Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 59

Vísir - 24.12.1942, Blaðsíða 59
JÖLABLAÐ VÍSIS 59 KVEN FÓLKIÐ OG jÓLIN Skemmtilegur dúkur. Er eitth\að sérstakt afmæli hjá yður á næstunni eða skírn- arveizla ? Þá skuluð þér fá yð- ur reglulega þunnt og fínt lér- eft eða eitthvað þvílikt efni. þ'estið fallega blúndu í kring. Saumið kannske smá „húll- saum“ hingað og þangað. Þegar gestirnir svo koma, biðjið þér hvern og einn að gjöra svo vel og skrifa nafn sitt á dúkinn. Hver skrifar síðan þar sem hann vill og svo þegar lieimilið er komið í saml lag eftir veizlu- höldin, setjist þér niður og „bróderið“ öll nöfnin í mis- munandi litum og setjið mán- aðardagmn á dúkinn um leið. Það getur verið mjög^ skemmtilegt að eiga svona dúk til minningar um ánægjustund með góðum vinum. Nýr lampaskermur úr gömlum. Þér getið veitt börnum yðar gleðistundir með þvi að gefa þeim gamlan lampaskerm úr pergamenti og hjálpa þeim til þess að gera hann sem nýjan. Sérstaklega mun þeim þykja spennandi, ef }>au hafa herbergi eða einhverja smáskonsu útaf fyrir sig og geta notað skerminn þar. — Þér takið þá til gömul mvndablöð, pönlunarski'ár og þessháttar og látið þau klippa út þær myndir, senx þeim lizt bezt á. Drengir vilja helzt hafa flugvélar, bíla eða þá „cow- boys“, en telpum geðjast bezt að litlum börnunij hænuung- um, kettlingum og þessháttar. Svo hnxa þau myndirnar á skerminn, ekki alltof reglulega né óreglulega. — Þetta er ágæt- ur og róandi leikur, einhvern þann veti'ardag, sem ekki er hægt að láta krakkana leika sér úti. Fullorðnir geta líka haft gam- an af því að dytta að gömlu skermunum og sá eg nýlega tvo slíka lampaskerma. Annar var með dýx'amyndum, hinn með landabréfi Evrópu fvrir valda- töku Hitlers. Svo er enn eitt munstur og það eru frímerkin. ,.Motta“ í baðherbergið. Þér eigið sjálfsagt nóg af afgöngum eins og svo marg- ar konur. Þegar þeir safn- ast fyrir og ekki er sýnilegt að þér hafið nokkurntíma not fyrir þá, þá takið þér yður til einn góðan veðui'dag og álcveð- ið að farga að minnsta kosti helmingnum. En það skuluð þér ekki gera! Búið heldur til skemmtilega tuskumottu í bað- herbergið yðar. Fáið yður bút af fiðurheldu lérefti og festið svo tuskumunstrið þar á. Vand- ið yður við munstrið. Veljið liti sem fara vel saman — rósótt eða „munstrað“ í miðj- unni og fallega, samstæða liti með því. Hafið sömu stærð á öllum pjötlunum og jafn- mai'gar af hverjum lit. Það er lika hægt að búa tií allra fallegustu rúmteppi barnai'úm eða púðaboi'ð þess að nota að sumri í sumar- skálanum, ef smekkkona er að verki. — Á þessari handavinnu er bezt að forðast silki eða silkitengd efni. Bezt er að nota sirs, cretonne og þessliáttar. Bezt er að búa til snið af liverjum ferhyrning, svo allar pjötlurnar séu uákvæmlega jai'nstórar. Ef sniðið er úr pappa, þá sniðið pjötlurnar hrldur stærri — brjótið svo ukmum pappas}>jaldið og sauixx- ið saman í farið sem af því kemur. Dúkkuvagn handa litlu stúlkunni yðar. Þér getið búið til allra fall- egustu vöggu handa litlu dótl- ur yðar, ef þér eigið lítinn tré- kassa og tvö auka-herðalré. Þér skuluð „yfirdekkja“ kassann með köflóttu eða róáóttu efni eða þá mála hann í einhverjum hressilegum lit. Takið svo krókana úr herðatrjánum og l'estið þau neðan á kassann Bezt er að mála þau í viðeig- andi lijt áður en það er gert. Sængurföt er hægt að búa til ýmist úr togi, bómull eða þá gömlum svæfli sem þér eruð hættar að nota. Sængui'ver er gott að hafa úr sama efni og yfirdekkið á vöggunni — og í þessi „herlegheit“ er bezt að hafa tuskubrúður. Eg er sann- færð um að h.ver litil stúlka elskar mest þau leikföng, sem mamma hefir sjálf búið til handa henni. Notið gömlu skyrtuna. Þegar* þér eruð búnar að venda flibbaki-aganum og man- cliettunum á skyrtu mannsins yðar og það er svo farið að slitna aftur og hann getur ekki notað flíkina lengur, þá er samt ekki útilokað að gagn sé hægt að hafa af henni samt. Þér get- ið búið til blússu á sjálfa yður til eða drenginn yðar, en til þess er auðvitað nauðsynlegt að hafa góð snið. Sprettið upp skyrtunni og pressið síðan og forðist slitnu staðina þegar þér farig að sniða. Nýjan lcraga og uþpslög er bezt að sníða neðan af skyrtunni. Reynið að nota axlastykkin og framstykk. in í nýju blússuna, ef þau eru ekki of slitin. CLARK’S Brodergarn JWeikið ttyggh yðui gceðin 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.