Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 S6ð yfir þingsalinn. Forseti ráðs- ins, Ragnhildur Helgadóttir, f ræðustóli. Svipmyndir frá Norður- landaráðs- þingi . . . LJ6sm. ðl. K. M. Forsætisráðherrarnir Geir Hallgrfmsson og Trygve Brattcli spjalla saman fyrir þingsetningu. Johannes Antonsson, Svfþjóð, set- ur Norðurlandaráðsþingið. Þau stjórna störfum Norður- landaráðsþingsins, Friðjón Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Ís- landsdeildar ráðsins, Ragnhildur Helgadóttir, forseti ráðsins, og Helge Seip, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs f Stokkhólmi. Hér ræðast þeir við Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra, Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra og Trygve Bratteli, forsætisráðherra Noregs. Stórbingó til styrktar vangefn- um í Lyngási A þriðjudagskvöld halda Foreldrasamtök Lyngásheimilis- ins stórbingó í Súlnasal Hótel Sögu til styrktar starfsemi heimilisins. Glæsilegir vinningar eru í boði — tvær Kanarfeyja- ferðir og tvær Færeyjaferðir, auk Rowenta-heimilistækja. Spilaðar verða 12 umferðir. Hrefna Haraldsdóttir forstöðu- kona f Lyngási sagði, að þetta væri í fyrsta sinn, sem foreldra- samtökin gengjust fyrir bingói, en samtökin voru stofnuð fyrir tveimur árum. Á heimilinu eru nú 40 börn, flest á aldrinum 2—13 ára, og sagði Hrefna, að það sem nú háði starfseminni mest væri of lítið húsrými. Það horfir samt til bóta, og er gert ráó fyrir að fram- kvæmdir við vióbótarbyggingu geti hafizt á næsta ári. Agreiningur vegna samþykktar Rithöf- undasam bandsins MORGUNBLAÐIÐ hafði f gær samband við Sigurð A. Magnús- son, formann Rithöfundasam- bands Islands, og spurði hann, vegna fréttar f blaðinu f gær um stuðning sambandsins við Félag fsl. myndlistarmanna, hvort ekki hefði verið réttara að Rithöfundaráð Islands fjall- aði um málið. Sigurður sagði: „1 fyrsta lagi á stjórn Rithöf- undasambandsins fulltrúa í stjórn Bandalags ísl. lista- manna og er þetta fyrst og fremst stuðningur við yfirlýs- ingu hennar, og því er þessi yfirlýsing gefin. Það má að vísu deila um það, hvort Rithöf- undaráðið eigi að fjalla um mál- ið, en mér finnst sjálfsagt að það komi með svona yfirlýsingu líka, enda er það hluti af þess- um samtökum og það má segja, að hér sé um menningarlega hagsmuni að ræða. Okkur fannst sjálfsagt þegar leitað var til okkar frá Banda- laginu um stuðning, að við eins og stjórnir allra annarra félaga, sem eru í þvi, tækjum afstöðu til þessa máls.“ Þá leitaði Morgunblaðið til Indriða G. Þorsteinssonar, for- manns Rithöfundaráðs Islands, og spurði hvað hann vildi segja um þetta mál. „Ef svona á að viðgangast í framtiðinni, þá virðist þurfa að endurskoða lðg félagsins betur og þann grund- völl, sem lá til sameiningar rit- höfundafélögunum á sínum tima,“ sagði Indriði. Dagskrá þings Norðurlandaráðs 1 dag sunnudag, verður áfram haldið almennum um- ræðum á 23. þingi Norðurlanda- ráðs, sem sett var í Þjóðleikhús- inu í gær. Fundur hefst kl. 14, en hugsanlega verða nefndar- fundir fyrir hádegi. Hinar ýmsu nefndir ráðsins hafa starfað frá þvi á föstudag, því fundir hófust jafnskjótt og er- lendu fulltrúarnir komu til landsins. Einnig voru nefnda- fundir kl. 9—111 gærmorgun. Klukkan 20 í kvöld fer fram í Háskólabiói afhending bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs og að henni lokinni er mót- taka hjá islenzku sendinefnd- inni. Á morgun, mánudag, hefjast fundir kl. 9 f.h. Þá ræða saman fulltrúar einstakra sendi- nefnda, nefnda, er fjalla um tiltekin mál, sameiginlegur fundur verður með forsætis nefnd og nefnd samstarfsmála- ráðherranna, en þeir eiga einn- ig fund með fjármálanefnd ráðsins. Síðdegis verða allsherj- arfundir um ýmis mál, meðal annars er þá á dagskrá tillagan um ferjusamband milli Aust- fjarða og Norðurlanda. Gripinn með stolið útvarpstæki RANNSÖKNARLÖGREGLU- MENN, sem voru á ferð í mið- borginni á föstudaginn, veittu at- hygli einum af „góðkunningjum“ lögreglunnar þar sem hann var á gangi með útvarpstæki undir hendinni. Tóku þeir manninn tali, og kom þá í ljós, að hann hafði tekið tækið ófrjálsri hendi hjá manni nokkrum sem býr við Skólavörðustíg. Höfðu þeir setið saman að sumbli ásamt fleiri mönnum. Husraðandinn kærði þjófnaðinn átækinusvoog þjófn að á veski sínu, en í því voru 20 þúsund krónur. Tækisþjófurinn hefur harðneitað að vera valdur að veskishvarfinu og er sá þjófn- aður enn óupplýstur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.