Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 Félag sjálfstæðismanna 1 Bakka- og Stekkjahverfi efndi til almenns fundar um heilsugæzlu- mál borgarinnar f Glæsibæ sl. fimmtudag. Fundinn sóttu ýmsir forystumenn, bæði borgar og rfkis, á vettvangi heilbrigðismála. Fundurinn snerist einkum um væntanlegar heilsugæzlustöðvar I Arbæjar- og Breiðholtshverfum, en fjárveiting til þeirrar fyrri er á f járlögum borgar og rfkis f ár og framkvæmdir við Breiðholtsstöð- ina hefjast væntanlega á næsta ári, en undirbúningi og hönnun hennar miðar vel áfram. Jón Grétar Guðmundsson, for- maður félagsins, setti fundinn, gerði grein fyrir fundarefninu og fól síðan fundarstjórn Óskari Friðrikssyni. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri hafði framsögu um fundarefnið. Ræddi hann einkum um frumheilsugæzlu í borginni, rakti sögu og þróun þeirra mála, legu máli tæknilegan undirbún- ing þessara framkvæmda, sem langt væri kominn, sem og fjár- hagshlið þeirra og skipulagsmál hverfanna, með sérstöku tilliti til þessarar þjónustu við borgarana. Ólafur Mixa heimilislæknir, sem ásamt Jóni Haraldssyni arki- tekt, á veg og vanda af undirbún- ingi heilsugæzlustöðvarinnar í Breiðholti, gerði sfðan grein fyrir hönnun stöðvarinnar, skipulagi hennar og væntanlegri starfstil- högun. Hann gat þess m.a., að hugmyndir um hópsamvinnu lækna og heilsugæzlustöðvar hefðu til skamms tíma átt „harla lítinn hljómgrunn í gljúpum jarð- vegi kerfisins" og jafnvel hjá læknastéttinni sjálfri. Slík frum- heilsugæzla, sem þessum stöðvum og starfsemi þeirra væri ætlað að anna, væri þó afar þýðingarmikil, ekki aðeins sem lausn á aðsteðj- andi vanda heimilislækninga í borginni, heldur sýndi reynslan Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri, ræðir heilsugæzlumál Reykjavfkurborgar. Heilsugæzlumál Reykjavíkur: Heimilislækningar og heilsu- gæzlustöðvar í borgarhverfum fjallaði um þann vanda, sem borg- arbúum er á höndum varðandi heimilislækningar, og hverjar úr- bætur væru hugsanlegar i þeim efnum. Borgarstjóri vakti athygli á því, að sennilega væru nú rúm- lega 6000 Reykvíkingar, sem ekki hefðu sérstakan heimilislækni. Hann ræddi um tilurð heilsu- gæzlustöðva í hverfum borgarinn- ar og hópsamvinnu heimilis- lækna, sem hugsanlega leið til lausnar sem og fyrirhugaðar framkvæmdir borgarinnar i þessu efni, bæði í Breiðholts- og Ar- bæjarhverfum. Borgarstjóri gat þess að á fjár- lögum 1975 væri fyrsta fjárveit- ingin til þessara framkvæmda, þ.e. heilsugæzlustöðvar i Ár- bæjarhverfi. Þar verður keypt til- tækt húsnæði fyrir þessa starf- semi. Þá gerði borgarstjóri grein fyrir teikningum heilsugæzlu- stöðvar í Breiðholti, sem fram- kvæmdir myndu væntanlega hefjast við á næsta ári og yrði vonandi tilbúin til starfrækslu (í hluta fyrirhugaðs húsnæðis) fyrir árslok 1977. Hann sagði að þessar heilsugæzlustöðvar væru i aðra röndina tilraun, sem reynslan yrðí að dæma um, en vonandi vísuðu þær veginn að stórbættri frumheilsugæzlu í borginni. Fyr- irhugaðar væru tvær slíkar stöðvar i Breióholti og ein i Ár- bæjarhverfi. Rakti hann í ítar- og, að hún lækkaði verulega tfðni sjúkrahússvistar. Sólarhringsdvöl sjúklings á sjúkrahúsi kostaði í dag 10 þús. krónur, svo arðsemi þessa starfs, mæld á mælikvarða fjármuna, væri mikil. Meginatriðið væri þó, að hér væri um heilbrigðisþjónustu að ræða, sem næði í senn til líkam legra, andlegra og félagslegra þátta heilsugæzlustarfs. Að auki höfðaði hún til ábyrgðar og aðild- ar hverfisbúa sjálfra, um leið og hún gerði búsetuskilyrði viðkom- andi hverfa meiri og betri. Magnús Sigurjónsson lýsti ánægju með starfshugmyndir slíkra stöðva, sérstaklega breidd starfsins og félagsleg tengsl við borgarana (í viðkomandi hverf- um). Hann ræddi og sérstaklega um vanda áfengissjúklinga og leiðir til að mæta honum. Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri i heilbrigðisráðuneytinu, sagði, að ein ástæða þess, að hug- myndin um heilsugæzlustöðvar væri ekki lengra á veg komin væri sú, að læknastéttin sem heild hefði naumast sýnt málinu nægilegan áhuga, a.m.k. ekki fyrr en nú. Hann flutti fundinum kveðju heilbrigðisráðherra, Matthiasar Bjarnasonar. Þá ræddi hann um fjárveitingar ríkisins til heilsugæzlustofnana. Á fjárlögum yfirstandandi árs væru 39 aðskildar fjárveitingar Ólafur Mixa læknir. til 32 byggðarlaga, samtals að fjárhæð 554 m. kr. Hlutur rfkis- sjóðs væri 85% stofnkostnaðar, en við þessa fjárhæð bætt- ust 15% frá viókomandi sveitarfélögum. Við þessar fjárhæðir bættust og fram- lög rikisins til læknabústaða o.fl., sem og til ríkisspítala, svo ætla mætti að rúmlega 1000 milljónum króna yrði í ár ráðstafað i stofn- kostnað stofnana af þessu tagi. Að auki kæmu svo framkvæmdir aðila eins og DAS (í Hafnarfirði) og kaþólskra, sem rækju sjúkra- hús í Reykjavík, Hafnarfirði og Stykkishólmi. Ráðuneytisstjórinn gat þess að nú væri i fyrsta sinni á fjárlögum ríkisins framlag til heilsugæzlu- stöðvar í Reykjavík. Því væri ekki að neita að landsbyggðin hefði notið forgangs i þessu efni. Ráðu- neytið væri bundið af stefnu- mörkun og fjárveitingu Alþingis og þar þyrfti að sækja þá áfanga, er næðust á þessum vettvangi. Grétar Hannesson og Stefán Aðalsteinsson ræddu dagskrár- efnið frá sjónarmiði íbúa í við- komandi borgarhverfum og báru fram fyrirspurnir um fram- kvæmdaatriði. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði, að ef börn væru meðtalin, stækkaði hópurinn, sem ekki hefði nú sérstakan heimilislækni í borginni. Mætti gera ráð fyrir að þetta gilti um u.þ.b. 11 þúsund manns. Að auki hefðu nýlega hætt störfum tveir sjúkrasamlags- læknar og sjúklingar þeirra færst yfir á aðra, sem væru nú of hlaðn- ir störfum. Hann ræddi og um gildi heimilislækninga og heilsu- gæzlustöðva. Sagði hann gildi heimilislæknisins vanmetið af öll- um þorra fólks. Landlæknir sagði að 60% kostn- aðar við læknaþjónustu i Reykja- vík (á vegum sjúkrasamlags) kæmi i hlut sérfræðinga. A Akra- nesi væri þetta hlutfall 40%. Það virtist síðan lækka eftir þvi sem norðar kæmi. A Akureyri væri það 20% á Húsavík 18% og ef Grímsey væri tekin inn í myndina væri sérfræðikostnaðurinn kom- inn niður i núll! Seinagangur í byggingu heilsu- gæzlustofnana væri fyrst og fremst sök fjármagnsskorts. Alþingi og borgarstjórn væru þeir aðilar, sem röðuðu verkefnum niður eftir mati á þýðingu þeirra i þjóðarbúinu og með hliðsjón af peningalegri framkvæmdagetu. Gunnar Möller, forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur, sagði þá skýringú augljósa, er leiddi til sérfræðikostnaðar i Reykjavik umfram aðra staði. Þar settust sérfræðingarnir að fremur öðrum stöðum. Heimilislæknar væru og það fáir i Reykjavík og það önnum kafnir, að tilvísun til sérfræðinga væri m.a. af þeim sökum algengari en annars staðar. Hann rakti þróun heilbrigðisþjónustu og sjúkra- Fundarmenn skoða Kkan af heilsugæzlustöð í Breiðholti. trygginga í Reykjavík og margra ára viðleitni samlagsins til að koma upp læknaþjónustu i hverf- um borgarinnar, sem nú fyrst væri að fá byr undir vængi. Heimilislæknar ynnu ómetanlegt starf og bætt aðstaða þeim til handa til hópsamstarfs á heilsu- gæzlustöðvum í hinum ýmsu borgarhverfum væri eðlilegt timanna tákn og andsvar við þörfum samtímans. Finnbjörn Kjartansson sagði að þjónustuvandi ýmissa lands- byggðarsvæða i heilsugæzlu væri að hluta til leystur með tilvisun- um til Reykjavikur. Páll Gfslason læknir, formaður heilbrigðismálaráðs borgarinnar, sagði ýmsa landshluta betur á vegi stadda um frumheilsugæzlu en Reykjavik. Þetta stafaði m.a. af því, að landsbyggðarþingmenn væru harðsæknari i baráttu fyrir staðbundnum hagsmunamálum en þingmenn Reykjavikur. Slíkar heilsugæzlustofnanir væru að 85% greiddar af rikinu, svo fjár- veitingar á fjárlögum væru for- senda framkvæmda. Á fyrstu drögum fjárlaga 1975 hefði ekki verið ein króna til stofnkostnaðar heilbrigðisstofnana i borginni. Framlag til heilsugæzlustöðvar i Arbæjarhverfi væri eina fjárveit- ingin sem fengist hefði inn i fjár- lögin. B-álma borgarspítalans stæði óbætt hjá garði. Margvísleg- um þörfum sjúkra, örkumla og aldraðra væri því ekki hægt að sinna i borginni á nauðsynlegan hátt. A landsbyggðinni þýddi ekki fyrir þingmenn, sem yndu slíku, að ganga til endurkjörs. Steinar Guðmundsson sagði væntanlegt fyrirkomulag heilsu- gæzlustöðvar i Breióholti það já- kvæðasta i þessum efnum, sem lengi hefði fram komið. Sérstak- lega fagnaði hann þátttökuaðild hins almenna borgara i stjórnun og starfsemi stöðvarinnar. Karl Asgeirsson ræddi dagskrárefnið mjög á sama veg, en lét i ljós vafa um, að tryggja mætti og virkja almenning til slíkrar þátttöku. Markús Örn Antonsson, for- maður félagsmálaráðs borgar- innar, ræddi á víð og dreif um félagsmálaþjónustu borgarinnar. Hann sagði félagsmálaráð hafa fallist á þær hugmyndir, sem Ólafur Mixa læknir hefði gert grein fyrir, varðandi Breiðholts- stöðina. Ljóst yrði þó að vera, að félagsmálaþjónusta slikrar stöðv- ar takmarkaðist við afmarkað svið. Aðrir félagsmálaþættir yrðu leystir með öðrum hætti. Að lokum tóku Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri og Ólaf- ur Mixa læknir aftur til máls, svöruðu ýmsum fyrirspurnum og drógu aðalatriði framsöguerinda sinna fram i stuttu máli. Fundur þessi var ekki fjöl- sóttur, en lifandi og litríkur. Ekki er vafi á því að slíkir fræðslu- og viðræðufundir, með lærðum og leikum, eru gagnlegir og já- kvæðir. Hins vegar þarf að kynna sjálfa fundina betur fyrirfram, svo að sú vinna og fyrirhöfn, sem að baki býr, nái til fleiri en varð í þetta skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.