Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975'
„Púsluspil”
um uppruna
mannkynsins:
Landslagið er bæði víti og
paradís. Eldfjallaaska og
hraunsaííi þekja hundruð fer-
kiiómetra lands, og beitarhagar
eru litlir handa nautgripa- og
geitahjörðum Turkana-
ættbálksins. Eftir hinn þurra
hita dagsins þjóta vindar á öli-
um kvöldum yfir vatnið. Heil
þorp, heilir ættflokkar hafa tor-
timzt hér af völdum miskunnar-
lausra náttúruafla. I lágbyggð-
um hálfkúlum, sem klastrað er
saman af greinum og rýjum,
skammt frá vininni Loyen-
galani, draga um 200 manneskj-
ur fram lífið. Þær tilheyra E1
Molo, síðustu fjölskyldu veiði-
mannaættbálks, sem einu sinni
var stór og f jölmennur.
Þess vegna má enginn týhast
hér. Rúdólfsvatn er ekki aóeins
stærsti — og hingað til óspílltur
— ferskvatnsgeymir í heimi,
heldur einnig svo auðugt að
ágætum, allt að 200 punda fiski,
að fiskimennirnir, sem aðeins
veiða til eigin neyzlu, þurfa
ekki að róa nema einu sinni á
viku út á vatnið.
Bakkarnir hafa ekki alltaf
verið ösku þaktir. Fyrir tveim-
ur til þremur milljónum ára
voru hér hitabeltisgresjur,
savannagróður. Feikilegar
dýrahjarðir voru hér á beit i
háu grasi, en afkomendur
þeirra geta ferðamenn séð nú á
dögum í þjóðgörðum Kenya. Og
í sátt við þessa stórgripi við
Rúdólfsvatn lifði uppréttur
maóur, sem var áberandi frá-
brugðinn þeim, sem nánast
voru skyldir honum, að líkams-
byggingu, öpunum, að þvi er
snertir stærð heiians.
Grafið með skeið.
Hundruð beinahluta, sem
Richard Leakey, sonur frum-
timakannaðarins Louis Leakey,
hefur fundið i öskunni á vatns-
bakkanum og sett saman eins
og mjög vandasamt „pússlu-
spil“, eru að áliti þessa mann-
fræðings sönnun um samband
milli núverandi homo sapiens
og mannveru sem uppi var
fyrir 14 milljónum ára, lifði á
trjánum og hefur af vísinda-
mönnum verið nefndur Rama-
pithecus. Fundir Leakeys i
Kenya og uppgötvanir fransk
— amerísks rannsóknarhóps
hafa stórlega aukið við þær
kenningar mannfræðinga, sem
hingað til hefur getið að lesa í
skólabókum. Hópurinn fann
fyrir nokkru nær helming
beinagrindar 3ja milljóna ára
gamallar mannveru í Afar-
Mulde í Norðaustur-Eþíópíu.
Sem sagt: Nú er hægt að rekja
uppruna mannsins meira en 3
milljónir ára til baka.
Hálærðir frumtímafræðingar
alþjóðlegra fornleifastofnana,
flestir þeirra rosknir prófessor-
ar, sem geta rutt upp úr sér í
svefni flóknum latneskum heit-
um hinna ýmsu manntegunda
frá Ramapithecus til Homo
sapiens, hafa litið með tor-
tryggni og efasemdum á starf
einstaklingsins Richard
Leakey, sem aðeins er 34 ára og
hefur enga háskólamenntun.
En Leakey er, ef svo má að orði
komast, alinn upp við mann-
fræði. Foreldrar hans, Louis og
Mary Leakey, fundu í júlí 1959
í Olduvaigljúfri í Tansaníu
hauskúpu Zinjanthropus, sem
frá sjónarmiði steingervinga-
fræðinnar er á þtóunarstigi
milli Homo erectus (hins upp-
rétta manns, sem lengi var tal-
inn fyrsta mannskepnan, en er
nú aðeins nokkur hundruð þús-
und ára gömul) og hinnar
frumstæðu, dvergvöxnu, öpum
líku, fjórfættu mannveru frum-
tímans. Leakey hinn eldri, sem
við uppgröft sinn í hinum
afríkönsku runnum notaði oft-
ar skeið en skófiu, fann einnig
Teikning af frummanni byggð á samsetningu hluta úr hauskúpu, sem
Leakey eldri fann.
forföður apa og manna verður
nú að hefjast," sagði Leakey
yngri eftir fundinn og vakti
mikla furðu meðal mannfræð-
inga með algerlega nýrri kenn-
ingu í mannkynssögu. Að áliti
Leakeys hafa verið fjórar
greinar á ættartré mannsins, en
aðeins ein þeirra — Homo-
greinin — hefur varðveitzt.
„Skólabækurnar," segir Lea-
key, „verður að umrita.“
Fundirnir í Austur-Afríku
urðu tilefni til frekari rann-
sóknarferða. 1 Omo — Tal í
Eþíópíu, tæplega 200 kílómetra
frá norður-horni Rúdólfsvatns,
grófu amerískir fornleifafræð-
ingar í jarðvegi eldfjalls. Sjálf-
ur vill Leakey nú gera hlé á
uppgreftrinum, meðan verið er
að kanna hina mörgu beina-
hluta frummanns og dýra til
hlitar. Sérstök heppni fylgdi
þeim Karl Johanson frá amer-
íska Case Western Reserve
University og Maurice Taieb,
sem starfar við visindalega
rannsóknarstofnun í París.
Þessir stjórnendur alþjóðlegs
leiðangurs fundu í Hadar i
Afar-Mulde, eftir því sem þeir
sögðu á blaðamannafundi í
Addis Abeba fyrir nokkrum
þriggja milljón ára gamall dvergur
á svipuðum slóðum marga
beinagrindarhluta. Þessi frum-
maður, sem Leakey kallaði
Homo habilis (hinn lagni mað-
ur), hafði góm með eðlilegum
tönnum, stærri heila en górilla
og auk þess heidur ekki önnur
sérkenni hennar, sem frum-
maðurinn er látinn hafa í hroll-
verkjumyndum í Hollywood.
Richard, sonur Louis Leakey,
hefur á undanförnum árum
aukið mjög við fundi föður síns,
sem látinn er fyrir nokkrum
árum. Bernard Ngeneo, Afríku-
maður, sem er I rannsóknar-
nefnd fornleifadeildar þjóð-
minjasafnins i Kenya, en
Leakey er forstöðumaður þess,
fann hauskúpu við uppgröft ná-
lægt Rúdolfsvatni, og er hún að
minnsta kosti 2.6 milljón ára
gömul. Með þessum lítilfjör-
legu hauskúpubrotum, sem síð-
an var skeytt saman, hafði, eins
og síðar kom í ljós, fundizt
sérlega merkilegur hlutur:
„Maðurinn nr. 1470“, en hann
hefur verið kallaður svo eftir
númerinu í safnskránni, hafði
feikistóran heila af frummanni
að vera eða 800 rúmsentímetra
að stærð. Hin apalika skepna
Austropithecus, fyrirrennari
Homo erectus, hafði aðeins
heila, sem var 500 rúmsentí-
metrar að stæró. Meðalstærð
heila Evrópubúa í dag er um
1450 rúmsentímetrar.
„Leitin að sameiginlegum
vikum, „heillegustu beinagrind
frummannsins, sem hingað til
hefur fundizt".. „Þessi fundur
mun,“ sagði Johanson, „fá
mikið á mannfræðinga vorra
daga.“ Af frumtímamanninum
hafa fundizt bein úr fótum og
handleggjum, hlutir af hönd-
um, rifjum og hauskúpu ásamt
nokkrum tönnum. Af jarð-
lögunum umhverfis leifarnar
gátu visindamenn ráðið, að ald-
ur hins dvergvaxna frumtíma-
manns væri milli 3.01 og 3.25
milljónir ára. Af beinahlutum
úr mjaðmargrind gátu þeir
meira að segja komizt að raun
um kynið: Elzti maður, sem
leifar hafa hingað til fundizt af,
var samkvæmt því kvenkyns.
Vísindamennirnir kölluðu
þennan fund sinn „Lucy“.
Rottubeinagrind í far-
angrinum.
Johanson, leiðangursstjóri
sem þegar í október hafði fund-
ið þriggja milljón ára gamlan
efri kjálka frummanns með öll-
um tönnunum, mun halda
næstu daga til Kenya til þess að
ráðgast við Leakey um það,
hvernig helzt beri að koma
þessum uppgötvunum þeirra
inn í sögu mannkynsins fræði-
lega séð. 1 farangri slnum hefur
Ameríkumaðurinn einnig ríku-
legt úrval af fila- og krókódíla-
beinum, krabbáklóm, svínarifj-
um og forsögulega rottubeina-
grind, sem er um 3 milljónir
ára gömul.
Eru þessir fundir sönnun
þess, að forfeður okkar séu
komnir frá Afriku? Nei, ekki
alls kostar, segir Leakey. Eld-
fjallajarðvegurinn i Austur-
Afriku hefur aóeins varðveitt
frummanninn sérlega vel. En
til þess reyndar að koma í veg
fyrir það, að áhugafólk um
fornleifar haldi til Rúdólfs-
vatns eftir hina nýju fundi í leit
að frumtíma-beinum,- hefur
Leakey fengið fundarstaðinn
friðlýstan sem þjóðgarð og látið
girða hann af.
(<Jr Siiddeutsche Zei-
tung).
Er aðeins eftir ein grein af sttstofninum? Leakey yngri me8 nýfundna
hauskúpu.
O
„Við erum
hjartasérfræðingar’ ’
Gefið blóm
10 túlípanar
Verð kr. 450.—
blómaual
Gróðurhúsið v/Sigtun simi 36770
Einangrun
Góð plasteinangrun hefur hita-
leiðnisstaðal 0,028 til 0,030
kcai/mh. °C, sem er verulega
minni hitaleiðni, en flest önnur
einangrunarefni hafa, þar á
meðal glerull, auk þess sem'pllást’t
einangrun tekur nálega engan
raka eða vatn i sig. Vatnsdrægni
margra annarra einangrunarefna
gerir þau, ef svo þer undir að
mjög lélegri einangrun. Vér
hófum fyrstir allra hér á landi,
framleiðslu á einangrun úr plasti
(polystyrene) og framleiðum
góða vöru með hagstæðu verði.
Reyplast hf.
Ármúla 44 —<s1mi 30978.
Viö bjóöum uppá,
úrval grillrétta,
smurt brauð, samlokur,
súpur og rétt dagsins.
Mjólkurís og shake
VEISLUMATUR:
Kalt borð, heitir réttir,
pottréttir, brauótertur,
smurt brauó og snittur.
Takið meö ykkur heim:
T.d. sósur, salöt
og franskar kartöflur.
Viö erum meö ýmislegt gott
sem aörir hafa ekki.
Reykjavikurvegi 68 Hafnarfiröi
(beint á móti Norótirbænum) ® 51857