Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 1 ’ a 1 \ m i * < iivin vað lásu þeir í útlöndum 1974 BREZKA blaðið Guardian hefur nýlega birt lista yfir þær bækur, sem það telur ástæðu til að mæla sérstaklega með frá árinu 1974. Nokkrar fleiri greinar um erlendar bækur munu birtast á næstunni. Hope Abandoned: A Memoir eftir Nadezhda Mandelstain (Collins/ Harvill). Ef lesendur hafa áhuga á að kynnast því, hvernig á að lifa af, mætti byrja með því að kynna sér þennan lær- dóm frá manneskju sem sýndi ódrepandi þrautseigju og hug- prýði á Stalínstímanum. önnur bók Mandelstam er fyllri og öllu beiskari en sú fyrri, en full af lifandi lýsingum af lifandi lýsing- um af skáldunum hennar, óvinum þeirra, svartsýnislegum spakmæl- um um hnignun manngildisins, og um hugrekki og lífsorku, sem gnæfa yfir svartsýnina sem stafar af bókaheitinu á ensku. Alexander Solzhenitsyn. virkni og innsæi og séð með aug- um irsks náttúrudýrkanda og skynjuð með hjarta þess sem þekkir kærleika. Beachcomber: The Works of J.B. Morton í útg. Richard Ingram (Muller) „Imyndunarafl hans sem er I senn „absúrd" og mjög frjótt skapar þar spaugileg- an heim ruglings og ringulreið- ar,“ skrifaði Richard Boston. All- ar persónurnar njóta sín til fullnustu samanþjappaðar hér á einum stað. Nadezda Mandelstam. sinni upprunalegu mynd. Sögun- um er vel niður raðað og mynd- skreytingarnar falla glæsilega að efninu. Framlag Opieshjónanna eykur mjög gildi bókarinnar. The Fearful Void eftir Geffrey Moorhouse (Holder & Stoughton) Ein magnaðasta ævintýrafrásögn síðari ára, er fylgzt er með tilraun eins manns til að fara yfir Sahara „hina leiðina" frá vestri til austurs eða frá Atlanshafi til Níl- ar. Við borð lá að þessi ferð kost- aði Moorhouse lifið og vitið hvað eftir annað en honum tókst að Thor Heyerdahl. leikni sem gerir bókina með af- brigðum læsilega og spennandi. The Year of the Wombat England 1857 eftir Francis Wat- son (Gollancz). Safaríkt ár til að fást við fyrir sagnfræðing þegar ótal margt var að gerast og annað í deiglunni, sem síðar hafði ómæld áhrif á þróunina á nánast öllum sviðum í Englandi, og gerð prýðileg skil af Watson. My Past and Thoughts: The garða á þessu tímaskeiði," skrifaði Edward Blishen I for- sendum sínum, er Barbara Will- ard fékk verðlaun Guardian fyrir beztu barnabók ársins. Wilfred Owen: A Biography eftir Jon Stallworthy (Oxford, Chatto) „Fyrsta flokks ævisaga," skrifaði P. J. Kavanagh um bók- ina „alltaf sönn og alltaf sann- gjörn--------------------------- The Gulag Archipeiago eftir Alexander Solzhenitsyn (Collins P.G. Wodehouse. The Diary of Samuel Pepys, XII, bindi 1667, í útgáfu Robert Latham & William Mathews (Bell). Hér er sannarlega á ferð maður, sem höfðar til hvaða aldar sem er, með skoðunum sínum, ekki sízt tuttugustu aldarinnar með öllum sinum þrengingum og allsnægtavandamálum. High Windows eftir Phiiip Larkin (Faber). Skæld ljóðræna Larkins — þunglyndisleg, hæðnisleg, smásmyglisleg — hefur þróazt eðlilega að dæma eftir þessari bók og hann hefur náð meira valdi á þeim aðferðum sem hann beitir. Væri fráleitt að segja að hann hefði þegar erft kórónuna frá Auden? Fatu Hiva: Back to Nature eftir Thor Heyerdahl (Allen & Unwin) Fyrir þremur áratugum eða þar um bil settust Heyerdahl og kona hans að á Suðurhafseyjum meðal tortrygginna og óspilltra inn- fæddra eyjarskeggja. William Colding taldi þessa frásögn um hættur og uppgötvanir frá þess- um tíma þrungna af '„spennu, fróðleik, upplýsingum og fegurð." Woodbrook eftir David Thompson (Barrie and Jenkins). Áhrifamikil frásögn á ást ungrar stúlku á ákveðnum stað á Irlandi. Sagan gerist á árunum milli 1930 og 1940 og með ívafi hugleiðinga um söguna sem orðin er. Mjög sérstæð bók, einkennist af vand- The Bottle Factory Outing eftir Beryl Bainbridge (Duckworth). Þessi bók, sem er þrungin ör- væntingarfullri gamansemi og byrjar og endar með jarðarförum, er aldrei miskunnarlaus eða kald- hæðin. Bókin var meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu Guardian á árinu. Dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu að „hún einkenndist af slóttugri kæti og óvenjulegri forvitni um fólk, kosti þess og veikleika, og gæfi henni Dickenskt svipmót." The Classic Fairy Taies eftir Iona og Peter Opie (Oxford) Tuttugu og fjórar sögur á fjöl- skrúðugu og kjarnyrtu máli og í komast á leiðarenda og hafði þá lagt að baki 2000 mílur. Sheyiley: The Pursuit eftir Richard Hoimes (Widenfeld) Stór og metnaðarsöm bók ungs manns, vel skipulögð og mikið af djúphugsuðum vangaveltum um manninn, skáldskap hans og rómantfsku stefnuna á Englandi. Somebody^s Sister eftir Derek Marlowe (Cape.) Gagnrýnandi Guardian Matthews Coady velur þessa bók beztu glæpaSögu ársins. Enda þótt efnisval sé engan veg- inn nýtt af nálinni er unnið úr því af sérstæðri og skemmtilegri Memoir of Alexander Herzen i útg. Dwight Macdonald (Chatto). Þessi útgáfa er stytt og dregið saman í eitt bindi það sem áður hefur verið I fjórum. Hefur útgáf- an tekizt með afbirgðum vel og ekki að sjá að mikið hafi farið forgörðum, enda þótt útgáfur af þessu tagi kunni að orka tvímælis. The Iron Lily eftir Barbara Willard (Kestrel) er ein af mörg- um og hugþekkum og liflegum frásögnum frá sextándu öldinni, allt séð frá lítt hefðbundnu sjónarhorni. „Hún dregur upp þá mynd af Énglandi eins og hún er fjarlæg I tima, svo að hún verður raunveruleg og nálæg í rúmi, og eins og hún hafi sjálf gengið um Harvill og Fontana kilja). Stór- brotnara listaverk en lesandi get- ur gert sér i hugarlund áður en bókin er lesin. Byrjun á miklu verki, sem á eftir að varpa ljósi á áratugi í lífi stórþjóðar, sem þrátt fyrir allt hefur verið í rökkri. The World of Psmith eftir P. G. Wodehouse (Barrie & Jenkins) Psmith er ein af þeim persónum, sem gerðu Wodehouse frægan snemma á rithöfundarferli hans og uppátektir hans verða þeim ógieymanlegar sem lesið hafa bækurnar um hann. Hér ritar Wodehouse formálaað bókinni, þar sem hann skýrir uppruna þessarar dáðu persónu sinnar. Innbú til sölu vegna brottflutnings. Upplýsingar í síma 25154. Sumarbústaður í fallegu umhverfi óskast sumarbústaður til kaups. Þeir, sem áhuga hafa á að selja, sendi tilboð til Mbl. merkt: „Sumarhús — 9664" fyrir 20. febrúar. Fósturheimili óskast Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir að komast í samband við heimili sem gætu hugsað sér að taka í fóstur börn á aldrinum 6 —10 ára, — Nánari upplýsingar í síma 25500 milli kl. 11 — 1 2 og 1 3 — 1 4 alla virka daga nema miðvikudaga. Vélstjórafélag íslands heldur almennan félagsfund sunnudaginn 16. febrúar kl. 1 4 að Bárugötu 1 1. Fundarefni: Uppstilling til stjórnarkjörs. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.