Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 37. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 Prentsmiðja MorgunblaSsins. Ragnhildur Helgadóttir kjörinn forseti ráðsins 0 23. ÞING Norðurlandaráðs var selt i Þjóðleikhúsinu laust eftir kl. 11 í gærmorgun. Fráfar- andi forseti ráðsins, Johannes Antonsson, frá Svíþjóð, setti þing- ið með ávarpi, þar sem hann lýsti ánægju fundarmanna yfir þvi að gista Island á ný, en lslendingar hefðu með menningu sinni, ekki sizt á sviði bókmennta, lagt norrænni menningu ríkulegan skerf. Hann kvað Islendinga oft hafa sýnt styrkleika sinn f verki, nú siðast eftir náttúruhamfar- irnar í Vestmannaeyjum. Hann drap á hve háðir Islendingar væru fiskveiöum og lét i Ijós þá von, að samningar tækjust um þær tollalækkanir á fiskafurðum þeirra, sem ráð væri fyrir gert í fríverzlunarsamningnum við Efnahagsbandaiag Evrópu. jafnvægisleysi, sem hann kvað vera i hinni nýju forsætisnefnd, þar sem miðflokkar hefðu of marga fulltrúa að sinu mati en verkamannaflokkar Norðurland- anna of fá. Hvatti hann til þess, að slikt yrði ekki endurtekið. Varamenn forsætisnefndar voru kjörnir: Jón Skaftason frá Islandi, Ove Hansen frá Dan- mörku, Bror Lillqvist frá Kinn- landi Erland Steenberg frá Noregi, og Sven Mellquist frá Sví- þjóð. Þegar Ragnhildur Helgadóttir hafði tekið við forsetaembættinu flutti hún ræðu, þar sem hún bauð fulltrúa velkomna til is- lands og þakkaði fráfarandi for- seta hans störf sl. ár. Einnig þakk- aði hún einum aðalritaranna, Eil- er Hultin frá Finnlandi, sem nú lætur af þvi starfi, þar sem hann Framhald á bls. 47. Ljósm.: Ól. K, Ma«. NORÐURLANDARÁÐ: — Frá setningarfundi 23. þings Norðurlandaráðs i gærmorgun. Ragnhildur Helgadóttir, nýkjörinn forseti ráðsins, flytur ræðu sfna. Lengst til vinstri er Friðjón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Islandsdeildar Norðurlandaráðs. Patrick Ward milli heims og helju Dublin 15. febrúar. Reuter. HÓPUR fólks frá N-lrlandi fór í dag í mótmælagöngu inn i Irska lýðveldið til að sýna stuðning sinn við IRA-fangana 12, sem eru í hungurverkfalli i fangelsi í Dublin. Einn fang- anna, Patrick Ward, er nú á milli heims og helju og var i morgun fluttur í gjörgæzlu- deild borgarsjúkrahússins í Dublin. Er óttazt, að hann lifi ekki miklu lengur, ef fangarn- ir láta ekki af verkfallinu og hefur kaþólskur prestur þegar veitt honum hinzta sakrament- ið. Talsmenn stjórnar Irska lýð- veldisins segja, að þegar hafi verið gengið að kröfum fang- anna um aðskilnaó frá öðrum föngum og því sé forsenda verkfallsins brostin. Fangarn- ir hafa hins vegar krafizt þess, að farið verði með þá sem póli- tíska fanga en ekki almenna glæpamenn og einnig að þeir fái sérstakar vistarverur. Þessu hafa fangelsisyfirvöld neitað, þar eð slíkt myndi stefna öryggi fangelsisins i hættu. Leiðtogar fanganna 12 hafa neitað að aflýsa verkfallinu, þrátt fyrir að leiðtogar IRA hafi hvatt þá til þess. Fangarn- ir hafa verið i hungurverkfalli frá þvi snemma i janúar. IRA hefur hótað því að tveir ráð- herrar verði myrtir, ef einhver fanganna deyr. Vopnahlé er nú i gildi á N-Irlandi um óákveðinn tíma, en illa hefur gengið að halda það og hafa leiðtogar bæði mótmælenda og kaþólskra hótað öfgamönnum, sem neitað hafa að leggja nið- ur vopn, Iffláti ef þeir ekki virði vopnahléið. Þing Norðurlandaráðs sett í Þjóðleikhúsinu í gær Gríkkir leita til öryggisráðsins Sir Julian Huxley látinn Aþenu, 15. febrúar. Reuter. GRlSKIR embættismenn og full- trúar griskra Kýpurbúa unnu í dag að þvi að undirbúa málflutn- ing grfskra Kýpurbúa fyrir örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna, er ráðið kemur saman á þriðjudag til að ræða stofnun sérstaks tyrk- nesks ríkis á Kýpur. Gera Grikkir kröfu til þess að öryggisráöið for- dæmi Tyrkland fyrir stofnun rík- isins og geri kröfur um að fyrri ályktanir ráðsins um brottflutn- ing allra erlendra herja frá Kýp- ur verði virtar og flóttamenn fdi að snúa aftur til heimila sinna og stjálfstæði eyjarinnar verði virt. Mikil reiði rikir í Aþenu vegna þessa máls og i kvöld ráðgera þús- undir stúdenta hópgöngur að sendiráðum Bretlands, Banda- rikjanna og Tyrklands í Aþenu til að mótmæla stefnu þessara þjóða í Kýpurmálinu. Antonsson reifaði síðan höfuð- viðfangsefni þessa þings Norður- landaráðs, samstarfið á sviði orkumála og iðnaðar og sagði Norðurlandaráð koma saman að þessu sinni á dökkum bakgrunni oliukreppunnar. Þegar Antonsson hafói lokið ávarpi sínu var viðhaft nafnakall og kom í ljós að þó nokkrir ráð- herranna, sem ætla að sitja þingið eru ókomnir, en þeirra er flestra von um eða rétt eftir helgina. Að svo búnu var kjörin ný forsætis- nefnd, Ragnhildur Helgadóttir var kjörin forseti ráðsins en vara- forsetar Knud Enggaard frá Dan mörku, V.J. Sukselainen frá Finn- landi, Odvar Nordli frá Noregi og Johannes Antonsson. Aður en kjör þeirra, sem var einróma, fór fram, kvaddi sér hljóðs þingmað- urinn Ragnar Christiansen úr norska verkamannaflokknum og lýsti óánægju sinni yfir pólitísku London, 15. febr. Reuter. HINN heimskunni brezki visinda maður sir Julian Huxley lézt á heimili sinu i London í rnorgun, 87 ára að aldri. Sir Julian, var liffræóíngur að mennt, en skapaði sér einnig frægö sem rithöfund- New York 15. febrúar — Reuter P G. WODEHOUSE, hinn heims- kunni brezki rithöfundur, lézt í gær í New York, 91 árs að aldri. Hann hafði þjáðst af hjartasjúk- I dómi um tima. Wodehouse var ur, fyrirlesari og útvarpsmaður. Hann var bróðir skáldsins fræga, Aldous Huxley, senr lézt 1963. Julian Huxley var einn af frum- kvöðlunum áð stofnun UNESCO og fyrsti framkvæmdastjóri stofn- unarinnar. einn vinsælasti og afkastamesti rithöfundur seinni tima. og eftir hann liggja meira en 90 skáldsög- ur og 500 smásögur. P. G. Wode- house var af mörgunt talinn einn helzti persónugervingur hins Framhald á bls. 47. P. G. Wodehouse látinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.