Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1975 3 Raqnhildur Helgadóttir, forseti Norðurlandaráðs: Skilningur almennings á starfi þjóðkjörinna stjórnmálamanna — er forsenda þess að þjóðþingin séu virkar stofnanir Ræða við setningu þings Norðurlandaráðs í gær Háttvirtu þingfulltrúar, góðir gestir. Fyrir hönd hinnar nýkjörnu forsætisnefndar vil ég bera fram þakkir fyrir það traust, sem okkur hefur verið sýnt. Við munum leitast við að vinna það verkefni, sem okkur hefur verið falið, eins og best við getum. Fráfarandi forseta, Johannes Antonsson, vil ég þakka fyrir ráðsins hönd, en hann hefur stjórnað því á liðnu starfsári með öryggi og lipurð. Þá vil ég einnig láta í ljós sér- stakt þakklæti til eins úr hópi aðalritara okkar, Eiler Hultin frá Finnlandi, en hann lætur nú af þeim starfa til að ganga í þjónustu þjóðþingsins í heima- landi sínu, þar sem hann verð- ur skrifstofustjóri. Mér er það mikið gleðiefni að bjóóa f.h. Islandsdeildar Norð urlandaráðs alla hina norrænu gesti velkomna til lsiands. A þessu landi blasa við augum okkar tákn um áhrif Norður- landaráðs. Ég nefni Norræna húsið í Reykjavík. Norður- landaráð átti verulegan hlut að endurreisnarstarfinu eftir eld- gosió i Heimaey, en flestir íbúanna eru nú aftur komnir heim. Hið þriðja tákn, sem ég nefni, er Norræna eldfjallastöð- in, en hún tók til starfa í Reykjavík á síðastliðnu ári. Ráðið kemur nú saman til funda í Reykjavík í fjórða sinn og í annað skipti í Þjóðleikhús- inu. Sjálfsagt eru þeir til, sem brosa i kampinn og segja: „Hér er stjórnmálastarfið á sinum stað. í raun og veru er það ekki annað en stærðar leikhús.*' Með þessu telja menn sig hafa visað stjórnmálamönnunum til sætis í eitt skipti fyrir öll. Við skul- um þó lita betur á málið. Er þetta eins niðrandi og stundum er ætlast til, að það sé? Var það ekki Shakespeare sjálfur, sem sagði, að öll veröldin væri leik- svið og aðeins leikarar hver karl og kona? Það sem gerist í leikhúsinu og það sem gerist í stjórnmálunum á mikilvæga sameiginlega þætti. Þetta hvorttveggja á að vera spegil- mynd þjóðlífsins. A báðum stöðunum þurfa menn að geta séð mannlífið i hnotskurn, geta greint og skýrt blæbrigðin í lif- inu og samtiðinni, — séð, hvar skórinn kreppir. Stjórnmála- starfseminni er auk þess ætlað það erfiða hlutverk að leitast sífellt við að bæta daglegt líf fólks. Við höfum nokkuó mis- jafnar skoðanir á aðferðunum. Hið norræna lifsviðhorf er okkur þó sameiginlegt og það er grundvöllur Helsingforssátt- málans um samstarf Norður- landa i Norðurlandaráði. Svo til allir þingfulltrúar í Norðuriandaráði eru þjóð- kjörnir. A það bæði við um hina 78 kosnu fulltrúa þjóðþing- anna, fulltrúa ríkisstjórnanna og fulltrúa landsstjórna Færeyja og Álandseyja. Þeim er ætlað aó vinna stjórnmála- störf i þjóðþingum sínum, hvort sem þeir eru i rikisstjórn- um eða ekki. Af þessu leiðir, að Norðurlandaráð er ákjósanleg- ur vettvangur umræðna um samband þingræðis og lýðræðis og um áhrif þjóðþinganna al- mennt. Að norrænu tali er þingræðið sú skipan lýðræðislegra stjórn- arhátta, sem best hentar. Hér á Norðurlöndum er þörf á virku þingræði, svo að verið geti raunverulegt lýðræði. Þjóðþingin þarfnast aðstoóar sérfræðinga og embættis- manna. En menn taka að efast um gengi lýðræðisins, þegar þeim verkefnum þjóðþinganna fjölgar, sem eru dregin eða látin í hendur manna, sem ekki eru kjörnir í aimennum kosn- ingum. Og þetta getur átt við bæði frumkvæði og ákvarðanir. Það varðar líka lýðræðið, ef þjóðþingin verða háó einhvers konar aðgeróarhópum i þjóð- félaginu. A Noróurlöndum verður þess nú vart, aó þýðing stjórnmála- starfseminnar fyrir lýðræðið nýtur ekki fullrar viðurkenn- ingar. Til að þjóðþingin séu virkar stofnanir, er nauðsynlegt, að al- menningur hafi skilning á starfi hinna þjóðkjörnu stjórn- málamanna í samfélaginu. Þingmenn þarfnast jákvæðs skilnings i orðanna fyllstu merkingu. Án þess skilnings geta stjórnmálamennirnir misst móðinn. Þá dregur úr góðum áhrifum þeirra. Jafn- framt getur orðið minna um, að kjósendur eigi margra góðra kosta völ. Um leið dregur úr gæðum .stjórnmálastarfsem- innar, þvi að störf á sviði stjórn- málanna verða ekki i sama mæli og áður eftirsóknarverð í augum hæfra manna. í öllu þessu felst hætta fyrir lýðræðið á okkar tið. Stjórnmálamennirnir sjálfir verða að grípa hér i taumana. Má ég varpa þvi fram til um- hugsunar, hvort nú sé ekki tímabært, að þingmannasam- koma eins og Norðurlandaráð láti hefja könnun þessa mál- efnis í þeim tilgangi að bæta stjórnmálastarfið í þjóófélag- inu og þar með lýðræðið. Þetta leiðir hugann að megin- reglu, sem nú er fjallað um i Norðurlandaráði, — reglunni um stjórnsýslu fyrir opnum tjöldum. Hún á m.a. að stuðla að miðlun upplýsinga og að gagnkvæmum skilningi. 1 Norðurlandaráði sjálfu hefur mikið verið unnið að lillögum um, að allir, bæði innan ráðsins og utan, geti sem bezt fylgzt með því, sem hjá okkur fer fram. Stundum spyrja þeir um nyt- semi hinna mörgu funda og háu skjalabunka, sem ekki þekkja Norðurlandaráð af langri og djúpstæðri reynslu. Á þingi okkar hér i Reykjavík munum við ræða leiðir til að greiða fyr- ir samskiptum milli deilda ráðs- ins. Þaó á að gera starfsemina einfaldari og bæta hana um leið. Um aðra málaflokka er það að segja, að vænta má mikil- vægrar umræðu um menning- armál. Það fé, sem ráðið getur veitt til menningarstarfsemi, mun aukast á næstunni í sam- ræmi við samþykkt, sem gerð var á þingi okkar í Alaborg á sl. hausti. Menningarsamvinnan á vegum Norðurlandaráðs hefur ómetanlegt gildi. Þetta á bæði við um samstarf um visinda- rannsóknir, sem fer vaxandi og er eftirsóknarvert, og við al- mennt samstarf um menningar- mál. Þetta er sú norræna sam- vinna, sem allir telja eðlilega. Svo er raunar einnig um mann- réttindamálin, t.d. jafnrétti karia og kvenna. Ráðstafanir á norrænum grundvelli á þessu sviði verða ræddar á þessu þingi. Þó aó margir mikilvægir málaflokkar séu á dagskrá, munu efnahagsmálin eins og áður verða i brennideplinum. Við náurn í raun ekki langt á menningarsviðinu, ef við erum ekki raunsæ i efnahagsmálum. Norrænt efnahagssamstarf, ekki sizt um orkumál, getur haft afarmikla þýðingu, ekki aðeins fyrir Norðurlöndin sín í milli, heldur og i samskiptum þeirra við önnur riki. Eg vil einnig láta í ljós þá persónu- legu von mina, að meðferð fisk- veiðimála og hafréttarmála i Norðurlandaráði á þessu þingi þess verði til að flýta lausn haf- réttarmála á alþjóðavettvangi. Þau málefni mætti nefna, sem Norðurlönd hafa ekki getað sameinast um með auðveldum hætti. Hagsmunirnir rekast á i sumum málaflokkum, og það er eðlilegt að sumu leyti. En ein- mitt þessa vegna verðum vió að vinna að þvi að efla eininguna okkar á meðai. Stundum blæs ekki byrlega fyrir norrænni samvinnu. En þvi meiri sem straumurinn er, þeim mun fastar þarf að standa i fæturna. Norðurlandaráð ætti að vera i traustri stöðu, þvi að það verður ekki auðveldlega upp rifið, sem nærist af aldagöml- um rótum. MUNIÐ AUSTURLANDAKYNNINGUNA A UTSYNARKVÖLDINU Á HÓTEL SÖGU í KVÖLD Allir fara í ferð með ÚTSÝN ÍZZ SKlÐA- GAMBÍU- KENÝA FERÐIN FERÐIR •1 7 dagar viku Safari. Vika við m Indlandshaf Austurrikis 1 7 dagar Brottför: 2 dagar í Nairobi Fyrsta flokks 22. febr. aðbúnaður. Brottför 8. marz. _ Brottför 1 . niars. 22. maí (páskaferð) 22. febrúar 22. mars ^ -i — > . (páskaferð) / ‘N / — LONDON Vikuferðir til KANARI- Ódýrar vikuferðir! Kaupmannah.: EYJAR Febrúar: 22 Brottför: Marz: 18 1 6 22 14. feb. ..Scandinavia April: 5 12 19 26 Mens' Wear Fair' 3. mars ..Shoe Fair Exh VERÐ REGENT PALACE ..International boat 2 7 feb — 3 vikur í 2ja m herb. show 6 marz — 3 vikur í 1 m herb 14. mars .1 9th Scandn 20 marz — 2 vikur CUMBERLAND navian Fashion Week 2 7 marz — 3 vikur í 2ja m herb 75 Flug, gisting og 1 7 april — 2 vikur í 1 m herb morgunverður 1 maí — 3 vikur AMERICAN EXPRESS EINKAUMBOÐ A ÍSLANDI Febr.: 28 Marz: 14 28 April: 4 18 TJÆREBORG EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.