Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975
37
skóla á landinu til þess aö leysa
húsnæðisvandamál Menntaskól-
ans við Tjörnina?
Fara svör þeirra hér á eftir:
Gunnar T. Gunnarsson, 9. bekk,
landsprófi: Ef ég væri í 3. bekk
val þá vildi ég ekki fá M.T. hing-
að, en ég er hvort eð er i lands-
prófi svo mér kemur þetta litið
við. En þetta er betra fyrir mig
næsta ár af þvi að ég fer í mennta-
skólann hér í Vogunum.
Valgerður Harðardóttir, 7. bekk
Vogaskóla: Ég vil ekki fá mennta-
skólann hingað, því mér finnst
ekki hægt að láta henda okkur út
úr húsnæði, sem við fyllum alveg
upp í. Það er slæmt að þurfa að
fara úr Langholtsskóla eftir einn
vetur, þvi að það leggst illa í mig
að þurfa alltaf að vera að flækjast
á milli skóla. Ég hef nú verið hér i
þessum skóla siðan ég var sex ára
og mér finnst vont að missa tengsl
við kennarana.
Sigurgeir Sigmundsson, 1. bekk
menntaskólans í Vogaskóla: Mér
finnst mikil þörf fyrir mennta-
skóla hér í Vogunum, því þeim
fjölgar óðum, sem ganga í
menntaskóla.
Ég er ekkert hrifin af þessu
húsnæði hér innfrá, en þó finnst
mér að menntaskólinn ætti allur
að fá að vera undir sama þaki.
Einar Einarsson, 2. bekk M.T.:
Mér líst illa á að Menntaskólinn
við Tjörnina færist inn i Voga-
skóla, því ég myndi sakna gamla
skólans geysilega. Aftur á móti
mega Námsflokkar Reykjavíkur
fara inn í Vogaskóla frekar en inn
í M.T. eins og fyrirhuguð er. „Mér
finnst gamli menntaskólinn svo
notalegur og skemmtilegur,"
sagði hann að lokum.
Helgi Þorláksson, skólastjóri Vogaskóla, undir málverki eins fyrrver
andi nemanda sfns, Sverris Haraldssonar.
Svend Haugaard
haldið samsæti
Einn fulltrúa Danmerkur á
þingi Norðurlandaráðs er Svend
Haugaard þjóðþingsmaður frá
Skive á Jótlandi. Svend Haugaard
á hér marga vini, en hann og frú
Bergljót kona hans, veittu á sin-
um tíma forstöðu ST. Restrup-
lýðháskóla í Sönderholm, sem er
fyrir sunnan Álaborg.
Til St. Restrup komu árlega
margir -nemendur frá íslandi og
nutu þar hollrar og ánægjulegrar
skólavistar í fögru umhverfi und-
ir handleiðslu þeirra hjóna.
Svend Haugaard lét af skóla-
stjórn þegar hann var kjörinn á
þing fyrir nokkrum árum. 1 störf-
um sínum á þingi hefur hann
ávallt tekið jákvæða afstöðu til
mála, sem varða Island.
Þegar Svend Haugarrd var full-
trúi á þingi Norðurlandaráðs hér í
Reykjavík fyrir nokkrum árum
héldu nemendur frá St. Restrup
nemendakvöld til að fagna góðum
gesti, og er ætlunin að koma sam-
an næsta þriðjudagskvöid.
Þeir, sem áhuga hafa á að taka
þátt i nemendakvöldinu, eru
beðnir að hringja í síma 15802 og
50185.
(Frá St. Restrup-nemendum).
Fyrirlestur um dansk-
ar nútímabókmenntir
Danski gagnrýnandinn Torben
Broström flytur í boði heimspeki-
deildar Háskóla Islands fyrirlest-
ur um danskar nútímabókmennt-
ir mánudaginn 17. febrúar kl. 17.
Torben Broström hefur um ára-
bil verið einn áhrifamesti gagn-
rýnandi í Danmörku. Hann er að-
algagnrýnandi dagblaðsins In-
formation en hefur auk þess sam-
ið timaritsgreinar og nokkrar
bækur. Hann hefur i gagnrýni
sinni fjallað um bókmenntir allra
Norðurlandaþjóða og m.a. nýlega
gefið út bók um sænskar bók-
menntir á timabilinu 1940—72.
Merkasta framlag hans sem gagn-
rýnanda er þó kynning og túlkun
á verkum danskra modernista,
einkum þeirrar kynslóðar sem
fram kom á árunum milli 1950 og
60. Má þar nefna sem dæmi bók
hans Klaus Rifbjerg — en digter
í tiden serh út kom árið 1970. Þá
hefur hann samið kaflann um ljóð
og skáldsögur eftir 1920 í fjög-
urra binda verki um danska bók-
menntasögu sem út kom hjá Poli-
tiken fyrir tæpum áratug.
P’yrirlesturinn verður fluttur i
stofu 201 i Árnagarði og er að-
gangur öllum heimili.
(l’rá heimspekideild H.I.).
Hvítabandið
80 ára í dag
KVENFÉLAGIÐ Hvíta-
bandið er áttatíu ára i
dag og mun það vera
meðal elztu kvenfélaga á
landinu. Stofnfundur var
haldinn 1895 og meðal
frumkvöðla að stofnun
þess voru þær Þorbjörg
Sveinsdóttir og Ólafía
Jóhannesdóttir, sem
báðar voru þekktar fyrir
störf sín að mannúðar- og
líknarmálum á þeim
tíma. Varö Ólafía fyrsti
formaður þess og gegndi
því starfi í sex ár.
Hvítabandið varð fljótlega
athafnasamt i líknarmálum og
hefur á hverjum tíma reynt að
sinna þörfum, sem aðkallandi
hafa verið, en í fyrstu var aðal-
viðfangsefni bindindisstarf-
semin.
Meðal fyrstu verkefna var að
félagið gaf jólagjafir til Sjó-
mannaheimilisins, skýrslusöfn-
un um fátæk heimili og var
þangað gefinn matur og föt og
saumuðu félagskonur iðulega
fatnaðinn sjálfar. Þá var starf-
rækt sumardvalarheimili á
Brúarlandi eitt sumar og mun
það hafa verið með fyrstu til-
raunum, er gerðar voru í þá átt
hér á landi. Fræðslustarfsemi
var á starfsskrá, hjúkrunarmál
og er þá fátt eitt talið.
Viðamesta verk sem Hvíta-
bandið hefur innt af hendi var
svo bygging sjúkrahúss þess og
komu fyrst fram hugmyndir
um það árið 1917. Fjáröflun var
siðan umfangsmikil með þetta
fyrir augum árum saman, m.a.
fóru félagskonur út i
skemmtanahald í Iðnó og
Bárunni og mæltust þær
skemmtanir vel fyrir. Þær
fengu einnig kvikmyndahúsin
í
1
Ýl
SKEMTISKRÁ
HVÍTABANDSINS
5. JÚNÍ 1922
Iðnó kl. 2:
1. Frú Guðrún Indriðadóttir: Listdans.
2. Gamanleikur: Ohemjan.
3. Steindór Björnsson: Skrautsýning.
Báran kl. 2:
1. L. Guðm. og M. Kristjánsson: Samspil.
2. Bjarni Pétursson: Barnasöngflokkur.
3. Dr. Helgi Péturss talar.
4. B. P.: Barnasöngflokkur.
Iðnó kl. 4:
1. Frú Asta Einarsson og frú K. Viðar:
Samspil.
2. Steind. Björnsson: Leikfimi, ungar stúlkur.
3. — — Skrautsýning.
Skemtiskráin gildir sem aðgöngumiði.
\i
iÉ
ji
ÍÆ>
ií
i
PrentsmiBjan Gutenberg — 1922.
Mynd af prógrammi Hvltabandsins yfir skemmtan-
ir þær sem það hélt I Reykjavfk fyrir 53 árum.
Sigríður Sumarliðadóttir,
form. Hvítabandsins, Helga
Þorgilsdóttir og Jóna Er-
lendsdóttir, sem báðar hafa
verið formenn og auk þess
setið í stjórn lengi, Arndís
Þórðardóttir ritari og Odd-
fríður Jóhannsdóttir sem
lengi var gjaldkeri félags-
ins.
léð og stóðu fyrir kvikmynda-
sýningum.
Sjúkrahúsið tók til starfa
1934 og rak félagið það í níu ár,
en þá afhenti það bænum
sjúkrahúsið með öllum tækjum,
að gjöf og tók hann við rekstri
sjúkrahússins.
Á síðustu árum hafa fjölmörg
verkefni verið á dagskrá Hvíta-
bandsins. Það keypti og rak um
tíma ljósastofu við Fornhaga,
hefur gefið fjárupphæð í með-
ferðarheimili það fyrir tauga-
veikluð börn, sem hefur hafið
starf. Þá hafa verið gefnar gjaf-
ir til Hvítabandssjúkrahússins,
og sömuleiðis til mæðraheim-
ilisins við Sólvallagötu tók til
starfa. I tilefni áttatíu ára
afmælis félagsins gaf það ný-
lega þrjú hundruð þúsund
krónur til Norðfjarðarsöfn-
unarinnar.
Félagið heldur uppi tals-
verðri félagsstarfsemi, fundir
eru mánaðarlega á vetrum,
basar og mérkjasala jafnan ár-
lega og er félagsstarf gott.
Félagar i Hvítabandinu eru
nú um 90 talsins.’ Núverandi
formaður er Sigriður Sumar-
liðadóttir. Aðrar seiii. for-
mennsku hafa gegnt eru auk
Ölafiu, sem nefnd hefur verið,
eru Þorbjörg Sveinsdóttir, Ing- \
veldur Guómundsdóttir, Guð-
laug Bergsdóttir, Helga Þorgils-
dóttir, Áslaug Þórðardóttir og
Jóna Erlendsdóttir.
Á fundi með nokkrum Hvíta-
bandskonum fyrir fáeinum
dögum léttt þær í ljós ánægju
með þá samvinnu sem alla tíð
hefði verið við borgarbúa og
ótalda velvildarmenn hefði
félagið átt frá fyrstu tíð sem
hefðu stutt það með ráðum og
dáð. Fyrirgreiðslu og skilning
hins opinbera bæri einnig að
meta.
Sú fjáröflun sem félagið
vinnur nú að miðast að því að
styrkja ungar stúlkur, sem lent
hafa í erfiðleikum vegna
drykkju, og mun stjórn félags-
ins taka um það ákvörðun
hvernig sú aðstoð félagsins
verður bezt og árangursrikast
látin í té.
í stjórn Hvítabandsins eru nú
Sigríður Sumarliðad. form.
Helga Guðmundsdóttir vara-
form. Arndís Þórðardóttir
ritari, Unnur Jóhannesdóttir
gjaldkeri, meðstj. Dagmar
Sigurðardóttir og í varastjórn
eru Sigrún Sigurðardóttir og
Kristin Gisladóttir.