Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 Þegar risaþoturnar komu fyrst fram sáu forráðamenn ýmissa stærstu flugfélaganna tilvalda leið til að auka arðsemina í hverri áætlunarferð. Nú eru flugfélögin hins vegar að kikna undan greiðslubyrðinni sem slík flugvéiakaup hafa haft í för með sér. laun á síðasta ári um 47,9% og hjá Flugfélaginu er hækkunin jafnvel ríflega það. Erlendis hafa líka afborganir af nýju- risaþotunum reynzt ýmsum flugfélögum þung byrði. Sem kunnugt er höfðu Loftleiðir um tíma hug á því að festa kaup á slíkri risaþotu, en við það var hætt eftir ítarlega athugun og samkvæmt framangreindu virð- ist sú ákvörðun hafa verið viturleg. Ekki liggja fyrir tölur hjá Flugleiðum um hækkun rekstrarkostnaðarins á síðasta ári, en samkvæmt reynslu erlendu flugfélaganna hefur kostnaðurinn við rekstur flug- félags hækkað að meðaltali um meira en 25%. Samdráttur í farþega- ar um pyngju sina eða ræður hreinlega ekki við fargjöldin eins og þau eru nú orðin. Eins hafa leiguflugfélög, sem spruttu upp eins og gorkúlur þegar allt lék i lyndi, höggvið stöðugt í farþegaflutninga áætlunarflugfélaganna, en ástandið í farþegafluginu er nú orðið slíkt, að þessi flugfélög eiga engu síður við erfiðleika að etja en stóru flugfélögin. Sú var tíðin, að flugleiðin yfir N-Atlantshaf var arðbærust allra og flugfélögin kepptust um að setja flugvélar sínar þar inn. Nú hefur hún aftur á móti orðið harðast úti. Allan sl. júlí- mánuð var farþegatalan um 7 % lægri en í sama mánuði 1973 og jafnvel er búizt við að samdrátt- Milljarðahalli í hinu alþjóð lega áætlunarflugi Mörg stœrstu flugfélögin draga saman seglin FLUGFÉLÖG um heim allan eiga nú við mikla fjárhags- örðugleika að stríða og verður liðins árs vafalaust lengi minnzt sem hins erfiðasta í sögu áætlunarflugsins. Eðlilega hafa flugfélög hinna vestrænu iðnaðarríkja orðið verst úti, því að þar eru umsvifin mest og rekstareiningarnar stærstar. Er nú svo komið að mörg þekktustu flugfélög veraldar eru nú beinlfnis á kúpunni og leita nú hvert á fætur öðru á náðir ríkisvaldsins um úriausn. Erfiðleikar bandarísku flug- félaganna hafa verið tíundaðir og hefur verið leitazt við að leysa þeirra vanda með samningum við flugmálayfir- vöid ýmissa Evrópulanda um fækkun flugferð.a yfir Norður- Atlantshaf. Enn sem komið er hefur lítill eða enginn árangur orðið af þessum viðræðum, enda hafa Bandaríkjamenn gert þær kröfur, að ýmis helztu flugfélög Evrópu fækkuðu áætlunarferðum sínum yfir N- Atlantshaf um allt að helming. A þetta hafa forráðamenn evrópsku flugfélaganna ekki getaó fallízt, þar eð afkoma þeira er engu betri en hinna bandarísku. Þess vegna fóru samningaviðræður milli for- ráðamanna PanAm og SAS um fækkun ferða skandínavíska flugfélagsins yfir Atlantshaf út um þúfur í næstsíðustu viku og sl. fimmtudag tilkynnti sam- gönguráðherra Hollands, að viðræður bandarískra flug- málayfirvalda við hollenzk stjórnvöld hefðu runnið út í sandinn af sömu ástæðu. Evrópsku flugfélögin sjá mörg hver fram á stórfelldan hallarekstur á árinu 1974, þegar dæmið hefur endanlega verið gert upp. Svo er til að mynda um British Airways sem fyrir fáeinum mánuðum þóttist sjá fram á umtalsverðan hagn- að á árinu 1974, en gerir nú ráð fyrir tæplega 50 milljón dollara halla á því ári eða sem nemur tæplega 6 milljörðum Isl. króna. British Caledonian og írska flugfélagið Air Lingus máttu einnig þola verulegt tap á síðasta ári, og Air France áætlar um 80 milljón dollara rekstrarhalla á siðasta ári. Síð- ustu áætlunartölur Japan Air Lines bentu einnig til 70 milljón dollara halla og hollenzka flugfélagið KLM gerði ráð fyrir að rekstrarhalli þess myndi tvöfaldast á árinu 1974 — nema samtals 38 milljónum dollara. Fjárhagsútkoma íslenzku flugfélaganna litur heldur ekki glæsilega út fyrir árið 1974, enda þótt hún kunni að virðast léttvæg í samanburði við milljarðatap hinna umsvifa- miklu flugfélaga sem hér að framan eru talin. Að vísu liggur ekki fyrir endanlegt uppgjör Flugleiða fyrir árið 1974, en síðustu áætlanir gefa til kynna að rekstrarhallinn á því ári muni nema um 300 milljónum króna — þar af um 50 milljónir kr. i innanlandsfluginu og um 250 milljónir á N- Atlantshafsleiðinni. Ein helzta ástæðan fyrir fjár- hagserfiðleikum flugfélaganna eru stórfelldar hækkanir á elds- neytiskostnaði, sem rokið hefur upp um 150% frá því að Araba- ríkin settu á olíusölubannið veturinn 1973. Sum flugfélög hafa jafnvel orðið að taka á sig enn meiri hækkanir allt eftir því hvernig staðið hefur verið að olíukaupum viðkomandi landa. Til dæmis hefur elds- neytiskostnaður kóreanska flugfélagsins hækkað um 284% á þessum tima og hjá Air France hefur hann fjórfaldazt. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, hefur eldsneytishækkunin í milli- Iandaflugi íslenzku flug- félaganna numið eitthvað í kringum 112% á sl. ári einu saman og í innanlandsfluginu, þar sem hækkunin kom heldur seinna fram, varð hún 167,5% en um 240% frá þvi aó olían byrjaði fyrst að hækka. Að meðaltali nemur eldsneytis- kostnaðurinn nú um 28% af öllum rekstrarkostnaði flug- félaganna en fyrir tveimur ár- um var hlutdeild eldsneytisins í rekstrarkostnaðinum aðeins 12%. Þessi mikla hækkun á elds- neyti er þó engan veginn eina skýringin á erfiðleikum flug- félaganna um þessar mundir. Almenn verðbólga á Vestur- löndum hefur einnig leikið þau grátt; vinnulaun, tækja-, vara- hluta- og flugvélaverð hafa stöðugt farið hækkandi. Hjá Loftleiðum hækkuðu t.d. vinnu- flutningum hefur síðan enn aukið á vanda flugfélaganna. Til dæmis urðu mörg brezk flugfélög og flugfélög á megin- landinu fyrir þungum áföllum á flugleiðum sínum til sólar- landa við Miðjarðarhaf vegna stjórnmálaókyrrðar á Kýpur, í Grikklandi og Portúgal. Og hvað sem stjórnmálum líður þá er önnur ástæða fyrir þessum samdrætti einfaldlega sú, að allur almenningur heldur fast- ur hafi orðið á þessari flugleið allt árið — i fyrsta sinn frá árinu 1947. Allt sem hér að framan er talið bætist síðan ofan á vandamál, sem angrað hefur áætlunarflugfélögin á þessari leið árum saman; þ.e. of mikið sætaframboð. Rætur þessa meins má rekja allt til þess tíma er farþegaflutningar í lofti voru í hvað örustum vexti. Þá brugðust mörg flug- félög við á þann hátt, að þau A flugvélasýningunni miklu í Parfs árið 1971 var mikill hugur í forráðamönnum flugmála á Vesturlöndum — og ekki vöktu hljóð- fráar farþegaþotur þar minnsta athygli. Nú eiga flugfélögin fullt í fangi meö rekstur hinna minni farþegaþotna og ailt er í óvissu um útgerð hinna hljóðfráu þotna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.