Morgunblaðið - 16.02.1975, Page 6

Morgunblaðið - 16.02.1975, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FERRÚAR 1975 aacBOK t dag er 16. febrúar, sem er 1. sunnudagur í föstu, 47. dagur ársins. Ardegisflóð f Reykjavík er kl. 09.08, sfðdegisflóð kl. 21.27. Vitið þér ekki að þeir, sem á skeiðvellinum hlaupa, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig að þér getið hlotið þau. En sérhver, sem tekur þátt 1 kapphlaupinu, er bindindissamur f öllu, þeir til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. Þess vegna hleyp ég þá ekki eins og upp á óvissu; ég berst eins og hnefaleikamaður, er engin vindhögg slær; en ég leik líkama minn hart til þess að ég, sem hefi prédikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálfur vera gjörður rækur. (I. Korintubr. 9. 24—27). ÁRNAO HEIL.LA Sigsteinn Pálsson, bóndi á Blikastöðum, er sjötugur í dag, 16. febr. Jóna Jarþrúður Jónsdóttir, fyrrum húsfreyja að Skálanesi, er áttræð í dag 16. febr. Hún er fædd að Hólalandi í Borgarfirði. Maður hennar, Ásmundur Sigmundsson frá Hólshjáleigu í Hjaltastaða- þinghá lést árið 1957. Þau áttu saman sex börn. Síðan synir Jónu hættu búskap hefur hún haldið með þeim heimili á Seyðisfirði. 25. desember gaf séra Bjarni Sigurðsson saman í hjónaband í Lágafeliskirkju Sigrúnu Línu Helgadóttur og Hafstein Hannes- son. Heimili þeirra er að Hverfis- götu 109, Reykjavík. (Stjörnu- ljósmyndir). IKROSSGÁTA Lárétt: 1. afls 5. klukku 7. útlimi 9. slá 10. þreklaus 12. sund 13. erfiði 14. klett 15. púkann. Lóðrétt: 1. ámælir 2. vesæla 3. snarpur 4. 2 eins 6. likamshlutann 8. samhljóðar9. leyndardómur 11. blistra 14. komast yfir. Lausn á síóustu krossgátu. Lárétt: 1. askur 6. UKA 7. marr 9. ek 10. masandi 12. úr 13. tólf 14. TTR 15. ástin. Lóðrétt: 1. aurs 2. skratti 3. ká 4. rakinn 5. ömmuna 8. áar 9. EDL 11. norn 14. TT. ST. RESTRUP- nemendur — Bommsadeisf, segir ráðgjafinn f ævintýrinu um skuldakónginn, en það er eitt atriði f þjóðmálarevfunni f Iðnó. Nú hafa Islendingaspjöil verið sýnd 43 sinnum f Iðnó og f dag er sfðdegissýning á leiknum. ST. RESTRUP-nemendur Nemendur frá ST. RESTRUP- lýðháskóla, Sönderholm, munu koma saman næstkomandi þriðju- dagskvöld 18. febrúar til að fagna fyrrverandi skólastjóra sínum hr. Svend Haugaard sem er fulltrúi á þingi Norðurlandaráðs. Allar nánari upplýsingar í sfmum 15802 og 50185. Fótaaðgerðir Kvenfólk Bústaðasóknar hefur fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk í safnaðarheimilinu alla fimmtu- daga kl. 9.30—12. Pöntunum veitt móttaka í síma 32855. Hver tók úlpu í misgripum? Kristniboðsviku í Hafnarfirði lýkur Á lokasamkomu Kristniboðsviku I Hafnarfirði í kvöld tala Edda Gísladóttir og Gunnar Sigurjónsson. Auk þess verður kristniboðsþáttur og Æskulýðskór K.F.U.M. og K. syngur. ást er . . . að nudda bakið hvort á öðru til að lina vöðvabólgur og strengi. | BRIDC3E ~1 Það vakti mikla athygli í Evrópumóti fyrir nokkrum árum þegar Noregur sigraði Italíu með 20 stigum gegn minus 3. Hér er spil frá þessum leik, sem sýnir að norsku spilararnir voru afar harðir í sögnum. Norður S. D-10-5-4 II. G T. 7-4-3 L. A-10-9-5-3 Suður S. A-K-G-3-2 II. Á-D-10-3 T. Á-K-10-8 L. — Á þessu spil fóru norsku spilararnir í 7 spaða, en ítölsku spilararnir létu sér nægja að segja 6 spaða. Til þess að vinna 7 spaða þarf sagnhafi að fórna hjarta kóngin- um. Hann valdi þá leið, að reikna með að vestur ætti hjarta kóng, tók hjarta ás, lét út drottningu og þegar vestur gaf þá gaf hann einnig. Til viðbótar þessu skiptust tíglarnir 3—3 hjá andstæðingun- um svo allt fór vel og norska sveitin græddi 11 stig á spilinu. KRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ Gírónúmer 6 5 10 0 — Fataúthlutun Systrafélagið Alfa verður með fataúthlutun að Ingólfsstræti 19. þriðjudaginn 18. þ.m. kl. 2—5 eftir hádegi. Á lúðrasveitartónleikum í Hagaskóla 2. febrúar sl. hefur einhver tekið í misgripum bláa drengjaúlpu nr. 12 með loðkraga og rauðbleiku fóðri og skilið eftir aðra svipaða, sem er númer 16. Vinsaml. Látið vita í síma 13677. Þessar ungu stúlkur, Rósella Gunnarsdóttir og Þórey Guólaugsdóttir, efndu til hlutaveltu ásamt vinkonu sinni, Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, til ágóða fyrir eiginkonu Geirfinns Einarssonar. Þær eiga allar heima við Vesturberg f Reykjavfk. Myndin var tekin, þegar þær skiluðu ágóðanum, kr. 2500.00, til Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.