Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 27 Verðlagning raf- orku til járnblendi- verksmiðju Núting innlendra orkugjafa: ATHUGUN A VEROLAGNlNGU RAFORKU TIL MÁLMBLENDIVERKSMIPJU. LÁGMARKSVERD US MILLS Forpancrsorkusala 244 GWh/ár Afpantrsorkusala 244 GWh/ár að meðaltall 6.0 o o: Ath. 1) Sigalda a.llnu til Búrfells kosta 66,5 II.$. An vaxta á byggingartíma. 2) Hrauneyjafoss kostar 64,0 M.$. án vaxta á byggingartíraa s 3) Lína Hrauneyjafoss - Reykjavík kostar 12,0 M.$. 4) Lína ReykjaVÍk - Hvalfjörður kostar 4 M.$’. ) Flýta verður byggingu Hrauneyjafoss ura 2,7 ár vegna sölu til málrablendi- verksraiðjunnar. 6) Kostnaðarverð afgangs- orku er sett 0,5 raill/kWh. 7) Flýtingarkostnaður af llrauneyjafossi og ncstu virkjun þar á eftir skal vera að fullu greiddur árið 1991. Rafvæðing, iðnvæðing og fjölhæfing atvinnulífeins 12% VEXTIR r Á þingsíðu Morgunblaðsins, sl. þriðju- dag, var birt meginefnið í framsögu orku- ráðherra, Gunnars Thoroddsen, um frum- varp til laga um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði. Var þar ítarlega fjallað um væntanlega járnblendiverksmiðju í Hval- firði, eignarform fyrirtækisins, staðarval, mengunarvarnir, skatta og tolla, er fyrir- tækið greiðir til ríkis og viðkomandi sveitarfélaga, raforkumál og fleiri hliðar málsins. Hér á e'ftir verða birtir kaflar úr ræðu ráðherrans, sem sleppt var í fyrri frásögn. Fjalla þeir um stórvirkjanir og stóriðju hér á landi og orkumál á Norður- og Austurlandi. V________________________________________/ Virkjanir af ýmissi stærð Orka íslands er ein dýrmætasta auðlind þessarar þjóðar. Virkjunarmöguleikar eru miklir og aðeins lítill hluti þeirra enn nýttur. Hér er bæði um að ræða virkjanir fallvatna og jarðhitans. Að því er virkjun fallvatna snert- ir, þá höfum við hina margvís- legustu möguleika, bæði um stór- virkjanir meðalstórar og smærri virkjanir. Stundum hefur það heyrst, að við ættum eingöngu, eða nær eingöngu, að byggja á stórvirkjunum í þessu landi. Það tel ég ekki rétt vera, heldur meg- um við á enga lund vanrækja hin- ar smærri virkjanir, dreifðar um landið. Slíkar virkjanir heima í héruðum eða í grennd þeirra skapa öryggi, þegar heiða- og fjallalínur bila í ofviðrum, og auk þess eru hinar smærri virkjanir heima fyrir eðlilegt metnaðarmál og sjálfstæðismál héraðsbúa. En hinar stóru virkjanir skapa okkur að sjálfsögðu mikla möguleika í atvinnu- og efnahagslífi landsins. Þegar ráðist er I stórar virkjan- ir, þá hefur hingað til þurft, og mun líklega um alllangan aldur, að taka til þeirra erlent lánsfé. En til þess að reisa stórvirkjanir hér á landi, þarf einnig að tryggja um leið sölu orkunnar, þvi að þáð hefur jafnan verið svo og mun verða á næstunni, að þegar við ráðumst í meiri háttar virkjanir, þá er ekki a.m.k. fyrst um sinn til nægilegur almennur markaður fyrir þá orku, sem þar verður framleidd. Þess vegna er það nauðsyn í sambandi við stórar virkjanir að fá einnig iðjufyrir- tæki, sem getur keypt orkuna, sem þar er umfram almennings- notkun. Slík stóriðjufyrirtæki, sem standa þannig að vissu leyti undir stofn- og reksturskostnaði stórvirkjana, gera það að verkum, að orkan verður meö þeim hætti ódýrari til almenningsnota. Búrfellsvirkjun og álverið, Sigalda og járnblendið Þegar ráðist var f fyrstu virkj- un Þjórsár við Búrfell, kom þetta sjónarmið að sjálfsögðu til greina. Niðurstaðan varð þá sú, að samið var um byggingu álversins i Straumsvík og samið við það fyrirtæki um kaup á orku frá Búr- fellsvirkjun. Þegar kom að næsta áfanga á Þjórsársvæði, virkjun við Sigöldu, sem nú er í byggingu, kom þetta sama vandamál upp, hvort nægur markaður væri fyrir þá orku, sem þar yrði framleidd. Flestir töldu, að í þvi sambandi og til að nýta þá orku þyrfti einnig að koma upp stóriðju. Að vísu heyrðust raddir um það, að slíkt væri óþarfi, þar sem t.d. rafhitun húsa mundi skapa nægilegan markað fyrir það afl og þá orku, sem Sigalda hefði upp á að bjóða. En þær raddir hljóðnuðu fljótlega og nokkru eftir stjórnarskiptin 1971 skipaði þáv. iðnrh., Magnús KjartanSson, viðræðunefnd um orkufrekan iðnað, til þess að eiga viðræður við erlend fyrirtæki um byggingu stóriðju, sem gæti verið orkukaupandi frá Sigöldu- virkjuninni. 1 rauninni eru uni það bil 4 ár síðan athuganir AlÞinGI hófust á þvi, hvernig ætti að nýta sem best rafmagnið frá Sigöldu og án þess að ég skuli fara ítar- lega út i þá sögu, hún er rakin nokkuð í grg. þessa frv., þá má taka það fram, að það voru eink- um tvær tegundir stóriðju, sem þar komu til greina. Annars vegar álframleiðsla og hins vegar járn- blendiframleiðsla. Niðurstaðan varð sú að mati hinna fróðustu manna, að æskilegra væri að reisa járnblendiverksmiðju í sambandi við Sigölduvirkjun, heldur en nýja álverksmiðju eða að stækka þá álverksmiðju, sem fyrir var. Og ástæðurnar má segja, að séu aðallega tvær: önnur sú, að æski- legt væri að auka fjölbreytni um stóriðju, en byggja ekki að öllu á álframleiðslu, heldur fá þarna aðra framleiðslutegund; og í ann- an stað var sú ástæða, að járn- blendiverksmiðja getur notað miklu meira af afgangsorku held- ur en álframleiðslan. Járnblendi — framleiðslu verdmæti og hagnaður Sú framleiðsla, sem gert er ráð fyrir í þessu frv., sem hér liggur fyrir, er járnblendi eða ferrósilikon. Þau hráefni, sem notuð eru til þessarar fram- leiðslu, eru kvartz, brotajárn, kol, spænir og rafskaut. En þetta járn- blendi eða ferrosilikon, sem þann- ig verður framieitt, er notað eink- um með stálframleiðslu og járn- steypu. Þetta efni hefur þá þýð- ingu, að það er bæði til hreinsun- ar i málminum, það eykur viðnám hans og bætir ýmsa eiginleika stáls og járns. Er gert ráð fyrir, að hér sé um að ræða framleiðslu á svokölluðu 75% járnblendi, þ.e.a.s. 75% af silikon og 25% af járni. Það er talin allöruggur markað- ur fyrir þessa framleiðslu nú og I fyrirsjáanlegri framtið. Það er talið, að að undanförnu hafi ver- ið og sé enn mikill skortur í heiminum á þessu efni, mikil eftirspurn og hin siðustu ár hefur verið farið hækkandi á þessari framleiðslu. Sem satnn- ingsaðili við islensku rikisstj. var valið bandariska fyrirtækið Union Carbide og hafa samn- ingar staðið yfir milli ís- lenska aðila eða islensku ríkis- stj. og fulltrúa hennar annars vegar og þessa bandariska fyrir- tækis nú í nokkur ár. Ástæðan til þess að þetta fyrirtæki varð fyrir valinu var, að það virtist frá byrj- un hafa verulegan áhuga á þessu máli, enn fremur að það er braut- ryðjandi á þessu sviði slikrar framleiðslu. Þetta er stórt fyrir- tæki, sem veltir nú um eða yfir 500 milljörðum ísl. kr. á ári eða 4—5 sinnum meira en öll þjóðar- framleiðsla Islands er nú. Þetta félag er byggt upp eins og mörg slík stórfyrirtæki, bæði i Banda- ríkjunum og viðar, að hluthafar eru mjög margir. Þetta banda- riska fyrirtæki má telja sér- fræðinga á sviði þessarar fram- leiðslu, járnblendiverksmiðju eða járnblendiiðnaðar. Það hefur um margra ára skeið haft með hönd- um ákaflega víðtækar og fjárfrek- ar rannsóknir og tilraunir um ýmiss konar málmblendi, fram- leiðslu þess og m.a. hefur það varið stórfé á undanförnum árum til mengunarvarna, rannsókna og tilrauna á því sviði. Auk þess er talið, að þetta fyrirtæki hafi sölu- skipulag og þjónustu við kaup- endur, sem sé til fyrirmyndar og er það að sjálfsögðu mjög mikil- vægt atriði í sambandi við slíka samninga. Stofnkostnáður þessa fyrirtæk- is er nú áætlaður á 68 millj. dala. Þegar við það er bætt þeirri tækniþóknun, sem Union Carbide fær og verður í formi hlutabréfa og vaxta á byggingartima, þá er stofnkostnaður samtals um það bil 80 millj. dala. Að því er reksturinn snertir, þá er gert ráð fyrir að framleiðsla og sala verksmiðjunnar verði hin Gunnar Thoroddsen, orku- ráðherra. fyrstu ár um það bil 29 ntillj. dala á ári. Fyrir þessu, bæði stofn- kostnaði og reksturskostnaði, er gerð allitarleg grein i aths. við frv., grg. og' þeim fskj., sem þvi fylgja. En að þvi er reksturinn snertir, þá eru áætlanir á bls. 16 í grg. frv., sem miðaðar eru við markaðsverð á járnblendi nú og byggðar á þeim spám, sem gerðar eru af kunnáttumönnum. Samkv. þvi er gert ráð fyrir þvi, að hreinn hagnaður, er allar greiðslur hafa verið inntar af hendi og m.a. skattar, ætti að verða hin fyrstu ár um 3 millj. dala, en síðan fara hækkandi upp i 4.6 millj. dala á árunum 1983—1987 og síðar upp í 6.4 millj. Þetta eru þær spár, sem nú liggja fyrir af þeim, sem þess- ar rekstraráætlanir hafa gert. Norður- og Austurland Nú kunna menn að spyrja: hvernig má það vera, að næg orka sé til sölu til þessarar verksmiðju, þegar jafn átakanlegur orkuskort- ur er hér á landi viða, eins og vart hefur orðið nú á þessum vetri og síðustu ár? Því er til að svara, að hér á Suður- og Suðvesturlandi er ekki orkuskortur, og þegar Sig- ölduvirkjun tekur til starfa, sem við vonum, að verði fyrir árslok 1976 þá er nægileg orka til al- menningsnota, iðnaðar, húshitun- ar á þessu orkuveitusvæði, þó að þessi orka sé seld til járnblendi- verksmiðjunnar. Og þvi til viðbót- ar er nægileg orka handa Norður- landi til þess að flytja norður, þegar norðurlinan er komin. Sá orkuskortur, sem hér hefur gert svo vart við sig nú að undanförnu, er á Norðurlandi og Austurlandi fyrst og fremst. Og það stafar af þvi, að þar hefur ekki verið virkj- að nægilega hratt til þess að full- nægja þeim markaði og þeirri eft- irspurn. Á Norðurlandi er, eins og kunnugt er, mjög mikill orku- skortur og úr honum verður vænt- anlega ekki bætt á viðunandi hátt nema þegar Kröfluvirkjun tekur til starfa og/eða þegar norðurlin- an kemur i notkun hvort sem verður á undan. Varðandi Kröflu- virkjun er þess að geta, að til skamms tíma var gert ráð fyrir því, að hún tæki um 4 ár. Áhersla hefur verið lögð á að hraða sem mest mætti verða undirbúningi, og nú hafa horfur breyst mjög til batnaðar í þvi efni, þannig að líkur eru til þess nú, að Kröflu- virkjun geti tekið til starfa vetur- inn 1976—1977. Varðandi Austurland hefur sú virkjun, sem átti að bæta þar úr skák, Lagarfossvirkjun, dregist úr hömlu. Hún átti að vera tilbúin á s.l. sumri, en vegna dráttar á afhendingu ýmiss útbúnaðar og tækja, þá hefur það ekki orðið enn. Hins vegar hefur Alþ. nú skömmu fyrir jól samþ. lög um nýja virkjun, Bessastaðaárvirkj- un, en að sjálfsögðu tekur það nokkur ár, að hún komist i notk- un. Um þetta mál er grg. nokkur og ýmsar upplýsingar i aths. um frv. og sérstaklega í þeirri grg., sent frá Landsvirkjun er bir't með frv. á bls. 46—55, En þar kemur m.a. fram, að á næstu árum verði afl á Landsvirkjunarsvæðinu 534 megawött, og nægir það til allrar notkunar hér til járnblendiverk- smiðjunnar og fyrir Norðurland til að flytja norður með byggða- línunni. Þessu til viðbótar gerum við svo ráð fyrir. að Kröfluvirkj- un geti kontið í notkun fyrr held- ur en gert var ráð fyrir. En auk þessarar spurningar. hvernig — hvort orka mundi verða nægileg til þessarar verksmiðju. þá hafa Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.