Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 14
14 MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 Gleymastperlur poppsins fyrr en önnur tónlist? Gunnar Þórðarson varð fyrstur fslenzkra popptónlistar- manna til að hljóta listamanna- laun, sem kunnugt er, og án efa hefur hann hlotið þau fyrst og fremst fyrir tónverk sfn, enda þótt hann sé einnig einn bezti gftarleikari landsins. Uthlutun launanna til hans hefur vakið mikla athygli og meðal annars hleypt nokkru Iffi í umræðuna um það, hvort poppið geti kall- azt iist eða ekki. En úthlutunar- nefndin hefur nú komizt að þeirri niðurstöðu, að poppið sé listgrein — þótt börn nefndar- manna hafi kannski átt meiri þátt í þeirri niðurstöðu en margan grunar! En það vakti einnig athygli, að öðru tónskáldi voru nú veitt listamannalaun, Jóni Ásgeirs- syni, sem hafði einu sinni áður hlotið launin, en neitað að taka við þeim. Hér verður ekki gerður neinn samanburður á verkum þessara tveggja tón- skálda, Jóns og Gunnars, en vakin athygli á grein, sem birt- ist í bandaríska stórblaðinu New York Times fyrir all- nokkru, þar sem fjallað er um spurninguna, hve lengi verk popphljómsveitanna muni geymast og hvort þau muni reynast jafn langlff og verk gömlu meistaranna, t.d. Moz- arts og Beethovens. Höfundur greinarinnar er Stephen Schwartz, en hann hefur komið víða við f tónlistar- heiminum. Hann var samstarfs- maður Leonard Bernstein við gerð hins umdeilda tónverks MASS og Stephen var einnig höfundur að poppsöngleik um trúarleg efni, sem Godspell nefndist. Stephen bendir í upphafi á þau vinnubrögð, sem tfðkuðust allt frá barokkskeiðinu fram á miðja 20. öld: Tónskáld samdi tónlistina og skrifaði nóturnar á nótnablöð og sfðan var þessi tónlist túlkuð af einleikara eða hljómsveit. Sérhver sá, sem réð yfir nótnablöðum, tfma og hæfileikum, átti með tfð og tíma að geta náð að flytja þessi verk með þeim hætti, að hann gæti verið nokkurn veginn öruggur um að vera að flytja frumútgáfuna. Vissulega hafði einstaklingsbundin túlkun sitt að segja og þess vegna eru til mismunandi hljóðritanir á sömu verkunum, en hiutverk söngvara og hljóðfæraleikara eru engu að síður þau sömu í öllum tilvikunum. En vinnubrögð popphljóm- sveitanna eru talsvert frá- brugðin þessum vinnubrögð- um, sem að ofan greindi. ÖII hljómsveitin vinnur að hverju lagi eða verki og útsetningar á hljóðfæraleik og söng koma oft ekki fram fyrr en við æfingar verksins. Auðvitað er höfundur eða höfundar að verkinu, en það er heildarhljómur hljóm- sveitarinnar sem gefur verkinu sérkennin og ætlunin er sú, að einungis þessi ákveðna hljóm- sveit lelki verkið á plötum eða opinberlega. En ef verk hljómsveitarinnar verða vinsæl og útgefanda verkanna (enska: publisher; aðili, sem fyrst og fremst gætir hagsmuna höfundarins varð- andi höfundarlaun fyrir flutn- ing og notkun verksins, sam- bærilegt við STEF hér á landi.) lízt svo á, að almenningur kunni að hafa áhuga á að eign- ast nótur að þessum verkum, til að geta leikið þau á hljóðfæri heima hjá sér, þá er maður fenginn til að skrifa niður nótur lagsins, þannig að fyrst og fremst haldist laglfnan óbreytt, en undirleikur sé ein- faldaður mjög. Þessar nótur eru ætlaðar til píanóleiks, en einnig stundum fyrir gitar- leikara. Sárasjaldan gerist það, að höfundar verksins skrifi þessar nótur, heldur eru það einhverjir aðrir, sem sjá um þá hlið. Og afleiðingin verður sú, að tengsl nótnanna við upp- runalega verkið eru afar lítil. Tilefni hugleiðinga Stephen Schwartz um þessi mál var út- gáfa bókar með nótum að nokkrum vinsælum lögum hljómsveitarinnar Moody Blues. Hljómsveitin hefur orðið kunn fyrir sérlega íburðarmiklar útsetningar, hefur m.a. leikið með heilli sinfóníuhljómsveit inn á plötu. Þótt allir fimm liðsmenn hljómsveitarinnar semji hver í sínu lagi verk fyrir hana, eru lögin afar svipuð að gerð og sameiginleg áhrif liðsmann- anna mun sterkari en áhrif einstaklinganna. En þótt Moody Blues séu eins konar „sígildir 'meistarar" poppsins, reyndust nóturnar f bókinni einkennilega fjarlægar upprunalegu verkunum á hljómplötum Moody Blues. Nóturnar voru svo sem allar í bókinni, allir hljómarnir, öll taktslögin — en samt reyndust lögin einhvern veginn ekki vera í bókinni. Svo virðist sem komandi kynslóðir muni ekki geta endurflutt og endurtúlkað tónlist Moody Blues; þær verði að gera sér að góðu að hlusta á gamlar plötur og segulbands- hljóðritanir verkanna. Kannski verður þetta til þess, að popp- tónlist nútímans geymist ekki um aldur og ævi, eins og verk Beethovens, Bachs og allra þeirra virðast ætla að gera. Hvers vegna? I fyrsta lagi hefur hljóðfæraskipan breytzt mjög á undanförnum árum. 1 stað strengjasveitanna og blásturshljóðfæranna eru kom- in rafeindahljóðfæri, sem framleiða hljóð, sem ekki er unnt að ná fram á píanói eða gamaldags hljóðfæri. Trommur og takthljóðfæri skipa einnig mun stærri sess nú en áður og nánast ómögulegt er að skrifa nótur fyrir þennan taktslátt. t öðru lagi byggir sú aðferð popphljómsveitanna að semja verk sín f sameiningu svo mjög á sérkennum hverrar hljóm- sveitar — raddblöndun, persónulegum einkennum liðs- mannanna, jafnvel tegundum hljóðfæranna —, að engin hljómsveit getur náð að líkja fullkomlega eftir samhljómi annarrar popphljómsveitar. Það geta hins vegar sinfóníu- hljómsveitir gert mæta vel, líkt hvor eftir annarri. I þriðja lagi nýtir tónlist nútímans æ meira þá möguleika, sem hljóðrit- unartækin sjálf bjóða uppá, m.a. bergmál, sfun og margt. fleira. 1 f jórða lagi er enn beitt frumstæðum aðferðum við rit- un nótna popptónverkanna á blöð, aðferðum, sem hentuðu gömlu popplögunum, sem voru einföld að allri gerð, en alls ekki nýju verkunum. Þannig eru nóturnar skráðar á þann hátt, að hver einasti byrjandi, jafnvel með tíu þumalputta, geti spilað verkun. Hægri hönd- in er jafnan látin leika laglfn- una á píanóið, sú vinstri hljóm- ana, enda þótt popphljómlistar- mennirnir spili jafnt með báð- um höndum, eftir því sem hvert lag gefur tilefni til. En samt má telja, að allar þessar hindranir yrði unnt að yfirstíga, ef höfundar tónverk- anna skrifuðu sjálfir nóturnar til útgáfu, þannig að þeir gætu fyllt þær upprunalegum anda verkanna. En þvf miður eru langflestir popphljómlistar- menn ómenntaðir á sviði tón- fræði, þeir hafa fyrst og fremst lært að spila eftir eyranu, og kunna hvorki að skrifa né lesa nótur. Og þá erum við komin aftur að þeim köppum Gunnari Þórðarsyni og Jóni Asgeirssyni. Þótt Gunnar sé fjöihæft tón- skáld, er hann fyrst og fremst maður eyrans, ekki nótnablað- anna, og því er allt útlit fyrir, að örlög verka hans verði svip- uð og þeirra verka, sem Moody Blues hafa samið: Að þau geymist aðeins á plötum og segulböndum og komandi kyn- slóðir geti ekki flutt þau opin- berlega á sama hátt og verk sigildu meistaranna tfttnefndu — og Jóns Ásgeirssonar. — sh. tók saman. Gunnar ásamt konu sinnl Björgu Thorberg og dætrunum Huldu Berglindi og Katrfnu Perlu. Bjóst við að v „Mesti ókosturinn við hljóm- sveitabransann hér heima eru böllin og allt stressið f sambandi við þau. Menn slfta sér út við að spila á böllum fjögur til fimm kvöld f viku og það er lftil orka eftir til að vinna að þvf sem mann langar raunverulega til að gera, — en fyrir mig er það að geta einbeitt mér að þvf að semja. Þetta var m.a. ástæðan fyrir því að Hljómar hættu...“ Viðmælandi SLAGSIÐUNNAR er Gunnar Þórðarson hljómlistar- maður, sem sjálfsagt er óþarfi að kynna nánar fyrir lesendum. Hann hefur um árabil verið leið- andi maður f íslensku popptón- listarlffi bæði sem meðlimur í Hljómum og Trúbrot auk þess sem hann hefur lagt fram drjúg- an skerf til islenskrar popptón- listar með tónsmíðum sfnum. Þá hefur Gunnar víða lagt hönd á plóginn við gerð hljómplatna fyrir ýmsa aðila og hann varð fyrstur fslenskra poppara til að hljóta listamannalaun, þó ekki hafi það verið tilefni viðtalsins. Gunnar sleit barnsskónum vest- ur á Hólmavfk er fluttist ungur til Keflavfkur þar sem hann steig sfn fyrstu spor á tónlistarbraut- inni. Hann býr nú f Reykjavfk ásamt konu sinni Björgu Thor- berg og tveimur dætrum, Huldu Berglind og Katrfnu Perlu. „Það var eftir ball í Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri í sumar að við fórum upp á hótel og lögðum mál- ið niður fyrir okkur. Við vorum búnir að fá nóg af ballspila- mennskunni og okkur fannst að við mundum geta nýtt krafta okk- ar betur með því að losna frá því að vera bundnir í hljómsveit. Þetta var ekkert persónulegt þvi að mórallinn i hljómsveitinni var mjög góður og raunar sá besti sem ég hef kynnst í hljómsveit. En ballspilamennskan er mjög þreyt- andi og leiðinleg til lengdar og hún fer bæði illa með menn og tekur of mikinn tíma og orku frá þeim sem vilja skapa eitthvað. Það hefur aldrei tekist að byggja upp hljómleikahald hér á iandi svo að eina leiðin er að reyna að koma þessu á plötur. Ég stefni að því að geta eingöngu einbeitt mér að því að semja og spila inn á plötur í framtíðinni." Slagsiðan spurði Gunnar hvort einhverjar líkur væru á að honum yrði að ósk sinni í þessum efnum eins og málum horfði í dag: „Já, það má segja að þetta liti betur út núna en oft áður. Ég er ekki lengur bundinn í hljómsveit og hef því meiri tíma. Ég hef nú lokið við að gera tónlist við leik- ritið Fjölskyldan eftir Claes Anderson sem sýnt verður í Iðnó seinna i vetur. Ég hafði mikla ánægju af því verki en leikritið sem fjallar um drykkjuvandamál er mjög móralskt og ég reyndi að gera tónlistina í samræmi við það. 1 mars fer ég til Svíþjóðar vegna Norjazz-hljómleikanna og strax að þeim loknum fer ég að vinna við sólóplötu sem ég hef lengi ætlað mér að gera. Ég er búinn að semja um 40 lög sem ég hef úr að spila fyrir þessa plötu. Los Angeles „Mig langar til að taka plötuna upp i Los Angeles og er reyndar búinn að skrifa upptökustjóra þar í því skyni. Það er bara svo dýrt að ég veit ekki enn hvort mér tekst að kljúfa það, — en maður vonar það besta.“ — Af hverju endilega Los „Stefni að þvf að taka plötuna upp í Los Angeles". „Að mínum dómi er Los Angeles háborg popptónlistarinn- ar. Þar er rjóminn af öllum bestu spilurunum og þeir hafa náð lengst í upptökutækni, — með hinn svokallaða „West Coast- sound“. Sérstaklega finnst mér þeir góðir í að taka upp gítara. Þeir nota einhverja sérstaka tækni sem maður heyrir ekki annars staðar." En ef Los Angeles bregst, — ferðu þá ef til vill aftur í Shaggy dog stúdíóið þar sem Hljóma- platan var tekin upp? „Nei þangað fer ég ekki aftur. Bæði er stúdíóið ekki nógu gott og svo eru þeir svo latir og rólegir að upptakan mundi taka mun meiri tíma þar en hún þyrfti að gera. Hljóma-platan tók um 140 tíma í upptöku, sem var of langur tími, bara fyrir hvað þeir voru latir.“ — Þú segir að stúdíóið sé ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.