjum, því að Lí Ma hefði lieimtað að vera í návist hejip- ar og hún vildi vera alein. „Góða nótt, þú trygga, gamia kona.“ að átti að l ggja af stað strax í dögun. Japanir voru ekki nema örskamma leið á brott. Madama CJiien svaf vel vegna hins nýja leyndarmáls síns og vaknaði ekki fyrr en rétt áður en sólin kom upp. Þjónarnir voru þegar önnum kafnir við störf sín og fyrir ut- an húsagarðinn biðu þrjár bif- reiðar. Þar sem veginum sleppti, biðu þeirra hestar, sem þau áttu að fara á yfir fjöllin til hinna innri héraða Kína, þar sem þau gátu verið óhult fyrir fjandmönnunum. Hún reis úr rekkju og Li Ma kom til þess að hjálpa henni að klæðast. Allt var tilbúið til far- arinnar og þegar fjölskyldan safnaðist saman í garðinum voru flestir grátandi. Það var litil von um það, að húsið yrði áfram eins og það hafði verið undanfarnar fimm kynslóðir. Allir vissu, að nú var bundinn endi á eitthvað. Madama Chien kom síðust út, „svo að eg geti fullvissað mig um, að allt sé í röð og reglu“, hafði hún sagt. Hún hafði beðið mann sinn um að fara fyrstari og liann fór í fyrsta bílinn og með honum tveir elztu synirnir, konur þeirra og börn. í næsta híl fóru yngri syn- irnir, ásamt konum sínum og börnum, auk nokkurra af hjú- unum. I þriðja bilnum var madömu Chien ætlað að vera. Yngsta dóttir hennar, Li Ma og allar ungu stúlkurnari á heim- ilinu voru þegar seztar í hann. Fyrri bílarnir fóru af stað og ekill síðasta bílsins setti líreyf- ilinn i gang. Madama Chien hafði talað við þennan mann klukkustundu áður, þegar eng- inn heyrði hvað þeim fór á milli. „Þegar eg kalla, að allt sé tilbúið og þú heyrir, að bílhurð- inni er skellt, þá áttu að aka af stað eins hratt og þú getur, og þú mátt ekkert hirða um það, þótt dóttir min eða gamla kon- an kalli til þín um að nema staðar. Staðnæmstu ekki, hvað sem fyrir kann að koma, fyrr en þið eruð komin út fyrir borgina". Honum he£ði vafalaust þótt þetta undarlegt, ef hún hefði ekki fyrst stungið að honum mikilli fjárupphæð í silfri. Hann gat aðeins stunið upp: . „Eg mun þlýða yður‘‘. Hann gerði eins og hann hafði lofað. Hann heyrði ma- dömu Chien kalla lágt: „Tilbú- ið“. Hann heyrði, gð hurðinni var skellt og setti bifreiðinu tafarlaust af stað. Hann heyrði konurnar hrópa og kalla að haki sér, en hann inundi það, að liann átti ekki að sinna þvi, svo að hann ók í loftinu til borg- arhliðanna. Madama Chien horfði á eftir hílnum og gladdist með sjálfri sér. Hliðin höfðu verið lokuð í marga daga og þau voru að- eins opnuð örlitla stund við sól- arupprás fyrir þá, sem vildu forða sér. Síðan yrði þeim lok- að tafarlaust aftur og ekki lokið upp, hver sem þess óskaði. Hún var ein eftir, eins og hún hafði ráðgert. . . . Kyrrðin, sem umlukti hana var svo djúp, að það var eins og heimurinn hefði numið staðar. Hún fór aftur inn í gamla garðinn smn og lokaði hliðinu. I fyrsta skipti ú ævi sinni, svo lengi sem hún muridi eftir sér, var hún ein og hún hafði ekkert að gera. Hún brosti með sjálfri sér og settist á stein í skugganum af hvirfingu af bambustrjám. „Eg þarf ekki að standa á fætur aftur,“ hugsaði hún með sjálfri sér. „Að minnsta kosti ekki nema mig langi til þess sjálfa“. Hún sat þvi áfram á stein- inum og naut kyrrðarinnar, eins og hána hafði dreymt, að hún mundi njóta hennar. Hún reis ekki einu sinni á fætur um það hil klukkustundu síðar, þegar liljóðmerki rauf þögnina til þess að tilkynna borgarbúum, að flugvéþu' fjandmannanna nálguðust enn einu sinni, eins. og þær gerðu næstum því hvern dag, þegar bjart var yfir. Það hafði verið komið upp loftvarnabyrgi fyrir fólkið í húsinu, en hún var ekkert að hugsa um að fara þangað, úr því að hún var ein síns liðs. „Sprengjurnar fara ekki að leita uppi eina gamla konu“, hugsaði hún. Hana þyrsti eftir meiri og meiri enveru. „Ef til vill“, flaug henni síðan i hug, „er dauðinn aðems kyrrð, eins og þessi, en eilif“. Hún hafði aldrei verið hrædd við dauðann, en. nú flaug henni í hug, að hann gæti ef til vill verið þægi- legur. Það var einmitt á þvi augna- bliki, að sprengingin varð. Henni varð litið upp og hún kom auga á eina flugvél, sem var eins og silfurlit í sólskin- inu. Eitthvað féll úr henni, likt og egg, svo kom ógurlegur glampi og þruma. „Nú kemur dauðinn”, hus- aði hún, lokaði augunum og hreyfði sig ekki. En það var ekki alveg dauð- inn. Sprengjan kom niður á götunni fyrir utan hliðið. Hún heyrði vegginn hrynja m,eð óg- urlegum skruðningi. Þá gekk hún út á götuna, en að þvi er hún gat hezt séð hafði enginn verið þar á gangi, þegar sprengj. an kom niður. En nieðan hún var að aðgæta þetta, kom liópur manna fyrir götuhornið. Þeir hlupu franv hjá henni, án þess að veita henni neina eftirtekt. Þeir störðu heint fram fyrir sig, hugsuðu aðeins um það, að komast sem lengst á hrott frá einhverri hættu, sem ógnaði þeirn. „Þeir eru á undanhaldi“, hugsaði hún og vissi, að fjand- mennirnir mundu ekki vera langt fjarri. Hún hafði búizl við komu þeirra í marga daga, en hún liafði liugsað sem svo, að þeg- ar þeir kæmi — því að við þvi yrði ekki spornað af því að þeir voru betur vopnum búnir — þá mundi liún húa undir stjórn þeirra með einhverjum hætti. Hún gat lifað undir livaða stjórn sem væri, ef hún fengi einungis að eiga leyndarmál sín í friði. Auk þess voru gaml- ar konur til einskis nýtar, og þá fór hún að velta því fyrir sér, hvað veldi því, að lienni þætti svo gaman að lifa. Eigin- maðurinn, börnin og skyldurn- ar voru hætt að hafa liina venju- legu merkingu, en það voru margar ráðgátur, sem hún liafði ekki haft tima né næði til að krýfja svo til mergjar sem liana liefði fýst. Nú ákvað hún að afsala sér þessu næði. Hún var ekki nema andartak að ákveða þetta og er liún hafði gert það, gekk hún í veg fyrir mennina, sem voru að flýja, eins og hún stigi út i straumhart fljót, Straumurinn lukti um hana og hreif hana með sér. Hún gat ekki sloppið eða hopað á hæli. Hún tók and- köf einu sinni eðá tvisvar. „Eg verð að rouna, að eg er ekki á undanhaldi“, sagði hún við sjálfa sig, er hún fann að hún var að berast méð straumn- um og spymti við fótum. Hún lagði höndina á handlegg þeim mannanna, sem var næstur henni. „Hvers vegna eruð þið á und- anhaldi?“ hrópaði' hún í eyra hopum. Hann Ieit á hana eins og hann væri utan við sig og bún sá, gð hann gat ekki skilið neitt vegna ofsaln*æðslunnar, sem hafði gripið hann og alla aðra í hópnum. „Þið eruð allir heimskingj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.