Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 45 tSj Morö ð kvenréttindarðöstefnu Jöhanna Kristjönsdöttir býddi 44 annars fer ég rakleitt heim til Iu. Þér megið hugsa málið til klukk- an ellefu." Mér gafst ekki einu sinni timi til að segja henni að hún gæti etið það sem úti frýs fyrir mér, því að hún hvarf eins skyndilega og hún kom og settist i aftur hjá vinum sínum. Og þér 1 ráðið hvort þér trúið mér eða ekki, en þegar klukkan var rúm- lega ellefu, stóð þessi manneskja upp, kom til mín og sagði: „Jæja. Þér skuluð þá taka afleiðing- unum. Ég stend alltaf við það sem ég lofa.“ Og svo gekk hún í mak- indum út og hvarf. HEIM TIL IU. Og hvað síðan gerðist er víst óþarfi að fjalla um. Augu Iu skjóta gneistum af reiði. — Hún var sem sagt þannig innrætt. Ógeðslegur fjárkúgari. Og vegna þess munaði engu að hjónaband okkar færi í vaskinn. — Sagðir þú . . . munaði engu Hún kinkar kolli og nokkur tár læðast niður vangana. — 1 kvöld tautar Hasse og viró- ist eiga erfitt um mál, skrifa ég enga grein. Ég hringi og segist vera í yfirheyrslu hjá lögregl- unni. Og ÉG krefst þess að fá að borga reikninginn! Eigum við ekki að fá okkur kampavín! — Jú, segir Christer hugsandi. — Ég vil gjarnan drekka skál þess að hinn illi hringur um Betti Borg hefur verió brotinn upp. 1 öðru lagi. . . — Haldið þér að við höfum fundið spor, sem máli skiptir? — Já, frú Axelson. Ég held að það sem maðurinn yðar var að segja hafi ákaflega mikla þýð- ingu. Má ég bera fram bara eina spurningu? Þau horfa áfjáð á hann. — Hafið þér sagt þetta öðrum en okkur? — Nei. — Ekki . . . ljöskunni? Það er aldrei að vita eftir hvaða leiðum slúðursögurnar ganga? — Ég hef ekki sagt neinni lif- andi hræðu frá þessu fyrr! Ég gerði heiðarlegar tilraunir til að segja konunni minni frá þessu . . . þegar ég loksins kom heim . . . en ég hef vist þegar gefið i skyn, hvernig því reiddi af. — Já, segir Christer — fyrst svo er hef ég mjög góða lyst á kampa- víni. Megum við fá vinlistann, þjónn? ÓVELKOMNIR GESTIR Framhjá óperunni, þar sem log- ar á rauðri lukt til merkis um að uppselt sé á sýninguna. Framhjá þinghúsinu, þar sem ljós loga enn í hverjum glugga og siðan áfram nokkurn spöl. Á efstu hæðinni er dyrabjalla. Hann hringir bjöllunni og enda þótt ekki sé svarað biður hann þolinmóður. Hún er heima, hann veit það, vegna þess að maðurinn sem hefur fylgzt með ferðum hennar upp á síðkastið sagði honum það fyrir stundu. Hann hringir einu sinni enn og nú lengur. Og nú opnar hún dyrn- ar og horfir á hann með augljósri andstyggð i svipnum. — Getur maður ekki einu sinni fengið að vera í friði á kvöldin. Ég hef haft lögreglumenn og lög- reglufréttamenn á hælunum á mér endalaust, en ég býst við ég eigi að líta á það sem heiður, að nú er sjálfur lögregluforinginn kominn i spilið. Hún er klædd í siðan slopp og hefur greitt ljóst hárið upp. Christer veitir þvi athygli hversu mjpg hún er þreytuleg og virðist hafa elzt um mörg ár. Hún býður honum inn i íbúð- ina, sem er búin nýtízku húsgögn- um og ríkmannleg í hvívetna. Það er eins og hún lesi hugsanir hans, þvi að hún segir bitrum rómi: — Já, ef þér eruó að hneyksiast á öllum þessum nýju húsgögnum, skuluð þér hafa það í huga að frá æskuheimili minu erfði ég enga muni. Og þetta skatthol þarna keypti ég fyrir hagstætt verð af Katarinu Lönner. — Eruð þið góðar vinkonur? — Já, mjög svo. Hún hefur setzt í gráan stíl- hreinan sófa. Christer sezt gegnt henni i hægindastól. — Má ég reykja? VELVAKANDI Velvakandi svarar í sfma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. # Alþýöubandalagid og kommúnistar Undanfarið hefur Alþýðubanda- lagið lagt sig í líma við að hreinsa sig af kommastimplinum, sem hugmyndafræðingar og flokks- broddar álíta bandalagið vera að kikna undir. Dæmi um þessa viðleitni gefur að líta á siðum Þjóðviljans sl. fimmtudag, en þar skrifar Þór- hallur Blöndal frá Vancouver i Kanada. Þórhallur undrast mjög, að Alþýðubandalagið skuli ekki hafa sent fulltrúa á fund evrópskra kommúnistaleiðtoga í Varsjá nýlega. Þórhallur bendir á, að allir kommúnistaflokkar Evrópu hafi átt fulltrúa á fundin- um, nema Albanía, Holland og Island, og spyr að vonum hverju þetta sæti. Hann spyr hvað gangi eiginlega að islenzkum kommún- istum, — hvort þeir séu eitthvað sérstakir fyrir sig, og hvort þeir vilji sitja á bekk með öðrum eins fjandmönnum um samvinnu eins og Albaniu og þá um leið maóist- um. Já, það er von að sakleysingi I fjarlægð undrist, hafi hann ekki haft tækifæri til að fylgjast með „sinnaskiptunum". I svari Þjóðviljans við bréfi Þórhalls segir orðrétt: „Þórhallur Blöndal veit áreiðanlega þó hann sé víðsfjarri, að á íslandi er enginn Kommún- istaflokkur. Kommúnistaflokkur Islands var lagður niður 1938 þegar kommúnistar og sósíalistar sameinuðust i einum stjórnmála- flokki. Reynslan hefur sannað að þetta samstarf hefur gengið vel — svo vel, að munurinn á þessu tvennu hefur þurrkazt út og inn- an Alþýðubandalagsins eru is- lenzkr sósíalistar. Og þessir Is- lenzku sósfalistar taka ekki þátt í fundum eins og þeim f Varsjá. (leturbr. Velv.). Þar af hvorki Maó né Nató um að kenna. „Sundrung meðal kommúnista og annarra, sem eru andvigir auð- félagsskipulagi“ á íslandi eru úr sögunni, sem betur fer.“ Þjóðviljinn getur þess hins vegar ekki, Þórhalli til huggunar, að á fund, sem haldinn var í Búdapest í desember, og ákveð- inn hafi verið á Varsjárfundinum góða, sendi Alþýðubandalagið „its fraternal greetings" eða bróður- legar kveðjur. Þannig fer Alþýðu- bandalagið að því að láta samherj- ana i austri skilja, að þótt þeir geti ekki af augljósum ástæðum verið viðstaddir fundi þeirra, eru þeir hjá þeim I anda. # Niöurstööur Þjóðviljans um skoðanakönnun á Laugarvatni Á föstudaginn birtir Þjóðvilj- inn niðurstöður skoðanakannanar um flokkafylgi, sem fór fram meðal 100 nemenda í Menntaskól- anum á Laugarvatni í fyrravor. Hugleiðingar Þjóðviljans um niðurstöðurnar eru þessar m.a.: „Þegar spurt er um flokka kem- ur í ljós, að flestir þeirra, sem segjast vera jafnaðarmenn kjósa Alþýðubandalagið. KSML og Fylkingin fá samanlagt fleiri at- kvæði en Framsókn og KSML fær tvöfalt fleiri atkvæði en Alþýðu- flokkurinn. Þegar spurt er um hvort við- komandi telji stéttaskiptingu vera á íslandi — þeir, sem krossa við krataflokkana, Samtökin og Alþýðuflokkinn og jafnvel líka þeir, sem merkja við íhaldsflokk- ana, Framsókn og Sjálfstæðis- flokk, eru ekki vissir í sinni sök.“ Ut af fyrir sig er fróðlegt að skoða niðurstöður þessarar athug- unar, en merkilegast er þó að sjá hvaða skilning Þjóðviljinn leggur í þær. Lögð er áherzla á, að þeir, sem segist vera jafnaðarmenn, eiga heima í Alþýðubandalaginu, og þeir, sem eru þeirrar skoð- unar, að ekki ríki stéttaskipting á Islandi, mega ekki hafa þá skoðun í friði heldur afgreiddir sem rugl- aðir í riminu. 0 Um list Guðrún Jacobsen skrifar: „Skelfingar uppdráttarsýki er þetta, sem hlaupin er i listina landsins. Síðustu vikur hafa dag- blöð og aðrir fjölmiðlar verið und- irorpin skoðunum nokkurra læri- sveina listarinnar á þvi hverjir eigi að vera á gjöf og hverjir ekki — eða hverjir séu aðalhluthafarn- ir í hinni ríkislaunuðu kvöldmál- tíð listagyðjunnar og hverjir ekki. Eitt er sameiginlegt í öllum þess- um skrifum og annari framsetn- ingu — þar biður hver fyrir sjálf- um sér. Þetta minnir mig á hana yngstu dóttur mína, sem þriggja ára byrjaði að sækja sumardvöl hjá vandalausum til að læra mannasiði, og að hausti réttaði okkur hin, sem ekki vorum eins forfrömuð með eftirfarandi borð- bæn: Góði Guð, ég þakka þér fyrir matinn, sem þú gefur mér í dag. Amen. Þriðja haustið gat ég þess lítil- lega við hana, að það þyrfti langt- um sterkari trú til að geta þakkað fyrir ekki neitt. Svo nú bætir hún við: Um leið langar mig til að biðja þig góði Guð, að hugsa til allra hinna sem aldrei fá neitt. Þegar ég gaf út fyrstu bók erfiðaði maður sextán stundir á sólarhring um þriggja mánaða skeið til að standa í skilum — Þá átti maður líka snyrtilegar hug- sjónir og skrifaði ekki, nema and- inn kæmi rækilega yfir mann. Andagift, sem nú virðist orðin heimaskítsmát og líkið af henni komið á einhverskonar uppmæl- ingataxta. Á sínum tíma fólst litil upphefð í að þiggja sveitarstyrk — jafnvel manneskjur, sem nauðsynlega þurftu á honum að halda, báru þess sár um lengri eða skemmri tíma. Á þessari frystikistuöld þykir aftur á móti afskaplega fínt að fá styrk. Fjárstyrkurinn ber bara ekki lengur nafnið sveitarstyrk- ur, heldur listastyrkur. Svo í stað þess að kynda undir sinum kötl- um með eigin höndum, situr heldur listþeginn á rassinum hérna heima um aldur og ævi, eins og hvert annað misskilið og týnt sjeni, fái hann ekki fjörutiu eða áttatiu þúsund króna fæð- ingarstyrk frá menntamálaráði. En við hverju er sosum ekki að búast þegar á að fara að gjalda fólki kaup fyrir að ala upp sín eigin börn. Það fer að verða erfitt að ganga uppréttur í móðurland- inu. Nú nú. — Þá held ég að lista- gyðjan sé ekki upp á marga óspillta áhangendur þessa dagana fremur en annarsskonar átrúnaðargoð fyrir 1975 árum. — Enn bítast lærisveinarnir um beztu sætin i salarkynnunum — og á meðan lætur vitanlega heiðursgesturinn ekki sjá sig fremur en rauðsokka við altaris- göngu. Svo bar við fyrir ári að haldið var þing barnabókahöfunda I Reykjavík, og okkur, sem stönd- um i skilum með félagsgjöldin, boðnar fríar veitingar að Bessa- stöðum. I ávarpi sínu gat herra Kristján Eldjárn þess meðal annars að hann hefði þá nýverið fengið heimsendar 40 krónur fyr- ir útlán á sinum fræðiritum. Ég hygg það hafi verið um líkt leyti, að ég fékk helmingi meira, eða 80 krónur — og sárskammast min. Guðrún Jakobsen.“ — Slagsíðan Framhald af bls. 15 var heil brú i. Einu sinni þegar við vorum staddir i Missouri kallaði hann okkur saman til fundar og vildi að við skrifuðum rikisstjórn Islands og færum fram á 25 milljón króna styrk af því að Rió trióið ætlaði að reisa stúdíó á Islandi. Það voru alls konar svona hugmyndir sem hann gekk með í kollinum og mér fannst hann mjög þreytandi." Lonlí blú bois?? „Eftir heimkomuna kom upp sú hugmynd að endurreisa Hljóma enda iangaði okkur alla til að fara að spila saman aftur. Ég held þó að þessi hugmynd hafi ekki verið nógu góð, a.m.k. ekki það að nota þetta nafn. Gamlir aðdáendur bjuggust við gömlu Hljómum eða þeirri músik, en það hafði aldrei verið ætlunin hjá okkur. Svo urðu menn svekktir þegar þeir komust að raun um að þetta voru ekki Hljómar eins og þeir höfðu verið í gamla daga. En þó að Hljómar séu hættir sem hljómsveit munum við þó halda áfram með hljómplötu- fyrirtækið Hljóma og nú á næst- unni kemur út á vegum fyrir- tækisins ný stór plata með Lonli Blú Bois.“ Þegar Lónlí Blú Bois barst i tal gat Slagsíðan (af skepnuskap sin- um) ekki stillt sig um að skella einni samviskuspurningu á Gunnar: Er hljómsveitin Lónli Blú Bois í raun og veru Hljóm- ar??? — „Nei, Lónli Blú Bois eru ekki Hljómar en hins vegar höfum við sterkar taugar til strákanna og okkur er mjög hlýtt til þeirra.“ sv.g. — Ungur hagyrðingur Framhald af bls. 20 forna og þrautþjálfaða ljóðhefð verði að fullu lögð fyrir róða og i skáldsagnagerð verði ekki að verulegu leyti höfð að fyrirmynd sú háþroskaða frásagnarlist, sem hér náði hátindi sínum með meistaraverkinu Brennu- Njálssögu heldur ríki eftiröpun erlendra tilrauna í formi og efnis- vali, jafnfáránleg, óhrjáleg og neikvæð og hún er óþjóðleg og ólikleg til að öðlast hylli bókhneigðrar íslenzkrar alþýðu. Ef slík þróun yrði hér staðreynd, fæ ég ekki séð með hvaða hætti bókmenntir ættu að geta þrifizt með hinni fámennu, en sannlega bókelsku íslenzku þjóð. Ég þakka svo Ragnari Inga fyr- ir að hafa kveikt i mér til að vikja lítillega að ástandi og horfum í islenzkum bókmenntum og þar með framtíð islenzks menningar- lifs. Ég vil engan veginn bægja honum frá að iðka list hins órim- aða ljóðs, sem ég óska að blómgist samhliða þeirri ljóðlist, sem held- ur örugglega lifandi samhengi við hina háþróuðu stuðlum studdu ljóðmenningu okkar frá öldum heljarnauða og síðan glæsilegrar endurreisnar. Ég vænti að hann hafi sannfærzt um það, að þeir sem þá ljóðlist iðka, ýmist ein- göngu eða samhliða breyttu ljóð- forrni, standi ekki eins og nátt- tröll, yfirgefnir á eyóijörð, og að hann geri sér grein fyrir að ekki er siður vandhæfni á að yrkja vel og móta persónulega órimað ljóð, þar sem frjálsræði skáldsins get- ur virzt ótakmarkaó, heldur en að ganga til þeirrar augljóslega erfiðu formglimu, sem urn langt skeið var gerð auðveldari með þeim undanbrögðum, sem köiluð voru skáldaleyfi, en þess bió ég Ragnar lnga að hann leggi sér vandlega á minni, að það orð er nú góðu heilli orðið bannorð i íslenzkri ljóðlist. Mýrurn i Reykholtsdal i janúar- mánuði 1975 Með beztu kveðjum og óskunt til Ingu Þórðar. Guðmundur Gislason Hagalín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.