Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 31 Herdís Hermóðsdóttir: Rödd úr eldhúsinu Ég var að Ijúka við að lesa grein eftir Jón ísberg um Mídasargull og Vísisvizku, en ber ekki neina sérstaka lotningu fyrir hinni Jónisku vizku greinarinnar, vegna þeirrar dæmalausu einsýni höfundar sem hún ber vitni. Það mun hárrétt, að allir þekki söguna um Mídas konung. En hitt mun þá líka jafnsatt, að allir þekki gamla málsháttinn að sann- leikanum verði hver sárreiðastur. Sú hefur líka orðið raunin á i þetta sinn. Ég tel mig ekki þurfa að skjóta skildi fyrir Visi, en þakka honum hins vegar fyrir að hafa þorað að taka þetta tabu-mál til meðferðar, eitt blaða. Það var seinna en von var á. Enda fékk alþjóð tækifæri til að hlýða á for- svarsmenn beggja málsaðila I sjónvarpinu og hef ég um það rökstuddan grun, að þar hafi Vis- ir ekki borið skarðan hlut frá borði í augum landsmanna. Mér sýnist nú að fjandinn eigi marga lærisveina og ekki grun- laust um að J.í. hafi eitthvað reynt að apa eftir honum lestrar- lagið. Að minnsta kosti hef ég ekki getað fengið það út úr grein- inni í Vísi, að það sé tillaga um að leggja niður landbúnaðinn. Hann bendir aðeins á, að óforsvaranlegt sé að skattpína almenning til að standa undir framleiðslu land- búnaðarvara, en selja svo þessum sama almenningi framleiðsluna á þvi okurverði, að okkur, neytend- unum veitti alls ekki af öllu Mídasargulli til að geta alið börn- in okkar upp á eðlilegu og hollu fæði. Þetta hef ég sjálf reynt að sýna fram á, og eins hitt, sem er þó sýnu verri gerningur, en það er að skattleggja þennan sama neyt- anda, sem ekki getur keypt búvör- urnar sökum þessa okurverðs, til að borga þær ofan í erlenda neyt- endur og það í svo ríkum mæli, að t.d. Færeyingar sögðu í haust, að þeir borðuðu íslenzkt lambakjöt i allar máltíðir vegna þessk að það væri svo ágætt og ódýrt, en keyptu sér svo fisk til að steikja á sunnudögum!! Þetta er, að mín- um dómi ekki aðeins óverjandi, það er glæpur. Svo það má kannski með nokkr- um hætti segja, að ég hafi raufað þann seyð, er nú rýkur, enda fékk ég litlar þakkir fyrir, sem kunn- ugt er, En það skemmtilega skeð- ur, að sumt er mjög líkt í svari Inga Tryggvasonar við grein minni í Morgunblaðinu og þessari grein J.í. Þeir telja sem sé, að ekki sé rétt farið með tölur. En þeir vita vel að þær eru réttar, og það sem betra er, aimenningur veit það. Sá almenningur, sem ekki hefur ráðherra-, þingmanns- eða sýslumannslaun til að standa gegn þeirri lífskjaraskerðingu, sem þessi ríkisverndaða einokun á aðalneyzluvörum fólks bakar honum. Þegar svo er komið, að t.d. gulrófur, teknar upp úr íslenzkri mold, eru seldar hér á sama verði og suðrænir ávextir, sem fluttir eru til landsins yfir óravíddir heimshafanna á dýrum skipum, og sjómennirnir okkar geta keypt erlendis egg, kjöt (jafnvel íslenzkt) og smjör á helmingi lægra verði (en fá það ekki) en sömu vörutegundir hér- lendis, þá er ekki nema réttmæt krafa að leyfður sé innflutningur á þessum nauðsynlegu fæðuteg- undum. Það er ekki verið að ráðast gegn bændum. Það er ekki verið að leggja tii að bændastéttin sé lögð niður. Það er einfaldlega verið að kerfjast þess, að hinn almenni borgari geti haft sómasamlega f sig og á, án þess að þurfa að fá kauphækkanir annan hvern mán- uð, og gera þar með allan annan atvinnurekstur óstarfhæfan og ósamkeppnisfæran á erlendum mörkuðum sökum dýrleika. Það hefur aldrei heyrzt, að t.d. fatasaumur í landinu ætti að leggjast niður af því að flutt eru inn föt. Það er flutt inn kex, þó kvexverksmiðjur séu hér starf- andi. Sömuleiðis alls kyns brauð og kökur (og tertubotnar) þó fjöldi brauðgerðarhúsa sé hér starfræktur. Einnig eru flutt inn húsgögn þó hægt væri að full- nægja allri efti'rspurn frá inn- lendum húsgagnaverkstæðum, svo nokkuð sé nefnt. Enginn talar um að ráðizt sé gegn þessum iðngreinum þó inn- flutningur sé leyfður á þessum vörutegundum. Hvers vegna ætti landbúnaður- inn að vera undanþeginn allri samkeppni? Að vfsu voru sumar af þessum innfluttu vörum háðar hinum svo- kölluðu verndartollum. Það er meinið. Þess vegna þurfa innlend- ir framleiðendur ekkert að hugsa um hagkvæmni og bætt fyrir- komulag. Því verður aldrei um neina framför að ræða, hvorki um verðlag né vöruvöndun Þannig fóðra stjórnvöld á hverj- um tíma verðbólguna. Og það væri synd að segja, að hún væri ekki vel framgengin. Þar var stjórn hinna vinnandi stétta! engin undantekning, sam- anber hina óraunhæfu kjara- samninga í febrúar í fyrra. Sýnir í Klausturhólum Gunnar Þorlcifsson framkvæmdastjóri opnaði um síðustu helgi mál- verkasýningu í sýningarsal verzlunarinnar Klausturhóla, Lækjargötu 2. Gunnar sýnir þar 40 myndir, og á fimmtudaginn höfðu 8 þeirra selst. Sýning Gunnars verður opin til næstu mánaðamóta. Athygli fólks skal vakin á því, að sýningarsalurinn er á 2. hæð, og er gengið í gegnum verzlunina og þaðan upp á loft. Myndin sýnir Gunnar við tvö verka sinna. Þeir voru gerðir á þeim forsend- um að dýrtíðin væri, þá þegar, orðin slík, að fólk gæti ekki lifað af, nema fá verulega kauphækk- un. Og viðurkennt af öllum. i En hvernig fór? Jú, marz kom og kaupið hækkaði. En fólkið, sem nú þóttist loks sjá svolitla glætu framundan, var ekki búið að fá fyrstu útborgun eftir nýja taxtan- um, þegar allar landbúnaðarvör- urnar voru látnar hækka um tugi og hundruð króna pr. kg. og góð- semisgrútartýra vinstri stjórnar- innar slokknaði fyrir fullt og allt. Svo ég snúi mér aftur að J.í. og Midasargullinu hans, er hann seg- ir að enginn tali um olíugróðann. Það gera þó margir. Þar er ég engin undantekning. Ég tel það algert hneyksli hvern- ig Rússar okra á olíunni. Með hliðsjón af þvi að þeir þykjast fyrirlíta hina vestrænu kapitalista og auðvaldsskipulag og arðránsstefnu þeirra eru þeir af þvi sýnu verri, að taka upp hið arabíska þvingunarverð á oliunni gagnvart gömlu viðskiptaríki. Og ég er ekki I vafa um, að hefðu Bandaríkjamenn verið okkar við- skiptamenn og selt okkur sömu olíukaupakjör og Rússar gera, væri ekki jafn hljótt um olíuokrið á siðum Þjóðviljans og nú er. Og það tel ég óhæfilegt misrétti, að fólk sem býr við olíuhitun húsa og rafmagn framleitt með oliu skuli þurfa að gjalda sömu skatt- prósentu og þeir, sem langtum betur eru settir að þessu leyti. Þetta fólk býr í sfnum gömlu hús- um, lítið sem ekkert einangruðum og fer með 1000 1. minnst á mán- uði yfir veturinn, aðeins minna á sumrum, ef síðasta sumar er mælikvarðinn. Þá eru 600 kr. lítið bót eins og flestir geta séð. Hvers vegna fellir ríkið ekki niður toll- inn á oliu til húsakyndingar? Það sýnist þó ólíkt vitlegra en það fyrirkomulag sem nú er. Það mundi bæta hag þessa fólks án beinna kauphækkana og um leið kippt einum spæni úr aski verð- bólgunnar. En á hverjum bitnar svo verð- bólgan harðast? A húsmæðrun- um. Og samt tel ég þær bera sína ábyrgð á þessu ófremdarástandi, njeð sinni dæmalausu þolinmæði og afskiptaleysi. Verðbólgan æðir áfram og þær vita ekki hvernig þær eiga að fara að því að láta kaupið duga fyrir brýnustu þörf- um heimilanna. Ég trúi því varla, þrátt fyrir allt, að húsmæður þessa lands séu svo hundflatur skrælingjalýður, að þær þegi við þvilíkum kjafts- höggum og þeim hafa verið greidd á þessu þjóðhátíðarári í formi hinna síendurteknu stór- hækkana á verði matvæla, aðal- lega landbúnaðarvara. Ég tel landbúnaðinn nauðsynlega at- vinnugrein í landinu, en tek ekki undir það, að bændur séu nauð- synlegri en aðrir þegnar þjóð- félagsins. A.m.k. ekki nauðsyn- legri en fólkið sem er nýtt til að kaupa framleiðslu þeirra á okur- verði. Hver einasta viti borin manneskja veit, að við eigum við mikla erfiðleika að etja i þjóðar- búskapnum. En það er sjaldan minnzt á þá erfiðleika sem hver húsmóðir verður að sjá fram úr dag hvern. En það vil ég full- yrða, að treysti húsmæður sér til að láta hin venjulegu daglaun duga fyrir nauðþurftum eins og málin horfa við frá minum bæjar- dyrum séð, þá hafa þær til að bera meira fjármála- og hagræðingar- vit í litla fingrinum, en fyrir- finnst í heilabúi fjármála- og hag- sýsluspekinga, bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnar, og ættu þeir skilyrðislaust að rýma sess fyrir þvilíkum hæfileika- mönnum í fjármálastjórn, því oft er þörf, en nú er nauðsyn. Þar með kveð ég að þessu sinni og þykir sjálfsagt nóg sagt, þó margt sé ósagt látið. Skrifað hinn 18. janúar 1975. Herdfs Hermóðsdóttir. ðjaukjorio 1 Múrarafélagi Reykjavíkur Frestur til að skila framboðs- listum til stjórnarkjörs í Múrara- félagi Reykjavíkur rann út 12. febrúar. Einn listi kom fram, listi fráfarandi stjórnar, og er hann því sjálfkjörinn. Stjórnina skipa eftirtaldir menn næsta ár: Kristján Haralds- son, formaður, Helgi Steinar Karlsson, varaformaður, Þórar- inn Hrófsson, ritari, Öli Kr. Jóns- son og Ölafur Sigurðsson, en tveir þeir siðasttöldu skipta með sér gjaldkerastörfum. Varastjórn skipa: Trausti L. Jónsson, Ólafur Veturliðason og Arilius Harðarson. Kvenfélag Húsavíkur 80 ára Húsavik 14. febrúar KVENFÉLAG Húsavíkur varð áttatíu ára i gær og minnist þess- ara timamóta með fagnaði í félagsheimilinu á Húsavík á morgun, laugardag. Frá upphafi hefur markmið félagsins verið að stuðla að eflingu menningar og framfaramála Húsavíkur, og mætti þar margt upp telja. T.d. hefur félagið gefið flesta þá kirkjugripi, sem prýða Húsa- víkurkirkju. Frá stofnun hefur félagið hald- ið ókeypis jólaskemmtun fyrir öll barnaskólabörn á Húsavik, svo margir eru þeir sem frá upphafi hafa notió veitinga og velgjörn- inga þessa ágæta félags. Það er ómælt það starf, sem kvenfélagskonur hafa lagt málefnum Húsavíkur og væri það mikið ef mælt væri i timum eða fjármunum. — Fréttaritari. — Rafvæðing Framhald af bls. 27 þær spurningar einnig komið fram, hvort ekki sé æskilegra að nota þessa orku til annarra hluta heldur en járnblendiframleiðslu, t.d. til matvælaframleiðslu með einum eða öðrum hætti. í því sam- bandi vil ég taka það fram, að við höfum, íslendingar, stórkostlega möguleika til margs konar mat- vælaframleiðslu, ylræktar- og grænmetisframleiöslu með jarð- hita, og það er enginn vafi á þvi, að notkun þeirrar orku, jarðhita- orkunnar, er hagkvæmari heldur en notkun raforku í því skyni. Það liggja fyrir miklar áætlanir og greinargerðir um ylrækt með notkun jarðhita og jarðgufu, og verður væntanlega tækifæri til þess áður en langt um líður að ræða þau mál nánar hér á Alþ. Stórvirkjun á Norðurlandi Virkjunarmöguleikar á Norður- landi eru margvíslegir og miklir og það þarf að huga vel að þeim. Því miður er svo ástatt um rann- sóknir og undirbúning að það á nokkuð í land enn. Vil ég þar nefna sérstaklega þessa fjóra möguleika sem kannski eru stært- ist og nærtækastir, þar sem er virkjun i Dettifoss, virkjun í Skjálfandafljóti, virkjun Jökulsár eða jökulsánna í Skagafirði og virkjun Blöndu. Það þarf að hraða eftir þvi sem föng eru á undirbúningi og ákvörðunum og síðan framkvæmdum við nýja vatnsaflsvirkjun á Norðurlandi og ég vil taka það fram sem mína skoðun, að ég tel að virkjun Blöndu sé einhver hagkvæmasti og öruggasti virkjunarkostur sem völ er á, rannsóknir allvel á veg komnar, Þó ekki nægilega til end- anlegrar ákvörðunar. Mér virðist mjög æskilegt að sem fyrst yrðu teknar ákvarðanir um stórvirkjun fyrir norðan til þess að skapa þar möguleika á auknu atvinnulífi, auknum iðnaði, stórvirkjun, sem gæti þá orðið lyftistöng fyrir þann landshluta eigi siður heldur en þær stórvirkjanir og stóriðju- framkvæmdir sem risið hafa hér á Suð-Vesturlandi. Og það eru óneitanlega miklar likur til þess að Blönduvirkjun yrði þar fyrir valinu, svo fremi að samningar takist um land- og vatnsréttindi við eigendur, sem að meginhluta eru upprekstrarfélög Auðkúlu- heiðar og Eyvindarstaðaheiðar. Ég tel nauðsynlegt í sambandi við slikar stóriðjufyrirætlanir eins og gert er ráð fyrir i þessu frv. að huga að byggðamálunum og hvað hægt er að gera í virkjun- ar og iðnaðarmálum á næstunni í öðrum landshlutum. Brezki vinsæld Brezki vinsældalistinn er þannig: alistinn 1(1) January Pilot 2(3) Sugar candy kisses Mac and Katie Kisson 3 (10) Please mr. Postman Carpenters 4( 7) Goodbye my Love Glitter Band 5 (12) Angie babv 6 (18) Black superman (muhammed ali) 1 Johnny Wakelin and the Kinshasa Band 7(17) Star on a tv show Stylistics 8 (23) Footsee .. Wigan’s Chosen Few 9 (13) How i'm here 10 ( 6) Morning side of the mountain .. Donny and Marie Osmond Bandaríski vinsældalistinn Vinsælustu lögin í Bandaríkjunum eru: 1(2) You’re no good 2(3) Fire 3 ( 4) Pick up the pieces .. Average White Band 4(5) Best of my Love 5 ( 9) Blaek walter 6(11) Boogie on reggae woman Stevie Wonder 7(8) Somc kind of wonderful Grand Funk 8 (12) Mv eves adored vou Frankie Valli 9 (21) Have you ever benn mellow Olivia Newton-John 10 (11) Get danein’ Disco Jex and the Sex-o-Lettes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.