Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1975 Eftir stutta og sigursæla hljómleikaferð um Vestur- Þýzkaland, hina fyrstu eftir að sovézk yfirvöld höfðu veitt honum brottfararleyfi til út- landa eftir tveggja ára þóf og eftir frumflutning tónverks, sem Benjamin Britten hafði samið sérstaklega fyrir hann, I Englandi, sneri Mstislav Rostropowitsch aftur til Þýzka- lands til að leika þar. Með Ber- linar Filharmóníuhljómsveit- inni undir stjórn Herberts von Karajan lék hann I byrjun janúar „Don Quichote" eftir Richard Strauss. (Konsertinn var einnig tekinn upp á hljóm- plötu.) Hið nýja líf Konservatorium, og þann titil mun ég bera, hvar sem ég fer. — Munuð þér setjast að á Vesturlöndum? — Eins og er lifi ég milli himins og jarðar. Það er oft erfitt siðferðilega. Stundum er kona min í París, þegar ég er i Þýzkalandi, dætur minar tvær i Sviss og minn ástkæri hundur í einhverju öðru landi. En ég þarf að halda svo marga hljóm- leika. Ég hef æðiskenndar áætl- anir, hvað hljómlistina snertir. Ég hef samninga til ársins 1979. I haust eru þa'ð „Pique Darne" og „Tosca“ I San Fransisco. Ég stjórna, en kona min syngur. I Scala Óperunni og síðan einnig Rostropowitsch Þó að nýi sovézki menningar- málaráðherrann sé góðrtr kunningi hans, verður þess ekki vart, að skánað hafi á neinn hátt það andrúmsloft, sem ríkt hefur milli sovézkra yfirvalda og cellóleikarans, sem setur skilyrði fyrir því að hann snúi aftur til heimalands- ins, þar sem hann vill þó að minnsta kosti verða grafinn, sem hann leggur áherzlu á eins og sá sem býst við því að eiga skammt undan. Andrúmsloftið hefur frekar farið versnandi: Nemendur Rostropowitsch hafa skyndilega ekki náð að fá nein verðlaun í tónlistarkeppnum. Rostropowitsch vonar samt sem áður, að menn muni taka sinna- skiptum i Moskvu og grípa tækifærið, en það er fólgið í því, að honum sé opinberlega veitt frelsi til að láta í ljós skoð- anir sínar, en síðast fór því fjarri að svo væri. Þvi er meira að segja haldið fram, að hann hafi naumlega sloppið við að vera sendur i þrælkunarbúðir. Wolf-Eberhard von Lewinski átti eftirfarandi viðtal við cellóleikarann fyrir Siid- deutsche Zeitung, en nafn hans, Rostropowitsch, segir hann, að sé borið fram með áherzlu á síðasta o-ið. — Þér megið ekki lengur halda hljómleika í Sovétríkj- unum, en hvers vegna ekki og hver bannaði það? — Ég mátti ekki lengur leika, þar sem ég vildi og það, sem ég vildi. Það voru embættismenn, sem réðu þessu, eins og þeir ráða öllu sem hljómlistarmenn varðar, enda þótt þeir hafi minna vit á músík en músíkant- arnir. Þeir veita í hverju tilviki sérstakt leyfi til utanlands- ferða, og það getur hvenær sem er verið afturkallað, — eins og til dæmis skeði, hvað mig snerti. Ástæðna er aldrei getið. Þannig var mér skyndilega vísað burt frá Stóra Óperuleik- húsinu í Moskvu. En þar sem ég vildi iðka hljómlist, æfði ég „Leðurbiökuna“ í Óperettuleik- húsinu í Moskvu, en það verk hefði ég aldrei tekið að æfa, ef ég hefði ekki jafnframt haft áhuga á því frá sjónarmiði tón- listarinnar. En þvi miður var mér einnig bannað að vinna áfram við það, þegar aðeins vika var til frumsýningarinnar. Og nú vil ég vinna það allt upp, sem mér hefur verið bannað. Ég ætla að byrja nákvæmlega á sama stað og ég var í verkinu, þegar ég var truflaður á svo svínslegan hátt. Og reyndar í Vín. — Skipta sovézku embættis- mennirnir sér af hinum stil- rænu hliðum hljómlistar? — Túlkendur hljómlistar eru frjálsir að sínum listræna stíl. En tónskáldin verða, að fylgja ákveðinni línu. Við eigum nokkur framúrstefnu tónskáld, sem margar hindranir hafa verið lagðar í veg fyrir, og þess vegna hefur einnig verið erfitt að kynnast verkum þeirra á Vesturlöndum. En að öðru leyti held ég, að ekki sé um neinn mun að ræða á aðstæðum hljómlistarunnenda í Sovét- ríkjunum og á Vesturlöndum lengur, þökk sé hinum góðu samböndum milli landanna fyrir tilstilli sjónvarps, útvarps og hljómplatna. Og svo vita tón- listarunnendur í dag alls staðar, hvað er góð og hvað léieg músik. — Hafið þér getað þróað nýja sérstaka tækni á hljóðfæri yðar? — Ný leiktækni getur þá fyrst orðið til, þegar ný tónverk gera nýjar kröfur. Og það hafa ný verk eftir rússnesk tónskáld einnig gert, t.d. eftir Schostako- witsch, Prokofjew o.fl. Fram að þessu er hægt að segja, að hinn rússneski skóli hafi tekið fram- förum. 1 öllum góðum, nýjum verkum ieynast nýir mögu- leikar á tæknilegum vanda- málum. Takist að leysa þau, kemur annað tónskáld og krefst enn meira. Ég er þeirrar skoðunar, að ekki eigi að banna neinar tilraunir. En um sér- staka tækni? Það gilda ákveðnar grundvallarreglur um fingraskipunina, en af reynslu sinni geta menn dregið mismunandi ályktanir. En leyndarmál eru engin til. Fyrir mér er það fyrir öllu aó leika eins vel og hreint og unnt er og ná áhrifum. Hljómfallið er mikilvægt atriði, ef til vill skiptir það mestu máli fyrir allt okkar líf. Og þess vegna hugsa ég mikið um hljómfallið. Sérstaklega eft- ir að ég fór að stjórna, því að þá, þegar ég leik ekki sjálfur, er eins og ég skoði músíkina frá hlið, ef svo má segja. Hið list- ræna hljómfall finnst mér vera sérkennilegt fyrirbæri. Það fer alltaf svolítið á undan — gagnvart hinu venjulega hljóm- falli, eins og tvær samhliða línur sé um að ræða. Þess vegna verður maður að beita sér svo- lítið við hljómfallið og hafa sterka tilfinningu fyrir þvi. En aftur á móti: Lagið segir fyrir um hljómfallið. — Hyggió þér á tónlistar- kennslu á Vesturlöndum£ — Ef til vill held ég eirt nám- skeið, ef til vill, en aðeins stuttan tima. Ég hef kennt mikið í Sovétríkjunum. En ég ætla nú aö hvíla mig svolítið á kennslustörfum. En, hið lang- dýrmætasta, sem ég hvarf frá, var Konservatóríið i Moskvu, bezti tónlistarskólí, sem ég veit um. Fram til síðasta dags kom tónlistarskóli þessi vel og heiðarlega fram við mig. Þess vegna get ég sagt með stolti, að ég sé prófessor við Moskva í Grand Opéra í París mun ég stjórna „Katarina Ismailowa" eftir Schostakowitsch. „Pique Dame" mun einnig verða flutt í Covent Garden Opera og „Eugen Onegin" í Metropolitan í New York. Og í apríl 1978 mun ég stjórna frumflutningi nýrrar óperu eftir Henri Dutilleux, en hann er að vinna að henni. — Verður hægt að hlusta á yður af hljómplötum sem stjórnanda, píanóleikara og cellóleikara — og þá einnig til Viðtal við rússneska cellóleikarann um „óðar” áætlanir dæmis meó einleikssvítu Bachs? — Já, þaó skiptir miklu máli, svo að vinir mínir kaupi ekki gömlu, léiegu plöturnar. Það er langt síðan þær voru gerðar. Ég vil ekki valda áheyrendum mínum vonbrigðum meó þeim. Með hinu nýja hljóðfæri minu byrjar nýtt líf fyrir mér. Ég vildi taka allt upp aftur með þessu hljóðfæri. En þó ekki sólósvítu Bachs. Til þess þyrfti ég þrjá mánuði til undir- búnings. Þann tíma hef ég ekki enn. Ég ætla líka að standa að hljómplötum sem píanóleikari og stjórnandi. Aðalatriðið er, að ég geti skapað músík. Framar öllu öðru vil ég skapa músík með hljómsveit. I fyrsta sinn verða teknir upp á hljómplötu tveir lagaflokkar, sem Schosta- kowitsch samdi fyrir konu mína. Ég leik á píanó. Það er margt í deigiunni. — Hvað er það, sem sérstak- lega einkennir hið nýja hljóð- færi, sem þér hafið sótt til Bandaríkjanna? — Það varð tíl 1711. Tón- skáldið og cellóleikarinn Duport lék á það. Þegar Napoleon vildi, að Duport lýsti fyrir sér hljóðfærinu, þreif hann í það af áfergju og rispaði það um leið, neðarlega á kassanum, með stigvélaspor- unum. Rispurnar sjást þarna enn þann dag i dag. Þetta hljóð- færi er hið fegursta allra hljóð- færa, sem ég þekki. Það svarar alltaf og örugglega, einnig í hröðum tónaröðum. Ekkert annað hljóðfæri gerir það svo fullkomlega. Efri tónar mið- strengjanna hljóma yfirleitt ekki, en á þessu hljóðfæri gera þeir það. Ég lék á það hjá ameríska cellóleikaranum War- burg einu sinni fyrir löngu. Og nú hefur ekkja hans selt mér það. Þess vegna kalla ég það núna Duport — Stradivari — Warburg — Cellóið. Páll Magnússon; Forvitnileg örnefni EFTIR að ég hlustaði á hin frábæru útvarpserindi séra Agústs Sigurðssonar á Mæli- felli og þar á meðal hið kær- komna erindi hans um Valla- nes, datt mér í hug að greina frá athugunum mlnum varð- andi uppruna örnefnis Pálshús- hólsins I túninu I Vallanesi og fjárhúss utan við hólinn, sem ávallt var kallað Pálshús. Hóll- inn er I norður frá staðnum, um 500 metra langur og var í bernsku minni aðalleikvöllur okkar barnanna í Vallanesi og fermingarbarna sóknarinnar, er þau gengu á vorin til spurn- inga hjá föður mínum. Hinn leikvöllurinn var Eldhúshóll- inn, sem gamli torfbærinn stóð undir, og var hann .okkur enn kærari, enda var fegurst útsýni af honum I allar áttir. Allir töldu vlst, að hóllinn drægi nafn sitt af fjárhúsinu. Þó að þetta væri i sjálfu sér harla ótrúlegt, kom engum til hugav að grafast fyrir um annan og sennilegri uppruna þessara ör- nefna. I sambandi við gifslíkan, sem ég er að gera, með aðstoð Magnúsar sonar míns, af Valla- nesstað, eins og hann var um síðustu aldamót, hef ég verið að kynna mér sögu staðarins og hef þá stuðst við handrit Sig- hvats Grímssonar fræðimanns, Borgfirðings, og Æviskrár Páls Eggerts Ólasonar. Þar er sagt frá séra Páli Guðmundssyni, presti I Vallanesi. Hann var af- komandi séra Stefáns Ólafsson- ar, þjóðskálds I Vallanesi, eins og flestir aðrir Vallanesprestar eftir daga séra Stefáns. Séra Páll var fæddur 1725 og varð aðstoðarprestur hjá móð- urbróður sínum, Stefáni Páls- syni I Vallanesi, árið 1752 til 1766, I 14 ár, en þá verður Jón, sonur séra Stefáns, aðstoðar- prestur föður slns og fær veit- ingu fyrir Vallanesi, þegar fað- ir hans lét af prestsskap 1768, og er þar prestur til 1777, er hann varð að láta af embætti vegna veikinda. — Þegar séra Páll Guðmundsson lét af að- stoðarprestsstarfi sínu I Valla- nesi, varð hann prestur á Kirkjubæ I Hróarstungu og prófastur 1 N-Múla- prófastsdæmi, en fær veit- ingu fyrir Vallanesi, þegar séra Jón hætti þar prestsskap 1777, og er þar prestur til dauðadags 1782, þá 57 ára að aldri. Séra Páll og séra Jón voru systkina- synir. En hvað er um örnefnin að segja? — Utarlega á Pálshús- hólnum voru 3 skemmtilegar grasigrónar lautir, hver hjá annari, sýnilega fornar húsatættur. Frá þeim var álíka langt að vatnsbóli staðarins og frá gamla Vallanesbænum og fjósi staðarins, en þó líklega heldur styttra. í hárri brekku, utan við hólinn og austan við áðurnefnt fjárhús, „Pálshúsið", voru gömul veggjabrot, er um- luktu svæði I brekkunni, sem virtist hafa verið stór kálgarð- ur. Þetta land var stærra og brattara en svo, að um gamla f járrétt gæti verið að ræða. Allt bendir þetta til þess, að þarna á hólnum hafi fyrir löngu verið reistur Htill bær og að sá, sem það gerði og þar bjó hafi einnig byggt fjárhúsið utan við hólinn og gert kálgarðinn I fjárhús- brekkunni. örnefnin sýna, að sá sem þetta gerði hefur heitið Páll, og getur þá ekki verið um annan að ræða en séra Pál Guðmundsson I Vallanesi, og hefur hann þá ráðist I þetta á eigin kostnað, er hann var þar aðstoðarprestur frænda síns, 'séra Stefáns Pálssonar, I 14 ár, þvf óhugsanlegt er að hinn síðarnefndi hafi gert þetta á sinn kostnað eða prestsseturs- ins fyrir aðstoðarprest sinn. Útaf fyrir sig er það líka ósennilegt að aðstoðarprestur hafi ráðist I þessar óvenjulegu framkvæmdir á sinn kostnað, en þegaraðergáðvoru allar ástæður séra Páls I sámbandi við .þennan atburð líka alveg óvenjulegar. Séra Páll varð, eins og fyrr segir, aðstoðarprestur I Valla- nesi hjá frænda sínum, séra Stefáni Pálssyni árið 1752 og gerði þá vafalaust ráð fyrir að vera það meðan séra Stefán væri þar prestur og að fá hið eftirsótta brauð eftir að séra Stefán léti þar af prestsskap. Þetta hefði líka allt gengið að óskum, ef Jóni, syni séra Stefáns, er var við nám I læknisfræði er þetta gerðist, hefði ekki síðar snúist hugur og ákveðið að verða prestur og orð- ið aðstoðarprestur föður síns 1766 og eftirmaður hans sem prestur I Vallanesi 1768 til 1777, er hann varð að fara frá vegna geðbilunar, en þá var séra Páli veitt Vallanes, eftir að hafa verið prestur á Kirkjubæ I 11 ár. Vallanesi hélt hann síðan til æviloka 1782. Faðir séra Páls var séra Guðmundur Pálsson, prestur á Kolfreyjustað I Fáskrúðsfirði, mikill búmaður og talinn á sín- um tlma auðugasti prestur landsins, og voru þeir þó marg- ir vel fjáðir. Á fyrstu aðstoðar- prestsárum sínum I Vallanesi, 1754, kvæntist séra Páll Ingi- björgu, dóttur séra Jóns Þor- lákssonar, prests á Hólmum við Reyðarfjörð, sem var talinn efnaður maður. Virðast hin ungu hjón þVí ekki hafa þurft að sætta sig við þröngan húsa- kost I gamla Vallanesbænum I sambýli við séra Stefán og fólk hans. Hefði þetta líka stungið óskemmtilega I stúf við kjör og ástæður Þórunnar systur séra Páls, sem bjó I næsta nágrenni við Vallanes og var kona héraðshöfðingjans, Péturs Þor- steinssonar, sýslumanns á Ketilsstöðum á Völlum. Sýnir þetta, að hin ungu hjón muni hvorki hafa skort áhuga né möguleika til að reisa sér snotr- an bæ á Pálshúshólnum og myndarlegt fjárhús út af hon- um, allt með fjárhagsaðstoð hinna efnuðu foreldra sinna. Lftið fjós gat verið undir bað- stofu, sem tlðkaðist á þessum tlma. — Ég tel umrædd örnefni vitna um þetta, og að þetta sé hin rétta skýring á uppruna þeirra. I sambandi við kálgarðinn vil ég benda á eftirfarandi: Séra Guðmundur á Kolfreyjustað kostaði Pál son sinn, eftir að hann hafði lokið stúdentsprófi I Skálholti, til náms I Danmörku. Þar hefur hinum verðandi presti og bónda I Vallanesi gef- ist ákjósanlegt tækifæri til að kynna sér garðyrkju Dana. Hinn myndarlegi kálgarður I fjárhúsbrekkunni ber þess vitni, að séra Páll hafi gert þetta og notfært sér þekkingu sína I þeim efnum, er hann varð aðstoðarprestur I Vallanesi og byggði bæ sinn á Pálshúshóln- Fiat 132 1600 special árg. 1974, sérlega vel með farinn, lítið ekinn bíll til sölu og sýnis í dag. Bíllinn er Ijós brúnn að lit og grænn að innan. Uppl. ísíma 42856.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.