Morgunblaðið - 29.06.1974, Síða 35

Morgunblaðið - 29.06.1974, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNl 1974 35 Ingibjörg í Síðu- •• múla - Orfá kveðjuorð þekktu hana mest og bezt. Eftir langan og bjartan starfsdag hefir hún öðlazt hvíldina löngu hátt á níræðisaldri. Skyldustörfin við börn og bú rækti hún af stakri alúð og umhyggju. Eftirlifandi bónda hennar, andlegu þrek- ÞAÐ sætir furðu, að jafn vel gerð mannvera og Ingibjörg í Síðu- múla skyldi vera svo náskyld öðrum eins gallagrip og mér. „Hún er ein albezta manneskja, sem ég hefi kynnzt um dagana,“ sagði Magnús heitinn Ásgeirsson skáld um þessa föðursystur mfna. En hann dvaldi hvað lengst á kreppuárunum í Síðumúla og síðar í sumarhúsi sfnu við túnfót- inn á svokölluðum Laugarmel. Þar er hann talinn hafa gert mörg sín mestu og beztu verk f miðri borgfirzkri sumardýrðinni, í þess- ari ljóðrænu vöggu og uppruna svo margra íslenzkra skálda, allt frá Agli og Snorra fram á vora daga. Ljóðaþýðandinn og ljóð- snillingurinn kynntist þvf Ingi- björgu gerla og kunni að meta hana að verðleikum. Dómgreind hans var óvefengjanleg, hvort sem var um innsýn f ljóð eða lífsfegurð. Eitt sinn barst þessi frænka min í Sfðumúla í tal f samkvæmi í Reykjavík. Þá spurði einhver fá- vís og furðu lostinn grallaraspó- inn: „Svo að þú átt föðursystur í „SÍÐUMÚLA", fyrir hvað situr hún inni?“ Þá eins og oftar náði ekki áhugi og þekking sumra Reykvíkinga á landi þeirra, þjöð og staðháttum lengra en inn að Elliðaám.Ingibjörg var bæði góð kona og vitur. Já, hún var vitur kona án þess að vera sér þess beinlfnis meðvitandi sjálf. Hún var aldrei haldin háum hugmynd- um um sjálfa sig. Hún lifði lffi sínu viturlega. í samskiptum við annað fólk var hún síveitul á gæði sín og gáfur án þess að ætlast til nokkurs af öðrum. Hún var gædd einstakri réttlætiskennd og hafði alltaf hemil á tilfinningum sfnum og geði og lét alltaf gott af sér leiða, þaf sem hún kom nærri. Hún tróð sér aldrei eða tranaði fram, en vann verk sín í kyrrþey og öllum athöfnum hennar fylgdi góðhugur og mannleg hlýja, jafnt til samferðafólks sem „málleys- ingja". öllum, sem kynntust henni, þótti vænt um hana. Sér- gæði eða undirhyggju var ekki að fyrirfinna í fari hennar. Hún var gæfusmiður sinnar löngu og lífs- bætandi ævi. Hún bætti ævi ann- arra með fegurð lífs sfns. Hún var alltaf jákvæð og æðraðist aldrei. Hún kunni listina að lifa, svo að allt hennar langa lffshlaup jaðr- aði við óð til mannlegrar sálarfeg- urðar. Það geta gamlir Borgfirð- ingar gleggst borið vitni um, sem menninu Andrési fyrrv. alþm. í Síðumúla, fimm börnum þeirra, uppeldisdóttur og mökum sendi ég samúðarkveðjur. Ingibjörg verður lögð til hinztu hvflu í Síðumúlakirkjugarði í dag. Ur þeim fornhelga grafreit herma þjóðsögur, að eitt sinn hafi heyrzt kveðið dimmri röddu: Vögum, vögum, vögum vér með vora byrði þunga. Af er nú, sem áður var í tíð Sturlunga og í tíð Sturlunga. Eitt er víst, að aldrei munu slíkar kveðjur berast frá moldum þessarar hóglátu og hæversku,en húnvetnsku frænku minnar, Ingi- bjargar í Síðumúla, sem nú hefir verið hlíft við lýjandi byrði ell- innar. Sú kærleiksríka kona kunni hvorki að kveina né kvarta í lifenda lífi. Hún var friðflytj- andi og andlegur græðari og huggari um alla sína daga. Það er Ijúft og gott að fá að sofna svefninum langa eftir langan og vel unninn ævidag, sofa og hvfla í faðmi eins fegursta héraðs þessa fallega lands. Góða nótt, sof rótt, leyf þreyttum að sofa. örlygur Sigurðsson. Ingibjörg Guðmunds dóttir Síðumula — Minning Hinn 18. júní síðastliðinn lézt í Landspítalanum frú Ingibjörg Guðmundsdóttir í Síðumúla rúm- lega 87 ára að aldri. Með Ingi- björgu f Síðumúla er mikil merk- iskona af heimi horfin. I stuttri minningargrein á kveðjustund verður aðeins fátt fram tekið. Hér verður því að lesa mikið milli Ifnanna. Ingibjörg í Sfðumúla, en svo var hún ætíð nefnd í Borgar- firði, var fædd hinn 15. maí 1887 á Æsustöðum í Langadal. Voru for- eldrar hennar merkishjónin Guð- mundur hreppsstjóri Erlendsson bónda í Tungunesi Pálmasonar og Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir hreppsstjóra á Reykjum á Reykja- braut Sigurðssonar. Meðan Ingi- björg var enn í bernsku fluttust foreldrar hennar búferlum að Mjóadal og þar átti hún sín æsku- og uppvaxtarár í systkinahópi. En bróðir Ingibjargar var Sigurður Guðmundsson skólameistari sá víðkunni menntafrömuður. Nokkru eftir tvítugsaldur hélt Ingibjörg til náms f Danmörku. Lagði hún þar meðal annars stund á listiðnað. Heim komin gerðist hún kennari í heimabyggð sinni um nokkur ár. Sótti hún á þeim árum kennaranámskeið í Reykjavík. Hinn 28. september 1919 giftist Ingibjörg eftirlifandi manni sín- um Andrési Eyjólfssyni bónda í Sfðumúla og síðar alþingismanni. Var heimili þeirra hjóna víðkunn- ugt fyrir rausn og prýði alla tíð, svo að ógleymanlegt er öllum þeim mörgu, er því kynntust. Þau Ingibjörg og Andrés eignuðust 5 börn, er lifa, og eina fósturdóttur ólu þau upp. Börnin eru því 6, sem nú kveðja kæra móður hug- gróinni þökk. Er aldur færðist yfir, brugðu þau hjónin búi og fengu jörðina í hendur börnum sínum. En heim- ili áttu þau þar alla tíð. Er Eyjólf- ur sonur þeirra nú bóndi í Síðu- múla. Þegar ég nú eftir meira en 40 ára dvöl í Borgarfirði hverf í hug- anum til fólksins þar efra, þá hlýnar mér í hug, er ég hugsa til allraþeirra lífs og liðinna, er ég átti þar samfylgd með. Vitanlega urðu kynni mfn nán- ust af kirkjustöðunum, er ég sótti svo oft heim til messugjörðar ár hvert. Þar var alls staðar svo gott að koma, að á betra varð ekki kosið. Er þar sömu sögu að segja, hvort heldur það var innan Reyk- holtsprestakalls eða f sóknum ut- an þess, er ég þjónaði svo oft öðrum þræði. Að þessu sinni er Síðumúli mér efst í huga. Það er af því, að hún Ingibjörg er dáin. Um leið og við öll þökkum henni fyrir allt, sem var, þá beinist sam- úð okkar að eiginmanni hennar, börnum hennar og ástvinum öll- um. Ástvinahópurinn er stór, en vinahópurinn þómiklustærri. Því þakka ég í dag eigi aðeins fyrir mig og mfna, heldur og fyrir alla hina mörgu nær og fjær, sem eiga þökk að gjalda fyrir svo margt gegnum árin. Og nú skynja ég, að hún Ingibjörg- segir við mig: Ef nokkuð er fyrir að þakka, þá gleymdu ekki að þakka honum Andrési líka. — Já, það er víst og satt. Við þökkum þeim báðum, Síðumúlahjónunum. Heimilið þeirra var svo bjart og hlýtt og þar var skjól fyrir unga og aldna um daga og um ár. Ég þarf ekki að lýsa þessu nánar. Allir, sem til þekkja, vita hvað við er áttt. Á sólskinsbjörtum sumardegi sæktu mig héðan, Dauði — þá kuldans af þér kenni eg eigi og kvíði ei þinni dökkri brá, í geislum hennar gætir ei, glaður inn í ljós eg dey. Ingibjörg í Siðumúla andaðist á bjartri sumarstund á aflfðandi há- degi. Skáldið Grímur Thomsen átti sama afmælisdag og Ingi- björg, 15. maf. Þetta ljóð Gríms, er ég hér vitna til, er útlegging á dánarorðum eins hins göfugasta manns íslenzkrar fornaldar, Þor- kels mána, er fól önd sína þeim guði, er sólina skóp. Grfmur Thomsen trúði á ljós og líf, á guð náðar og kærleika. Ella hefði hann ekki kveðið svo fagurt um hinn forna mann. Ingibjörg í Síðumúla átti bjarta trú á Guð kærleikans og hans forsjón. Þessi trú birtist í breytni hennar og dagfari ævilangt. Það fór því vel á því, að hásumar- og hádegisstund var hennar síðasta i þessum heimi. Guð ljóss og lífs blessi hana og varðveiti — og gefi hann eiginmanni hennar, ástvinum hennar og vinum sólarsýn eilffrar vonar. Einar Guðnason. Það vorar og rótt yfir sveitir og sæ sóldísin líður í góðviðris blæ, sóleyjan fangar og fífillinn hlær og fossinn í gljúfrinu hörpuna slær. Nú fer allt að grænka og gróa um grundir, hlíðar og móa. Stefán Jónsson. Á KVEÐJUSTUND minnar elskulegu vinkonu langar mig að minnast hennar nokkrum orðum, þótt ég geri mér ljóst að fátækleg orð megni ekki að tjá nema lítið brot af þvf sem fyllir huga minn. Ég minnist þess er ég kom fyrst á heimili hennar sem lftill drengur fyrrr 33 árum. Mér var strax tekið sem einum af fjöl- skyldunni, umvafinn ástúð og hlýju. Ég minnist yndislegra sumra við störf og leik, ég minnist eiginmanns hennar, barna og annarra kærra vina, er dvöldu á Síðumúlaheimilinu á þessum árum, þar stóð húsfreyjan ljúfa við stjórnvölinn og stýrði hinu stóra, myndarlega menningar- heimili af skörungsskap og reisn. A þessari kveðjustund þakka ég og fjölskylda mín henni fyrir allt, sem hún veitti okkur af ást sinni og hlýju. Eftirlifandi eignmanni hennar, börnum og öðru skyld- fólki sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þau hafa misst mest, en gæfan líka stærst að hafa átt hana. „Far þú f friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Jón Elberg Baidvinsson. Hermann Eiríksson skólastjóri — Kveðja F. 11. júnf 1916. D. 6. maf 1974. Næst heimilinu mun vinnu- staðurinn sá vettvangur þar sem bezt er hægt að kynnast eðli hvers og eins. Samstarfsmenn um langt árabil öðlast þess vegna innsýn í hug hvers annars, og þegar vel gerist, eignast vináttu, sem dýr- mæt reynist. Það verður því stórt skarð fyrir skildi, þegar sam- starfsmaður um áratugaskeið er snögglega burt kallaður, ekki sfzt þegar sá hefur reynzt sem bezti vinur. Þá fer ekki hjá þvf, að sól missir að einhverju birtu sinnar og eins og húmi að, þó svo að fagurbjart vorið sé að varða inn- reið sumarsins. Það varð mikil breyting á skóla- haldi í Keflavík, þegar hið nýja barnaskólahús var tekið í notkun snemma árs 1952. Hlýtur það að hafa verið næstum því í líkingu við það að flytja úr göngudimm- um torfbæ í háreist hús og bjart. Hermann Eiríksson flutti sig og sveit sfna úr gamla skólahúsinu og kom sér fyrir í því nýja og hóf þar skólastarf í febrúarmánuði árið 1952. Þá lágu leiðir okkar líka saman, þó svo kynni hafi fyrr verið komin á, því þá hóf ég störf við skólann sem umsjónar- maður hans. Hermann hafði fyrr gegnt sínu starfi, ég var nýr í mínu, þess vegna var ekki lítils virði fyrir mig að njóta leiðbein- inga og skilnings skólastjórans, sem hann svo fúslega veitti að meðfæddri Ijúfmennsku og vin- samlegum skilningi. Og nú eftir þessi ár, þegar við vorum aðeins þrjú eftir þeirra, sem byrjuðu saman í nýja barna- skólanum, var hinn vinsæli og sítrausti yfirmaður kvaddur til þeirrar ferðar, sem allra bíður, en við vonum, að ekki yrði hans langa hrfð enn; svo var hann þarf- ur maður, þannig hafði hann mót- að skólabraginn allan, þannig hafði hann komið fram við það að búa þeim veganesti, er halda skyldu út í lífið eftir dvöl innan veggja þeirrar stofnunar, sem hann veitti forystu. Hermann Eiríksson skólastjóri reyndist mér slfkur í meir en tveggja áratugi náinni samvinnu og kynningu, að dauði hans hafði meir áhrif á mig til saknaðar en brottkall nokkurs annars ein- staklings mér óskylds. Segir það sína sögu um það, hvernig ég kynntist honum og hvern mann hann hafði að geyma. Þegar hafa verið skráð æviatriði hans, en mig langar aðeins til þess að bæta þessum fáu orðum við til þess að mega með þeim votta konu hans, frú Ingigerði Sigmundsdóttur, og börnum þeirra hjóna mína dýpstu hluttekningu og þakka Hermanni fyrir allt það, sem hann var mér, og biðja honum blessunar Guðs. 14. maf. Skúli Oddleifsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu fyrr en áður var. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag, og hliðsta'tt með greinar aðra daga. — Grein- arnar verða að vera vélritað- ar með góðu linubili. Viljum ráða nokkra menn vana stjórn þungavinnuvéla. Húsnæði og fæði á staðnum. Uppl. í síma 92-1575 Keflavíkurflugvelli og 1 1 790 Reykjavík Islenzkir Aðalverktakar s. f.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.