Morgunblaðið - 29.06.1974, Side 11

Morgunblaðið - 29.06.1974, Side 11
MORGUNBLAÐIfi, LAUGARDAGUR 29. JUNÍ 1974 11 tARNA ER FRETTA APN-NOVOSTI Í00MSöíii -': /£. *."’ ,f’( ■ Gagnkvæmar heimsóknir r Islendinga og Rússa í þessu sambandi má einnig geta fjölmargra heimsókna sovézkra ráð- herra og sendinefnda til íslands, auk þess sem báSir ráðherrar AlþýSu- bandalagsins voru margsinnis I Sovétrlkjunum og öSrum austan- tjaldslöndum I langan og skamman tlma. HingaS hafa komiS flokkar sovézkra manna undir þvl yfirskini, aS þeir séu I vlsindaferSum eSa um hefur veriS aS ræSa tæknimenn, sem hafa viljaS selja islendingum ýmsar vörur og tæki, m.a. allan vélabúnað I Sigölduvirkjun o.fl. Var þaS m.a. einn sllkur flokkur, sem óskaði eftir 800 loftljósmyndum af islandi, sem raunar voru teknar af varnarliSinu á Keflavlkurflugvelli — og fengu þær. SOVÉZKUM RISAFLUGVÉLUM VORU GEFIN 22 LENDINGARLEYFUÍ LEIÐ ÞEIRRA TIL KUBU. NOKKRUM MÁNUÐUM StÐAR KOMU ÞÆR AFTUR — ÞA A HEIMLEIÐ. MYNDIN ER TEKIN, ER NOKKRAR HÖFÐU VIÐDVÖL A KEFLAVÍKURFLUGVELLI. Kleifar- vatnshneykslið Eitt frægasta dæmi á valdatlmabili núverandi rlkisstjórnar er fundur fjarskiptatækja I Kleifarvatni. Þar fundu ungir menn, sem áttu sér það tómstundagaman að kafa, öllum að óvörum sllkan fjölda sendi- og hlustunartækja, aS undrum sætti. Flest voru tæki þessi af sovézkri gerS og hafSi verið gerS tilraun til þess að má af þeim rússneskar áletranir. Örfá þessara tækja voru þó af brezkri gerð og þegar gengið var eftir þvl hjá framleiðanda þeirra I Bretlandi, hvert þau hefðu uppruna- lega verið send kom I Ijós, að tækin höfSu veriS keypt af framleiSandan- um af sovézkum aSilum og þau send til Rússlands. Samkvæmt Islenzkum lögum er óheimilt aS flytja inn sllk tæki án leyfis LandssFma Íslands, en Landsslminn kannaðist ekkert við þessi tæki og samkvæmt skrám hans áttu þau alls ekki að vera til á íslandi. Mál þetta var rannsakað af rannsóknalögreglunni I HafnarfirSi og Landsslmanum, en slSan sent dómsmálaráSuneytinu, sem svo sendi þaS utanrlkisráSuneytinu. SlSast, er um málið var spurt, var það I utanrlkisráðuneytinu og enn I athugun — nær ári eftir að tækin fundust. í sambandi viS rannsókn málsins kom og I Ijós, að Rússar höfSu mikið veriS á ferli við Kleifarvatn og höfSu þá m.a. velt þar bifreið sendiráðsins eitt sinn. Er rannsóknarlögregl- an óskaSi eftir þvl við trygginga- félag bifreiðarinnar aS fá afrit af skýrslu um óhappiS, neitaði tryggingafélagið afdráttarlaust. Þá fréttist um IFkt leyti, að Rússar hefðu verið að tlSum smáskjálftamæling- um allt umhverfis loranstöðina á Snæfellsnesi. Var upplýst, að þar hefSu Rússar verið I heimild Rannsóknaráðs rlkisins og þar með vitund og vilja stjórnvalda. r Arangursríkar persónunjósnir Menn brosa kannski, þegar rætt er um sovézkar njósnir á íslandi, en er ekki full ástæðe til aS Ihuga málið öliu nánar? Hér á íslandi rekur sovét- stjórnin mikla fréttastofu, APN- Novosti. Hún var til skamms tlma til húsa I Túngötu 8 I Reykjavik, en hefur nú sprengt það hús af sér og flutzt I allmiklu stærri húsakynni að Laufásvegi 58. Þaðan er dreift á islenzku óhróðri um þá sovét- borgara, sem gerzt hafa svo djarfir aS mótmæla ófrelsi og valdniSslu sovézka kerfisins. Hlut- verk þessarar fréttastofu kann og að vera annað og þar á hún áreiðanlega gott samstarf við hinn mikla fjölda, sem vinnur I sovézka sendiráðinu. A.m.k. virðist persónunjósnakerfi Sovétrlkjanna vera I allra bezta lagi. Fyrir um það bil ári var islenzkur skipverji I Ventspils I Litháen og ætlaði þá að fara eins og aðrir skipsfélagar hans I land, en hann var starfsmaður á Bakkafossi. Þegar hann hugðist fara I land var hann stöðvaður af vopnuð- um hermönnum og honum tilkynnt, að hann fengi ekki að fara I land. Ástæðan var sú, að um skeið hafði maðurinn starfað hjá varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli. Starfaði hann þar sem grillkokkur, en eftir að maðurinn og fé- lagar hans höfðu skýrt fyrir her- mönnunum, að á íslandi væri fjöldi manns, sem borið gæti sama nafn, fékk maðurinn um slðir að fara I land ásamt félögum sin- um. ( sjálfu sér er atvik þetta ekki svo merkilegt, en það varpar þó Ijósi á starfsemi Sovétmanna hér á landi og sýnir, að þeir eru starfi sínu vaxn- ir. Viðskipta- þvinganir íslendingar hafa um allmörg ár átt mikil viðskipti við SovétrFkin. Þeir eru þó eina þjóðin á Vesturlöndum. sem selur frystan fisk til Rússlands. En viðskipti íslendinga við Rússa hafa skipazt þannig, að íslendingar skulda þeim eitthvað á annað þúsund milljónir króna. Hefur sifellt sigið á ógæfuhliðina með við- skiptajöfnuð landanna, einkum vegna þess. að olluverð hefur hækkað mikið svo og vegna hins. að Rússar hafa slðustu ár orðið tregari og tregari til að kaupa af okkur íslenzkar afurðir. Eins hafa viðskipti Rússa verið með þeim hætti, að gætt hefur vanefnda á afhendingu ollu- farma til íslands. Er þetta var Ijóst. rauk einn góðvinur Sovétrlkjanna. annar ráðherra Alþýðubandalagsins, upp til handa og fóta og bar blak af vinum slnum. Ljóst var þá. að sendi- ráði Rússa er mjög sárt um það. sem um sovétríkin er ritað I Islenzk blöð og sagt er I fjölmiðlum. Þá nýlega hafði verið mótmælt ummælum Magnúsar Torfa um Sovétrtkin og ógnarstjórnina þar. Þvi mátti ekki segja sannleikann um viðskipti ís- lendinga og Sovétmanna. Rússneska sendiráðið hafði t.d. pata af þvi, að dagblaðið Tlminn væri að láta einn blaðamanna sinna vinna frétt um vanefndimar og þvl var ekki beðið boðanna hetdur farið þess á leit við viðskiptaráðuneytið, að það stöðvaði þessi skrif. Auðvitað var það ekki hægt né heldur gat ráðuneytið fundið að þvi við rikisútvarpið, að það birti þessa vanefndafrétt I hádegisfréttum. En það þoldu sendi- ráðsmennirnir heldur ekki -— né heldur ráðherra Alþýðubandalagsins, sem sá sérstaka ástæðu til þess að katla til blaðamannafundar og mót- mæla f réttaflutningnum KGB á íslandi Fyrr á þessu ári kom út bók eftír bandariskan blaðamann, John Barron, sem fjallaði Itarlega um leyniþjónustu Sovétrlkjanna, KGB. í bókinni kemur f ram, að allt f rá 1956 hafa verið hér á tandi I sendiráði Sovétrlkjanna fulltrúar frá KGB og eru þeir hér enn. Nú eru hér tveir njósnarar KGB, Gergel og Matveyev, og var hinn siðarnefndi m.a rekinn frá Eþióplu árið 1969. Þótt þrýstingur Sovétrikjanna hér á landi hafi aukizt mikið á síðastliðn- um árum hefur þrýstingur frá öðrum löndum Austur-Evrópu einnig aukizt. Minna má á, að Island hefur viður- kennt Austur-Þýzkaland og I sam- bandi við viðræður, sem fram fóru um viðskiptasamning milli íslands og Austur-Þýzkalands. lögðu Þjóð- verjar á það rika áherzlu, að viðræðurnar færu fram á stjórnmála- legum grundvelli. Þetta var þó ekki unnt vegna ákveðinna formsatriða, þar sem ísland hafði þá enn ekki viðurkennt tilvist rikisstjórnar Austur-Þýzkalands. Samt var látið undan þessu. Pólverjar komu til íslands nýlega og létu digurbarka- lega um að þeir vildu kaupa af okkur loðnumjöl — en þegar á átti að herða vildu þeir fá mjölið á því verði, sem þá var talið undir markaðsverði. Með þessu tóku Pólverjar þátt I þvi að þvælast fyrir viðskiptum — eða notuðu alveg sömu aðferð og Rússar, sem sifellt drógu úr þvi magni, þeir keyptu af íslendingum. A-Þjóðverjum auðveldaðar ryk- suguveiðar við Island í viðskiptum íslendinga við Aust- ur-Þjóðverja er undirlægjuháttur Islenzkra stjórnvalda liklegast mestur, er sjávarútvegsráðherra leyfði þeim að skipta um áhafnir á stórvirkum verksmiðjutogurum til þess að auðvelda þeim veiðar á hafinu í kringum island. Aldrei áður hafði gerzt, að islenzk stjórnvöld beinlinis auðvelduðu svokölluðum ryksuguskipum veiðar við landið. Mál þetta kom til umræðu á Alþingi og þar sagði sjávarútvegsráðherra, að skip þessi væru alls ekki að veið- um við ísland heldur við Kanada. Spunnust um þetta miklar umræður, en að lokum upplýstist, að Land- helgisgæzlan hafði fylgzt með veið- um þessara ryksuguskipa rétt utan við 50 milna mörkin og var þá komið i Ijós, að Lúðvik Jósepsson hafði sagt Alþingi fslendinga ósatt. Slikt hefði verið ófyrirgefanlegt i öllum lýðræðislöndum. Nægir að minna á eitt slikt dæmi frá Bretlandi, sem er eitt af elztu og þróuðustu lýð- ræðisrikjum heims. Profumo, sem eitt sinn var ráðherra i ihaldsstjórn, þar, varð uppvís að hafa átt vingott við vændiskonuna Christine Keeler, sem aftur var i sambandi við sovézka njósnara. Vissulega þótti þetta mál alvarlegs eðlis, en þingið virtist reiðubúið að fyrirgefa Profumo þessa smásynd unz í Ijós kom, að hann hafði logið að sjálfu brezka þinginu. Það þótti slikt hneyksli, að Profumo þurfti bæði að segja af sér sem ráðherra og þingmaður. Síðan hefur hann ekki komið við sögu brezkra stjórnmála. A MYND- LIÐ HUSS- LD WM EGUR HEFUR , SENDIRÁÐIÐ EIGU. LENGST TJi HÆGRI SÉST A GAl HtJSS LANDHELGIS GÆZLUNN AR. y KA SENDI- I TUNGÖTU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.